Morgunblaðið - 17.02.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1950, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ2Ð Föstudagur 17 febrúar 1950 frtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarffl.1 W&$i£\ í’rjettaritstjóri: ívar Guðmuuusson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Tvenn falsrök afhjúpuð BAUÐI þráðurinn í skrifum kommúnista um afurðasölu og markaðsmál okkar íslendinga er sá að vanrækt hafi verið sð leita markaða í Austur-Evrópu og þá fyrst og fremst Rússlandi og að þátttaka íslands í efnahagssamvinnu Vestur- Evrópuþjóðanna á grundvelli Marshallsamningsins hafi haft slæmar afleiðingar fyrir verslun okkar og viðskipti. Á þessum tveimur falsröksemdum tönnlast Þjóðviijinn í tíma og ótíma. Enda þótt þær hafi margsinnis verið hrakt- ai er þó ástæða til þess að drepa lítillega á nokkur atriði varðandi þessi mál enn einu sinni. Um fyrra atriðið er það að segja að bæði fyrrverandi og núverandi utanríkisráðherra, Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson, hata lagt á það allt kapp að afla markaða tyrir íslenskar afurðir í Austur-Evrópu. Tókst um skeið að selja Rússum nokkuð af sjávarafurðum. Tilraunir til áframhalds þeim viðskiptum voru margsinnis gerðar. Samninganefnd var send til Rússlands og átti hún langar viðræður við Rússa. Kom þá í ljós að Rússar töldu það verð, sem við þurftum að fá fyrir afurðir okkar of hátt fyrir sig. Sýndist þeim, sem það væri vandamál íslendinga að vera samkeppn- isfærir á erlendum mörkuðum. Síðar gerði Bjarni Benediktsson ítrekaðar tilraunir til þess að fá viðræður um viðskiptasamninga teknar upp milli land- anna. Rússar i'óru undan í flæmingi og svöruðu að lokum ekki málaleitunum okkar. Einskis hefur þess vegna verið látið ófreistað af hálfu íslenskra stjómarvalda til þess að ná viðskiptasamningum við Rússa og vinna íslenskum afurðum markaði í Rússlandi. Þær tilraunir hafa strandað á því að Rússar hafa ekki viljað við okkur semja. Um viðskipti við önnur Austur-Evrópulönd er það að segja að þau hafa aukist mjög verulega í ráðherratíð Bjama Benediktssonar. Við bæði Pólland og Tjekkóslóvakíu hafa tekist töluverð viðskipti og miklu meiri en meðan komm- únistar sátu hjer í ríkisstjóm enda þótt einnig þá væri vel á þessum málum haldið af hálfu þáverandi utanríkisráð- herra. Það, sem fyrir liggur, áþreifanlegt og skjallega sannað, er sú staðreynd, að núverandi utanríkisráðherra hefur gert allt, sem frekast hefur verið unnt til þess að afla íslenskum af- urðum markaða í Rússlandi og Austur-Evrópu. Viðskiptin við Pólland og Tjekkóslóvakíu hafa aukist en sala íslenskra afurða til Rússlands strandað á áhugaleysi Rússa sjálfra fyrir viðskiptum við íslendinga. Allt tal Þjóðviljans og kommúnista um vanrækslu í þess- um efnum er þess vegna þvaður eitt og rótlausar blekkingar. Erfiðleikarnir í markaðsmálum okkar íslendinga nú spretta þess vegna ekki af því að illa hafi verið haldið á yfirstjórn þeirra. Þar hefur þvert á móti verið unnið óvenju- lega ötult og merkilegt starf. Örðugleikarnir spretta fyrst og fremst af hinu að íslenskar afurðir eru ekki samkeppnis- hæfar á mörkuðunum. Það verð, sem íslenskir framleiðendur verða að fá fyrir afurðir sínar er hærra en keppinautar okkar í öðrum löndum geta selt sína framleiðslu fyrir. Þetta er það, sem veldur meginvandanum. Að sjálfsögðu er það verð- bólgan og dýrtíðin hjer heima, sem veldur þessu. Frá þeirri staðreynd reyna kommúnistar jafnan að leiða athygli al- mennings. Þess vegna hamra þeir stöðugt á lygunum um hina vanræktu Kominformmarkaði austan járntjaldsins. Um þá staðhæfingu kommúnista að þátttaka okkar í Mars- hallsamvinnunni hafi gert viðskiptaaðstöðu okkar óhagstæð- ari tekur varla að ræða, Svo fráleit er hún. — Þjóðin veit að í skjóli þessarar efnahagssamvinnu höfum við selt mikið afurðamagn í Þýskalandi og fengið það greitt í „hörð- um“ gjaldeyri. Hún veit einnig að við höfum flutt inn margs- konar nauðsynjar, vjelar, verkfæri, tilbúinn áburð og mat- væli fyrir Marshallfje. Þær vörur hefðum við ekki getað keypt fyrir dollara án efnahagssamvinnunnar. Hinar villtu og rakalausu árásir Þjóðviljans á Bjarna Bene- diktsson utanríkisráðherra eru af öllum þessum ástæðum gjörsamlega út í bláinn og Spretta af því einu að hann hefur unnið Iandi sínu og þjóð mikið ög hagnýtt starf. icun Vá ar ó Ldfa ÚR DAGLEGA LÍFINU Dramatísk átök ÞAÐ er ekki heiglum hent að vera cowboy-hetja, ekki einu sinni á baklóðunum hjerna í Reykjavík. Jeg sannfærðist um þetta núna í fyrradag, þegar jeg varð áhorfandi að dramatískum átök um nokkurra „kúasmala“ og ,,bófa“ í Austurbænum. Fyrir kúasmölunum var 11 til 12 ára strákhnokki með gríð arstóran gráan hatt, en foringi bófanna var stór og kraftaleg- ur strákur um fermingu. • Skrautlegur búningur ÞAÐ mátti ekki á milli sjá, hvor átti traustari aðdáendur, strákurinn með gráa hattinn eða sá sterklegi. Kiiasmalaforinginn hafði það umfram andstæðing sinn, að hann var í hinum hefðbundna búningi kúasmala „villta vest- rinu“; hann var í svörtum, þröngum buxum og samlitri treyju, með hvíta skrautborða á öxlunum og hvíta borða fram an á ermunum Og svo hafði hann gráa hattinn, stóran hatt og virðulegan, en fullstóran þó, enda víst upphaflega ætl- aður höfuðstærri manni. Jeg er jafnvel e'kki grunlaus um, að þetta hafi verið uppgjafahattur af pabbanum. • Þeir voru ósáttir BÓFAFORINGINN var ekki nær því eins skrautlega klædd- ur. En hann hafði aflið og stærð ina, brosti sjaldan og þá kulda lega og „steig ölduna", þegar hann færði sig úr stað. Og svo átti hann gildan kaðalspotta, sem hann sveiflaði um sig í tíma og ótíma. Þeir voru ósáttir, kúasmala- foringinn og hann. Það var sko ekkert grín; þeir áttu í fyrsta flokks erjum um hjdli fjelaga sinna. • Mikið handapat KÚASMALINN mim hafa álit- ið, að hann væri réttkjörinn for ingi þessa hóps, ekki síst hatts- ins vegna. Jeg sá hann baða út höndunum og heyrði gegnum opinn gluggann, hvernig hann skoraði á fjelaga sína að vera ekki með „þessum asna“, það væri svo sem hægt að leika sjer þótt hann væri hvergi aærri. Og bófaforinginn sveiflaði kaðalspottanum og glotti. • Langt nef ÞAÐ stóð lengi í þessu þrasi En deilan harðnaði þegar á leið, og kúasmalaforinginn fór að nota sterkari orð en asna- nefnið og gretta sig framan í sterka strákinn og gefa honum langt nef. — Sem hann hefði auðvitað ekki átt að gera. Bófaforinginn var að vísu seinn í snúningum og ekkert að flýta sjer meir en góðu hófi gegndi, en hvaða strákur um fermingu þolir það aðgerðar- laust, að 11 ára snáði kalli hann „ræfillinn þinn“ og þaðan af verra? • Kaðallinn notaður EKKI þessi strákur, svo mikið er víst. Hann átti að vísu eng- an gráan, barðastóran hatt og ekki var hann með hvíta borða á ermunum, en hann átti kað- alinn sinn góða og hugrekkið. Svo hann lyfti kaðlinum og keyrði hann í kollinn á kúa- smalanum. Og kúasmalinn tók ofan hattinn sinn og lagfærði hann, setti hann upp aftur og sparkaði í óæðri endann á bóf- anum. Og bófinn lyfti kaðal- spottanum og keyrði hann í kollinn á kúasmalanum. Og kúasmalinn tók ofan hattinn sinn og lagfærði hann og spark- aði í óæðri endann á bófanum. Og...... e Tveir flokkar OG ÞANNIG gekk það koll af kolli. Þetta voru vissulega dramatísk átök. Og svo lauk beim eins og öllum dramatísk- um átökum lýkur, þegar port- cowboyar og portbófar eigast við í Austurbænum. — Þeir urðu þreyttir á þessu, höfuð- paurarnir, og áhangendur þeirra urðu þreyttir á að öskra sig hása, og liðið skiftist í tvo flokka, sem Ijetu allt fjúka og hjeldu svo hvor sína leið Bófaforinginn ypti öxlum og glottí og sveiflaði kaðalspottan- um og bað sína menn að vera ekki að rífast við þessi mömmu börn. Og kúasmalinn tók ofan gráa hattinn, svo að hann nyti augn anna betur, og rak út úr sjer tunguna og sagði sínum mönn- um að hætta að eltast við þessa ræfla. • Lítil telpa í rauðri kápu SVO skildu flokkarnir og hjeldu hvor í sína átt. Og end- irinn var alveg eins og í fyrsta flokks cowboy-mynd, því með flokki kúasmalans fór eina telpan í hópnum, ósköp lítil telpa í rauðri kápu og með rauða hettu á höfðinu. Hún fvlcdi kúasmalaríum með stóra hattinn umyrðalaust alveg eins og stúlkurnar í vilta vestrinu elta alltaf skrautleg- ustu cowbovana ög standa með þeim i baráttunni við bófana. • Börnin og göturnar ÞAÐ er eins og hiartað í manni stöðvist, saeði revndur bifreiða- stjóri núna í vikunni, þegar hann var að tala um bílana og börnin á götunum. Hann var þá nýbúinn að segja frá því, hvern ig honum tókst með herkju- brögðum að komast hjá að aka yfir litla telpu, sem skautst út af gangstjettinni og beint í veg fyrir bílinn hans. Hann hemlaði og sveigði frá henni, en þetta mátti engu muna. Foreldrar ættu gjarnan að hafa þessi orð bifreiðastjórans í huga, og bá aiveg sjerstaklega þeir, sem láta undir höfði leggjast að brvna fyrir börnum sínum að fara varlega á götun- um og forðast þær eftir mætti. imHmn>ininiiiHiiii»iiwni»iii!ninrininnniniiiiwiiiiinwimBiiiniinwiiiwniiiiiiM.i>.,iiiiiiiuiiiuiiu>nmiimnHwni,1iim»iiiimiiInwMi MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ■iiiiiiiiiiiiiufVMVwnnwumiijgnnRMsanMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMimiuifimnimiiiMMMiiiiiMiiiuiiiiiimiii Kínverskir þjéðemissinnar eru vongóðir Eftir frjettamann Reuters. TAIPEH, Formosa. — Tvær spurningar eiu efst í hugum íbú anna á Formosa (Taiwan), en þar eru aðalbækistöðvar þjóð- ernissinna herjanna kínversku. Hvenær gera kommúnistar inn rás á eyna? Hve miklar líkur eru til þess, að þjóðernissinnar fái hrundið henni? • • AÐRAR EY.TAR FYRST — Eftir þeim fregnum, sem ber ast frá megir.landinu, má telja líklegt, að kommúnistar ráðist fyrst á eyna Hainan undan S.- Kína og eyjaklasa þann, sem er á Handchowflóa og þjóðern- issinnar ráða. Ef svo færi, mundi þjóðernis- sinnum á eynni Formosu veit- ast nokkur frestur. Annars er skoðun manna hjer sú, að inn- rás á Formósu sje hartnær ó- hugsandi, meðan sjó- og loft- floti þjóðernissinna er tiltækur. • • FLOTINN ER ÁKEIÐANLEGUR Útléndiiigur einn, sem hefur náið samband við laridvarna- ráðuríeytið, hefur sagt frjetta- manni Reuters, að kínverski flotinn sjt miklu sterkara bar- áttutæki en aðrar deildir her- aflans hafa virst vera. Þar við bætist, að Kwei Yung-ching, aðmíráll, sem er æðsti maður flotans, er þess fullvís, að þeir liðsforingjar. sem hann hefur undir sinni stjórn, sje dyggir fylgismenn þjóðernissinna- stjórnarinnar og löghlýðnir þjónar. • • FLUGHERINN HFFUR SIG í FRAMMI Kínverski flugherinn hefur látið meira að sjer kveða nú að undanförnu en áður var. — Hefur heldur ekki verið spar- að að skýra frá afrekum hans, sem mjög hafa bitnað á Shang- hai. Hafa þessar aðgerðir flug- hersins tvímælaiausí haft góð áhrif á hugi fólksins á For- mpsu og stappað í það stál- inu. KONA HERS- HÖFÐINGJANS Kona Chiang-Kai-shek er líka komin til eyjarinnar, til að veita manni sínum stuðning við vörn hennar, ef kæmi til hinnar vænvanlegu innrásar kommúnista Hefur þuð og orð- ið til að herðu baráttuvilja eyj- arskeggja og hleypa þeim kappi í kinn. Chiang-Kai-shek er enn æðsti maður Kína, og talið er heldur ósennilegt, að han’n mundi leyía konu sinni að koma til eyjarinnai, ef hann teldi innrás líklega einhvern næsta mánuð. • • VTÐURKENN- ING BRETA Bretar gieiddu þjóðernis- sinnunum hnefahögg ,er þeir viðurkendu sijórn kommúnista í Kína, en viðurkenningin hafði verið svo lengi á döíinni, að ekki verður sagt, að hún hafi komið mönnum á óvart. Ekki verður heldur sagt að áberandi óvildar gæti í garð Breta vegna Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.