Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 6
/ MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. febr. 1950 Samviimuverslununum er ekki stjórnað til hagsbóta fyrir bændur Þeir hefa misl 511 tök á stjórn þess bákns, sem nú er rekið með „samvinnusniSi''. ÞEGAR verið er að ræða um samvinnufjelög almennt, er það einkum tvennt, sem þeim er talið til gildis í áróðri þeirra, sem nú á tímum kalla sig sam- vinnumenn. Hið fyrra er að samvinnufjelögin sjeu opinber fyrirtæki bænda, sem stjórni þeim og eigi þau, og hið síðara er ac5 samvinnuverslanir greiði viðskiptavinum sínum arð, en það geri venjulegar kaup- mannaverslanir ekki. Sú staðreynd blasir við, að samvinnureksturinn í landinu er nú raunverulega kominn langt út fyrir þau takmörk, sem gert var ráð fyrir í sam- vinnulögunum. Tilgangurinn með þessum rekstri er nú líka orðinn allt annar en var. — Rekstursfyrirkomulagið er líka orðið svo gerbreytt, að það er óþekkjanlegt frá því, sem áð- ur var. Þegar reglurnar um samvinnufjelög voru settar í öndverðu, var miðað við að um væri að ræða samtök bænda til að selja afurðir með sem hæstu verði og kaupa að- fluttar nauðsynjar við sem lægstu verði. Einnig var gert ráð fyrir að fjelögin ynnu úr landbúnaðarafurðum (slátur- fjelög, smjörbú) og bættu hag fjelaga sinna með því móti. — Reglurnar um fríðindi sam- vinnufjelaga um opinberar greiðslur voru settar með það fyrir augum, að rjett væri að styrkja þessa starfsemi, eins og þá stóð á, með því að veita henni ívilnanir. Bændur ráða nú ekki lengur Nú er hinsvegar svo komið, að sá hluti af samvinnufjelög- um, sem starfar að kaupum fyrir bændur eða sölu á land- búnaðarafurðum er orðinn hverfandi litill hluti alls þessa mikla bákns af fyrritækjum, sem nú njóta góðs af samvinnu lögunum og reka starfsemi sína í skjóli þeirra. Samvinnufjelögin hafa lagt til samkeppni við einstaklinga á nær því öllum sviðum nema stórútgerð. Bændur eru nú í stórkostlegum minnihluta í kaupfjelögum, sem þeir rjeðu þó upprunalega eins og K.E.A. á Akureyri, en meðlimir úr kaupstöðum og þorpum komn- ir í meirihluta_ Bændurnir hafa misst ráðin yfir þessum verslunarsamtökum, sem þeir stofnuðu og stjórnuðu í upp- hafi, algerlega úr höndum sjer. Afleiðingin er sú, að rekstur- inn miðast ekki lengur sjer- staklega við þeirra hagsmuni. Reyndin hefur orðið sú, að samvinnufyrirtækin sem heild eru nú rekin sem mjög út- þenslugráðugt einkafyrirtæki. Þar, sem náðst hefur einokunaraðstaða Það fer ekki hjá því að þessi breyting hefur haft mikil á- hrif til hins verra fyrir bænd- ur, einkum þar sem kaupfje- lögin haf verið búin að ná ein- okunaraðstöðu og þurfa enga samkeppni að óttast, en svo er nú orðið víða um land. Rekstr- arfyrirkomulag verslunarinnar á ekkert skylt við þann sam- vinnurekstur, sem bændur höfðu upphaflega komið sjer á fót. Með hverju árinu sem líð- ur, verða bændur háðari og háðari þessum einokunum. Að vísu eru verslunarhættir kaup- fjelaganna mjög mismunandi eftir aðsfæðum, en þar sem kaupfjelag hefur náð algerri einokun er þó víðast hvar um svipaða verslunarhættj, að ræða. Bændur leggja inn afurðir sínar allar á einn stað eða til kaupfjelagsins á staðnum, því þar er ekki í annað hús að venda. Þar af leiðir svo, að verslunin getur sett bóndanum alla þá kosti, er henni sýnist. Þegar bóndinn leggur inn, fær hann enga peninga en hinsveg ar eru afurðirnar færðar hon- um til reiknings fyrir aðeins hluta af verðinu eða allt upp í t.d. helming verðs, en uppgjör verður svo að bíða þar til seint á næsta ári. Bóndinn fær síðan að taka nauðsynjar út í reikn- ing sinn, og hefur hann auð- vitað engin umráð yfir því hvert verð þeirra er_ Ef hann skuldar í árslok verður hann að greiða vexti af þeirri skuld frá áramótum, en fær hinsveg- ar enga vexti af því fje, sem hann raunverulega hefur lán að fjelaginu um leið og hann lagði inn vörur sínar og fær ekki reikning um fyrr en árið eftir. Slíkur bóndi er auðvitað algerlega ofurseldur kaupfje- laginu, og það þýðir ekkert fyrir hann að kvarta, því þá verður hann og heimili hans lagt í einelti. Það má nærri geta, að um verslunarfrelsi er ekki að ræða fyrir þá menn, sem svona eru settir, þeir eru til þess neyddir að versla einungis við eina verslun og sú verslun get- ur sett þeim þá kosti, sem henni sýnist. Verslunarástandið í þeim hjeruðum þar sem búið er að útrýma allri samkeppni og kaupfjelagið hefur náð algerri einokun, er ein ástæðan fyrir flótta fólksins til bæjanna. Þar sem allt fjármagn og öll versl- un hefur lent á einni hendi verður allt á eina bókina lært enginn hefur afl til að hefja neina starfsemi og þeir fram kvæmdamöguleikar, sem eru á ýmsum þessara staða, hvort heldur er á sviði útvegs eða landbúnaðar, liggja ónotaðir. Eitt af meginatriðunum því að gera nú lífvænlegra að búa í byggðum landsins er að bæta þar verslunina með því að skapa þar eðlilega sam- Framh. á bls. 12 Húsnæð|(my{BÞorvaIdar Þórnr inssonar og „leiðrjetting“ SUNNUDAGINN þann 5. þ. m. birtist í Morgunblaðinu grein- arstúfur eftir hr. Osvald Knud- áfen er nefndist: „Leiðrjetting frá Osvaldi Knudsen um Þor- vald Þórarinsson og ekkjuna“. Hefur þessi „leiðrjetting" nú verið birt í flestum blöðum bæj arins. Það er vitanlega ekkert við það að athuga, að menn geri leiðrjettingar á því, sem þeim kann að þykja rangsagt eða of- sagt. Slíkt er gildandi venja með öllum lýðræðisþjóðum. En jeg hjelt að gætnir menn gerðu því aðeins leiðrjettingu, að þeir væru nokkurn veginn vissir um, að leiðrjettingin væri á fullum rökum reist og að sem minnstu væri hægt að hnekkja í fram- burði þeirra. Ósvaldar Knudsen Jeg hjelt einmitt, að hr. Os- vald Knudsen væri einn þess- ara gætnu manna. En þegar jeg hafði lesið „Ieiðrjettingu“ hans, sá jeg að mjer hafði skjátlast alvarlega. Þetta er ekki leið- rjetting, heldur er það tilraun til þess að sýna lesendum blað anna framkomu Þorvaldar Þór arinssonar og Knudsen sjálfs í öðru og þeim fjelögum hentara ljósi en kunnugir hafa sjeð þessa atburði í, enda segist Knudsen gera þetta „vegna sí- endurtekinna árása á Þorvald Þórarinsson, 10gfræðing.“ Með því að mál þetta er mjer talsvert kunnugt og Knudsen hefur í „leiðrjettingu“ sinni gefið villandi upplýsingar, get jeg ekki látið hjá líða að gera nokkra athugasemd við þessa svonefndu „leiðrjettingu". Eins og kunnugt er, var frú Elín Sigurðardóttir, ekkja Þor- leifs sál. Þorleifssonar, ljós- myndara borin út úr íbúð sinni í Hellusundi 6 hjer í bænum þ. 29. september 1944, samkvæmt kröfu Knudsen og Þorvaldar. Ekki geri jeg ráð fyrir að farið hafi verið til muna yfir þau takmörk, sem hin skráðu lög mæla fyrir um slík mál, þótt mjer satt að segja þyki furðu- legt, að 8 manna f jölskylda, þar á meðal 2 börn á unga aldri skuli þurfa að rýma heila íbúð fyrir 2 manneskjur. En til eru önnur lög, óskráð, það eru lög mannúðarinnar og þátttökunn- ar í erfiðleikum og sorgum með bræðranna. Þau lög hafa þeir fjelagar brotið í þessu tilfelli og verður það gert að umræðuefni hjer, enda hefur þetta tiltæki verið fordæmt meira af öllum almenningi, en nokkurt annað húsnæðisdeilumál í bænum' og hafa sum dagblöðin tekið það hlífðarlaust til meðferðar. Það er ekki mitt að dæma um hvað þar kann að vera ofsagt eða vansagt. En því í ósköpun- um fer ekki lögfræðingurinn í mál við dagblöðin, ef hann veit að þau fara með rangt mál? Er það vegna deyfðar og kæruleys- is fyrir ummælum annara? Eða hefur honum ósjálfrátt orðið litið í spegilbrot samviskunnar og sjeð þar myndir, sem hann kannaðist við, en vill ekki láta aðra sjá? Til þess að fólk fái rjetta mynd af framkomu þeirra fje- laga í þessu máli, verður að rifja upp sögu og aðdraganda þessa minnisstæða atburðar, er gerðist í Hellusundi 6 þann 29. september árið 1944. Knudsen segist fyrst hafa gæti notað þaer sem meðmæli í sínum pólitísku átthögum, ef hann einhverntíma herðir upp hugann og flytur austur fyrir járntjaldið. Því vera má, að hann verði einhverntíma svo sagt Elínu upp húsnæðinu „frá huSaðul hætta á það, þótt 14. maí 1943, (með brjefi 11. febr. 1943).“ Þetta er ekki rjett. hann virðist enn ekki treysta sjer til þess, þrátt fyrir fram- Arið 1940, þegar Þorleifur sál. boðna fjárhagsaðstoð samborg- lá banaleguna, sagði Knudsen ara sinna- honum upp húsnæðinu (að vísu ekki brjeflega). Mun hafa stað- Knudsen segist hafa bent frú Elínu á húsnæði, sem hún hefði ið til að breyta húsinu í barna- getað fengið, með sæmilegum spítala, en úr því varð ekki og kjörum, en hún ekki sinnt því. lá málið niðri í eitt ár. En árið 1941, eftir dauða Þor leifs sál. tók Knudsen fyrir al- vöru að reyna að koma frú Elínu úr húsinu. Hafði þá syst- ir Knudsens komið til bæjarins, frá Borgarnesi, með litla telpu, er hún átti og vildi Knudsen rýma þessa íbúð fyrir hana, því í fyrstu mun hafa verið í ráði að hún flyttist hingað búferlum, þótt það breyttist síðar. Fjekk Knudsen því framgengt, með aðstoð húsaieigunefndar, að tekin var af Elínu stærsta stof- an og eldhúsið að hálfu, handa systur Knudsens. Gekk nú allt vel um hríð, þótt þröngt væri, 1 ekki stærri íbúð, en samkomu- lag var gott milli leigjendanna. En nokkrum mánuðum seinna kom Þorvaldur Þórarinsson heim frá Ameríku, og þurfti húsnæði í bænum. Tók Knud- sen nú til óspilltra málanna að losa sig við frú Elínu og fjöl- skyldu hennar, og gekk fast eftir. Hef jeg fullgildar sann- anir fyrir því, að hann sýndi henni meiri ónærgætni í sam- bandi við það, en menn yfir- leitt telja sjer samboðið, þegar svo stendur á sem þá var fyrir frú Elínu, sem var mjög sorg- bitin eftir missi manns síns og þurfti áreiðanlega minna til að hryggjast alvarlega, en það, að þurfa að líða skilningsleysi og ónot af hálfu annara. Málið kom enn fyrir húsa- leigunefnd og úrskurðaði hún, að Elín skyldi fá að halda eins manns herbergiskytru og einni stofu, með aðgangi að eldhús- inu. Lengra taldi nefndin sjer ekki fært að fara. En hinn hámenntaði lögfræð- ingur, sem hafði hjartað troð- fullt af austrænum rjettlætis- hugsjónum, vildi ekki sætta sig við neitt minna en það, að fjöl- skyldan færi úr húsinu. Það var hans krafa og henni fjekk hann fullnægt með aðstoð mágs síns, Knudsens. Var svo athöfnin framkvæmd samkvæmt fógetau. _Kurði hinn 29. sept. 1944, að i-o, oaldi við- . stöddum og voru myndir teknar af, sem svo birtust í Morgun- blaðinu, ásamt svari frá Þor- leifi Þorleifssyni, syni Elínar, ' við grein Þorvaldar í Þjóðvilj- anum, þar sem gefnar voru mjög rangar upplýsingar um efnahag og ástæður frú Elínar.. Ætti Þorvaldur að geyma mynd Jeg veit ekki hvað Knudsen kann að telja ,,sæmilegt“, eða hverju hann er vanur í því efni. En svo var ástatt um húsnæði þetta, að það var óinnrjettaður kumbaldi einhvers staðar fyrir innan bæ og átti að kosta 30— 35 þús. krónur. Bæði var nú það, að langt var frá því að frú Elín gæti greitt þessa upphæð og svo hitt, að Knudsen ljet þéss getið um leið, að maður sá er hús þetta átti, væri af þeirri tegund manna, sem fæstir óska viðskipta við. Knudsen segist ennfremur hafa boðið frú Eiínu að vera í íbúðinni nokkra daga, senni- lega meðan hún væri að koma sjer fyrir í húsnæðj því er húsa leigunefnd útvegaði henni, sem var óinnrjettað og allslaust setu liðshús. Ekki er vitað, hvenær Knud- sen gaf út hið stórmannlega til- boð sitt, en Þorvaldur mun hafa átt að koma því á framfæri, því Knudsen var þá fyrir nokkru hættur að umgangast fjölskyld- una. En annaðhvort hefur „dag- skipan“ verið seint gefin út, eða þá að Þorvaldur hefur reynst Ijelegur milligöngumaður, því hann tilkynnti það ekki fyrri en liðsmenn hans voru komnir, til að framkvæma sitt fyrir- skipaða verk, að bera ekkjuna út! Vitanlega þáði hún ekki boð ið, enda myndu fáir hafa gert það, í hennar sporum. Það er auðsætt, að hr. Knud- sen hefur með þessari „leið- rjettingu“ ætlað að duga Þor- valdi mági sínum á svipaðan hátt og Illugi Gretti bróður sín um forðum, að kasta skildi yfir hann. En Knudsen varast ekki, að skjöldur hans er klofinn, og kemur því ekki að tilætluðum notum. Þeim fjelögum hefur orðið sú skyssa á, sem í flestra augum er talið bera ;ý°tt um kaldrifjað skilningsleysi á erf- iðleikum annara og siðferðileg- um rjetti og — síðast en ekki síst fullkomið virðingarleysi og bein árás á þá mannrjettinda- hugsjón, sem kommúnistar ÞYKJAST bera fyrir brjósti. Þeir fjelagar verða því aldrei gerðir að píslarvottum í þessu máli. Einar Einarsson. EINAR ÁSMUNDSSON hœstarjettarlöftmatfur Skrifstofa: ir þessar, því vera má að hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.