Morgunblaðið - 17.02.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1950, Blaðsíða 1
iætt við verkamönn- um og vörubifreiðn- stjórum í bæjarvinnu Bæjarstjémlfl ræðir atvtnnumálin NOKKRAR umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær um at- vinnuástandið í bænum og þá tillögu bæjarráðs að bæta 35 verkamönnum og 10 vörubifreiðastjórum við í vinnu við ýms fyrirtæki bæjarins. —■ G.unnar Thoroddsen borgarstjóri tók fyrstur til- máls og ræddi niðurstöður atvinnuleysisskráningar- innar, sem fram fór í byrjun febrúar, en hún hafði leitt í Ijós að 221 maður var atvinnulaus í bænum. Bæjarráð hefði síðan rætt viðhorfin í atvinnumálunum og ákveðið að fela fjórum mönn- um að gera tillögur um úrbætur. Hefðu þeir skilað áliti í gær. Fjölgað í bæjarvinnunni. ’Samkvæmt tillögum þeirra hefði bæjarráð samþykkt að bæta við 35 verkamörinum í vinnu hjá Rafmagnsveitu, Vatns veitu og bæjarverkfræðingi og ennfremur að efna til oíaní- burðarvinnu fyrir 10 bílstjóra í 4 vikur fyrst um sinn og sje þeirri vinnu skipt milli vöru- bílstjóra þannig, að hver þeirra fái minnst eina vinnuviku. Borgarstjóri upplýsti í þessu sambandi að fyrir væru í bæj- arvinnunni um 680 verkamenn. Bæ’tir úr erfiðleikum þeirra verst settu. Hann kvað það álit þeirra, sem kunnugastir væru að með þessari fjölgun í vinnunni hjá bænum væri bætt úr mestu örð- ugleikum þeirra, sem stærstar fjölskyldur hefðu á framfæri síriu. Yrðu þeir látnir ganga fyrir um vinnu. Erfiðara væri að finna verk- efni fyrir vörubifreiðarstjór- ana. Niðurstaðan hefði þó orðið sú að efna til ofaníburðarvinnu fyrir 10 bifreiðastjóra. Yrði þar um skiptivinnu að ræða. Væri til þess ætlast að hver þeirra fehgi eina vinnuviku. Ef sjer- stskar ástæður væru fyrir hendi væri þó heimilt að láta hvern einstakan fá lengri tíma. Astandið í efnahagsmálunum. Borgarstjóri benti að lokum á það að atvinnuástandið í bæn- um væri almennt mest undir því komið að aðalatvinnuvegir bæjarbúa gætu starfað af full- um krafti. Viðhorfin í efnahags máium þjóðarinnar hefðu hins vegar mikil áhrif á gengi at- vinnulífsins. — Bæjarstjórnin vijdi gera allt, sem í hennar valdi stæði til þess að stuðla að aukinni atvinnu eins og ákvörðun bæjarráðs bæri með sjer. Dagleg atvinnuleysisskráning. Guðmundur Vigfússon flutti tillögu um að fram yrði látin fara dagleg atvinnuleySisskrán ing. Taldi borgarstjóri nauð- synlegt að leitað yrði álits vinnu miðlunarskrifstofanna í bænum um þá tillögu og lagði til að henni yrði vísað til bæjarráðs. Hallgrímur Benediktsson kvað sig vera því meðmæltan að eins nákvæm atvinnuleysisskráning færi fram og frekast væri unnt, en það ætti ekki að tefja málið neitt þótt leitað væri álits fyrr- nefndra aðilja, sem þessum mál um væru kunnugastir og hefðu haft með framkvæmd þeirra að gera. Var tillaga bqrgarstjóra samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7. Austurríska stúlkan Dagmar Rom tvöfald ur heimsmeistari ASPEN, 15. febrúar: — Aust- urríska stúlkan Dagmar Rom, sem vann stór-svigs keppnina, bar einnig sigur úr býtrim í svigi á heimsmeistaramótinu hjer. Samanlagður tími hennar í báðum ferðum var 1.47.8 mín. Tíminn í fyrri ferð var 53,2 sek., en í síðari 54,6 mín. Önnur var Austurríkisstúlk- an E. Mahringer á 1.47,9 mín. (54,4 og 53,5). í þriðja sæti var ítölsk stúlka, Celina Seghi. — Tími hennar var 1.49,5 (54,1 og 55,4 mín).). Fjórða Anneies Schuh-Proxauf, Austurríki, á 1.49,9 (54,4 og 55,5). í fimmta sæti var frönsk stúlka og ame- rísk í sjötta. Annars skipuðu austurrísku stúlkurnar fimin af tíu fyrstu sætunum. — Reuter. Verksmiðjmpreng- ing, nokkrir særast MIDLAND, MICHIGAN, 16. febr. — Sprenging varð hjer í risastórri efnaverksmiðju 1 dag og munu nokkrir verkamenn hafa slasast. Eftir seinustu fregn um að dæma hefur þakið lyfst af einu húsinu við sprenging- una. Svo mikill gnýr varð af að heyrðist í margra mílna fjaf- lægð. —- Reuter. Sigur lýðræðisins í Finn- landi er „ögrun66 við Rússa Finnlandsforseti iKommúnistar ægireiðir 'vegna kjörs Paasikivis Slíta Rússar samningum við Fmnat Einkaskeyti tii Mbl. frá Reuter. HELSINGFOIIS, 16. febrúar. —• Finnsk blöð og rússnesk ræða nú endurkjör hins aldna forseta, Paasikivi. Fará blöð kommúnista allmikinn, og óska leiðtoga þjóðar sinnar bvergi til hamingju. Kalla kommúnistar, að kjör hans sje ögrun við Rússland. — Kommúnistamálgagnið, Tyokansan Sanomat, segir í ritstjórnargrein, að kjör Paasikivis sje ,4 þágu and- rússneskrar heimsveldisstefnu til að land vort bindi trúss sitt við í'yriiætlanir stríðsæsingamannanna“. Ennfremur segir blaðið, að kjörið sje „ögrun við vináttu Rússa o_g Finna.“ í FYRRADAG var Paasikivi, sem kunnugt er, endurkjörinn forseti Finnlands. Fjekk hann miklu fleiri atkvæði en and- stæðingar hans samanlagt, frambjóðendur bændaflokksins og kommúnista. Þessi mynd er sú siðasta, er tekin hefur verið af þessum ágæta forseta. Hraðamef í flugi LONDON, 16. febrúar. — í dag var sett hraðamet á flugleið- inni frá Lundúnum til Kairo. Orrustuflugvjel knúin þrýsti- lofti flaug þessa leið, sem er 2200 mílur, á 6 stundum 35 mín Hlvarlegar vinnudeil- ur í Danmörku? ÓHast, að erfift verði um samkomulag Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 16. febrúar: -— Alvarlegra útlit er nú á danska vinnumarkaðinum en um mörg undanfarin ár. Samn- ingar, sem ná til 300,000 fjelagsbundinna verkamanna, falla úr gildi í lok þessa mánaðar, en bæði verkamenn og atvinnu- rekendur virðast eins búast við alvarlegum átökum, í sambandi við endurnýjun samninga. Ókyrrð í mönnum < . Málgagn danska alþýðusam- bandsins segir í dag, að mikil ókyrrð sje í mönnum, vegna þess sem framundan er. En ekki þurfi að koma til alvar- legra deilna, ef verkamenn fái launahækkun, sem ekki einung is samsvari hækkuðu vöru- verði, heldúr geri launþegun- um kleift að bæta lífskjör sín. Boðað til fundar Sáttasemjari ríkisins hefur á morgun (föstudag) boðið til viðræðufundar. Er búist við því, að verkföllum, sem boðuð hafa verið 1. mars, verði frest- að, ef opinber miðlunartillaga kemur fram. Lítil von um lausn * „Extrabladet“ telur þó í dag, Frh. á bls. 8 Kommúnisfar boða til æsmgaverkfalla PARÍS, 16. febrúar. — Verka- lýðssamband kommúnista í Frakklandi hefur boðað til 24 stunda verkfalls á morgun (föstudag) í námum landsins, einnig tveggja tíma verkfall hjá járnbrautarstarfsmönnum. — Heimtar sambandið kjara- bætur og ennfremur eiga verk- föllin að lýsa yfir andúð vegna styrjafdarinnar í Indó-Kína. — Hafnarverkamenn í Nizza munu og' gera verkfall vegna afskipta lögreglunnar, er þeir neituðu að skipa ,út vopnum, er áttu að fara til Indó-Kína. Á morgun (föstudag) munu lögreglumenn og herlið vera reiðubúið að skakka leikinn, ef til átaka skyldi koma. - Reuter. Þjóðin fagnar kjörinw Blað hægri manna, Uusi Su- omi, segir, að meiri 'liluti finnsku þjóðarinnar „fagnar því í dag, að Paasikivi sá, sjer fært að taka kjörinu, enda(þótt hann sje orðinn 79 ára að aldri“. Sósíalistar studdu Paasikivi Blað sósíalista, Sosíaldemo- kraatti, segir, að sósíalistaflokk urinn hafi tekið það ráð að styðja Paasikivi „vegna afreka hans í utanríkismálum“. t Hver olli sprengingunni? Lögreglan í Helsingfors er nú önum kafin við . að rarin- saka, hver muni valdur að sprengingu þeirri er varð á tröppum ríkisþinghússins kvöld ið áður en kjör forseta fór fram. 0 Rússar illir í gær rjeðst blað eitt -í Moskvu hastarlega á Paasikivi forseta, Sagði blaðið að hann væri Þjóðveria- og Banda- ríkjasinni, en fjandmaður Rússa. Blaðið segir að stefna hans sje sú, að undiroka lýðræði og endurreisn. Hins vegar sje að- aláhugamál hans að veita stríðs æsingamönnum Breta og Bandaríkjamanna að málum í fasistiskri baráttu þeirra gegn Rússlandi og alþýð'dýðveldun- um. — Slíta þeir samningi.m? Hafa jafnvel heyrst raddir um, að Rússar ætluðu að slíta vináttu- -og griðasáttmálanum við Finna. Enda þótt þar sje aðeins um getgátur að ræða, þá er hitt ekki fjarri sanni, að ætla Rússum, að þeir muni vilja ná sjer niðri, Hafa þeir og ekki hingað tií þolað lýð- ræðisstjórn að sitja í friði við landamæri síft. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.