Morgunblaðið - 17.03.1950, Blaðsíða 2
1
2
MORGUJSBLAÐIÐ
Föstudagur 17. mars 1950.
JJHVMi ' ■' ■ ■ 1 ..: •
nTakmörkuti bílaffölda til
fjmræðu i bæjarsfiórninni
Nefnd athugar máifð.
rJ>ANN 25. fyrra mánaðar skrifaði Bifreiðastjórafjelagið Hreyf-
0g Vörubílstjórafjelagið Þróttur bæjarráði og fór fram á,
; að eigi væri veitt fléiri leyfi til reksturs bifreiðastöðva hjer í
bænum en nú eru.
Á fundi bæjarstjórnar í gær,4'
Iskýrði borgarstjóri svo frá, að
bæjarstjórn hefði hug á að
vinna að bættu skipulagi á bif-
veiðanotkun hjer í bænum. —
Kánn sagði, að þetta mál hefði
oft verið rætt. Nú væri svo.
komið, að fleiri menn væru í
vörubilstjórastjettinni en verk-
[efni væri fyrir, og bifreiða-
.fcjórastjettin, er annaðist fólks-
fictninga væri líka orðin full-
fjölmenn að tiltölu við eftir-
;. -pbrn eftir leigubifreiðum.
Fyrir ári síðan var rætt um
þéssi mál við stjórnir stjettar-
vjelaganna og varð að ráði. að
r.kiouð var sjerstök nefnd til að
■ tjuiga þessi mál og aðstæður
;til löggjafar í þessum efnum. í
æefndinni er fulltrúi frá bæjar-
y áði, samgöngumálaráðuneyt-
vnu og frá stjettarfjelögunum.
Nefndin hefur athugað lög-
gjöf nágrannaþjóðanna í þess-
•urh efnum og aðstöðuna til
þess, að stjettaitfjelögin tak-
; f
yn^rki fjölgun í bílstjorastjett-
■mpi.
•Guðmundur Vigfússon hall-
iðist að.því, og sagði það vilja
tjettarfjelaganna, að ekki
væru leyfðar nema tvær bíl-
.stöðvar i bænum, önnur fyrir
vðrubíla og hin fyrir fólksbíla.
VÍidi hann að bæjarstjórn lýsti
því yfir, að hún óskaði eftir
«ð malin færu í þetta horf.
Benedikt Gröndal kvaðst
hafa aflað sjer uppl. um fjölda
teigubíla til fólksflutninga í
borgum nágrannalandanna. —
Hann sagði að þar þætti eðli-
ieit að einn fólksflutningabíll
fcæmi fyrir hverja 1000 íbúa.
6n hjer eru 487 leigubílar. eða
:em svarar einum bíl á.hverja
112 ibúa. Hann benti á, að sam-
aöngutæki væru að vísu með
öðrum hætti hjer en í stórborg-
um og því meiri þörf leigubíla,
erí mismunurinn væri líka mik-
xH —
Hann benti á að reglur eða
iagafyrirtæki í þessum efnum
væru nokkuð mismunandi hjá
r. árgrannaþjóðunum. í Englandi
í d. væri strangt efitrlit með því
að bílarnir væri ekki fleiri en
þörf vær á. í Danmörku þarf
leyfi fyrir hvern einstakan
'teigubíl. Hann gerði það að til-
'lögu sinni að bæjarstjórn skor-
aðr á Alþingi að það heim-
ilaði bæjarstjórnum að ákveða
leigubílafjöldann, en meðan
;lfk lög eru ekki, þá samþykki
b'æjarstjórnin að veita ekki
leyíi fyrir fleiri stöðvar.
Borgarstjóri benti á, að nefnd
ín, sem situr á rökstólum hefði
einmitt þetta mál með höndum.
Aiþingi myndi þykja óaðgengi-
]e§t að samþ. lög um að bæj-
afstjórnir fengu vald til að tak-
n^arka bílaf jöldann meðan ekk-
e«í liggur fyrir um eftir hvaða
reglum bæjarstjórnir ættu að
fa^’a í þessum efnum.
Hann bar þvi fram svohljóð-
andi tillögu til rökstuddrar dag
skrár:
,,Þar sem sjerstök nefnd,
skipuð af fulltr. bifreiðastjóra,
frá samgöngumálaráðuneyt-
inu og bæjarráði, starfar að
u.ndirbúningi löggjafar um
heimild til starfrækslu fólks-
og vöruflutningabifreiða, telur
bæjarstjórnin ekki rjett að taka
afstöðu til málsins á þessu
stigi og tekur því fyrir næsta
mál á dagskrá“.
Guðmundur H. Guðmunds-
son sagði að sjer kæmi það á
óvænt, að menn vildu einoka
þessa atvinnugrein. Að vísu
kvaðst hann vita, að bílstjóra-
stjettin væri orðin helst til fjöl-
menn í hlutfalli við verkefni
hennar, en þó þetta vær í sjálfu
sjer athyglisvert þá væri það
álitamál hvort ætti að einoka
þessa atvinnugrein.
Þegar það hefur komið til
greina í iðnaði hefur það mætt
andúð. .,Jeg tel“, sagði hann,
“að taka beri á slíkum málum
með varfærni og gæta þess, að
best fer á því, að hver maður
hafi rjett til að velja sjer sína
atvinnugrein".
Dagskrártillaga borgarstjóra
var samþykkt með 8 atkvæð-
um gegn 6.
Géður afli er á
Hornaf ja rðarfaáta
HORNAFIRÐI, fimmtudag. —
Hjer á Hornafirði fer hvoru-
tveggja saman, góðar gæftir og
góður afli. Samfleytt hefur ver-
ið róið seinusíu 10 daga.
í fyrradag varð mestur afli
hjá bátunum eftir tiu daga. —
Sjö bátar róa hjeðan og þann
dag lönduðu þeir alls 135 skip-
príTidum.
Annars er afli nokkuð mis-
jafn hjá bátum. Heldur virðist
hafa fiskasi betur á loðnu, þeg-
ar hægt hefur verið að róa með
hana. en hún hefur ekki alltaf
væiðst. Einkum nú upp á síð-
kastið hefur dregið úr loðnu-
veiðinni vegna frosta og ís-
hranna, sem torvelda mjög
slíka veiði. — Handfærafiskur
veiðist mikið. Flinn daginn fór
hjeðan bátur með sex færi og
var dregið á bátinn, á sex klst.,
15 skippund af fiski. — G-
Sambúð Persíu og
TEHERAN. 16. mrs. — Stjórn-
arerindrekar í Teheran eru
þeirrar skoðunar, að viðurkenn
ing Persíu á stjórn Israels muni
mjög bæta sambúð þjóðanna,
en í gær viðurkenndi Persía
ísraelsstjórn de facto. Talið er
að mismunandi trúarþrögð
þjóðanna breyti hjer engu um.
Frá fœi fjelags S. Þ.
í gærkveldi
FJELAG Sameinuðu þjóðanna
á íslandi hjelt fund í gærkv.,
kl. 8,30 í samkomusal Gamla
Garðs. Þar flutti Viggo Christ-
ensen ræðu um starf og stefnu
Sameinuðu þjóðanna. Var ræða.
hans einkar fróðleg. M.a. benti
hann á hinn mikla árangur
sem starf S.Þ. hefur borið sbr.
Palestínudeiluna, sem leystist
fyrst og fremst fyrir tilverknað
Sameinuðu þjóðanna. En þótt
góður árangur hafi oft náðst,
skortir þó mikið á, að friðar-
stefna S.Þ. sje virt í heiminum.
Ábyrgðarfilfinning stjórn-
málamannanna er því miður
eigi alltaf svo niikil, senr vera
skyldi. Christensen ræddi jafn-
rjetti þjóðanna innan S.Þ., og
bent.i á það að mikil skylda
hvíli á öllum þjóðunum, jafnt
stórum sem smáum, að vernda
friðinn í heiminum.
Einstaklingum ber, sagði
hann, að vinna af alefli að út-
breiðslu friðarstefnu S.Þ., m.a.
með því að auka og efla fje-
lagsskap þann, sem grundvall-
aður er á markmiði S-Þ., og
sem til er í öflum löndum Sam-
einuðu þjóðanna.
Fintiur Jónsson, alþm., talaði
næstur. Lagði hann áherslu á
að við íslendingar ættum að
leggja til málanna okkar bestu
ráð á vettvangi S.Þ., og vinna
af mætti að hugsjónum friðar-
ins. Þótt þjóðin sje fámenn, get-
ur hún þó verið stór í verki, ef
hún vill. Glæstar vonir eru
bundnar við starf Sameinuðu
bjóðanna, og er það einlæg ósk
allra íslendinga að það megi
bera sem mestan og bestan ár-
angur. •
Á fundinum voru sýndar
tvær athyglisverðar kvikmynd-
ir um starfsemi S.Þ.
í fundarlok talaði Ásgeir Ás-
geirsson, alþm., nokkur orð og
þakkaði ræðumönnum komuna.
Salurinn var fullskipaður og
voru undirtektir fundarmanna
hinar bestu.
Skákþingið
FJÓRÐA og fimmta umferð á
Skákþinginu, hafa nú verið
tefldar. í fjórðu umferð urðu
úrslit þau, að Sveinn vann
Baldur, Árni vann Guðmund
Ág., Guðmundur S. vann Frið-
rik og Gilfer vann Guðjón M.
Er þetta fyrsta skákin, sem
Guðjón tapar í þessu skákmóti.
í fimmtu umferð fóru leikar
svo að Guðjón vann Árna og
jafntefli var hjá þeim Gilfer
■og Baldri, Guðmundur S. og
Guðmundur Ág., Lárusi og
Sveini, en þeir Friðrik og
Benóný fengu ekki lokið sinni
skák. Á sunnudaginn verður
sjötta umferð tefld, en þá verða
eftir þrjár umferðir.
Úrslit eru nú kunn í fyrsta
flokki. Arinbjörn Guðmundss.
var efstur þar og vann glæsi-
legan sigur Hlaut hann 11% v.
af 12 mögulegum. Hann tapaði
sem sje engri skák, en gerði
eina jafntefli. í næsta sæti er
Bragi Ásgeirsson með níu v.
og þriðji er Tómas Einarsson
með 8% vinning.
ViSreparispgyríiár
Breffinpfiil. komu fram við
3. umr. í Alþingi í gær
ÚlHutningigjöid togara lækki —
Fjelög grciði eingaskatt roeðlbna
VIÐ 3. umræðu um viðreisnartillögurnar í Neðri deild Alþingis
í gær báru þeir Skúli Guðmundsson, Sigurður Ágústsson oe
Jóhann Hafstein fram nokkrar
við fyrri till. sínar.
Lán til íbúðabygginga. <
Við 3. gr. frumvarpsins eru
gerðar nokkrar breytingar, sem
fela í sjer nánari ráðstöfun þess
fjár er lánað skal til íbúðarhúsa
bygginga, en lánsupphæð og
vextir skal óbreytt frá því, sem
áður var lagt til.
Laun miðuft við
hundraftshluta af afla
hækki aðeins til jafns
við onnur laun.
Skv. breytingartillögunum er
gert ráð fyrir, að 7. gr. frv.
breytist nokkuð. Segir þar, að
laun, hluti launa eða aðrar
giæiðslur til skipverja á togur-
um og fiskflutningaskipum, sem
miðaðar eru við hundraðshluta
af afla, skuli afteins hækka í
samræmi við hækkaða vísitölu
skv. áður tilgreindum fyrir-
mælum, en ekki hækka að öðru
leyti að krónutali vegna geng-
isbreytingarinnar.
Skattur á togarafisk
lækkaður.
Við 10. gr. bætist ný, svo-
hljóðandi mgr.:
„Vörur, sem komnar eru til
landsins við gildistöku laga
þessara, skulu tollafgreiddar
sámkv. skráðu gengi bankanna,
þegar tollafgreiðslan fer fram.“
Við 11. gr., sem fjallar um
gjald á fiskafurðum eru gerðar
tvær breytingar. Skv. því skal
miðað við £ 8.500 meðalsölu
togaranna í f jórum næstu sölu-
ferðum á undan þeirri, sem
skattleggja skal, en áður var
gert ráð fyrir því, að skatt-
leggja mætti það, sem umfram
væri £ 8.500, ef meðalsala
tveggjatveggja næstu söluferða
á undan hefði numið sömu upp-
hæð. Auk þess er lagt til að
síldarafurðir, sem fluttar eru
út fullverkaðar í smápökkum
til manneldis, skuli undanþegn-
ar útflutningsgjaldi.
Veð í skattlögðum
eignum.
Nýrri málsgrein er bætt inn
í greinina um eignaskattinn, og
er hún svohljóðandi:
„Til tryggingar greiðslu
skuldabrjefanna skal ríkissjóð-
ur fá veð í hinum skattlögðu
eignum, og er eign veðhæf fyrir
fjárhæð, er samsvarar mats-
verði hennar til þessa skatts.
Skipa skal nefnd eftir tilnefn-
ingu hæstarjettar, er hefur rjett
til að ákveða, að niður falli
kvöð á gjaldanda um veðsetn-
ingu, ef nefndin telur, að veð-
setningin muni hindi'a eðlilegan
atvinnurekstur gjaldanda. Til
greiðslu á skattinum er heimilt
að afhenda eignir með því mats
verði, sem ákveðið er í lögum
þessum.“
breytingartillögur, til viðbótar
Fjelög greifti skattinn
fyrir meftlimina.
Ætlast er til, að nýr háttur
verði á innheimtu eignaskatts-
ins, á þann veg, að samvinnu-
fjelög og hlutafjelög skul'
greiða þann hluta af skatti, er
eigendum þeirra eða hluthöf-
um ber að greiða vegna eignai
þeirra í fjelögunum. Slík út-
borgun frá fjelögum vegna eig-
enda eða hluthafa telst ekkl
skattskyld, hvorki sem arður til
hluthafa nje ráðstöfun á vara
sjóði. Við útreikning á þeim
hluta skatts, er fjelagi ber að>
greiða, skal fyrst finna, hvaði
gjaldanda ber að greiða af
nettó-eign sinni, annarri en eig'r.i
í f jelagi. Það, sem er umfram þá
fjárhæð í skatti, skal greitt af
fjelagi. Ef um fleiri en eiti;
f jelag er að ræða, skiptist skatt,-
hluti fjelaganna hlutfallslegi:
milli þeirra eftir eign gjaldandt:
í þeim. Sá skattur, sem fjelög-
um ber að greiða vegna fjelags-
manna sinna eða hluthafa, skai
innheimtur hjá fjelögunum og
teljast þeirra skuld.
Uppbæturnar á sparifjeð.
Einnig er lagt til, að tími sá,
sem sparifje þarf að hafa stað-
ið inni til þess að uppbót verð?
greidd á það, verði styttu -
þannig, að miðað skuli við tíma »
bilið frá árslokum 1941 til júní-
loka 1946, en áður var gengið
út frá, að það þyrfti að hafa
staðið inni allt til ársloka 1949»
Mun breyting þessi miðast viti
það, að almenningur, sem tók
fje sitt út 1949 til kaupa Á
stofnlánadeildarbrjefum, fál
fullar bætur.
Loks er svo lagt til, að eigna-
skattur skv. lögum þessum sjes
ekki frádráttarbær frá tekjurc
til skatts.
Breytingartillögur
ríkisstjórnarinnar samþ. í gær.
Allar þær breytingartillögur,
sem ríkisstjórnin bar fram i
fyrradag og birtust í blaðinu ;
gær, voru samþykktar til 3,
umræðu í neðri deild kl. um
3 eftir miðnætti. Hins vega,’
voru allar breytingartillögu?
andstöðuflokkanna felldar.
Póstsamband milli
Dularfull flugskcyti
Rómaborg, 15. mars. — íbú-
arnir í bænum Comiso á Sikiley
urðu varir við það í gærkvöldi
að allstór lýsandi hnöttur var íi
sveimi yfir bænum. Skilja menn
ekkert hvað þetta hefur getao
verið, en venjuleg flugvjel vac
það ekki.