Morgunblaðið - 17.03.1950, Side 11
Föstudugur 17. mars 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
11
Nokkur orð um
helicopterinn
EINS og lesendum blaðsins mun
kunnugt, hafa að undanförnu
birtst í Morgunblaðinu frásagn-
ir af umræðum á Alþingi varð-
andi tillögur til þingsályktunar
um rekstur helicoptervjelar.
Svó virðist sem form. fjárveit-
inganefndar, hafi misskilið fram
angr'eint mál frá því fyrst er það
var 'lágt fyrir fjárveitinganefnd
Alþingis, og er sem honum finn-
ist, að hann eigi að ákveða
jum, hvort helicopter sá, sem í
landinu er, og gefið hefir góða
raun, ilendist hjer eða ekki. Að-
eins hefur verið óskað' eftir áliti
fjárveitinganefndar um, hvort
hún vilja heimila fjárveitingu úr
ríkissjóði, til reksturs á nefndri
helicopterflugvjel a þessu ári.
landhelgisgæslu, og þá einnig til
björgunarstarfa“.
G. J. hefur af veikum mætti
reynt að telja almenningi trú um
að helicopter sá, sem í landinu
er, af gerðinni Bell-47D, sje of
lítill, þar eð hann geti aðeins
tekið einn mann, fyrir utan flug-
mann, í sæti, eða flugmann og tvo
i lokuðu plast-sjúkrahylki, sem
rammlega eru fest í sitt hvort
flothylki flugvjelarinnar. Að flug
þol flugvjelarinnar sje of lítið, og
að flughraðinn sje ekki nægileg-
ur.
Þessi þrjú síðastnefndu atriði
sem Gísli Jónsson hefur talið
nefndri flugvjel helst til lasts og
flaggað með í sífellu, rýra að
engu leyti notagildi flugvjelar
Gísli Jónsson sendi flugráði lnnar 1 flestum tilfellum til
einkabrjef (prívat), en ekki sem
formaður fjárveitinganefndar, og
óskaði umsagnar þess á þrem
spurningum varðandi nefnda
vjel. Fyrsta spurning nægir til
að sýna áðurnefndan herfilegan
misskilning Gísla Jónssonar. —
Þannig er spurt, „hvort þjer
teljið heppilegt að festa kaup á
helicopterflugvjel þeirri, sem
hjer um ræðir?“.
Svar flugráðsins kom viku
seinna, er það mjög tvírætt, og á
ýmsan hátt ónákvæmt. Skal að-
eins á það drepið að sinni, að víða
er þar mælt með 4ra sæta heli-
copter sem smíðaður er í Eng-
landi undir nafninu S-51.
Svarbrjef flugráðs hefir Gísli
Jónsson leyft sjer að misnota á
eftirminnilegan og vansæmandi
hátt sjer í vil. I umsögn Flugráðs
er eindregið mælt með þeirri
flugvjel sem í landinu er. í um-
sögn Flugráðs segir m. a.:
„Þótt flugráði hafi þótt rjett
að benda á ofangreínd atriði, vill
það 'engann veginn gera lítið úr
möguleikum Bell-27 helicopter-
flugvjelarinnar til sjúkraflutn-
inga, í leit að mönnum eða hóp-
um sem týnst hafa, við póstflutn
inga, og ekki síst ef koma þarf
vistum, hjúkrunargögnum og
Iækni til fólks sem slasast hefir
vegna nauðlendingar í öræfum.
Og ennfremur má benda á, að
timrædd Bell-47 helicopterflug-
vjel er mjög heppileg til að
þjálfa flugmenn vora í meðferð
helicopterflugvjelar, en sú þjálf-
un tekur alllangan tíma, þar
sem helicopterflugvjelarnar eru
yandasamar í meðförum".
Magnús Knútur Sigurðsson — IHinning
í áliti minnihlutans, sem birtst
hafa að undanförnu í Morgun-
blaðinu, kemst hann þannig að
orði meðal annars, „í skýrslu
gæsluvarðstjórans (hjerna á hann
við hr. skipherra Þórarinn Björns
son)„ sem birtar eru hjer sem
fylgiskjal 3 og 4 staðfesta þetta
einnig fullkomlega, sem sje að
flugyjelin komi ekki að notum
við tilætluð störf“. Fylgiskjal 3
og 4 segir svo: „Auðvelt er að
gera mælingar (lárjett horn)
með-sextant, og mundi ekki sú
staðarákvörðun verða vjefengd,
þar sem flugvjelin getur stöðv-
ast yfir, eða alveg við skipið, sem
. mæla ó við“, og ennfremur,
„einnig sýnir samanburður á
mælingum mínum og varðbáts-
ins Víkings þann 24. júní 1949, að
mælingar þær eru þá voru tekn-
ar voru rjettar. Það skal tekið
fram, að allar mselingar hafa
verið gerðar þegar loft hefir ver-
ið skýjað og engin sól. Að öllu
þessu athuguðu, tel jeg árangur
af reynsluflugi þessu mjög góð-
an, og mæli því eindregið með
að fenginn verði helicopter til
björgunarstarfa eða landhelgis
gæslu. Slíkt bera óvjefengjanleg-
ar skýrslur og blaðagreinar frá
mörgum löndum, sem notað hafa
samskonar flugvjelar við sömu
störf og svipuð veðurskilyrði og
hjer um ræðir síðastliðin átta ár.
Sú uppástunga, að keypt yrði
4ra manna vjel, sem kostar þrisv
ar sinnum meira, og er um tvö-
falt dýrari í rekstri, er ekki
nema tálvon ein. Ef um svo mik-
ið fje er að ræða í þessu skyni,
væri hyggilegt að keyptar yrðu
tvær til þrjár Bell-47 og þeim
komið fyrir í öðrum landshlut-
um. Á Akureyri eru ávallt til
staðar flugmenn frá Flugfjelagi
íslands, sem gætu tekið að sjer
flug í þessum tilfellum með
stuttum fyrirvara.
Ennfremur skal á það bent, að
vindurinn hefur nákvæmlega
sömu áhrif á vjelina, hvort hún
heitir Bell-47 eða S-51, og um
ganghraða tjáir ekki að tala, þar
sem þær eru svo að segja hníf-
jafnar.
Um.það atriði að í vjelinni
þurfi að vera fjögurra manna á
höfn, flugmaður og tveir sigl-
ingafræðingar, til að taka stað-
arákvarðanir, loftskeytamaður til
að hafa samband við stöðvar
landi, skal bent á, að í þeirri
vjel sem hjer er í landinu, er
gert ráð fyrir að flugmaðurinn
sie jafnframt loftskeytamaður.
Enda tíðkast það svo hjer hjá
flugf jelogunum þegar um innan-
landsflug er að ræða, héfir flug-
maðurinn jafnframt því að stýra
vjelinnL stöðugt samband við
stöðvar í landi. Að tvo menn
þurfi til að taka hornamælingar
við landhelgisgæslu er einnig
í DAG verður til moldar borinn
hjer í Reykjavík, gamall og góð-
kunnur bóndi, Magnús Knútur
Sigurðsson frá Seljalands-seli.
Hann leit þó ekki fyrsta sinni
heimsins ljós í þeirri fögru sveit,
heldur var hann i heiminn bor-
inn, að Eyði í Mosfellssveit, hinn
7. febrúar 1876. Foreldrar hans
voru þau Sigurður Sigurðsson frá
Barkastöðum i Fljótshlíð og Mar-
grjet Sveinsdóttur, formanns úr
Vörum í Garði. Veit jeg það eitt
um móðurætt Magnúsar. En þau
Barkastaðahjón Sigurður og Ingi
björg, kona hans, voru valinkunn
sæmdarhjón, sem nutu virðingar
og vinsælda um gjörvallt Rang-
árþing, svo ekki sje meira sagt.
Þriggja ára gamall fluttist
Magnús með foreldrum sínum að
Seljalandi í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi og átti þar heimili með
föður sínum um rúmlega 30 ára
skeið. Eða til ávsins 1911, að hann
kvæntist eftirlifandi konu sinni
Sigrúnu Þorsteinsdóttur frá
Hrútafelli í Austur-Eyjafjalla-
hreppi, og Sigríðar Tómasdótt-
ur, konu hans. Þá tók hann við
búskap á jörð þeirri, er faðir
hars hafði haft. En í þann tíma
var tvíbýli að Seljalandi.
Það er fagurt og hlýlegt að
Seljalandi undir Eyjafjöllum, um
það munu allir geta verið sam-
mála, er sjeð hafa þann stað. Af-
hðandi. grasieróin hlíðin bros-
andi móti suðri og sól, skreytt
hlægjandi, hvítum lækjum sem
skoppa ljettilega ofan í móti og
lengra í austri frá bænum. Hátt
og sljett móbergsfjall, þar sem
fossinn Drífandi drýpur hengi-
flugið, hálf gagnsær, eins og hlý
lognmjöll á apríldegi.
En þótt Magnús Knútur tengd
ist þessu fagra umhverfi órjúf-
andi tryggðarböndum, fjekk hann
mjög að kynnast sorg og reynslu
lífsins á þessu bernsku- og æsku-
heimili sínu. Móður sína misti
hann 12 ára gamall. Af 9 börn-
um, sem þeim Margrjeti og Sig-
urði varð auðið, dóu 3 í bernsku.
Tvö vel stálpuð úr mislingum.
En af þeim 6 er upp komust, eru
nú tveir bræður á lífi, Sigurður
og Hannes, báðir kvæntir og bú
settir í Vestmannaeyjum.
Einkasystur sína, Guðrúnu, misti
hann þá nýgifta Auðuni Ingv-
arssvni frá Neðra-dal, nú bónda
að Dalsseli. Voru þeir mágar
Auðun og Magnús ætíð síðan
tengdir hinum ástúðlegustu vin-
áttubpndum, enda var trygglyndi
ríkur þáttur í skapgerð beggja.
Sveinbjörn Sigurðsson var
kvæntur og að heiman farinn, er
hann ljetst. En Hálfdán, yngstur
þeirra systkina, augasteinn föð-
Myndin er tekin af honuni
sjötugum.
hægt í þessu tilfelli, þar sem ur sins og yndi og eftirlæti allra,
flugmanninum yrði gefin rjett- sem kynntust honum, ljetst af
indi til þess. slagi, heima í föðurgarði. — Það
_ ,, A sviplega mein, hafði einnig or-
Gish Jonssonreyndiaðfleyta!sakag dauða þeirra mæðgna
Þessi
sonarmissir varð Sigurði svo
sier mnan Alþmgis siðastliðmn . , ~ v ,
J , . ., , Margrietar og Guðrunar. ■
mánudag a þeim sjonhverfmgum
að vitna í persónulegt viðtal við
framkvæmdarstjóra Slysavarna-
fjelags íslánds sem fram fór á
götu úti, og rangfæra það síðan
sjer í vil. Vil jeg því undirritað-
ur, með leyfi framkvæmdar-
stjóra Slysavarnarfjelags íslands
birta orðrjettan káfla úr brjefi
þungbær, að hann sætti sig aldrei
að fullu við tilveruna eftir það.
Þótt sorgin sækti fast að þessu
heimili, mun skorturinn sem þá
■>rar miöv tíður um þessar slóðir,
hafa sneitt hjá því. Jeg minnist
þess að hafa æfinlega heyrt Sig
„ ,, urðar á Seljalandi getið, sem vel
framkvæmdarstjorans til fjarveit bjargálna manns.
inganefrtdar Alþirigis dags. 12.
janúar 1950:
„Ákvörðun sína um kaup á
vjelinni byggir fjelagsstjórnin á
eftirfarandi: Að þessi ákveðna
vjel, sem hjer hefir verið til
reynslu, væri viðurkennd gerð
með löngum reynslutíma og að
hún væri fáanleg með alveg sjer
Með Magnúsi Knúti er af lífs
ins orustuvelli genginn einn af
fágætustu görpum eldri kynslóð
arinnar. Einn af þeim, sem stryt
og vosbúð stælti, og skilaði
stærri og djarfari úr hverr
raun, enda var hann gæddur
miklu likams- og sálarþreki
senn. Hann var maður ljettlynd
stökum kjörum og af sýnilegum „
öryggisástæðum nauðsvnlegt að nr og hvarvetna hrokur alls fagn
aðar. Gat jafnvel stundum a yf-
irborðinu virst nokkuð ljettúðug
ur. En þeir, sem þekktu hann;
eiga slíka vjel í landinu og því
Framhald á bls.12
vissu að hjartað var heilt og
traust, sem undir sló. Kímnigáfu
átti hann frábæra og var oft mjög
ljett um að láta fljúga í kveðling
um. Það var altítt að við sveit-
ungar hans, sem þóttumst kunna
nokkur skil á skáldskap, segðum,
ef við heyrðum ný útkominn ver- a
aldlegan brag með kímnilagi:
„Þetta er eftir Manga Knút“. Og
það var óhætt að treysta þvi að
við þekktum tóninn í kveðskap
hans.
Ung kynntist jeg, sem þetta
rita, þeim ágætu hjónum Magnúsi
og Sigrúnu. Þá höfðu þau fluttst
frá Seljalandi, eftir nokkurra ára
búskap þar, að nábýlisjörðinni,
Seljalandsseli, sem þau höfðu
keypt. Jeg hafði aldrei komið
fyrr að þessu býli, er stendur nið
ur á sljettlendinu spotta-korn frá
Seljalandi. Það var um fagurt
júní-kvöld, er jeg kom þar, til að
dvelja þar nokkra daga. Mjer
verður æ í minni sú fegurð, sem
brosti við mjer þetta friðsæla
kvöld. Þarna naut maður í rík-
um mæli fegurðarinnar, sem
brosir til manns frá fjöllunum,
hvaðan æfa. Mjer fannst líka
sem jeg hefði aldrei fyrr komið
á prúðmannlegra heimili og bet-
ur um gengið utan bæjar og inn-
an. Þau eignuðust aðeins eina
dóttur barna, Sigríði, og nutu
jeírrar ánægju að hafa hana jafn
an á heimili sínu, allt til þess
dags í dag, enda myndu þau vart
hafa mátt af henni sjá.
Þegar Magnús tók að kenna
lúa og þreytu einyrkja-búand-
ans, breytti hann ráði sínu, seldi
jörð og búslóð, og flutti til Reykja
víkur 1935. Keypti hann húseign-
ina Bergþórugötu 21, bjó þar síð
an með konu sinni og dóttur, og
andaðist þar í þeirra hjúkrandi
höndum.
Mjer er mjög tamt að hugsa,
að þótt Magnús sál. gengi hjer
glaður og reifur til verka sinna
í Reyltjavík, — því að ekki flutt
ist hann hingað til þess að setj-
ast í helgan stein, ;íeða halda að
sjer höndum — þá hafi hugur
hans samt jafnt og þjett dválið
við hans kæru fóstur fjöll. Þótt
hann væri farinn burt úr sveit-
inni, fylgdist hann af alhug með
öllu, sem gjörðist þar eystra. —
Sjerhver sveitungi hans, sem til
bæjarins kom, taldi það helga
skyldu sína, að koma til Magnús
ar Knúts. Mátti vel segja að
fyrstu árin, sem þau hjón dvöldu
hjer og voru næstum einu full-
trúar Fjallamanna í Reykjavík,
— þar sem landnám þeirra hafi
að þeim tíma nær einvörðungu
beinst til Vestmannaeyja, — að
heimili þeirra væri gesta-hæli
fyrir Fjalla-fólk er hingað þurfti
að leita, til lækninga og ann-
arra erinda. Jeg minnist ekki að
hafa komið svo heim undir Fjöll
að jeg hafi ekki verið spurð af
fjöl mörgum, hvort jeg hafi ný-
' leöa sjeð Manga Knút eða hvort
jeg vissi hvernig honum liði. En
nú hefir hann kvatt sína formJ
Fjallavini, fyrr en okkur öll
varði, sem þekktum hann. Þrátt
fyrir að hann var kominn f jögur
ár yfir áttunda tuginn, virtist
hann hafa óbrotið starfsþrek og
vinnugleði fram á síðastliðið
haust. En um miðja jólaföstu tók
hann að kenna þess meins, er
leiddi hann til dauða. — Hann-
átti drjúgan vinnudag að baki,
þar sem hann hafði aldrei leglO
einn dag rúmfastur, fyrr en dau-3
inn sjálfur var kominn með Ij-á
sinn í návígi. Þá verður lika hver
og einn að falla, þótt iöngum haíi
vaskur verið. Magnús Knútur
gekk þess ekki clulinri, a3-
hverju fór með hann. En hann
tók dauða sínum með karlmann-
legri ró, kvaddi lífið og heim-
inn með þökk til þess sem gefur
og tekur. Hann dó öruggur, ekki
í trú á sína eigin verðleika, held-
ur í trú á Drottins fyrirgefandi
náð og kærleika. í öruggri von
um sæla endurfundi, fól hann
ástvini sína þeim sama kærleika
vald.
í Magnúsi Knút eigum við heiia
mannlýsingu, mann, sem var ör-
uggur í lífinu og æðrulaus í dauð
anum. Hann hafði líka mátt heita
hamingju maður. Engin hefir
eignast trúrri og tryggari lífs-
förunaut, en hann átti i Sigrúnu
eiginkonu sinni. Oll þeirra sam-
búð bar vott um loíningarfulla
virðingu og gagnkvæmt trúnað-
artraust. Ást þeirra átti ekki alit
sitt traust undir svipulli stund-
arhamingju. Jeg veit að hún
nægði ekki einungis að dyrum
dauðans, heldur út yfir dauðana
haf og dimma gröf.
Vinátta Magnúsar við sveit-
unga hans var heldur engin hje-
góma slikja, sem fokið gæti fyrir
minsta nýjungablæ. Hún hafSi
ekki bundist í dans-eða dfykkju-
sölum. Hún hafði bundist við sam
eiginlega baráttu við erfið skil-
yrði til lífsbjarg'ar. Til dæmis--S
baráttu við erfiða sjósókn. Meðau
Fjallamenn sóttu sína lífsbjörg
ýmist til hafsins, eða til Vest-
mannaeyja, þá var gott að eigu
samstillta krafta, þegar hver ýt-
ing og lending gat kostað lífið,
ef ekki var drengilega á tekið.
Þeim ýmist fækkar nú eoa
hnignar mönnunum, sem háð*»
þessa baráttu af mikilli leikni og)
festu,, á mínum uppvaxtarárurp.
Mjer er óblandin ánægja a#
minnast þeirra og handtalm
þeirra, en mest er jeg þó þakk-
: lát fyrir, að hafa fengíð að ver»
ónýtur þátttakandi í þessari bar-
áttu, svo að jeg veit, að jeg er
hjer ekki að fara með neitt hje-
gómamál. Hjer færi jeg þessum
látna vini vorum, hugheilar þakk
ir og kveðjur allra samstarfs-
manna hans. Það var hljóðasa
heima undir Fjöllum eftir að
hann flutti þaðan. Og það rm*í>
verða hljóðara í vinnuflokk
þeim, er hann fyllti hjer *>»
Reykjavík. Olund dafnaði aldöei
í návist Magnúsar Knúts. Haan
var það, sem kallað er ramm-
pólitískur og stóð af sjer allar
stefnubreytingar og straumhvöv#
tímanna. Hann fór ekki neitt*#
launkofa með skoðanir sínar, 'n
var hraustur og- traustur málsvaíál
íhalds og Sjálfstæðisflokksina
gegnum þykkt og þunnt, Ekker-t-
var þessu gamla tryggðatrölli ó-
líkara en það, að vera eitt í dag
og annað morgun. Blessuð v«*»
minning hans.
Að lokum bið jeg Guðs bles?-
Unar hans fámenna ástvinahófS.
Eiginkonunni. dótturinni, og litl-
um dóttursyni, er síðustu árf#»
var bjartasti sólargeislinn haris.
Með alþúða þökk fyrir allt og}
allt. Anna frá Moldnúpi.