Morgunblaðið - 29.01.1950, Page 11
Sunnudagur 29. janúar 1950
MORGVNBLAÐIÐ
11’
Húsmæðraskóli krata í Hafnarfirði
F
FramboSsfundur á Akranesi:
Forkélfar ÁlþýðufSokksins ær-
ast undir ræðu bæjarstjóra
Æsa upp unglingspilta og spilla fundarfriði
ALÞÝÐUFLOKKSMENN státa mjög af stjórn sinni á Hafnarfjarðarbæ, þrífæti og 400 metra
götuspotta, sem er eina fullgerða gatan þar í bæ. — Stór afrek eftir aldarfjórungs meirihluta
t bæjarstjórn. — Hjer sjáið þið mynd af einu afreki þeirra í viðbót — Húsmæðraskóla Hafnar-
•'jarðar, — sem byrjað var að ,,byggja“ fyrir 3 árum.— Kostnaður til þessa: 107 þúsund krónur.
Áframhaldandi illviðri
og fiskleysi á Halanum
Eftir 16-17 daga úlivisl með lílinn afla.
I SÍÐUSTU viku seldu aðeins tveir togarar ísvarinn fisk á
markað í Bretlandi. Er þetta afleiðing langvarandi storma og
aflatregðu. Að undanförnu hefur ísfiskmarkaðurinn þar í landi
verið hagstæður.
Lítill afli. —
Löng útivist.
Allur þorri togaraflotans er
á veiðum, en aðrir á leið til
Englands og hafa þeir yfirleitt
lítinn afla, þrátt fyrir langa úti-
vist. Má þar til dæmis nefna
Karlsefni, sem er með um 2000
kit eftir 17 daga útivist og Geir
með álíka mikinn afla, einnig
eftir 17 daga útivist. Þessir
togarar lögðu báðir^af stað til
Englands í gærdag.
Tvær sölur.
Um miðja síðustu viku seldi
Akureyrartogarinn Svalbakur
um 240 tonn af fiski fyrir
12.626 sterl.pund. Var hluti
farmsins úr Kaldbak. Þá seldi
Reykjavíkurtogarinn Skúli
Magnússon í fyrradag rúmlega
200 tonn af fiski og átti Hall-
veig Fróðadóttir hluta af fiski
þessum. Skúli seldi fyrir 9.800
pund.
Afli glæðist.
í fyrradag tók afli að glæðast
vestur á Halamiðum. Fengu
þá sumir togaranna töluverðan
þorskafla. Meðal þeirra Hval-
iell og Mars.
Togararnir Akurey, Neptún
tis og Úranus, sem legið hafa
hjer í Reykjavíkurhöfn um 10
-—14 daga skeið, vegna illviðr-
ana og fiskileysisins, fóru á veið
ar í gærj er frjettist um batn-
andi aflahorfur vestra.
í gærkvöldi frjettist að dauf-
ara hafi verið yfir aflabrögð-
unum í gær en í fyrradag.
Síðasti mán. erfiður.
Síðastliðinn mánaðartíma hef
ur verið verra veður á Hala-
miðum og minni afli hjá tog
urunum en nokkurntíma síðan
fyrir stríð. Hafa þar komið slík
stórviðri, að hinir traustbyggðu
nýsköpunartogarar hafa orðið
fyrir skemmdum. Hjer í Reykja
vík liggja nú til viðgerðar tog-
arinn Keflvíkingur, er varð fyr
ir áfalli á Halamiðum og togar-
inn Goðanes, er varð fyrri áfalli
út af suðurströnd landsins.
Veitingasalir Sjálfstæð-
ishússins eru opnir í dag
fyrir stuðningsmenn
D-listans.
Sjálf stæðishúsið
SO þús. refaskinn
seld í Oslo í gær
í GÆR fór fram í Osló uppboð
á refaskinnum og minkaskinn
um. Meðalverð það er fjekkst
fyrir skinnin, er talið mjög
sæmilegt. Seld voru 50.000
skinn.
Meðalverð á silfurrefaskinn-
um var 170 kr., platínu-refa-
skinn 219, blárefur 100 kr., •—
minkur 85 kr. og úrvalsminka-
skinn 150 krónur.
Búist er við að Norðmenn
selji öll sín refaskinn í ár og
verður næsta uppboð á þeim
í febrúarmúnuði. G. A.
Frá frjettaritara Mbl.
Á FRAMBOÐSFUNDI á Akra-
nesi í fyrradag, sem var útvarp
að, skeði sá fáheyrði atburður,
að frambjóðendur kratanna
þar töpuðu alveg sönsum und-
ir snjallri og rökfastri ræðu,
sem bæjarstjóri, Guðlaugur Ein
arsson, flutti í umræðum um
bæjarmál.
Bæjarstjóri sýndi fram á
með Ijósum rökum, hve ger-
samlega kratarnir hefðu van-
rækt fjármálastjórn sína í sam-
bandi við byggingu verka-
mannabústaða á Akranesi. Þrjú
ár væru nú liðin síðan síðasta
útborgun á lánsfje til þessara
bygginga hefði farið fram og
því jafnlangur tími síðan hægt
var að gera upp reikninga bygg
ingarfjelags verkamanna, og
gefa út skuldabrjef fyrir upp-
hæðinni.
Hvorugt væri ennþá gert, og
ekki nóg með það. Heldur væru
reikningar f jelagsins ekki komn
ir í það horf að endurskoðun
gæti farið fram.
Fyrir þessa sök væri nú svo
komið að hver einasti eigandi
íbúðar í verkamannabústöðun-
um á Akranesi þyrfti að greiða
4 til 5 þús. krónum meira fyrir
íbúð sína heldur en ella hefði
þurft að vera, ef gengið hefði
verið frá reikningum og.skulda
brjef gefið út fyrir upphæðinni
fyrir þeim þremur árum sem
liðin eru síðan byggingu bú-
staðanna var lokið.
Sagði bæjarstjóri að þetta
litla dæmi sýndi glögglega,
hvers væri að vænta frá kröt-
um, ef svo ógæfulega færi að
þeir næðu meirihluta á Akra-
nesi ásamt kommúnistum og
Framsóknarmönnum. Fjármál-
um bæjarins myndi verða
teflt í hreinan voða og upplausn
arástand sigla í kjölfar þess.
Er bæjarstjórinn var hjer
kominn í ræðu sinni, ærðust
frambjóðendur kratanna með
öllu og kölluðu svívirðilegustu
orðum til bæjarstjóra, svo sem:
„Þú ert kvikindi“, „þú ert ræf-
ill“, og þaðan af verra.
Einn frambjóðendanna, Hall-
freður Guðmundsson, glataði
svo algerlega sjálfstjórn sinni,
að hann greip vatnsglas og kast
aði því af alefli í næstu borð-
plötu, svo glerbrotin ruku um
allt leiksviðið sem frambjóðend
urnir sátu á.
Hinir frambjóðendurnir,
Halfdan Sveinsson og Guðmund
ur Sveinbjöimsson, æstu ungl-
ingspilta, sem þeir höfðu hóp-
að saman til fundarins, upp til
óspekta og að lokum var svo
■ ■ |j
komið að ekki heyrðist eitt orð •
af.því, sem bæjarstjóri sagði og
jafnvel ekki í útvarpinu, þótt
hann talaði alveg inn i hljóð-
nemann.
Almenningur á Akranesi for-
dæmir þetta háttalag þessara
forustumanna kratanna og er
mikil gremja ríkjandi í bænum
vegna þessa hneykslis og ekki'
sist fj'rir þá sök að þetta er i
fyrsta skipti sem umræðum um;,
bæjarmál er útvarpað frá Akra
nesi. Munu kratar gjalda mikið
afhroð við koosningarnar vegna
þessa fádæma skrílsæðis, enda .
er slíkum mönnum ekki trúandiu
fyrir einu eða neinu af velferð- .
ar- og framkvæmdamálum
staðarins. Það hafa þeir ræki-
lega sannað með þessu fram-
ferði sínu.
Vofan í klauslrlnu
RYE, SUCCSEX: — Þjóðsag-
an um reimleikana í gamla
klaustrinu hjerna, sem segir
frá svip munks nokkurs sex
feta hás, hefir nú komist á kreik
á ný.
F. Parris, sem hefir gætt
klaustursins um 16 ára skeið,
heldur því fram, að hann haíi
sjeð vofuna.
Honum segist svo frá, að
hann hafi verið á leið til klaust
ursins, en er hann tekur í hlið-
grindina, verður hönd hana
dofin.
„Jeg leit við og rjett að baki
mjer var vofan, 6 feta há, klædd
munkakufli. Jeg gat horft i
gegnum hana á nokkra rósa-
runna, sem voru fyrir aftan
hana. Meðan jeg horfði á hana,
leið hún á burt og gegnum vegg
ina á kofanum mínum“.
— Reuter.
Sluðnlngsmeim
D-listans
Hafið í huga hvar þið vor-
uð til heimiiis á manntaii
í árslok 1948. — Eftir því
heimilsfangi fer það í
hverjum hinna þríggja
skóla þið eigið að kjósa.
D-listinn.
SjálfsUeðismenn! - Ijósii nú snemma í icif - Veirið
getur versnað — Tryggið sigur D-Iistans fyrir kvöldið