Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 1
16 síður Dönsk sýning í London. DANIR opnuðu nyíega í London sýningu á danskri byggingar- list. Á myndinni eru þeir Reventlow sendiherra og Georg prins að skoða eitt af líkönunum á sýningunni. Samgöngurnar eru að komast í eðlilegt SiorS Hafnarverkamenn leggja niður vinnu í 2 borgum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PARÍS, 10. mars. — Mjög hefir nú dregið úr verkfalli flufn- ingamanna í Frakklandi. í París gengu í dag allar neðanjarðor- brautir borgarinnar svo og 300 strætisvagnar. Samt sem áður eru allmargir ílutniijgavagnar hersins enn í gangi til að firra vandræðum. Nóg rafmagn, < Nú á fimta degi þessa verk- falls, er það að mestu runnið út í sandinn Veikfallsmenn í ýms um öðrum greinum hverfa nú til vinnu. Enn er þó verkfall hjá starfsmhnnnum gas -og raf- orkuvera, en þess gætir ekki mjög, þar sem rafmagn var alveg nægilegt í dag. Hinsvegar var nokkru minna gas en þurft hefði. — Af þessu má sjá, að starfsmenn þessara greina hafa mjög horfið til vinnu, þó að kommúnistarnir streitist við í lengstu lög. Hafnarverkamenn í verkfalli. Hjá vjelvirkjum er enn lítil breyting Eru 350.000 þeirra 1 verkfalli. Nýir menn bætast líka í hóp verkfallsmanna. Hafnarverka- menn í Marseilles og Bordeaux hafa nú lagt niður vinnu, þar sem þeir krefjast hærri launa. LONDON — Fyrir sköirmu skýrði Moskvuútvarpið frá því, að búlgarska stjórnin hefði borið fram andmæli í Belgrad vegna þess, sem hún kallaði íhlutun um siglingar á Danubeánni. grelðir alkvæði BRÚSSEL. 10. mars. — Hin 22 ára gamla dóttir Leopolds Belgíukonungs, Josephine Char lotte, kom fljúgandi til Brús- sel í kvöld Þar sem konungs- dóttirin er belgískur kjósandi, ætlar hún að greiða atkvæði um það á sunnudag hvort faðir hennar megi hveifa til ríkis eða ekki. Er hún og í þeim erindum komin til landsins nú. EftiriiS með ráðning- iim afnumið LONDON, 10. mars. — Á morg- un (laugardag) verður fellt nið ur það eftirlit með atvinnuráðn ingum, sem verið hefur í Bret- landi undanfarin ár. — Máttu verkamenn ekki ráða sig nema fyrir atbeina vmnumiðlunar- skrifstofu nje vinnuveitendur: ráða í sína þjónustu verka- ; menn, nema fyrir milligöngu' hennar. — Reuter ! Trygve Lie ber fram tiilögur um luusn Kínadeilunnar hjá S.Þ. Þjóðaratkvæða- greiðsla á sunnudag BRÚSSEL 10. mars. — Hinn 12. þ. m. (sunnudag), fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Belg- íu, þar sem skorið verður úr því, hvort Leopold konungur kemst til ríkis á ný eða ekki. Hefur kosningahitinn farið vax andi að undanförnu. Það eru sósíalistar sem eru harðvítug- astir andstæðingar kopungsins, en kaþólski flokkurinn, sem er stærsti flokkur landsins, berst fyrir þvi, að Leopold komi til ríkis á ný Gert er ráð fyrir, að úrslit atkvæðagreiðslunnar verði kunn snemma á mánu- dag. -—Rcuter ikomast upp með neinn ntoðreyk WASHINGTON, 10. mars. — Acheson, utanríkisráðherra hef ir hvatt bandarísku þjóðina til að styðja stjórnina í viðle'r ni hennar til að koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir, að Rússar komi áætlunum sínum u.n heimsyfirráð í framkvæmd. ' Það er öruggasta voþnið gegn Rússum, að vera nógu sterkur svo að hægt sje að bjoða þeim byrginn. — NTB Rússar gengu af fundl í fimmtánda sinn í gær Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LAKE SUCCESS, 10. mars. — í dag lagði aðalritari S. P., Trygve Lie, til, að öryggisráðið skyldi stofna til rannsóknar til að ganga úr skugga um, hvor stjórnin, kommúnista eða þjóð- ernissinna, færi í raun og veru með völd í Kína. Hússneski sendi- herrann á fund Achesons WASHINGTON, 10. mars. — Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stefndi rúss- neska sendiherranum í Washing ton, Alexander Panyushkin, til utanríkisráðuneytisins í kvöld. Ráðuneytið vildi ekkert láta uppi um, hver væri ástæða þess að sendiherrann var þangað kvaddur. Hins vegar er það skoðun manna, að Acheson fýsi að ræða við sendiherrann mál Valentin Gubitchev, en hann er Rússi, sem fundinn hefir verið sekur um njósnir í Bandaríkj- unum. Rússmn hlaut dóm í New York, sem ekki kemur þó til framkvæmda, ef hann verður burt úr landinu innan hálfs mánaðar frá uppkvaðningu dómsins. — Reuter. í ríki kommúnismans er mannslíf lítils virði Menn skofcir fil bana fyrirvaralausf. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FENEYJUM, 10. mars. — Skipshöfnin af ítölskum fiskibát sagði frá því í dag, að hún hefði verið sjónarvottur að því, er júgóslavneskur varðbátsforingi skaut einn manna sinna, vegna þess að hann neitaði að fara um borð í ítalskan fiskibát og skjóta eiganda hans. Að því búnu fór Júgóslavinn yfir í fiski- bátinn ítalska og skaut eiganda hans sjálf.ur. "^Stofnun rannsóknarnefndar. Á fundi, sem Lie áttj með blaðamönnum í dag, lagði hanri til, að öryggisráðið skyldi' setja á laggirnar undirnefnd sjerfræð inga til að rannsaka þessi. mál. Er hann var að því spurðui. hvort hann teldi, að nefnd þessi ætti að starfa á vettvangi þeirra mála, sem til athugunar yrði, svaraði hann því til, að það hlyti að falla í hlut öryggisráðs- ins að afráða hvort svo ytði eða ekki, ef til kæmi. Gengu af fundi í 15. sinn. Rússar gengu enn af fundi einnar nefndar S. Þ. í dag, og er þetta í 15. sinn, sem þeir gera svo. Með þessu háttariagi sínu vilja þeir andmæla s''tu fulltrúa kínverskra þjóðerrds- sinna í nefndum S. Þ. Hafa og fulltrúar A-Evrópu þjóðanna löngum fylgt Rússum að þessu leyti eins og endra nær. Bíður hnekki af. Rússar kveðjast ekki munu sitja fundi hjá ne.fndum S. Þ. fyr en kommúnistum hafi ver- ið veittur rjettur tii setu bai í stað þjóðernissinamia. Á þenn- an hátt hefir Rússum tekist að lama alla starfsem* stofnunar- innar og verður að teljast að hún hafi ekki beðið meivi hnekki í annan tín.a. AndmæJti setu Kír<verjans. Fundur sá, er Russar gengu af í dag, var í dagskrárnetnd efnahags- og fjelagsmálanefnd- arinnar. í þeirri nefnd eiga sæti fulltrúar „hinna 5 storu“, Rús^a, Bandaríkjamanna, Frakka, Breta og Kínverja. Við brott- för sína af fundi nefndarinn- ar hafði Rússinn vic þessi venju legu andmæli við setu kin- verska þjóðernissinnans þar. Skaut báða mennina. Fiskimennirnir sem segja frá þessum atburðum, segja, að þeir hafi orðið þess varir, að til sennu kom milli varðskipsfor- ingjans og eiganda ítalsks fiski báts, San Marco. að nafni. — Foringinn bauð einum manna sinna, að fara yfii í ítalska bát- inn og þagga niður í Italanum með því að skjóta hann. Þessu neitaði júgóslavneski sjóliðinn og skaut foringinn hann þá þegar. Að því búnu fór hann yfir í fiskibát ítaianna og skaut eiganda hans Andmæli Itala. ítalska stjórnin hefur beðið sendiherra sinn í Belgrad að bera fram andmæli vegna dráps ítalans Hefur júgóslav- neska frjettastofan skýrt svo frá að ítalinn hefði haft æsingar í frammi. Finnska sljérnln enn HELSINGFORS, 10. mars. - Að undanförnu hefir verið ur.n- ið að stjórnarmyndun í Finr,- landi og hefir fæðingarhriðir verið nokkuð erfið. Er frá þv skýrt í dag, að þjóbiegir dernó- kratar hafi nú boðið aðstoð sih: við myndun stjórnannnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.