Morgunblaðið - 19.01.1950, Blaðsíða 8
8
MORGVNPLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. jan. 1950
Útg.: H.f. Árvakur, Reykj avfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 7* aura maf Lfb4B.
kr. 15.00 utanlands.
Sundrung og ógæía
EINN af ræðumönnunum á hinum geysifjölmenna fundi
Varðarfjelagsins í fyrrakyöld, Bjarni Benediktsson utanríkis-
ráðherra, benti á það, hver dómur fólksins væri um lífs-
skilyrðin í Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðismanna. Hann
væri sá að fólkið flykktist stöðugt til bæjarins og að undan-
farin ár hefði öll fólksfjölgun þjóðarinnar orðið í Reykjavík.
Þessi dómur fólksins væri miklu áreiðanlegri en gaspur þess
ólánsliðs, sem nú reyndi að hrinda meirihlutastjórn Sjálf-
stæðisflokksins, en hefði sjálft ekkert upp á að bjóða nema
eigin sundrung og ógæfu.
Þetta er kjarni málsins. Andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna
hjer í Reykjavík hafa við þessar kosningar ekki upp á neitt
öð bjóða nema sundrung og ógæfu. Hver einasti maður veit
að kommúnistar, Alþýðuflokksmenn og Tímaliðar hatast
innbyrðis þrátt fyrir nokkra tilhneigingu vissra afla innan
Framsóknarflokksins til samvinnu við kommúnista. En
meirihluti Framsóknarmanna hefur viðbjóð á kommúnistum
eins og annað lýðræðissinnað fólk. Samvinna milli þessara
flokka væri óíramkvæmanleg. Alþýðuflokkurinn hefur einn-
ig lýst því yfir hvað eftir annað að hann telji samvinnu við
kommúnista gjörsamlega fráleita.
Það, sem hinir svokölluðu vinstri flokkar hafa upp á að
bióða er þess vegna hatur og úlfúð, upplausn og ógæfa í
bæjarfjelaginu. Enginn þeirra hefur heldur lagt fram já-
kvæða stefnuskrá, er feli í sjer eitt einasta nýmæli í hags-
munamálum Reykvíkinga. Upptuggur og yfirboð er það
eina, sem frá þeim sjest, eins og Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri benti á í ræðu sinni á Varðarfundinum. Borgarstjóri
vakti einnig athygh á því, að baráttan gegn kommúnistum
í dag næði langt út yfir bæjarmál Reykjavíkur. Við værum að
berjast við hinn alþjóðlega kommúnisma og þá siðspillingu,
sem hann hefði í för með sjer.
Einnig af þessum ástæðum eru bæjarstjórnarkosningarnar
hjer í Reykjavík örlagaríkar. Hjer hefur kommúnistum tek-
ist að hreiðra best um sig. Þjóðarsómi krefst þess að áhrifum
og fylgi þessarar fimmtuherdeildar verði eytt úr bæjarstjórn
höfuðborgarinnar. Þess vegna verða allir frjálslyndir borgar-
búar að sameinast um hsta Sjálfstæðisflokksins og tryggja
Reykjavík starfhæfa meirihlutastjórn, fr^mfarir og um-
bætur.
Runnu af hólmi
ÞESS eru fá dæmi að nokkur flokkur hafi sýnt annan eins
heybrókarhátt og lítilmennsku og kommúnistar í sambandi
við fyrirhugaðan kappræðufund milli „Æskulýðsfylkingar-
innar“ og Heimdallar, fjel. ungra Sjálfstæðismanna. Komm-
únistar bjóða ungum Sjálfstæðismönnum til kappræðna og
Heimdallur tekur áskoruninni þá þegar fegins hendi. Komm-
únistar lýsa því yfir að þeir hafi tryggt sjer húsnæði fyrir
fundinn á ákveðnum degi. Svo tekur að líða að fundardegi.
Þá fara umboðsmenn kommúnista að jóðla um að aðgangur
að fundinum megi ekki vera frjáls heldur verði að úthluta
jafnmörgum aðgöngumiðum til hvors fjelags. Ungir Sjálf-
stæðismenn mótmæla. Þá kemur það upp úr kafinu að komm
únistar hafa ekki tryggt sjer húsnæði fyrir fundinn og hús-
ráðendur taka að tala um nauðsyn aðgöngumiða. Verður
þannig augljóst að kommúnistar hafa frá upphafi verið
ákveðnir í að hindra frjálsan aðgang að fundinum. Þegar
svo ungir Sjálfstæðismenn krefjast þess að aðgangur verði
frjáls ,eins og á æskulýðsfundinum í Austurbæjarbíó í fyrra,
þá heykjast kommúnistar gjörsamlega á þessum fundi, sem
þeir sjálfir höfðu boðað til!!
Er hægt að hugsa sjer aumlegri framkomu. Kommúnistar
hafa beinlínis runnið af hólmi. Þeir þorðu ekki að mæta
ungum Sjálfstæðismönnum á fundi, sem frjáls aðgangur
væri að. Svo koma þessir hugdeigu vesalingar og segja að
Birgir Kjaran og Jóhann Hafstein hafi ekki þorað að hitta
þá að máli!!! Hvaða fávituin er ætlað að trúa þessu?
Sannleikurinn er sá að kommúnistar hafa farið slíkar hrak-
farir fyrir ungum Sjálfstæðismönnum að þá brestur kjark
til þess að efna til kappræðna við þá á jafnrjettisgrundvelli.
Þess vegna gáfust þeir upp.
\Jilwerji óhripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hvor átti rjettinn?
í GÆR hlustaði jeg á heldur ó -
skemmtilegt rifrildi á götuhorni
í miðbænum. — Maður ætlaði
að fara yfir akbrautina milli
gangstjetta. Hann leit hvorki
i til hægri nje vinstri, heldur
anaðibeint út á götuna. — í
sama mund bar að bifreið og
munaði mjóu, að maðurinn yrði
fyrir henni og stórslasaðist. —
Fyrir snarræði bifreiðarstjór-
ans og vegna þess að góðir
hemlar voru á bifreiðinni, tókst
að afstýra slysi á síðustu
stundu.
Og nú hófst rifrildið um hver
hefði átt rjettinn.
Báðir stóðu á sínu
RIFRILDIÐ byrjaði með því,
að bifreiðarstjórinn, sem aug-
sýnilega hafði brugðið, kallaði
til mannsins og sagði:
„Hvað er þetta, maður, getur
þú ekki litið i kringum þig áð-
ur en þú ferð út á akbrautina?“
„Jeg var í mínum fulla rjetti,
sagði sá fótgangandi, en það eru
þessir fjárans bílar, sem æða
um göturnar svo maður er
hvergi óhultur.
Það stóðu báðir á sínu og áð-
ur en orðaskiftum lauk, fjell
margt óþvegið orðið á báða
bóga, og sumt varla prenthæft.
•
Rúm fyrir alla
VITANLEGA var maðurinn,
sem ætlaði yfir akbrautina, án
þess að líta í kringum sig, í
sökinni. Akbrautin er fyrir öku
tæki, en gangstjettir fyrir fót-
gangandi menn. Ef allir færu
eftir þessari ofureinföldu reglu,
yrðu slysin færri.
Gangandi maður er í jafn-
miklum órjetti á miðri akbraut
eins og bifreið er í órjetti á
gangstjett. Venjulega er rúm
fyrir alla á götunum, bæði öku-
tækin og fótgangandi og lítil
hætta á ferðum, ef farið er eftir
settum reglum.
En það er nú eitthvað annað.
I myrkri á
þjóðvegum
ÖNNUR hætta á þjóðvegunum
sem títt veldur slysum, er
hvernig fótgangandi haga sjer
í myrkri. Flestir ganga á vinstri
vegarbrún og bifreiðar, sem
fara framúr þeim, koma því
aftan að þeim.
Ef menn eru dökkklæddir, siá
bifreiðarstjórarnir þá ekki fyr
en þeir eru alveg komnir að
manninum.
Öruggara er fyrir fólk, sem
er á gangi á vegum úti, einkum
eftir að skyggja tekur, að ganga
hæeramegin á voginum. Þá sjá
beir altaf bifreiðar, eða önnur
farartæki, sem koma á móti
þeim á sömu vegarbrún ng geta
forðað sjer í tíma, en bílarnir.
sem fram úr fara eru á hinni
vegarbrúninni.
Eitthvað hvítt
EINS er bað góð regla. er menn
eru á gangi á þióðvegi í mvrkri.
að halda á einhverju hvítu. t.d.
vasaklút. Eins mætti binda
hvítan klút nm handlegg sjer.
Þetta er sjálfsögð öryggisráð-
stöfun.
Eins ættu bifreiðarstjórar,
sem nema staðar til að gera við,
eða af öðrum ástæðum, á þjóð-
vegunum, að hafa jafnan litlu
ljósin (parlp-ljós). Það getur
forðað slysum.
•
Upplýsingar um
skautahöll.
SIGURJÓN DANIVALSSON,
sem manna best hefir sýnt á-
huga fyrir skautahallarmálinu,
hefir sent mjer eftirfarandi upp
lýsingar, sem fróðlegt er að
kynna sjer:
í tilefni af fyrirspurn hjá Vík
verja 14. þ.m. um það „Hvað
líður Skautahöllinni“, tel jeg
rjett og skylt að gefa almenn-
ingi nokkrar upplýsingar um
þetta efni, sjerstaklega vegna
þess, að jeg hafði á sínum tíma
allmikil afskipti af byggingar-
framkvæmdum hinnar fyrir-
huguðu skautahallar.
1948 tókust samningar milli
Bandalags Æskulýðsfjelaga
Reykjavíkur, (sem samanstend
ur af 33 æskulýðsfjelögum hjer
í bæ og þar á meðal öllum
íþróttafjelögumm) og Skauta-
hallarinnar h.f. um það, að
skautahöllin gæfi eftir fyrir sitt
leyti lóð þá, er hún hafði tryggt
sjer á horni Sigtúns og Lauga-
nessvegar og ljeti ennfremur
BÆR fá teikningu af gólfi
skautasalarins^ og bogahvelf-
ingu á kostnaðarverði.
Skilyrði
STJÓRN Skautahallarinnar h.f.
gerði ennfremur að skilvrði, að
skautasalurinn yrði ekki síðar
byggður en aðrir hlutar æsku-
lýðshallarinnar og svellflötur-
inn yrði ekki hafður minni en
hlutafjelagið hafði ráðgert. —
Þetta mikla áhueamál alls al-
mennings er því komið í hend-
ur BÆR og er það vel farið. —1
Skautasalur á því að verða einn
hluti af salarkynnum æskulýðs
hallarinnar.
Allur þorri manna hjer í bæ
og reyndar víðar, mun taka
undir með Víkverja, þar sem
hann segir: „Ekki er minnsti
vafi á. að fátt mvndi hæna unga
og jafnvel eldri að sem skauta-
höll“.
•
Vinsæl íþróttagrein
LÍKLEGA er engin íþróttagrein
hjer jafn vinsæl að undantek-
inni skíðaíþróttinni, sem skauta
íþróttin. Þá fáu daga sem sæmi
legur ís er á tjörninni, sækja
svellið oft á annað þúsund
manns daglega. Þar er fólk á
öllum aldri frá 4ra og 5 ára
börnum til gráhærðra gamal-
menna og fólk af öllum stjett-
um. Og Víkverji bætir við og
það rjettilega og segir: „Hjer
er verkefni fyrir íþróttafje-
lögin og nú er eftir að vita,
hvort forráðamenn þeirra yfir
leitt fylgiast með þörfum og
vilja fjöldans í bessu efni. Nú
þegar er þó kunnugt um tvö
íþróttafielög, Skautafjelag
Reykjavikur og UMFR, sem
lagt hafa 19.000 kr. fram til
þessa hugsjónamáls og vafa-
laust koma floiri á eftir áður
en langt um líður.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Verðlag á loðskinnum fer hækkandi
Eftir Charles B. Lynch
frjettaritara Reuters.
OTTAWA: — Verð á loðskinn
um fer hækkandi, og veiðimenn
í Kanada, sem báru sáralítið
úr býtum 1949, vona, að af-
koman verði eitthvað betri í
ár. Veiðin er byrjuð og um land
ið þvert og endilangt hafa veiði
mennirnir sett um gildrur sín-
ar fyrir minkinn, bjórinn, ref-
inn og þau dýr önnur, sem verða
að láta lífið, til þess að tísku-
meyjarnar geti eignast dýrðleg-
ar — og dýrar — loðkápur.
• •
MIKILL FJÖLDI
VEIÐIMANNA
í ÁR er búist við því, að um
30 miljóna virði af loðskinn-
um komi á markaðinn í Kana-
da. Um 70% skinnanna mun
koma úr gildrum veiðimann-
anna, en afgangurinn frá loð-
dýrabúum.
Áætlað er, að um 100,000
Kanadamenn, þar af margir
kynblendingar, Indíánar og
Eskimóar, hafi ofan af fyrir
sjer að öllu eða mestu leyti með
loðdýraveiðum.
BJÓRINN
ÞAÐ, sem Kanadamönnum
finnst mestu máli skipta í ár,
er, að búist er við því, að meira
veiðist nú af bjórdýrum en
mörg undanfarin ár. Undan-
farna mannsaldra hefir bjórn-
um farið ört fækkandi víða í
Kanada, þar til stjórnarvöldin
gripu til þess ráðs að banna
veiði hans á vissum tímum árs.
Það lá við borð, að bjórinn væri
orðinn útdauður í Kanada, en
friðunarráðstafanirnar borguðu
sig strax og nú fer þessu nytja-
dýri ört fjölgandi í landinu. í
ár hefir jafnvel þótt óhætt að
leyfa aukna bjóraveiði, og bú-
ist er við því, að um helming-
urinn af tekjum veiðimann-
anna fáist fyrir bifurskinn.
• •
GJALDMIÐILL
ÞAÐ ER enn í minnum haft,
hversu þýðingarmikill bjórinn
var fyrir Kanadamenn. Það! er
ekki ofsagt, að stórfyrirtæki á
borð við Hudson Bay verslunar
fjel., hafi grundvallað starfsemi
sína á bifurskinnasölu. í þá
daga voru þessi skinn að heita
má eini gjaldmiðillinn í norð-
urhjeruðum Kanda.
Á því veiðitímabili, sem nú
stendur yfir, hefir hagnaðurinn
orðið hvað mestur á sölu
minnkaskinna. f Montreal og
Saskatchevmn er verðið á þeim
um 30% hærra en ' síðastliðið
ár. Hudson Bay fjelagið er nú
búið að oooa nýja uppboðs-
byggingu fvrir loðskinn i
Montreal, en betta er fyrsta
húsið, sem reist er í Kanada til
þessara nota einungis. Hingað
til hefir „The Bav“ efnt til allra
stærri skinnauppboða sinna í
London.
• •
REFURINN
í ÓNÁÐ
Á FYRSTA uppboðinu, sem fje
lagið efndi til að þessu sinni,
voru um 39,000 minnkaskinn
boðin til-SÖlu. Þau seldust á
allt að því 50 áfcdlara stykkið.
Á þeim uppboðum, sem enn á
eftir að halda, er ætlað, að eitt-
hvað dragi úr eftirspurn eftir
minnkaskinnum, en kaupendur
sækist mest eftir bifurskinnum
Frh. á bls. 11