Morgunblaðið - 17.02.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1950, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. febrúar 1950 MORGUNBLAÐIB l Kommúnistum eru eiðar einskis virði Eftir ívar" Guðmundsson, LONDON í febrúar: KOMMÚNISTAR eiga aðeins eitt föðurland — Rússland. — Eiðar eru þeim einskisvirði, vinátta verður að víkja fyrir hagsmunum Rússa, ef því er að skifta og heiður þeirra fellst í því einu, að þjóua föðurlandi kommúnismanns, þótt það þýði að þeir verði að svíkja allt, sem aðrir menn telja sjer heilagt. Þetta er í stuttu máli játning [ ungs vísindamanns, sem kom hjer fyrir rjett, hjer á dögunum og sem hefur játað að hafa lát- ið Rússum í tje mikilvægar upp lýsingar um atómrannsóknir, er. hann átti aðgang að Mál þessa njósnara hefur vakið mikla at- hygli í Englandi og raunar um allan heim. Fyrst og fremst, vegna þess, að svik þessa unga xnanns eru skýr sönnun þess, að engin þjóð getur treyst kom múnista fyrir ábyrgðarstöðu. Sveik gistiþjóð sína í trygðum Þessi ungi vísindamaður he't ir dr. Klaus Emil Fuchs. Fædd- úr og upp alinn í Þýskalandi. 15,32 gerðist hann kommúnisti og flýði land undan nas- istum. Fyrst á náðir Frakka og síðar Breta. Hann varð breskur borgari 1942 og var fengin mik- ilvæg staða í atómrannsóknum Breta. Fuehs er talinn einn af frægustu sjerlræðing’um heims- ins í sinni grein. Hann var send- ur til Bandaríkjanna með nefnd breskra atómsjerfræðinga, og hefur síðustu árin verið yfir- maður atómrannsóknadeildar í Játning ungs vísinda- manns, sem sveik fóst- urland sitt og vini fyrir Sovjet-Rússa Dr. Klaus Emil Fuchs. Harwell, aðalatómrannsóknar- stöðvar Breta. Fuchs ákvað strax, er hann vissi hvaða verk honum var íalið að vinna í Bretlandi, að veita Rússuni upplýsingarnar. Hann tók ekld fje fyrir upplýs- ingar sínar, utan einu sinni, að hann þáði 100 sterlingspund (rúml. 2,600 krónur). Játaði afbrot sín Rjettarhöldin yfir Fuchs eru ennþá á byrjunarstigi. en í fyrsta rjettarhaldinu las ákær- andi upp játningu vísinda- mannsins, þar sem hann viður- kennir að hafa látið Rússum í tje atómupplýsingar frá 1942, er hann var 5 Bandaríkjunum, og þar til fyrir ári síðan, að hann fór að efast um, að það væri rjett af sjer að njósna fyr- ir Rússa. Er játning þessi að ýmsu leyti merkilegt plagg, er lýsir sálarástandi svikarans. Christmas Humphreys, ákærandinn í málinu gegn dr. Fuchs. Fuchs lá lengi undir grun um að hafa njósnað fyrir Rússa. — Bæði amerísku lögreglunni og Scotland Yard, var ljóst, að Rússar höfðu fengið mikilvæg- ar upplýsingar um atómvísindi, sem hlutu að koma frá mönn- um, sem höfðu aðgang að leynd armálum amerískra og breskra atómvísindamanna. Smátt og smátt bárust böndin að Fuchs og í lok janúarmánaðar síðastl. tókst breskum lögreglumanni, að fá hann til að játa. Úr játningu Fuchs í játningu dr. Fuchs, sem les- in var upp í fyrsta rjettarhald- inu í í'jettarsalnum í Bow- Street, segir m. a.: ,,í fyrstu trúði jeg gersam- lega á Rússa og jeg trúði því, að Vesturveldin ætluðu sjer að etja saman Rússum og Þjóð- verjum, þar til báðum blæddi út. Jeg hikaði ekki við að veita Rússum allar upplýsingar, sem jeg rjeði yfir og þó einkum þær, sem vörðuðu mínar eigin rann- sóknir. Jeg hofði í þessu skyni samband við menn, sem voru mjer að öllu leyti ókunnir, en jeg vissi, að þeir myndu koma upplýsingum mínum áleiðis til Rússa. „Jeg greip til minnar Marx istisku lífsskoðunar, til að deyfa samvisku mína. Jeg varð að skifta huga mínum í tvennt, — í öðru hugar- fylgsni míriu var maðurinn, sem jeg víldi vera. Jeg gat verið frjáls og hamingjusam- ur í f jelagsskap við vini mína, þvi jeg vissi, aif jeg gat altaf gripið til hins afkimans í huga mjer, ef hætta virt- ist vera á ferðum“. ,.Dr. Jekyll og Mrt Hyde“ í rjettinum benti ákærand- inn á, að hjer virtist vera um lifandi dæmi að ræða úr hinni frægu ensku skáldsögu um ,,Dr. Jekyll og Mr. Hyde“, þar sem tvær andstæður, glæpa- hneigð og göfugmennska, börð- ust um i einum og sama manni. I aðra röndina hefði dr. Fuchs verið eins Qg fólk er flest, hamingjusamur maður, sem var virtur fyrir gáfur sín- ar og framkomu alla, sem ekk- ert var út á að setja. En á hinn bóginn hefði hann verið kald- rifjaður glæpamaður, sem í hverri viku hefði rofið eið, sem hann hefði gefið fósturlandi sínu. En í rauninni hefði hann verið pólitískur ofsatrúarmað- ur, sem sveifst einskis og var á mála hjá erlendu stórveldi. Byrjaði að efast um stefnu Rússa í játningu sinni segir Fuchs m.a. á þessa leið: „Eftir að styrjöldinni lauk fór jeg að efast um ágæti hinn- ar rússnesku stefnu_ Loks rak að því, að jeg gat ekki viður- J. Thompson-Halsall, verjandi Fuchs. kennt sitt af hverju, sem Rúss- ar gerðu á sviði alþjóðamála. En jeg trúði því þá enn, að Rússar myndu byggja upp nýj- an heim og jeg myndi eiga minn þátt í þeirri uppbygg- ingu. „En brátt kom í ljós, að það myndi líða langur tími þar til áhrifa Rússa gætti í öllum Evrópulöndum. Mjer varð ljóst, að jeg varð að taka afstöðu til þess, hvort rjett væri af mjer, að halda áfram að veita Rúss- um upplýsingar um atomvís- indi eða ekki. Jeg komst að þeirri niðurstöðu, að jeg yrði að hætta. „Einu sinni kortn jeg ekki til ákveðihs stefnumóts við sam- særismennina, vegna þess að jeg var veijtur. Frh. á bls. 8 Sjálfvirkt stýri sett í kreskan togara Togarinn sagðcr eiít öruggasia skip á höfunum BRESKI nýsköpunartogarinn Andanes frá Grimsby, sem Páll Aðalsteinsson mun vera skipstjóri á, hefur verið búinn aigjör- lega sjálfvirku stýri, sem er svo nákvæmt og öruggt, að engart mann þarf að hafa við það. Er Andanes fyrsti togarinn, sem slíkt tæki hefur verið sett í. «5-------------------- I fyrstu veiðiför. Breska blaðið Daily Mirror segir frá þessu og gat þess að Andanes hefði haft þetta merki Jfga tæki í fyrstu veiðiför sína á norðlæg mið, en togarinn mun vera í þessari veiðiför um þess- ar mundir. Blaðið segir, að tæki þau, sem hjer um ræðir, sjeu all fynr- ferðarmikil, en með þeim sje það tryggt að Andanes sje eitt öruggasta skip sem nú ;je í siglingum á höfunum. Skipið heldur rjettri stefnu. Tækin eru svo áreiðanleg, að þegar skipstjórinn hefur ákveð- ið stefnu skipsins, stillt hin margbrotnu tæki samkvæmt henni, þá heldur skipið henni alveg rjettri, þrátt fyrir strauma, sjó og vind, uns kom- ið er að þeim stað, er skipstjór- ínn stillti hin sjálfvirku tæki inn á. Þessi tæki kosta 2000 sterlingspund, segir Daily Mirr- or, en þau spara bæði eldsneyti, tíma og loks mannafla skipsins. Síðan lýsir blaðið hinum sjalf virka stýrisumbúnaði. Er þetta allflókið tæki, frá leikmanns- sjónarmiði, en svo virðist sem stýrisvjelin og radartæki skíps- ins sjeu tengd saman, siðan taka við áttavitar og gyro- compásar o. fl. o. fl. Bókmenfasögu Bjsrna M. Gíslasonar vel lekíö FYRIR nokkrum dögum birt- ist ritdómur í „National Tid- ende“ í Höfn, um bókmennta- sögu Bjarna M. Gíslasonar, er fjallar um tímabilið frá 1400 til síðustu ára. í greininni er því lýst, að „samhengið" í íslenskum bók- menntum er annað, en almenn ingur meðal frændþjóðanna hefur gert sjer hugmynd um. Flestií hafa haldið, segir grein- arhöfundur, að íslenskar bók- menntir sjeu, fornbókmenntirn ar, og síðan ekki annað en nokkur skáldverk frá síðustu árum. Greinarhöfundur, Hans Böll ing, fagnar því, að Bjarni skuli hafa gefið dönskum les- endum tækifæri, til að fá kunn leik á íslenskum bókmennt- um, frá þeim tímum, sem menn hafa kallað „hinar þöglu ald- ir“. Á þessum öldum, segir höf. átti íslenska þjóðin fjölda af skálum og hugsuðum, sem sann arlega jöfnuðust á við þá and- ands menn, er voru uppi meðal stærri og fólks fleiri þjóða. Á íslandi var enginh skortur á andarts mönnum. En það, sem vantaði var, áð aðrar þjóðir fengju tækifæri til að kynn- ast þeim og verkum þeirra. Merkilegl leikrit í ísl. þýðingu I GÆR barst Mbl. mjög athygl- isverð bók frá Helgafelli, ’eik- ritið Jean de France eftir Lud- vig Holberg. Leikritið er geíið út í ísl. þýðingu islandsvinarint* Rasmus Rask og Jóns Helgason- ar próf. í Höfn, er lauk þýðingu þess og bjó til prentunar fyrir Helgafellsútgáfu. Heitir leikrit þetta í ísl. þýðingu: Jóhannes von Háksen. Jón próf. Helgason skrifar formála fyrir leikritinu og einn ig ítarlegar skýringar á ýmsum atriðum og orðatiltækjum aftast í bókinni. íslandsvinurinn Rasmus Krist ján Rask þýddi fyrri hluta leik- ritsins á árunum 1814—1815. Hafði hann þann hátt á þýð- ingu sinni, að hann lætur leik- inn fara fram hjer í Reykjavík og aðalpersónan í leiknum er íslendingur nýkominn frá Kaup mannahöfn og slettir sá dönsku að þeirra tíma sið. Þeir sem telja sig kunnuga sögu Reykja- víkur frá þessu tímabili, segja Rask lýsa andrúmsloftinu hjer af mikilli snilld í þýðingu sinni. Annars er um leikritið frá hendi Holbergs að segja, að hann læt- ur leikinn gerast í Höfn og að- alpersónan er uppskafningur ný kominn frá Parísarborg. — Þýð ing Rask er auðvitað viljandi gerð sem gagnrýni á ibúa Reykjavíkur. Síðari hluta verksins þýdtíí Jón Helgason. Er leikrit þetta geíið út í 250 tölusettum eintökum og er 110 blaðsíður. UtfÖF Siprbjörns Sveinssonar skálds ÚTFÖR skáldsins Sigurbjörna Sveinssonar, heiðursborgara Vestmannaeyjabæjar, fór fram í gær að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hófst athöfnin með bæn að heimili hins látna. Vestmanna- kór undir stjórn Haraldar Guð- mundssonar, söng kvæði skálds ins „Yndislega Eyjan“ með að- stoð Lúðrasveitar Vestmanna- eyja. Fyrir líkfylgdinni gengu börn úr barnaskólanum, og Lúðrasveitin ljek sorgarlög. — Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri báru kistunæí kirkju, en kenn- arar og skólanefndarmenn úr kirkju. í kirkju predikaðl sókn- arprestur, sjera Halldór Kol- beins. Barnakór, undir stjórn Karls Guðjónssonar kennara, söng. Þá ljek hljómsvéit, uhdir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar, og Sveinbjörn Guðlaugsson söng einsöng. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.