Morgunblaðið - 17.03.1950, Síða 14
14
MORGU /V BLAÐIÐ
Föstudagur 17. mars 1950.
Framhaidssagan 63
BASTIONS-FOLKIO
Eftir Margaret Ferguson
rommflösku og hún saup á
henni. En henni svelgdist á og
J.«n fór að hósta. „Farðu heim
og náðu þjer í föt, eða þú deyrð
ú-r lungnabólgu“.
,,Jeg get ekki farið .... ekki
fyrr en jeg veit, hvort ........
Fogan, mjer þykir þetta svo
leitt....“.
Andlit hans var svo tómt og
sviplaust að það var eins og það
tilheyrði öðrum manni. Mall-
ory lagði höndina á öxl hans.
„Sestu niður og fáðu þjer
ropa. Þú ert uppgefinn. Crowdy
gerir allt, sem hægt er að
gera“.
Logan hlýddi eins og barn,
settist niður og saup á flösk-
unni, en það var eins og hann
vissi ekki sjálfur hvað hann
Var að gera.
„Jeg skil þetta ekki“, sagði
hann lágt og eins og við sjálf-
an sig. „Hún vissi að hún var
óvön að synda. Hún vissi að
hún mundi ekki komast frá
flata klettinum, þó að hún kæm
ist þangað. Jeg skil ekki.......
Sherida, hvað sagði hún?“
„Við skulum ekki tala um
þetta strax“, sagði Mallory. —
„Já^ Simon? Jeg kem“.
Einhver hafði komið með bör
ur og teppi frá húsinu. Þeir
lyftu Catherinu á börurnar. —
Hún var laufljett og hárið fjell
frá breiðu enni hennar. Bláar
æðar sáust eins og örmjóir þræð
ir á gagnaugum hennar og var-
ir hennar voru helbláar. Sher-
ida stóð upp, en fæturnir gugn-
uðu undan henni, svo að hún
var að því komin að detta nið-
ur aftur, þegar Mallcry greip
undir handlegg hennar.
„Haltu þjer í mig. Kemst þú
hjálDarlaust, Logan?“
Sólin var horfin á bak við
skýjabólstra, sem höfðu flykkt
sjer um himininn á skammri
stundu. Fólkið þræddi brattan
stíeinn upp klettana. — Uppi
á brúninni sat Leah í stólnum
og Christine hjelt sjer dauða-
haldi í hann og horfði stórum
skelfdum augum niður stíginn.
„Hvað skeði?“ sagði Leah
lágri rödd. „Hver er það?“
Börurnar voru bornar fram
hjá henni, og Simon virti hana
ekki svars. Hann leit ekki einu
sinni á hana, en Logan stað-
næmdist fyrir framan hana. —
Enear svipbreytingar sáust á
andliti hans. Það var eins og
hann væri höggvinn í stein.
„Það er Catherina", sagði
hann. „Jeg held að hún sje dá-
in. Hún synti alltof langt út
og útsoeið tók hana. Það er
einkennileét að hún sk'yldi hafa
gert það. Finnst þjer það ekki?
Hún vissi að hún var óvön að
- synda“. .
Hitt fólkið gekk þegjandi á-
fram. Logan og Leah störðu
hvort á annað og hún var orð-
in eins náföl og hann. Sheridu
fannst eins og hún hrykki sam-
an í stólnum í kút og yrði lítil
og skorpin og skelfd.
„Það var mjög .... kjánalegt
af henni“, sagði hún. Varir
hennar hreyfðust eins og ósjálf
rátt. Það var eins og hún vissi
ekki sjálf, hvað hún sagði.
. Logan gekk áfram upp að
ijMÍSji,:;:. Sh^rida .J
ory greip þjettar um handlegg
hennar.
„Komdu, Sherida. Þú verður
að láta þjer hlýna. Christine,
þú sjerð um Leah“.
Þau gengu í gegnum garðinn.
Christine gekk síðust á eftir
stólnum og ríghjelt um bakið
á honum. Skyndilega skall á
ofsaleg rigning frá sjónum.
28. kafli.
Sherida vildi ekki fara í
rúmið. Hún fór í heitt bað, og
drakk sjóðheitt kaffi með
rommi og fór síðan niður. —
Mallory og Jane stóðu við ar-
ininn í anddyrinu. Frú Mait-
land sat í hnipri í legubekkn-
um.
„Sherida, segðu okkur, hvað
skeði. Við vitum það ekki“.
Hún reyndi að segja þeim
allt eins nákvæmlega og hún
gat, en það var ekki mikið.
„Jeg vissi ekki að hún var ó-
vön að synda, þegar hún sagð-
ist ætla að fara í sólbað úti á
flata klettinum. Jeg hjelt ....
það lá svo vel á henni. Og svo
sofnaði jeg og svaf, þangað til
Logan kom. Jeg hefði ekki
átt.....“.
„Vina mín, þú getur ekki
verið ábyrg fyrir þessu á nokk
urn hátt“, sagði frú Maitland
blíðlega. „Jeg held að jeg viti,
hversvegna Catherina gerði
þetta. Henni hefir fundist hún
vera dugleg og kraftmikil, því
hún var svo hamingjusöm, svo
að henni hefir fundist hún leik
andi geta synt á heimsenda og
aftur til baka. Hún er þannig
gerð. Komdu og hlýjaðu þjer
við arininn. Þjer hlýtur að vera
kalt ennþá“.
Sheridu fannst henni mundi
aldrei hlýna aftur, en hún færði
sig þó að eldinum. Hvar var
Leah?
„Logan er uppi“, hjelt frú
Maitland áfram. „Hann fæst
ekki til að koma niður. Þeir
gera allt sem hægt er“.
En það voru tveir tímar, síð-
an komið hafði verið með Cat-
1 herinu inn í húsið, og ef lengri
tími mundi líða.....Dyr opn-
uðust og var lokað aftur uppi
á loftinu. Frú Maitland greip
um handlegg Sheridu. Simoon
Crowdy kom niður stigann og
þurkaði svitann af andliti sjer.
„Það er von“, sagði hann. —
„Hún andar. Jeg er búinn að
hringja í hjúkrunarkonu og
hún ætti að vera komin innan
hálfrar stundar. Jeg þarf að
I fara heim og sækja ýmisleg á-
höld. Logan og Jane gæta henn
ar á meðan. Hún er meðvit-
undarlaus ennþá. Jeg verð að-
eins tíu mínútur í burtu“.
Enginn hreyfði ’ sig nokkra
stund. Loks stóð frú Maitland
á fætur.
„Jeg ætla að fara og segja
Leah það“, sagði hún. „Hún
er sjúk af áhyggjum".
Tveim dögum síðar var Cat-
herina flutt í sjúkrabíl til prest
setursins og í herbergi sitt. •—
Simon hafði gefið leyfi sitt til
að hún yrði flutt og hana lang-
aði til að fara.
„Ur þessu herbergi sjer hún
sjóinn og heyrir sjávarniðinn",
sagði hann við Logan. „Jeg held
að i að úaíi vond ahrif áJ^ana.
Prestsetrið er fjær sjónum, svo
að þá gleymir hún þessu
kannske fyrr“.
Hann minntist ekkert á það,
að vegna hans sjálfs, vildi hann
gjarnan að Catherina yrði flutt
frá Bastions, því að hver heim-
sókn hans þangað var honum
hreinasta raun. Jane var alltaf
á næstu grösum. að vísu eðlileg
í framkomu, en það var eitt-
hvað í augum hennar og drætt-
ir í kringum munninn, sem
höfðu breytt henni og gert hana
fullorðnislegri og honum fannst
það óbærilegt að vera í návist
hennar. Og Leah hafði fengið
alvarlegt áfall og lá rúmföst.
Það var þjáningarsvipur á and
liti hennar og bláminn var horf
inn úr augunum. Þau voru orð-
in grá, eins og sjórinn er und-
ir þungbúnum himni. Simon
stóð ekki lengi við inni hjá
henni og ef hann mögulega gat
komið því við, fór hann ekki
inn til hennar nema í fylgd
með Christine eða Jane. Hann
forðaðist augnaráð hennar í
lengstu lög. Einu sinni voru
þau ein, og þá sagði hún lágri
röddu:
„Simon, jeg veit, að jeg hefði
ekki átt að segja þetta, sem jeg
sagði. Það var ekki vegna þess
að jeg vildi að nokkrar breyt-
ingar yrðu. Getur þú ekki....“.
En hann greip fram í fyrir
henni áður en hún hafði lokið
við setninguna.
„Jeg er mjög önnum kafinn,
því miður, og nema þjer versni
mikið og þú hringir í mig, þá
kem jeg ekki fyrr en í vikulok-
in. Vertu sæl“.
Christine kom inn, skömmu
eftir að hann var farinn. Leah
lá' aftur á bak í rúminu, náföl
og starði út í loftið, svo að
Christine varð skelfd og greip
um hönd hennar.
„Leah, hvað er að? Líður
þjer verr?“
„Nei, betur“. Rödd Leah var
hrjúf og óþekkjanleg. „Mier
líður betur, en jeg vildi óska
J . . . . ó, drottinn minn“.
Tárin runnu niður vanga
hennar og Christine greip and-
ann á lofti.
„Leah .... Leah, elsku Leah,
gerðu þetta ekki. Get jeg ekki
gert neitt fyrir þig? Það er al-
veg sama, hvað það er. Jeg skal
gera allt, sem þú vilt“.
Hún sat á rúmbríkinni og
hjelt báðum höndunum utan
um Leah. Hún varð rólegri en
titraði lítið eitt.
! „Chris, jeg veit ekki, hvern-
ig jeg mundi fara að án þín. —
Það er ómetanlegt að vita til
þess að einhverjum þykir vænt
J um mig .... og hugsar um mig
.... jeg held að það sje það
eina sem heldur mjer við. —
; Hafðu engar áhyggjur af mjer.
Þetta líður hjá“.
Hún strauk hárið frá enninu
og þurrkaði sjer um augun.
„Þetta stafar allt af tauga-
þreytu og svo af áfallinu, að
| Catherina skyldi lenda í þessu
slvsi. Jeg get svo lítið hiálpað.
: Jeg geri þeim bara erfiðara fvr
I ir, með því að verða sjálf veik.
En jeg ætla að fara á fætur á
morgun. Jeg er búin að segia
Crowdy lækni það. Jeg vil
ekki, láta stjana í kringum. mig
Drekakepprún
Eftir F. BARON
15.
Kóngurinn helt áfram leið sinni niður á torgið í miðbæn-
um. Þá heyrði hann, að fólkið, sem hann mætti var alltaf
að segja:
— Aumingja maðurinn, aumingja maðurinn, hann er fót-
gangandi. Hann er þegar búinn að tapa keppninni. Veit
hann ekki að það er bannað að keppa fótgangandi. — Ó, ó, ó,
hrópaði kona, sem var klædd í gulan silkikjól. — Ó, ó, ó,
veit hann ekki að hann getur ekki gengið?
— Víst get jeg gengið. Jeg get víst gengið eins og aðrir
menn, hugsaði kóngurinn með sjálfum sjer.
Hvað meinti fólk eiginlega með því að segja, að hann
gæti ekki gengið?
En svo voru þau komin niður á torgið í miðju borgar-
innar og þá sá hann hvað fólkið og konan í gula kjólnum
hafði átt við, því að hann sá, að drekakeppnin átti að vera
reiðh j ólakeppni.
Keppendurnir áttu að hjóla frá torginu út fyrir borgina
yfir hæð eina og aftur til baka.
Þarna höfðu keppendurnir raðað sjer upp og stóðu við
hliðina á hjólhestunum sínum. Það var dásamlegt að sjá
þetta, því að þarna voru saman komin öll þau hjól, sem
voru mest straumlínulaga og nýjasta tíska 1 heiminum. —
Þeir bjuggust undir keppnina og biðu aðeins eftir því, að
merki væri gefið.
— Jeg hef ekki neitt reiðhjól, sagði kóngurinn.
—• Jæja, þá ertu strax búinn að tapa, svaraði maðurinn,
sem hjelt á flautunni. — Þú ert með rautt merki í barm-
inum og fyrst þú tapaðir, þá verðurðu að vinna fyrir drek-
ann það sem eftir er af ævi þinni.
En Mjöll hvæsti:
— Flýttu þjer að taka upp litla leikfangahjólið, sem sæ-
kóngsdóttirin gaf þjer. Blástu þrisvar á það og sjáðu hvað
skeður.
— Bölvað bull er þetta, sagði kóngurinn og hnjen á hon-
um voru farin að hríðskjálfa.
En hann tók upp úr vasa sínum litla hljðlið, sem sækóngs-
dóttirin hafði gefið honum.
Qfílv
— Git't I það ekki orðið skemmti-
lestt. ef þú prófaSir að prjóna ein-
hverntíniann eitthvað eftir iriál .
Maðnr nokkur kvartaði yfir þvi,
hve kalt væri á gistihúsinu, þar stm
hann dvaldist. „Það ér nú „ Ju
slæmt á daginn,“ sagði hanri, ,,en á
nóttinni vakna jeg oft við það að
tennurnar konnunnar mmnar glamra
á náttborðinu."
„Veistu það, að 100,000 kr. vcru
Lorgaðar fyrir fyrstu Gutenberg-
libliuna?“
„Nei, jeg vissi ekki einu sinni, að
Gutenberg skrifaði bibliuna."
★
Dómari: „Eruð þjer vissir um. að
ákærði hafi verið drukkinn.“
Lögregluþjónn: „Nei, herra, ekki
fullkomlega, en konan hans segir að
hann hafi komið heim með köku-
disk, og reynt að spila bann á
grammofóninn.“
★
Litill strákur (þegar maður á
mótorhjóli kemur þjótandi, brýtur
r iður girðingUna og fer margar vtlt-
ur á grasflötinni): „Hann verður að
: ra að leika sjer í sínum eigin gatði,
u það ekki, mamma?“
Maður nokkur hafði ráðið irskan
dreng sem þjón. Fyrsta morgumnn,
sem hann vár í vinnunni færði hann
liúsbónda sínum einn svartan skó og
e:nn brúnan. „Hvað meinarðu með
þessu?“, spurði maðurinn, „sjerðu
ekki, að þessir skór eru sinn af hvor-
vm lit?“ „Jú,“ ansaði strákur. ,.það
er svei mjer skrítið. En það, sem er
ennþé skritnara, er, að það er alveg
eins par af skóm niðri."
FJALARf
6439
mNU(TD>W Bl 735
HfVKJAVÍH
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiidiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu
Garðeigendur |
Kúamykja seld og heimkeyið. =
Simi 81103, milli kl. 1 og 4 =
daglega.
•llllllll•lllllllllll••lllllll■l■lllllll■ll■llllllllll!lllllllll■■l■í
Næfyraksturssími
B.SJ. er 1720
ffUllkmill%lti.k**UU<aUUt«M«MU(MM