Morgunblaðið - 23.03.1950, Page 2
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23, mars 1950
J HÆSTARJETTI hefur verið
):veðinn upp dómur í skaða-
bótamáli, er Axel nokkur Hólm
JHagnússon, Eiríksgötu 27, höfð-
aði gegn Steindóri Emarssyni.
Axel þessi varð fyrir slysi í
áætlunarbil. Við dómsuppkvaðn
i. ngu í bæjarþingi Reykjavikur.
var Steindór Einarsson sýkn-
aður, en 1 Hæstarjetti fjell dóm-
•urinn Axel Ivlagnússyni í vil.
Aðdragandi máls þessa er í
»>tuttu máli á þessa leið:
Jflurð skall á fingur.
í janúarmánuði 1947 var Ax-
«2l Hólm Magnússon farþegi í
áætlunarbíinum R 1477, sem er
«2ign Steindórs Einarssonar. —
JBíllinn var á leið frá Keflavík
til Revkjavíkur. Þröng var í
biinum og sat Axel við aftur-
dyr bílsins. Þegar bíllinn kom
iil Hafnarfjarðar., fóru nokkrir
farþegar út úr bílnum og þar
.ietn Axel sat við afturdyrnar
varð hann að fara út úr bílnum
Er hann fór inn í bílinn aftur.
teiur hann að bíllinn hafi ver-
ið kominn af stað áður en að
h?.nn lokaði hurðinni. Skall hún
aftur, en Axel varð á milli með
þumalfingur hægri handar og
tók af fremsta köggulinn.
33.000 kr. skaðabætur.
Vegna slyss þessa gerði Axel
Hólm kröfu um slysabætur á
hendur Steindóri Einarssyni,
að upphæð alis kr. 30.834 og
voru örorkuba.-tur hæstar ein-
it:- kra liða kröfunnar, að upp-
hæð 20.000 krónur.
.Krafist sýknunar.
Steindór Einarsson krafðist
rðallega sýknunar. Byggði hann
þessa kröfu sína á því að bíll-
inn hafi staðið kyrr er slysið
varð. Hann telur að þennan dag
hs.fi verið allhvasst og muni
vindhviða hafa skellt hurðinni
aftur. Verði orsakir slyss þessa
bví ekki raktar ti'l bílstjórans
•it sýnt hafi fulla varfærni og
jðgæslu.
I bæjarþingi urðu úrslit þessa
ffiáIs þau, að Steindór Einars-
ion var sýknaður af kröfum
ípeim er gerðar eru í málinu.
3egir m. a. í forsendum dóms-
<03 að ekki verði talið, gegn
mdmælum Axels Hólm, að
■iannað sje, að bíllinn hafi ver-
v.ð á hreyfingu, er slysið varð.
Dcmur Hæstarjettar.
í Hæstarjetti urðu málalok
hins vegar þau, að Steindór
Einarsson var dæmdur til að
greiða Axel Hólm í skaðabæt-
ur kr. 10.892 auk vaxta og seg-
ír m. a. svo í forsendum dóms-
j. ns:
Áfrýjandi, sem hefur skotið
máli þessu til Hæstarjettar með
otefnu 28. ágúst 1948, gerir þær
dómkröfur, að stefndi verði
dæmdur til að greiða honum
kr. 30.834.76 ásamt 6% árs-
vöxtum frá 12. september 1947
til greiðsludags og málskostnaö
fyrir báðum dómum eftir mati
Hæstarjettar.
Stefndi krefst staðfestingar
hins áfrýjaða dóms og máls-
kostnaðar fyrir Hæstarjetti eft-
ir mati dómsins.
Eífir uppkyaðningu hjeraðs-
Hljcmlelkar Pjefars Á Mnssopr í p* þíö i kvplC
dóms hefur bifreiðastjóri sá,
sem ók bifreiðinni R 1477 í um-
rætt skipti, komið fyrir dóm
og gefið skýrslu. Kveðst hann
hyggja, að bifreiðin hafi ekkí
verið farin af stað, er áfrýjandi
varð fyrir slysinu, án þess þó
að fullyrða um það, og muni
vindurinn hafa skellt hurðinm
aftur. Þrátt fyrir þetta verður
ekki talið sannað, að bifreiðar-
stjórinn hafi gengið úr skugga
um, að afturdyrnar væru lok-
aðar, áður en hann ók af stað.
Ber stefndi því bótaábyrgð á
slysinu samkvæmt 34. gr. laga
nr. 23/1941, sbr. 35. gr. sömu
laga.
Áfrýjandi seildist með vinstrt
hendi til • hurðarinnar í þvi
skyni að loka henni, en hægri
hendi hjelt hann þannig, að
þumalfingur hans varð milli
hurðarinnar hjara megin og
dyraumbúnaðarins, er hún
skelltist aftur. Var það mikil
ógætni af áfrýjanda að halda
fingrunum þannig, og þykir
rjett, að hann beri helming
tjónsins af þessum 'sökum.
Kemur þá til álita fjárhæð
skaðabótakröfunnar, sem sund-
urliðuð er í hjeraðsdómi.
Um 1. kröfulið, kr. 45.00 fyr-
ir læknisvottorð, er enginn á-
greiningur.
2. kröfulið, kr. 240.00- fyrir
sjúkrahúsvist, þykir rjett að
taka til greina að fullu, þar sent
um nauðsynlegan kostnað var
að ræða.
3. kröfuliður, vinnutjón.
Samkvæmt vottorði læknis
var áfrýjandi óvinnufær 2 mán
uði eftir slysið. Sjálfur kveðst.
hann hafa verið lengur frá
vinnu af völdum slyssins, en
eigi hefur hann flutt fram nein
gögn fyrir því. Þykir vinnutjón
hans þenna tíma hæfilega met-
ið kr. 3500.00.
4. kröfuliður. Örorkúbætur.
Samkvæmt vottorði trygg-
ingarlæknis er varanleg örorka
áfrýjanda, að liðnum 2 mánuð-
um, 10%. Hann var 28 ára að
aldri, þegar slysið varð. Þegar
litið er til þess, hversu mikinri
baga áfrýjandi hlýtur að hafa
af missi fremri kögguls á þum-
alfingri hægri handar, þykir
örorkutjón hans hæfilega met-
ið kr. 15.000.00.
5. kröfuliður. Þjáningarbæt-
ur og lýta.
Bætur þessar þykja hæfilega
ákveðnar kr. 3000.00.
Ber því að dæma stefnda ti.i
að greiða áfrýjanda helmine
ofangreindra fjárhæða, eða sam
tals kr. 10892.50, ásamt 6% árs-
vöxtum frá 12. september 1947
til greiðsludags.
Eftir þessum úrslitum þykir
rjett, að stefndi greiði áfrýjanda
málskosnað fyrir báðum dóm-
um.
I Hæstarjetti flutti málið fyr-
ir Axel Hólm Magnússon,
Ragnar Ólafsson hrl. og fyrir
Steindór Einarsson flutti málið
Theódór Líndal hrl.
Stórkostlegar hreinsanir í
undirbúningi.
WASHINGTON — Talið er. að
meiri háttar hreinsanir standi nú
fyrir dyrum í Búígaríu. Þykir
líklegt, að 60.000 til 70.000 manns
verði vikið úr flokknum.
HljomieiKar i*]eturs A. Jonssonar óperusongvara og þriggja
söngmanna hans verða í kvöld í Gamla-Bíó og hefjast þeir kl.
7.15. — Ásamt Pjetri syngja þeir Guðmundur Jónsson, Bjarni
Bjarnason og Magnús Jónsson. Allir þessir ágætu söngvarar
eru Iteykvíkingum góðkunnir og höfuðkempan, Pjetur Á. Jóns-
son, okkar mikli brautryðjandi á söngsviðinu. Pjetur hefir
latið í það skína, að hann vilji með þessum hljómleikum fá
tækifæri til að kveðja góða vini og unnendur á söngsviðinu.
Þeir munu hinsvegar allshugar fagna því að fá tækifæri ti’i
þess að njóta kvöldstundarinnar á söngskemmtun hjá Pjetri.
Aðgöngumiðana fá menn afhenta í bókaverslun Sigfúsar
Eymundsen.
Vaka minnisl 15 ára
afmælis
VAKA, fjelag lýðræðissinnaðra
stúdenta, er 15 ára um þessar
mundir. í tilefni þess efna
Vökumenn til afmælishófs í
Sjálfstæðishúsinu annað kvöld
kl. 6- Verður þar sameiginlegt
börðhald, og mun Bláa stjarn-
an sýna hina nýju dagskrá
sína, „Þó fyrr hefði verið“. —
Loks verður svo dansað til kl. 2.
Fjelagið hefir einnig gefið út
myndarlegt afmælisrit. Skrifa
í það allmargir fyrrverandi
Vökumenn, svo sem Jóhann
Hafstein, alþm., sem var fyrsti
formaður fjelagsins, Sigurður
Bjarnason, alþm., Magnús Jóns-
son frá Mel og Geir Hallgríms-
son, lögfræðingur. Auk þess er
í ritinu ágrip af sögu fjelagsins
og ýmsar greinar eftir núver-
andi fjelagsmenn.
Aðgöngumiðar að afmælis-
hófinu verða seldir eldri og
yngri stúdentum kl. 5—6 í53ag
í Háskólanum. — Skal mönn-
um bcnt á að tryggja sjer miða
í tíma.
rr.ar
leknar lil attiugunar
WASHINGTON, 22. mars: —
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Dean Acheson, sagði í
dag, að hann mundi athuga með
gaumgæfni tillögu Tryggva
Lie um 20 ára friðaráætlun til
að bundinn fengist endi á kalda
stríðið. — Reuter.
Dæmdir iiS iífláls og
hegningarvinnu
PRAG, 22. mars: — Blað í
Prag skýrir frá því að maður
að nafni Jaroslav Vetejska hafi
í dag verið dæmdur til dauða.
Rjettarhöldin yfir honum og 10
öðrum körlum og 4 konum hafa
staðið 3 undanfarna daga- Voru
sakborningarnir sakaðir um of-
beldi, morð og njósnir. Hlutu
þeir dóm frá fjórum árum og
allt að ævilangri hegningar-
vjnnu. Klerkur einn kaþólskur
var dæmdur í 15 ára hegningar
vinnu. — Reuter.
A FUNDI hinn 26. janúar s.L
úthlutaði hin danska deild Sátt-
málasjóðs eftirfarandi styrkjum
til íslenskra ríkisborgara:
27 hafa fengið úthlutað 300 ■
dönskum krónum hver til dval-
ar við ýmsar námsstofnanir, 1
hefir fengið 500 kr. styrk til
framhaldsnáms i læknisfræði.
23 stúdentar hafa fengið út-
hlutað 500 kr. námsstyrk hver.
Til eflingar dansk-íslenskri
samvinnu var úthlutað:
2 Dönum var úthlutað 3000
kr. til námsferðalaga til ís-
lands; 1000 kr. var úthlutað tii
vísindalegra athugana á jarð-
fræðilegum rannsóknum og 500
kr. til fræðiiðkana á íslenskum
miðaldar sagnritum.
Að lokum f jekk Árna Magnús
sonar nefndin 50.000 kr- styrk
til útgáfu á forníslenskri orða-
bók.
(Frá danska
blaðafulltrúanum).
Sáltattllaga í dönsku
kaupdeilunni
Einkaskeyti til Mbí.
KAUPMANNAHÖFN, 22. mars.
— í dag var birl málamiðlunai’
tillaga sáttasemjara ríkisins S
kaupdeilu þeirri, sem stendur
yfir í Danmörku.
Helstu atriði tillögunnar eru
þessi: Tímakaup karla hækki
um 9 aura á klst., en kvenna
um 6 aura. Undanskildir eru þo
járniðnaðarmenn, sem hafa sjei’
samninga. Orlof lengist ekki, en
orlofsfje hækki úr 4% í 4y2%.
Vinnudagurinn verði ekki stytt-
ur.
Sáttatillögurnar skoðast sem
ein heild. Stjettarfjelögin greiða
sameiginlega atkvæði um, hvorí;
tillögunum skuli tekið eða þeim
hafnað.
Kvöldblöðin gera tillögurnar
að umtalsefni og láta í ljós þá
von sína, að hún muni tryggja
tveggja ára vinnufrið í landinu.
— Páli,
Frh. af bls. 1-
verkfallsins og kallaði fram-
kvæmdane^nd verkalýðssam-
bands kornmúnista þegar sam-
an fund þar sem skorið skyldi
úr þvi, hvort verkfall skyldi
hefjast á ný eða ekki, af þess-
um atbUiðum.
Aðrir særðust
Leiðtogi kommúnistanna, Gi-
useppe di Vittorio, hjelt því
fram, að maðurinn hefði verið
skotinn í magann með vjelbyssu
er lögreglan sundraði kröfu-
göngu verkfallsmanna í Parma.
Fjórir aðrir særðust einn hættu
lega.
Skýrt var frá því í kvöld, að
komið gæti til allsherjarverk
falls 1 hjeraðinu Emilia, vegna
atburðanna í Parma.
Bókavika Helgafelli
úlgáfimnar
HELGAFELLSÚTGÁFAN hef-
ir tekið upp þá nýbreyttni, seir»
algeng er með öðrum þjóðum,
að hafa ,,bókaviku“ síðarj
.hluta vetrar, er uppseldar bæk-
ur hafa verið kallaðar inn frá
umboðssölum forlaganna. — Á.
slíkum bókavikum, eru bækur’
oftast seldar með afslætti og,
hefir Helgafell ákveðið að gera
það. Þá hefir forlagið frá ogí
með deginum í dag og til 1.
nóv., ákveðið að byrja að selja
fólki bækur, einstakar bækui?
og stórverk með afborgunum.
Hefir blaðinu borist bókalisti
yfir þær bækur, sem seldar erU
með mismunandi afborgununa
á mánuði, og eru þær alls urrj
400 bækur og um 40 stórverk,
Munu vafalaust margir notfæra
sjer það tilboð að eignast heila
bólíaflolika í einu lagi, sjer-
sta’dega þar sem forlagið hefii’
nú sent a markaðinn mjög
smekklega og ódýra bókaskápa,
en bókaskápaleysi háir nú
mjög mörgum bókamönnum.