Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 14
10 W ORGV N BLAÐIÐ Laugardagur 11. mars 1950. r....... Framhaldssagan 58 NS-FOLKIÐ Eftir Margaret Ferguson \ imiiiiiiioiHiiimmiiiiiuiiiitiMitfMiiti Út til þeirra, sem voru á hafi úti. Granítsteinarnir á leiðun- um voru veðurbarnir og áletr- anirnar voru margar orðnar hvítar af seltunni. Ferhyrndi kirkjuturninn var sterkbyggð- ur ofan á litlu kirkjunni og inni í henni var sjávarlykt. Sheridu hafði ekki dottið í fcug ,að Mallory myndi fara í fcerinn. Hún settist niður á einn fcekkinn og starði hugsandi upp í gluggann fyrir ofan altarið. Rúðurnar voru marglitar og vörpuðu alla vega litu ljósi nið- ur á steingólfið. Kannske var það besta lausn- in og sú eina. Það var skrítið cð þó að bæði hún og Simon h'efðu talað kæruleysislega um rtríðið, sem var að skella yfir, þá höfðu þau bæði um leið ver- ið að reyna að þreyfa fyrir sjer í huganum til þess að reyna að fá einhverja lausn á persónu- legum vandamálum sínum. — I-iún þekkti ekki vandamál Simons. En það hlaut að vera fconum mikilvægt úr þvi að hann hafði látið sigrast af því. Því að hað hafði hann ábyggi- Iega gert. Hún heyrði hljóð að baki sjer og leit við. Hún sá Cather- inu í dvrunum. Catherina kom inn úr birtunni úti og sá hana því ekki strax. Andlit hennar xmr snöggvast undarlega svip- laust, eins og oft er á mönnum, sem halda að þeir sjeu einir og þurfa því ekki að berjast við að leyna neinum tilfinningum, sem annars mundu koma fram í svipnum. Hún var föl í fram- an, en varir hennar voru óeðli- íega rjóðar. Hún sá Sheridu um leið ns hún stóð u.pp og kom út úr bekknum. ,,Nei, Sherida. Ert bú hjer. Var jeg að trufla einkasam- ræður við forsjónina. Þú fyrir- gefur“. Það var ólíkt Catherinu að tala þannig. Hún horfði ögr- andi á Sheridu, eins og hún vildi láta hana undrast svo að Sherida ljet ekki á neinu bera. ,.Ekkert frekar. Ef til vill niætti frekar kalla það einka- samtal við siálfa mig“. Þær geneu út saman, og Cat- herina hjelt áfram í hæðnistón- inum: ..Jeg bvst við að flestir hafi tiihneieinear núna til að flýta sjer í kirkiur og revna að kom- ast að samkomulagi við guð,_ áður en allt verður um seinan, en jeg er hrædd um að að mjer finnist bað hvorki heiðariegt .... nie áhrifaríkt. Satt að segia, held jeg að við ráðum því yfirleitt mjög lítið hvað verður um okkur, svo að jeg er ósköp áhyggjulaus. Bænir stöðva hvorki Hitler nje örlög- in. Hefur Leah tekið sjer frí í aag frá ritstörfunum?“. „Ritstörf Leah tilheyra nú frekar fortíðinni en nútíðinni“, ságði Sherida. „Satt að segja skil jeg ekki hvers vegna hún segir mjer ekki upp stöðunni. Jeg geri varla annað en borða og sofa. Jeg get varla talið það vinnu, þó að jeg skrifi niður minnnisblöð frá A.R.P.-fund- unum fyrir Mallory". .„Veistu ekki hvcrs vegna hihi segir þjer ekki, að hún þurfi; ekki lengur á vjelritunarstúlku j að halda?“, spurði Catherina og ! brosti. Sherida var hrædd við þetta bros. „Jeg hefði haldið að það lægi nokkuð í augum uppi. En ef þú hefur ekki getið þjer þess til, þá er kannske ekki vert að jeg sje að segja það. Það er margt, sem Leah óttast, en þó veit jeg um eitt. Hún er hrædd við að Mallory fari. Jeð verð að flýta mjer heim í matinn. Komdu fljótlega og líttu inn til okkar“. „Það var satt, sem Simon sagði um Cornwall“, hugsaði Sherida, þegar hún horfði á eft- ir Catherinu klifra yfir hálf- falinn grjótvegginn og ganga hratt yfir grasflötina. „Corn- wall hefur áhrif á fólkið .... Catherina er ekki eins og hún á að sjer að vera. Hvað í ósköp- unum átti hún við?“. En í undirmeðvitund hennar hvíslaði lítil rödd með miklum ákafa: „Ef til vill veit jeg hvað hún á við, en jeg skal ekki við- urkenna það, því að það er ekki satt“. Hún gekk hægt til baka eftir klettastígnum. Þrátt fyrir sól- skinið og heiðan himininn var eitthvað óviðkunnanlegt við umhverfið. Það fór hrollur um hana, þegar hún leit fram af klettunum, þar sem brimið sauð og freyddi. Undir fegurðinni lá falin grimmd og vonska. Hún saknaði allt í einu flatneskjunn -ar og öryggisins á götum London, stóru, gráu skrifstofu- bygginganna, járnbrautar- stöðvanna og Lyons Corner House. Lífið á Cornwall var allt of tilbrigðasamt. Það var eins og maður stæði alltaf á leik -sviðinu í villtri og atburða- ríkri óperu. Bíllinn náði henni efst uppi á hæðinni. Jane sat í framsæt- inu hjá Mallory og Christine sat í aftursætinu með hundana og fangið fullt af bögglum og pinklum. „Lofaðu mjer að halda á ein- hverju fyrir'* þig“, sagði Sher- ida og rjetti út hendina og ætl- aði að taka bókabúnka úr fangi Christine. „Hvað ertu með þarna? Nýjar bækur eftir Agatha Christie?“. „Já, þær eru handa Leah. Þakka þjer fyrir, en jeg get vel haldið á þeim“. Snöggvast lyfti Christine hendinni, eins og hún ætlaði beinlínis að hrinda Sheridu frá sjer, og rauðir dílar komu fram í kinnar henni. „Henni er illa við að bæk- urnar sjeu þvældar eftir annað fólk, áður en hún les þær“, sagði hún. „Það er mjer líka. Það eyðileggur ánægjuna af nýrri bók, ef blöðin eru ekki hrein og gljáandi, þegar maður opnar hana“. „Jeg ætlaði nú ekki beinlinis að „þvæla“ þeim“, sagði Sher- ida þurrlega. „Lofaðu mjer þá að halda á svarta tauinu þarna, sem á að hengja fyrir glugg- ana, ef það verður loftárás .... eða er frú St. Aubyn kannske illa við að nokkur snerti það áður en hún saumar úr því?“. ,..Jvg úLi-ekki við .... nei, auðvitað ekki“. Christine ýtti taunu niður í keltu Sheridu, og augu hennar urðu allt í einu hvöss og stingandi. „Jane, baðstu Crowdy lækni um að líta til Leah?“. Hún hallaði sjer fram í sætinu en virti Sheridu ekki viðtals. „Jeg sá að þú varst að tala við hann“. „Jeg talaði ekki við hann nema snöggvast“, sagði Jane, án þess að snúa sjer að henni. „Jeg sagði honum að Leah hefði höfuðverk, en hann virt- ist ekki taka það alvarlega, sjerstaklega úr því að Leah gerði ekki boð eftir honum. — Hann er alltof önnum kafinn til að gefa sjer tíma til að sinna smámunum“. „Smámunum!" hrópaði Christ -ine upp yfir sig. „Það getur ekki verið að hann álíti það smámuni, þegar Leah þjáist af höfuðverk. Það getur orðið til þess að hún verði alvarlega veik. Jeg hef ekki mikla trú á lækni, sem....“. „Christine, það ert ekki þú ein, sem berð heilsu Leah fyrir brjósti", sagði Mallory hvass- lega. „Ef nokkur þörf er fyrir lækni, verður gert boð eftir hon -um, en eins og er, er engin þörf fyrir hann. í guðanna bæn -um komdu þjer ekki í hugar- æsing þó að Leah hafi haft smávegis höfuðverk. Henni er mjög illa við það, og það gerir henni illt eitt“. Christine ljet fallast aftur á bak í sætið. Hárið fjell laust fram á vangana, og hún hjelt svo fast utan um bækurnar að hnúarnir hvítnuðu. „Honum stendur á sama“, hugsaði hún. „Honum stendur á sama um Leah og hvort hún er frísk eða veik .... af því að Sherida .... Kannske vonar hann bara að hún verði veik .... og að hún deyi. Hann get- ur ekki hugsað um neitt nema Sheridu, og Leah getur ekki látið hana fara, af því að hún er hrædd um að bá haldi hann að hún sje afbrýðissöm og eig- ingiörn. Það er hræðilegt. Það verður hræðilegra og hræði- legra með hverjum degi sem líður. Jeg þoli þetta ekki leng- ur“. „Náðirðu í svefnmeðalið handa Leah hjá Brabham gamla, Christine“, sagði Jane til að rjúfa vandræðalegu þögnina, sem hafði orðið. „Hann hefur látið þig fá annað glas án þess að malda í móinn?“. „Já. Það var skrifað á lyf- seðilinn að hún ætti að fá ann- að glas í viðbót. En það lítur ekki út fyxúr að þetta svefn- meðal geri henni mikið gagn. Leah sefur varla dúr alla nótt- ina. Má hún ekki taka tvöfald- an skammt?“. „Christine, í guðanna bæn- um, talaðu ekki svona! Viltu að hún geri út af við sig“, Jane snjeri sjer að henni. „Þetta meðal er hættulegt og Simon hefur skipað svo fyrir að hún megi alls ekki taka meira en eina pillu á sólarhring. Þá ert stundum ekkert betri en Andrew“. „Ef þið fengjuð að heyra það, hvernig hún byltir sjer alla nótt Drekakeppnin Eítir F. BARON 11. Þessu var ófreskjan fús að lofa. Svo undirritaði hann yfir- lýsingu um að hann skuldbindi sig til að koma aldrei framar til Krystalslands og kóngssonurinn skipaði þegnum sínum að brjóta vindudyrnar niður og sleppa Sleip. — En hvar er kóngurinn? spurði kóngsdóttirin. — Hvar er kóngurinn hugdjarfi, sem bjargaði lífi okkar og frelsaði okkur frá þessari hræðilegu ófreskju? Hún gekk út að einum glugganum og leit út. Þarna var þá kóngurinn kominn alllangt burt frá höllinni og hlióp eins hart og íæturnir gátu borið hann. — Er þetta ekki dásamlegt? sagði prinsessan. Að sjá hvað hann er hugaður og ákafur. Jeg hugsa, að hann hlaupi svona hratt vegna þess hvað hann er ákafur í að komast upp á land, svo að hann geti sigrað risana. Jæja, hann má í friði fara núna, því að hann hefur leyst okkur undan hinni miklu þraut. Hjerna Mjöll, taktu við þessu litla reiðhjóli, færðu kónginum það og segðu honum að hann þurfi ekki annað en að blása á það, þegar hann þarf á því að halda. Svo stökk Mjöll á eftir kónginum. Hún varð að spretta úr spori, en þegar hún náði kónginum voru þau komin upp á yfirborð hafsins. Þar var þá smáhvalur einn, sem sæfólkið hafði sent þeim. Hann átti að synda með þau í land. Kóngurinn og Mjöll stigu á bak hvalnum og hann var ekki lengi að synda með þau að landi. Mikið fannst Mjöll gott að finna fast land undir fótum. Hún tók nú fram litla hjólið, sem kóngsdóttirin hafði gefið þeim. Það var svo lítið að það var hægt að geyma það í jakkavasa. — Kóngur, sagði Mjöll og rjetti honum litla hjólhestinn. — Þetta átti jeg að færa þjer frá kóngsdótturinni á hafs- botni. Það eru launin fyrir að þú sigraðir ófreskjuna. — Eru það nú laun! sagði kórigurinn og var afundinn, en svo mundi hann eftir því, að hann átti eiginlega ekki skilið nein laun, svo að hann þagði og stakk hjólhestinum í vasa sinn. wnxpLqwrJiGJl^imjLL <, „Þjónn, jeg ætla að fá steik“ „Jeg líka, meira steik.“ Þjónnirm kallar inn í eldhúsið: „Tvær steikur, aðra ineira.“ Jón og Sveinn voru ó beimleið með strætisvagninum, eftir að hafa „orðið að vinna eftirvinnu á skrifstofunni.11 „Hvað er klukkan?" spurði Jón syfjulega. Sveinn gaut augunum á úrið og horfði á heð öfugt dálitla stund, „þriðjudagur“ svaraði hann. „Jæia,“ sagði Jón, „há á jeg að fara út hjerna.“ ★ Irlendingur var ásakaður fyrir I að, hve mikil skræfa hann væri. ...Jæja,“ sagði hann. „Það er betra að vera skræfa i fimm minútur heldur en að vera dauður allt sitt líf.“ ★ Mjólkursali setti auglýsingu i glugga sinn. Á henni stóð: „Mjólk úr ánægðum kúm.“ Bein.t á móti mjólkurbúðinni var slátrari og til þess að vera ekki minni maður, setti hann i glugga sinn auglýsingu, sem á stóð: „Flesk af svinum, sem aóu hainingjusöm." ★ Þegar bóndi nokkur, sem þótti heldur montinn, varð gerður að hrepp stjóra, varð vegurinp skyndilega of mjór fyrir hann. Þegar hann bi .m- aði ófram með virðulegum tilburðum og tilheyrandi handleggjaslætti og hentist frá einni vegarbrúninni til annarrar, rakst hann harkalega á gamla kon,u. „Gáðu að hvert þú gengur, maður,“ hrópaði hún. ,,Kona“, sagði hinn reiði bóndi, ,jeg er ekki lengur maður jeg er yfirvald." ★ Dýrmætur gimsíeinn getur voiið illa slipaður. iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil Maður vanur allri sveitavinnu = óskar eftir s Vinnu á búi eða að standa fyrir búi. § Leiga á búi gæti komið til I greina. Húsnæði þarf að fylgja. | Nánari uppl. í Vinnumiðlunar- | skrifstofunni. Simi 1327. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii Næturaksturssími B.S.R. er 1720 Skrifsfofu&farf Roglusamur maður, vanur skrifstofustörfum, bókhaldi, 1 ' brjeíaskriftum, óskast strax. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. — Björgvin Frederiksen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.