Morgunblaðið - 23.03.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1950, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ. FAXAFLÓi: SUÐAVSTAN og sunnan kaldl cða stinningskaldi. — Skúrir, Mý jþifigmál: Ljósvili og skýli á faxaskeri M. Jéh. Þ. Jósefssonar. JÓHANN Þ. Jósefsson flytur fclyrgsályktunartillögu í Sam- einuðu þingi um Ijósvita og skýli á Faxaskeri. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta reisa ljósvita á Faxaskeri við Vestmannaeyj- ar og sje vitahúsið jafnframt skýli fyrir skipsbrotsmenn, ef tii þyrfti að taka. Áskoranir Vestmannaeyinga. Fyrir Alþingi liggja áskoran- ir fjölmargra Vestmannaeyinga um, að viti ásamt skýli fyrir skipbrotsmenn verði reistur a Faxaskeri. Sömuleiðis hefur Slysavarnadeildin Eykyndili sent flm. þessarar þáltill. fund- arsaœþykkt um sama efni. Er þa'ð áform slysavarnadeildar- innar að leggja til útbúnað all- an innanstokks í slíkt skýli, ef þa 5 verður reist. Af framan- greindum ásátæðum er þessi tillaga flutt. Kvöldvðka stúdenfa annaö kvéld KVÖLDVÖKU heldur Stúd- entafjelag Reykjavíkur annað- k v öid að ótel Eorg. Bjarni Guðmundsson, blaða- fnlitrúi flytur þar erindi og tvö skáld úr Háskólanum lesa upp frunisainin kvæði, Guðrún Tómasdóttir, stud. med-, syng- ui: einsöng og loks verður spurn ingaþáttur. Einar Magnússon stjórnar ein-s og undanfarið, en „svaramenn" verða: Henrik Ottósson, frjettamaður, Ingi- u" : Jónsson, skólastjóri, Sig- fús Halldórsson frá Höfnum og Thcrolf Smith, blaðamaður. Að lokum verður dansað til kl. 1. Kvöldvökur Stúdentafjelags ins hafa notið mikilla og vax- o H vinsælda og hafa færri komist en vildu. Má vænta mikiiíar aðsóknar ekki síst, þar sem þetta verður síðasta kvöld vaka fjelagsins í vetur. Elgendur „C!am" fera S.Y.F.Í. þakkir EIGENDUR olíuskipsins „Ciam“ hafa nýlega skrifað Slysavarnafjelagi íslands brjef, þar sem þeir þakka með mörg- 'urfi fögrum orðum þann dugn- að. sem björgunarsveitin í Grindavík sýndi við björgun rnannanna af „Clam“. Ennfremur segir í brjefinu, að skipstjórinn og skipshöfn hans hafi mjög rómað hjálpfýsi íslendinga. Póststofur í Bretlandi. LONDON — Láta mun nærri, að l!k ) póststofur sjeu í Bretlandi, Bvc- að einhver sendir línu. JPHorgtmbla&ii 69. tbl. — Fimrntudagur 23. mars 1950. ÁSTVALDTJR EYDAL skviCat grein um rafmagnsvelðar ú 5. síðu. — Kommúnislar í Kína. ÞETTA er ein nýjasta myndin af Mao Tse-tung, leiðtoga kín•• verskra kommúnista og Chou en-íai, utanríkisráðherra hans. Bretar hafa nú lagt til, að fulltrúi frá kínversku kommún- istastjórninni fái sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna. iáf vanfar með 2 mönnum Mennirnir ælluéu á fuglaveiðar . f GÆRKVÖLDI um kl. 10, lýsti Slysavarnafjelagið eftir ára- báti, með tveim mönnum hjeðan frá Reykjavík. — Var bát- urinn þá ókominn að landi, en mennirnir höfðu farið út á honum sjer til skemmtunar. Í gærkvöldi var hið besta veð- ur og ekki talin ástæða til að óttast um afdrif mannanna tveggja. <s>--------------------- Á tveggja manna fari. Mennirnir tveir, sem heita Knútur Einarsson og Sveinn Jónsson, blaðinu er ekki kunn- ugt um heimilisfang þeirra fóru út á bátnum frá Kirkju- sandi laust eftir hádegi í gær. Báturinn er hvítmálaður, tveggja manna far. í>eir fjelagar munu hafa haft með sjer byssur í þessa ferð og gerðu ekki ráð fyrir að verða lengi úti, a. m. k. ekki fram yfir myrkur. Höfðu þeir því ekki meðferðir neinn útbúnað, til að mæta langri útivist. Milli klukkan 9 og 10 var leitað til Slysavarnafjelagsins, og það beðið aðstoðar, því menn irnir á bátnum voru ókomnir að landi. Á Kleppsvík Þær frjettir bárust Slysa- varnafjelaginu nokkru eftir að lýst hafði verið eftir bátnum, að frá Kleppi hefði sjest til tveggja manna á hvítum bát, þar inni á víkinni. Hafði fólkið sjeð mennina fara um borð í eitt þeirra sex skipa, er þar liggja*. Eiganda bátsins, Þor- steini Guðlaugssyni, Hofteigi 21, var tilkynnt um þetta. .— Ætlaði hann að fara inn eftir og fá bát til að fara út í skipin, til að athuga hvort hugsast gæti að mennirnir væru þar. Um miðnætti var har n ókominn og er blaðið fór í prentun, höfðu ekki borist frekari frjettir af mönnununr tveim. í gærkvö’di var ágætt veður, en milli kl 6 og 7, gerði þó all- snögglega nokkurt hvassviðri, með mikilli úrkcmu, en annars var logn. Veifa Bandaríkin Indó- Kína einhverja aðsfcul WASHINGTON, 22. mars: — Acheson átti í dag fund með blaðamönnum. Skýrði hann þá m. a. svo frá, að sjerstök rann- j sóknarnefnd, sem starfað hefði í Austurlöndum, hefði gefið Bandaríkjastjórn skýrslu sína. í henni er lagt til, að Banda- ríkin veiti Indó-Kína nokkra aðstoð. — Reuter. Sjálfslæðisfjelögin í Hafnarfirði SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN í Hafnarfirði halda sameiginlegt spilakvöld í Sjálfstæðishúsinu næstkomandi föstudagskvöld kl. 8,30. — Spiluö verður fje- lagsvist og kaffi drukkið. —J Fólk er minnt á að mæta vel og ', síundvíslega. ji ámm kjörii for- SÍTI SMIEIiBS M Frá iundi í Alþingi í gær. FYRSTA mál á dagskrá Sameinaðs. þings í gær var kosöing forseta í stað Steingríms S.teinþórssonar forsætisráðherra. —• Kosningin fór á þá lund, að kjörinn var Jón Pálmason með 24 atkv., Þorsteinn Þorsteinsson hlaut 1 atkv., en 18 seðlar voru auðir. Þá var tekin fyrir þingsálykt- unartillaga um sölugjald af bif- reiðum og mælti flutningsmað- ur, Finnur Jónsson fyrir tillög- unni. Viðskiptamálaráðherra, Björn Ólafsson, upplýsti, að það mál, sem tillagan fjallaði um væri í rannsókn hjá tollstjóra og lögreglustjóra og væri rann- sóknin þegar komin alllangt á- leiðis. Jóhann Jósefsson benti á nokkur vafaatriði í sambandi við innheimtu gjaldsins. Umr. um málið var frestað og því vísað til allsherjarnefndar. Tillaga til þingsályktunar um Kristfjárjörðin var næst á dag- skrá, og mælti 2. flutningsmað- ur, Þorsteinn Þorsteinsson, fyr- ir henni. Hann benti á, að Krist- fjárjarðirnar, sem vera mundu rúmlega 20, hefðu mjög mis- munandi aðstöðu. Sumar væru gefnar hreppum, sumar sókn- um og sýslum, en tildrögin að flutningi tillögunnar kvað hann þau, að selja hefði átt eina slíka jörð á Fljótsdalshjeraði, og áleit hann ekki koma til mála að vera að selja þessar jarðir eina og eina án þess að athuga mál- ið í heild og samræma sölu jarðanna. Hann taldi oft vafa- samt, hver hefði heimild til að selja þær, og kvaðst yfir höfuð mótfallinn sölu þeirra, en í ein- stökum tilfellum myndi það þó rjett. Pjetur Ottesen taldi engan vafa leika á eignar- og umráða- rjetti yfir Kristfjárjörðunum, því að þær væru gefnar með gjafabrjefum, sem væru skýr eignagögn fyrir þeim. Þá benti hann á, að þar sem afgjaldi jarðanna ætti að verja í á- kveðnu augnamiði, þá væri ekk ert fje fyrir hendi til þns að mæta greiðslum til áb íenda fyrir umbætur á jörðunum, og þegar ábúendaskipti verða, sagði hann, þá fer sá, sem kannske hefir lagt tugþúsundii í umbætur á jörðinni, slyppu og snauður, nema honum sje gefinn kostur á að kaupa jörð- ina. Taldi han að sala jarðanna þyrfti ekki að skerða tilgang gjafabrjefanna, því að söluverð- inu mætti ráðstafa á sama hátt og afgjaldinu áður. Hann taldi umráðarjett yfir jörðunum vera hjá viðkomandi prófasti, en ekki hjá ríkisvaldinu, enda væri engin ástæða fyrir hið opinbera að grípa þar fram í. Einar Olgeirsson taldi, að mikil afrjetta- og heiðalönd væri einskis manns eign og vildi láta athuga um umráða- rjett yfir þeim landsvæðum. Pjetur Ottesen og Jón Sigurðs- son töldu, að hjer væri um misskilning að ræða og benti Hinn nýkjörni forseti. Jón á, að margar jarðir ættu heiða- og afrjettarlönd allt til jökla. Að umr. lokinni var til- lögunni vísað til 2. umr. og alls- herjarnefndar. Elsta kona Reykja- víkur dó í gær ELSTI borgari Reykjavíkur, Margrjet Einarsdóttir frá Lauga landi á Þelamörk, andaðist í gær. — Hún var seinni kona Gísla Pálssonar, föður Pála Gíslasonar kaupmanns og þeirra systkina. Kún var tæplega 101 árs er hún ljest. Margrjet hafði fótavist og naut óvenju góðrar heilsu fram til síðustu ára, en undanfarin tvö ár hafði hún legið rúmföst. Hún var mesta myndar- og skýrleikskona. '(/JÍÍRUP-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.