Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 2
MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 11. mars 1950. HALDCOÐA LAUSNIN ETNS og almenningi er kunn- ugt leggja fæstir það í vana sinn að svaia persónulegum níð skrifum ..Þjóðviljans“, um menn og málefni. í því blaði fæðir venjuiegast ein>lýgin aðra eins og venja er hjá þeim sem trúa á það eitt, að tilgangurinn nelgi meðalið. Eins og kunnugt er leggja konjmúnistar á það höfuð á- herslu. að ná vfirtökurr. á verka lýðshreyfingunni í landinu, í þeim tilgangi að spenna hana fyrj,r sinn pólitíska vagn. Flest •stjettarfjelög hjer á landi þekkja það af eigin raun, hvers konar meðul það eru, sem kom múnistar nota gegn þeim mönn um innan stjettasamtakanna, sem þeir telja. að standi í vegi í'yrir þessum áfcrmum þeirra. Kommúnistum ekki síður en <t öðrum. er það fyllilega Ijóst, hve geysimikla þýðingu sam- göngu- og flutningatækin hafa á nær allt athafnalíf í landinu. Það er því ekki að undra. þótt 'þeir leggi á það megináherslu, að ná yfirtökum í stjettarfje- itögum þessara aðila. iHrakfarir kommúnista ý Þrótti Eitt af þeim fjelögum sem hjer um ræðir. et Vörubílstjóra rfje^agið Þróttur. — Um tíma uáðu kommúnistar fjelaginu á *átt( vald, en mistu það aftur ;949. — Sá ósigur varð þeim mikið áfall og vonbrigði. Þeir hugðu þó að þetta væri aðeins ■tundarósigur og töldu sig vissa um að ná fielaginu aftur á sitt vald nú um síðustu ára- mót. Allt síðastliðið ár, höfðu beir unnið dyggilega að því að ovo mætti verða. með stöðug- um undirróðri, lygum og blekk tngum, um stjórn fjelagsins. Kommúnistar töldu þó ekki nóg aðgert þótt vegið væri að ,;tjórn Þróttar í heild. Þeir 'töldu vissara að ef þeirru sig- ur ætti að vera vís, að ráðast á mig persónulega, með uppnefn tim og öðru tilhevrandi. — Mál- gagn þeirra, .,Þjóðviljinn“ hef- ;ir í þeim tilgangi. nú um langt skeið birt hverja níðgreinina efti'r aðra um mig og mín per- sónulegu afskifti, af málefnum Þróttar Um árangurinn af þessari iðju sinni. voru þeir ekki í hin- vm minnsta efa. Eins og sjá má af. því, að nokkru áður en síð- asla stjórnarkjör hófst í Þrótti, birti „Þjóðviljinn", klausu, með gieiðgosalegri fyr- irsögn, að íhaldið“, — eins og 'þeir orðuðu það, teldi kosning- xma fyrirfram tapaða. og að sá ,,úrskurðaði“ (en það er gælu nafn kommúnista á mjer), hugsaði nú um það eitt, hvern- ig hann gæti falið ósigur sinn, 'fram yfir bæjarsf jórnarkosning arnar. — Sjálfir voru kommún istar í engum efa um, að svona færi þetta og biðu mcð autt rúm í ,,Þjóðviljanum“ kvöld ið, sem talningin í Þrótti fór fram, til þess að geta birt þetta s'em bombufrjett um stórsigur þeirra í Þrótti, sama morgun- inn og bæjat stjórnarkosningin hófst. hjer i Reykjavík. — Með Geipan kommúnista og dróðri hnekkt því átti að sýna fólki meðal ann ars, hvert straumurinn lægi. Kosningarnar í Þrótti fóru nú samt á allt annan veg og öf- ugt við það sem kommúnist- um dreymdi um. Þátttakan í Þróttar kosningunum varð meiri en daemi eru til í nokkru öðru verkalýðsfjelagi hjer á landi, — rúm 96% meðlim- anna neyttu atkvæðisrjettar síns, og stjórnin var öll endur- kjörin óbreitt og þar á meðal jeg sem formaður Þróttar í 9. sinn. Á þennan hátt feldu með- limir Þróttar sinn úrskurð og hann verður ekki vefengdur. Og svona fóru bæjarstjórnarkosningarnar Þau stórkostlegu vonbrigði sem „Þjóðviljinn“ varð fyrir, með því að þurfa að setja annað í hið auða rúrn, sem blaðið beið með, undir sigurfrjettina í Þróttar-kosningunni, voru þó smámunir hjá þeim vonbrigð- um sem næsti dagur átti eftir að færa þeim Þann dag ætluðu kommúnist ar sjerj — og töldu sig vissa Imeð, að geta bætt við sig 1—2 fulltrúum í bæja'.-stjórn Reykja víkur, og bijóta þar með á bak aftur meirihluta aðstöðu Sjálf- stæðisflokksins í stjórn bæjar- málanna Þrátt fyrir Pipinelli-bombur og annað álíka góðgæti, sem kommúnistar treista svo mjög á, til að rugla með dómgreind fólks, tókst þeim ekki að við- halda hlutfallslega því atkvæða magni, sem þeir áður höfðu haft, hvað þá bæta við sig full- trúa. Sjálfstæðisflokknum tókst hins vegar, ekki aðeins að halda sín um meirihluta í bæjarstjórn Reykjavikur, — hann kom líka með meira atkvæðamagn út úr kosningunum, en allir hinir flokkarnir til samans. Reykvíkingar sýndu og sönn uðu ótvírætt að þeir kunna að meta þær stórkostlegu fram- farir sem orðið hafa í þessum bæ, á nær öllum sviðum bæjar- lífsins, og þá festu og öryggi í framkvæmdum og fjármálum, sem fylgir því að meirihluta- flokkur fer með völdin í bæjar- málunum. Vildu glundroða eins og annarsstaðar Mönnum hrýs hugur við, að hugsa til þess, ef komúnistum hefði tekist að bæta við sig full trúa í bæjarstjórn Reykjavík- ur og skapa þar með svipað á- stand í stjórn bæjarins og nú á sjer stað á Akranesi og fleiri kaupstöðum þar sem enginn flokkur hefir meirihlutaað- stöðu, en hver höndin upp á móti annari, um alt er að stjórn bæjanna lýtur. Ein átakanlegasta hrygðar- myndin af slíkri flokkaskipan Friðleifur I. Friðriksson. kemur þó sennilega einna greinilegast fram þessa dagana í sölum Alþingis. þar sem þrí- flokkarnir, Framsókn, Alþýðu- flokkurinn og komúnistar, eft- ir að hafa sjálfir gefist upp við að mynda ríkisstjórn, sem stydd ist við þíngmeirihluta, geta að- eins komið sjer saman um eitt mál, — það er, að fella þá rík- isstjórn, sem nú situr og styðst við stærsta þingflokkinn — Sjálfstæðisílokkinn, án þess þó að hafa minnstu líkur til að geta sjálfir myndað stjórn í stað þeirar, sem þeir feldu, sem þeim þó ber siðferðisleg skylda til. Stefna undanfarinna ára Þær ríkisstjórnir, sem setið hafa að völdum hjer undanfar- in ár, hafa allar átt það sam- eiginlegt að hafa á stefnuskrá sinni sem aðalmá.' „Laasn dýr- tíðarinnar11. og þar með að tryggja aðalatvinnuvegi þjóðar innar, sjávarútveginum, halla- lausan rekstur í meðal árferði. Þrátt fyrir fagran ásetning og góðan vilja, sem fáir efast um, þá hefir þetta þó ekki tekist betur en svo. að nú er ekki ann að sjáanlegt en allur okkar at- vinnurekstur til sjávar og lands, standi andspænis algjöru hruni, ef ekki tekst nú þegar án mikilla tafa að gera þær ráð stafanir. sem duga. Þegar fyrst bvrjaði fyrir al- vöru að halla undan fæti hjá bátaútveginum árið 1945, var tekin upp sú aðferð, að verð- bæta með fje úr ríkissjóði það, sem á vantaði til þess að út- gerðin fengi ]aað fyrir afurðirn- ar, sem nauðsynlegt var talið, þannig að hún bæri sig. Fyrsta árið fóru í þessar uppbætur 24,2 milj. króna. Þessi upphæð breyttist lítið til 1948, en var þá orðin 25 milj Að hún ekki var þá þegar orðinn mun 'meiri, má sennilega að mestu þakka því, að á þessum árum var mik- ill feitmetisskortur í álfunni, og eftirspurn eftir þorska- og síld- arlýsi því rnjög mikil og verðið hátt. Samkeppni margra þjóða um að ná í sem mest af lýsis- framleiðslu okkar opnaði mögu leika til að selja bæði frystan og ásvarinn fisk hærra verði en hann ella hefði selst. Á árinu 1919 breytist þetta mjög mikið. Þá virðist feitmet- isþörfinni í álfunni að mestu leyti fullnægt. Verðið tekur mjö að falla og markaðir fyrir lýsi og fisk þrengjast. Þessu til viðbótar var svo verð, sem við þurftum að fá fyrir okkar af- urðir, mjög miklu liærra en það verð sem samkeppnisþjóð ir okkar á fiskmarkaðinum, svo sem Svíar, Danir og Norðmenn þurftu að fá fyrir sína vöru, svo þeirra útgerð gæti borið sig. Afleiðing af þessu varð svo, sú hjá okkur, að hækka þurfti enn meira styrkina til útgerð- arinnar, svo hægt væri að halda fiskiflotanum gangandi, og námu greiðslur úr ríkissjóði í þessu skyni á árinu 1949, um 37 milj. króna. Þegar svo við þetta bætist, að verja verður úr ríkissjóðn- um, tugum milljóna til niður- greiðslu á landbúnaðarafurðum þá er ekki að undra, þótt þeim, sem byrðarnar eiga að bera, fari að þykja nóg um. — Enda mun nú svo komið að ekki ein asta rikissjóðnum, heldur öll- um almenningi, er algjörlega ofviða að standa undir þessum byrðum lengur. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar Þegar Ólafur Thórs, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, mynd- aði sína minnihlutastjórn upp úr áramótunum, lýsti hann því yfir, að hans stjórn myndi snúa sjer að því að reyna að leysa tvö mál, sem ekki þyldu bið. Hið fyrra er að reyna að koma vjelbátaflotanum, sem þá lá nær allur bundinn í höfn, út á veiðar. Þetta tókst, með því, sem kallað er að fara „troðnar slóðir“. Það er, að halda áfram „fyrst um sinn“, að greiða með aflanum upp- bætur úr ríkissjóði. Fróðustu menn um þessi mál telja þó, að þessi leið sje með öllu ófær til lengdar, þar sem hún myndi auka útgjöld ríkis- ins, ef farinn yrði, um minnst 70—100 milj. kr. á þessu ári. Hitt var að semja og leggja fyrir Alþingi tillögur .um var- anlega lausn á þeim erfiðleik- um sem þjóðin á nú við að stríða í fjárhags- og atvinnu- málum. Stjórn Ólafs Thórs ljet ekki sitja við orðin tóm. Eftir til- tölulega mjög stuttan tíma, lagði hún fram á Alþingi, frum varp til laga um gengisskrán- ingu, launabreytingar, stór- eignaskatt, framleiðslugjöld og fleira. Við samningu þessa frum- varps, naut ríkisstjórnin aðstoð ar tveggja færustu sjerfræð- inga, sem völ er á, og er annar þeirra, auk þess að vera próf-> essor í hagfræði, líka formað- ur Sambands starfsmanna ríkis og bæja, en þau eru ein fjöl- mennustu launþegasamtök hjer á landi. Það eitt út af fyr- ir sig, að hann er formaður þessara samtaka, ætti að vera launþegum almennt, nokkur trygging fyrir því, að ekki væri. gengið á þeirra liluí, umfram það sem brýnustu kringum- stæður krefja. Það er mála sannast, að þrátt. fyrir það, þótt einhverju megi. í frumvarpi þessu breyta til bóta, þá er það samt best und- irbúna, og á margan hátt rjett- látasta lausnin í þessum mál- um, sem fram hefir komið í laga formi á Alþingi til þessa. Hitt er svo annað mál að gengisfelling er alltaf neyðar- úrræði, sem engin óskar eftir að gripið sje til fyrr en allt annaði þrýtur. Um hitt eru menn svo almennt sammála, að sú leið, sem farin hefir verið til þessa — niðurgreiðsluleiðin — sja öllum ofviða og ekki lengur fær. Og eins og okkar viðskipta- og atvinnumálum nú sje kom- ið, sje engin önnur leið fyrir hendi en gengislækkun. Það þarf engan að undra, þótt launþegar almennt líti gengislækkun tortryggnislega. Þeir eru svo vanir því, jafnt hjer á landi sem annarsstaðar, að þegar um slíkar aðgerðii' hefir verið að ræða, þá hefii' fylgt þeim lögbinding á kaup- gjaldi í einni cða annari myncf. og gengislækkun því verkað! sem bein kauplækkun hjá þeim. Það verður því að teljast al- gert nýmæli, sem felst í þessii frumvarpi, að launþegum skull með þeim vera tryggðar fullap uppbætur á laun sín, og auk þess rjettur til að bæta kjöt’ sín með frjálsum samningum. Viðbrögð kommúnista Það var eins og kommúnist-* ar væru vánkaðir fyrst í stað, eftir ósigrana í verkalýðsfjelög unum og bæjarstjórnarkosning unum í vetur. Það er ekki fyrt* en dýrtíðarfrumvarp ríkisstjóm arinnar kom fram á Alþingk, sem þeir rakna almennilega úi? rotinu. Það var að vísu fyrir- fram vitað, að þeir mynda verða á móti öllum raunhæfurri tilraunum til úrbóta á því neyði arástandi, sem nú er að skap- ast, enda leggja þeir nú allt sité kapp í að afflytja tillögurnar ía allan hátt, og gera þær tor- tryggilegar, án þess þó að konua sjálfir með nokkuð það, seira líklegt væri til bjargar, út út ógöngunum og taiist getui? framkvæmanlegt. I Smátt er það, sem liundstungail finnur ekki Einn liðurinn í þessarl skemmdarstarfsemi þeirra, á sjáanlega að vera sá, að ráðasij með persónulegum svívirðing- um á hvern þann mann innarí Frh. á bls 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.