Morgunblaðið - 28.03.1950, Side 6

Morgunblaðið - 28.03.1950, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 1950. Gengisskráningarfrumvarpið og sjómenn ÞAÐ KANN að vera óvinsælt. að láta í ljósi álit sitt um jafn viðkvæmt mál og hið nýaf- greidda gengisskráningarfrum- varp er, sjerstaklega ef í pví á- liti kennir ádeilu á, hvermg gengið var frá því á síðustu stundu. En vegna þess, hvernig sjeð var fyrir hagsmunum skips hafna botnvörpuskipanna sjer- stakl., við lokaafgr. þess, þá verður ekki hjá því komist, og sjer í lagi vegna þeirra opin- beru ummæla, sem f jellu í garð togarasjómanna, bæði á fundi Stúdentafjelags Reykjavíkur og eins á Alþingi og höfð eru eftir hr. Emil Jónssyni alþingis- manni, í Alþýðublaðinu um 3. mars s. 1., þar eð þessi ummæli virðast hafa orðið jafn afdrifa- rík við afgreiðslu málsins ein; og raun ber vitni. Gengisbrej tingar- frumvarpið í sinni upp- haflegu rnynd. Eftir, að hafa hlustað á lest- ur frumvarpsins, eins og það var lagt fram af háttv. fyrver- andi ríkisstjórn, var mjer það að orði, að jeg teldi, eftir því sem við væri að búast, um slík- ar aðgerðir, mætti vel við una, þar sem svo virtist, sem reynt hefði verið að velja þær leið- ir, sem sársaukaminnstar væru fyrir þjóöina. Einnig virtist vilji vera fyrir hendi til að ganga ekki svo nærri eignum þeirra, sem lítið ættu, að þeir misstu þær. En jeg bætti við, að menn skyldu taka eftir því, að þær breytingar, sem kæmu, mundu ganga í þá átt, að ganga nær efnahag manna, en frum- varpið gerði ráð fyrir. Það þurfti heldur ekki að bíða lengi eftir að fá staðfest- ingu á þessu. Hið næsta, sem við heyrðum um málið, var út- varp af stálþræði frá fundi, er Stúdentafjel. Reykjavíkur hjelt út af gengisskráningar- frumvarpinu. Þar kvað hr. Klemens Tryggvason hagfræð- ingur upp úr með það, að ekki kæmi til mála, að, gengisskrán- ingarbreytingin yrði látin verka til hækkunar í launa- greiðslum til þeirra, er fengju laun sín greidd í hundraðshluta af aflasölum botnvörpuskip- anna. Einnig var hann með tillögur um stórkostlegar skatta hækkanir á eignir og fer jeg ekki nánar út í þau atriði. Prófessor Ólafur Björnsson svaraði ummælum hr. Klemens Tryggvasonar í sambandi við launahækkanir togarasjómanna og gat þess, að ýmsir tæknileg- ir örðugleikar hefðu við athug- un komið í Ijós, í sambandi við framkvæmd launagreiðslna, með þeirri aðferð, sem hr. Kl. Tryggvason drap á og ennfrem- ur við athugun, þá hefði launa- hækkanir til þeirra ekki virðst verða svo neinu næmi, frá því sem verið hefði. Það næsta sem við heyrðum var í Alþýðublaðinu 3. mars s.l., þar sem feitletruð fyrirsögn e. um ummæli hr. Emils Jónsson- ar, sem höfðu komið fram á Alþingi skömmu áður. Þar stendur orðrjett: „Hæst laun- uðu menn landsins, yfirmenn á íogurunum. senq nú fá um 100, 000 kr. árslaun, munu, ef gengis botnvörpuskipanna lækkunarfrumvarp stjórnarinn ar nær fram að ganga, fá kaup- hækkun um 74% og komast þeir því upp undir 200,000 kr. í árslaun." Hvað er svo rjett í þessu? Eins og öllum er í fersku minni, var samið um kaup á s. 1. vetrarvertíð, fyrir allar skipshafnir hins ísl. botnvörpu- skipaflota. Þetta var gert á þeim tíma, sem.ágætur afli var a veiðisvæðunum hjer í kring- um Faxaflóann og einnig stand- andi hámarksverð á ísfiski í Englandi. Ennfremur var búið að semja um sölur á miklu fisk- magni í Þýskalandi, með hag- stæðu verði. Það kenndi því nokkurrar bjartsýni um fram- tíðarafkomu skipanna. Samningarnir fólu í sjer, eft ir áætlun, sem gerð var í sam- bandi við samningana, mögu- leika til þess að laun 1. vjelstj. og 1. stýrimanns gætu náð 82 þús. kr. með orlofsfje. En ef þeir tækju sjer frí 2 túra á ár- inu, hefðu þau orðið ca. 68300 krónur. Laun 2. vjelstjóra áttu að vera 70% hækkandi upp í 77% af launum 1. vjelstj. á þremur árum. Laun 3. vjelstj. 56% hækkandi ,upp í 60% á þriðja starfsári. Allir yfirmenn skipanna verða að kosta frí sín sjálfir, þegar þeir taka sjer frí. En aft- ur á móti var öllum öðrum trygt minnst 60 daga siglingafrí á ári, á fullum launum, miðað við sömu áætlun. Áttu þau að geta náð ca. 39—40 þús. kr. yfir árið. Því miður varð reyndin sú, að mjög mikið vantaði á, að þessi áætlun stæðist, bæði vegna miklu lægri lifrarhlutar, en á- ætlað var, vegna verðfalls og allskonar erfiðleika, í sambandi við sölu fiskjarins og einnig vegna aflabrests. Eins og öllum landsmönnum ætti að vera kunn ugt um. Þó gætti þessara erfið- leika mest nú síðast á árinu og hefir það ekki breyst neitt enn- þá. Allt útlit er fyrir, að það haldi áfram, þó hamingjan gæfi að svo yrði ekki. Til þess að gera sjer einhverja hugmynd um hvers við getum vænst um afkomuna á komandi ári, þá verðum við að gera á- ætlun í samræmi við ástand og markaðshorfur eins og þær eru nú. Það er ekki hyggilegt að áætla meðalsölu meira en ca 6 þús. stpd. tólf túra á ári. Ef hún yrði hærri, þá yrði það allra hagur. Þetta gerir 72 stpd. yfir árið. Lifrarhlut er tæplega hægt að áætla meira en kr. 11,000 yfir árið. Samkv. þess- ari áætlun yrðu laun eftirtal- inna manna sem hjer segir, með gengi kr. 26.09 á stpd. eins og áður var: 1. stýrimaður og 1. vjelstjóri: Laun .......... kr. 44,577,00 Orlof......... kr. 1,783,00 ■ í . Samt kr. 46,360,00 Ef þeir tækju sjer frí í tvo túra, eins og frí háseta eru, þá dragast frá kr. 7,720,00 og yrði laun 1. vjelstj. og 1. stýrimanns kr. 38.630.00. Reiknað á sama hátt verða laun 2. vjelstj., ef hann tekur frí tvo túra á árinu samt kr. 29,655, 00, og laun 3. vjelstj. samt. kr. 23,160,00 með jafn löngu fríi. Laun loftskeytam. kr. 27,817,00 með jafnlöngu fríi, ef miðað er við hæsta launastiga, en það munu fleiri vera á lægri laun- um. — 2. stýrimenn hafa svip- uð laun og lofskeytamenn. Þessi greinargerð ætti að nægja til að sýna fram á sann- leiksgildi þeirra ummæla, sem höfð eru eftir hr. Emil Jóns- syni í Alþýðublaðinu 3. mars s. 1. Þó skal athugað, hvað orð- ið hefði, ef áður gerðir samn- ingar okkar hefðu fengið að standa óbreyttir, þannig, að við fengjum laun okkar af hundr- aðshlutanum, eftir skráðu út- borgunarverði bankanna til þeirra aðila sem afla gjaldeyr- isins, sem verður ca 45 kr. af hverju pundi eða ca 19 kr. meira en nú er ákveðið. . Þetta yrðu kr. 17,784,00 með orlofsfje, fyrir 10 túra á árinu fyrir 1. vjelstjóra og 1. stýri- mann. Launin yrðu þá samtals kr. 56,414,00. Launin til 2 vjel- stjóra yrðu á sama hátt kr. 13,167,00 til viðbótar eða ca 43,349,00 samtals fyrir 10 túra á ári. Á sama hátt bættist við 3. vjelstj. kr. 10,670,00 með or- lofsfje. Þetta gerir samtals kr. 33, 830,00 í árslaun, miðað við 10 túra. Þetta nær að sjálfsögðu einn- ig til allra annara sjómanna á botnvörpuskipunum, því allir fá einhvern hundraðshluta af aflasölu skipanna. Ekki sje jeg að þessar upp- lýsingar verði heldur til að rjettlæta þau ummæli, sem tek- in voru úr Alþýðubl. 3. mars s. 1., heldur þvert á móti, til að sanna, hversu þar er farið með staðlausa stafi. Einnig sannar þetta rjettmæti þeirra orða hr. prófessors Ólafs Björns sonar á Stúdentafjel.fundinum, um að ýmsir tæknilegir örðug- leikar yrðu á framkvæmd slíkr ar aðferðar. Og þó henni yrði sleppt, mundu launin ekki hækka, svo neinu næmi, frá því sem upphaflega var gert ráð íyrir. Hjer vil jeg meina, að kom- íð sje að þungamiðjunni í þessu máli. Við, sem talið hefur verið að ættum rjett á hærri laun- um, en þeir sem lægst eru laun aðir á skipunum, höfum talið sanngjarnara og eðlilegra að við tækjum laun okkar í hundraðs- hluta af rekstri skipanna, því þá fengjum við allgóð laun þeg ar allt gengur vel en mundum hinsvegar lækka þegar miður gengi. Nú hefur hinsvegar keyrt svo um þvert bak, seinast á árinu 1949 og um útlitið á þessu ári, að allur grundvöllur fyrir af- komu skipanna og um leið um afkomu okkar prósentumann- anna, raskaðist algjörlega. — Hver og einn getur gert sjer í hugarlund um aðstöðu vjelstj. og stýrimanna með kr. 15 þús. til 32 þús. kr. í opinber gjöld, ef launin fara allt niður í 25 til 40 þús. kr. á þessu ári og þeg- ar menn eiga að greiða þessi háu gjöld af þeim tekjum. Gjaldeyrisskráningin nýja er gerð til þess að vinna upp péssa röskun á útgerðarmöguleikum botnvörpuskipanna, að þvi leýti, sem hún nær til þeirra Sá hundraðs hluti, sem skips- höfnum þeirra ber skv. samning um við þá, er gerðir voru á s.l. vetri, á milli stjettarfjelaga þeirra og FIB, hlýtur að tryggja þeim skýlausan rjett til þess hundraðshluta. Að öðrum kosti hljóta samningarnir að vera fallnir úr gildi. Það er svo ann- að mál, að ef sú leið hefði ver- ið farin, að bera þetta undir okkur, hvort þá hefði ekki mátt finna einhverja sanngjarna lausn á þessu máli. En svöna aðferð er algjörlega óþolandi, sjerstaklega þegar henni er líka aðeins beitt við þessa einu stjett manna, togarasjómanna. Það lítur helst út fyrir að þeir sjeu einhverjar hornrek- ur þjóðarinnar, sem ekki sje talandi við. Nú er sagan þó ekki að fullu sögð ennþá. Eins og kunnugt er hafa sjómenn botnvörpuskip- anna fengið 30 stpd. í hverri utanlandssiglingu. Eftirleiðis munu þeir verða að greiða kr. 45,60 pr. stpd. Hjá þeim skipsmönnum, sem sigla 4 túra á ári yrði þetta 120 stpd., en hjá yfirmönnum, sem sigldu 10 túra á ári, yrði þetta 300 pund. Kostnaðaraukinn við þetta er einfalt reikningsdæmi. Frá því sem var, verkar þetta til lækk- unar á laun þeirra. En hundr- aðshluti hinna sömu aðila á að- eins að reiknast á kr. 26,09 eða því sem næst, samkv valdboði frá hæstv. Alþingi. Nei. Hjer vil jeg jeg meina að sje of langt gengið. Það hefði áreiðanlega verið heilla- vænlegra, að háttv. alþingi hefði borið gæfu til að breyta ekki þessu atriði gengisskrán- ingarfrumv. frá því, sem það var frá fyrstu hendi. Þá mundi öll sjómannastjetti'n á botn- vörpuskipunum hafa litið með skilningi til þessara aðgerða. En nú munu togarasjómenn vera mjög andvígir frumvarpinu og er ekki útsjeð um afleiðingar þess. Þetta er svo mikið sameigin- legt hagsmunamál allra togara- sjómanna, að það er hreinn mis skilningur þeirra aðila, sem hafa gert sjer vonir um að þeir sjeu sundraðir um þessi sjónar- mið. Að endingu vil jeg eindreg- ið óska þess, að núverandi rík- isstjórn sjái sjer fært að end- urskoða þetta atriði og athuga hvort ekki er fært að finna ein- hverja sanngjarna lausn, þar sem menn reyndu að mætast á friðsaman hátt. Mjer er vel kunnugt um að háttvirt ríkistjórn hefir tekið að sjer erfitt hlutverk. En svo best tekst henni að leysa það af hendi á heilladrjúgan hátt fyrir þjóðarheildina, að friður hald- ist á milli starfsgreina þjóðfje- lagsins og hennar. Skrifað um borð í Ingólfi Arnarsyni 19. 3. ’50. Þorkell Sigurðsson vjelstjóri. : Vil kaupa manna bs! flestar teg. koma til greina. Fkki j iiauðsynlegt aS bíllinn sje í ak- j færu standi. Tilboð merkt: „Bíll ; —- 633“ sendist afgr. Mbl. fyrir j laugardag. j Sfofa !il leigu = Frá næstu mánaðamótum er til § leigu góð kjallarastofa, forstofu- : inngangur, a Fjólugötu. Tilboð : leggist inn á afgr. blaðsins fyr- I ir miðvikudagskvöld merkt: : „Fjólugata — 629“. rtiiiMHiiinmiiiiHiiiiiiimiiuiiiiiiiHiifiiiiiiiiiuuiiinia tiiiHiiiiiiiiiimimHiimmmimimmmimiiiiiiiiimiiiti IMýr bíll! Sem nýr amerískur bill til rölu | nú þegar. Leggið nöfn yðar í jj lokuðu umslagi á afgr. Mbl. 1 merkt: „Nýr bíll“ og ieg .run : gefa yður nánari upplýsing-r. | FYRIRTÆKI sem gefur góðar árstekjur og þarf lítið rekstrarfje, er til sölu, ef samið er strax. Tilboð sendist blaðinu fyrir föstudagskvöld, merkt: „Gróðavegur — 0605“. Tvær stúlkur geta fengið atvinnu við ljettan iðnað Upplýsingar hjá verkstjóranum frá kl. 5—6. HANSA H.F. Laugaveg 105 (Inngangur frá Hverfisgötu).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.