Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. apríl 1950 MO RGU iV BLAÐIÐ 11 Sigmundur Sveinsson áttræður á páskadag 1. ÞAÐ mun hafa verið einhvern tíma á árunum 1920—25, sem jeg heyrði fyrst getið um Sigmund Sveinsson og, satt að segja, ekki að neinu góðu. Hann var sagður einn hinn rammasti bókstafstrú- armaður hjer í borginni, óvæg- inn og dómharður í garð allra, sem ekki væru jafn þröngsýnir og hann sjálfur; og síðast en ekki síst: svarinn óvinur guðspeki og spiritisma, sem jeg hafði mætur á. Seinna las jeg grein, er hann hafði skrifað og virtist staðfesta þetta. Jeg hafði illan bifur á manninum, enga löngun tli að kynast honum og bjóst heldur ekki við, að til þess kæmi. En ör- lögin höfðu ákveðið annað. Sumarið 1941 fór jeg með þá- verandi menntamálaráðhe.rra, Einari Arnórssyni, austur að Sól- heimum í Grímsnesi, til þess að kynnast barnahæli ungfrú Sess- elju, dóttur Sigmundar. Þar hitti jeg hann, því að hann var þá starfsmaður við hælið. Er þar skemmst af að segja, að mjer geðjaðist þegar ágætlega að manninum, þessum röskleika í allri framkomu, viðmótshlýju hans og einbeitninni, áræðinu og barnslegri einlægni, sem skein út úr svipnum. Við minntumst ekki á trúmál. En brennandi á- hugi hans á velferð hælisbarn- anna og umhyggjan fyrir fávit- unum, sem þar voru þá, hlaut að vekia velviid til hans. Næst hitt- umst við í Reykjavík og þá barst talið að trúmálum, án þess að með okkur skærist í odda á nokk urn hátt. Seinna gaf Sigmundur mjer ritlinga eftir sig, var ann- ar um trúmál, en hinn þættir úr ævi hans. Ekki vöktu þeir nokkra andúð hjá mjer, heldur þvert á móti. Fjórum árum seinna hitt- umst við kaldan haustmorgun í biðröð framan við mjólkurbúð. Jeg held að báðum hafi orðið glatt í geði við það, og Sigmund- ur lofaði að líta inn til mín. Síð- an höflum við margsinnis hitst og erum nú orðnir virkta vinir. Sigmundur hefur ekki dregið dul á, a ðsjer hafi verið illa við mig fyrr á árum. Andúðin okkar í milli hefur því verið gagn- kvæm. En nú höfum við borið bækur akkar saman og orðið þess vísari, að við erum sammála um allt það, er okkur þykir mestu j skipta í trúarefnum og afstöðunni ,til lífsins. Og þetta hefur sýnt okkur, að þröngsýni og þekking af orðspori eru harla ljelegar for sendur dóma um náungann. 2. Frá því Sigmundur var barn hefur Nýja testamentið verið honum kærast allra bóka; á það lærði hann að lesa op triiartraust ið sem hann drakk þá í sig, hef- ur verið aðal stuðnineur hans í baráttu lífsins, bæði fvrr og síð- ar. En trúarskoðanir hans hafa foreytst á síðustu árum, og má, einkum nefna tvennt, er því hef- ur valdið: fyrst árlangt gæslu- starf hans við aðra fávitadelid Barnahælisins í Sólheimum og því næst ýmislegt dulrænt, sem fyrir hann hefur borið öðru hverju síðan 1940. Árið 1942 horfði til mestu vand ræða með fávitana í ofarmefndri deild. Enginn maður fjekkst til þess að gæta þeirra. Þá bauðst Sigmundur -xil þess að reyna að taka það að sjer. Eftir fáeina daga fannst honum hann vera að uppgefast. Aldrei á ævi sinni hafði hann tekist á hendur jafn á- takanlegt og erfitt verk. — Þá fjekk hann sjer mann einn dag, en skrapp sjálfur að Mosfelli, til vinar síns, síra Guðmundar Ein- árssonar, og sagði honum, hversu komið væri. Þeir vinirnir leituðu þá Guðs í sameiginlegri bæn, báðu um að Sigmundi mætti veitast styrkur og þolgæði til starfsins. Og bænheyrSlan brást ekki. Eftir þetta skorti Sigmund aldrei þrek til að annast um fá- vitana og honum varð nú ljóst, að það er hverju öðru verki lær- dómsríkara að þjóna mestu smæl ingjunum. Honum skildist betur en áður, hve mikil þörf er á misk unnarverkum og fórnarlund. — Mannást hans varð dýpri og um leið hvarf allur urgur til þeirra, sem hylltu að einhverju leyti aðr ar trúarskoðanir en hann. Hann varð sannfærður um að kærleiks verkin væru trúarjátningum æðri og fiekk óbeit á öllum trú- arsjálfsþótta. Hjer er ekki unnt að skýra frá hinu dulræna, sem Sigmundi hef ur borið að höndum. En í Jóla- Lesbók Morgunblaðsins 1946 hef- ur Árni Óla skrásett í. ágætri grein um kapelluna á VoSmúla- stöðum, frásögn Sigmundar af fvrstu dulrænu reynslu hans árið 1940. Þar er og sagt frá merki- legum draumum og fleiri sjald- gæfum fyrirbærum. Þó er það einkum eftir 1945, sem honum opnast sýnir og hann heyrir radd ir látinna manna. Og samband hefur hann haft við konu sína síðan, alltaf öðru hverju, Þessar sýnir hafa sannfært hann um ým is'egt og meðal annars það, að líðan látinna manna sje harla misjöfn og að við, sem erum hjerna megin, getum bætt kjör þeirra með góðum hugsunum og innilegri bæn. Dulræn reynsla hans hefur og gert honum ljós- ara, hve lítt við gætum hand- leiðslu skaparans og tregðumst við að beita kröftunum, sem hann gefur, til þess að gera líf okkar og annarra sælla og heið- arlegra. í grein eftir hann, sem kom í Vísi, 23. des. s.l., er dregið saman það, sem honum þykir mestu skipta í trúarefnum. Hann segir þar: „Hvað er að trúa á Krist? — Er það að hafa ákveðnar skoð- anir á vissum atriðum í Nýja testamentinu og samsinna játn- ingum kirkjuþinga? Eða er það að fyllast úlfúð og ónotum við þá, er ekki hafa sömu skoðun á bessum atriðum og við sjálfir? Nei, er það ekki heldur hitt, að ástunda öllu framar að láta líf okkar öllum stundum og í öllu dagfari sýna trú okkar á Krist, en láta tunguna tala færra um hana? Það er erfiðara, en látlaus ara og samboðnara honum, sem við viljum þjóna. Kærleikurinn hreykir sjer aldrei upp, ekki held ur sannleikselskandi, sanntrúað- ur maðdr. Og jeg hefi verið að hugsa um, hvort nokkur trú, hve sterk, sem hún er, geti nokkurn- tíma leitt mann til Jesú, ef kuldi og óvild til meðbræðranna eru fyrir í hjartanu. Og eitt er jeg sannfærður um: að það sje ó- kleift, að við getum nálægst Guð, nema við lærum fyrst að unna hver öðrum“. Svo fögur og höfðingleg er nú trúarjátning þessa manns, sem var þeliktur að þröngsýni fyrr á árum. Þannig hefur siðasta ára- tugurinn brevtt trú hans. — Og hvaða áhrif hefur • sú breyting haft á Sigmund? Eftir því, sem hann hefur sagt og mjer skilst, hefur, honum birt fvrir augum, andlegt útsýni orðið fegurra, Sorgin eftir missi eiginkonu snú- ist í fögnuð, enginn kali eftir til nokkurs manns, en þráin til þess að sætta og sameina og leggja því lið, að þjóð okkar eignist sanna farsæld og manndóm, sem Sigmundur Sveinsson. þjónn hins hæsta með kærleik Krists í hjarta, hefur aldrei á lífs leið hans verið jafn sterk og nú. Enginn þeirra, er þekkja Sig- mund, efast um að þetta sje satt. 3. Það er eitt af einkennum Sig- mundar, að hann er ævinlega fullur af brennandi áhuga og starfsþrá. Hann velkir aldrei mál um lengi fyrir sjer, en grípur tækifærið þegar það gefst. Mætti margt telja, er þetta sannar. En hjer skal aðeins drepið á tvennt. Fyrir mörgum árum, þegar Sig mundur bjó. í Þingvallasveit, var hann á bændanámskeiði viku- tíma á einu af höfuðbólum lands- ins. Um sama leyti las hann grein um mann nokkurn, sem var blindur frá fæðingu, en þó svo dverghagur að alla undraði. Þessi blindi völundur bjó í nánd við höfuðbólið. Hann vantaði smíðahús og var um það rætt í greininni, að þarna þyrfti að hlaupa undir bagga. Greinarhöf- undur var einn af námskeiðs- kennurunum. Sigmundi kemur þegar í hug, að þarna á nám- skeiðinu sje æktifæri til þess að hefjast handa um fjársöfnun til smíðahússins. Taldi hann ákjós- anlegast að bera fram málið síð- asta námskeiðsdaginn, þegar ræður yrðu fluttar og skálar drukknra. Biður hann greinar- höfund að taka þetta að sjer. — Honum þótti hugmyndin ágæt, en kvaðst engan tima hafa til þess, en benti á húsbóndann á staðnum. Sigmundur fer þegar til bónda og mælist tli þess að hann beiti sjer fyrir málið. Hús- bóndi lofaði hugmyndina, en kvaðst ekki geta haft forgöngu um þetta, en bendir á mann, sem vel sie til þess fallinn. Sá tekur Sigmundi hið besta, en skorast undan að flytja málið, en bendir á fjórða manninn. Þangað fer Sivmundur og enn endurtekst sama sagan. Þá þraut Sigmund þolinmæði og sagði við sjálfan sig að málið skyldi þó eigi að síð- ur verða fram borið. Við kvöld- verðinn, síðasta námskeiðsdaginn, voru margar ræður fluttar og að lokum kvaddi Sigmundur sjer hljóðs og bar fra'm áhugamál sitt og lagði út af orðum Jónasar Hallgrímssonar: „Því er oss best .....ef vier s’áum sólskinsblett í heiði ,að setjast allir þar og gleðja oss“. Hann minntist á sól himins og dýrð hennar, -á sól mannfagnaðar og ánægju og fræðslu, er námskeiðsgestir befðu notið. Eu — í nágrenni við þá væisi maður, sem aldrei sæi sól og líklega sigldap geisla á- nægju og gleði — nema þegar hann væri við smíðar, en hús- þrengsli væru þar í vegi. Nú væri tækifæri fyrir þá, sem sætu í sólskinsbletti, að bera geisla inn v * ~ i' )i i t i V; ' í ' * • # ‘ v * í bæinn hans, auka ánægjú- stundir hans með því að ryðja úr vegi hindrunum þeim, er heftu störf hans, o. s. frv. Þegar Sig- mundur hafði lokið máli sínu, spratt upp dr. Guðmundur Finn- bogason, sem var kennari á nám- skeiðinu, klappaði ákaflega fyrir Sigmundi — og svo gerðu allir — og kvað menn skyldu nú þeg- ar hefja fjársöfnunina. Var svo gert, og söfnuðust á annað hundr að króna, sem þótti allmikið fje í þá daga. En ýmsir bændur þar í sveit tóku að sjer fi'ekari fyrir- greiðslu málsins. Þegar Sigmund ur, sem bjó í annarri sveit, hitti bónda ári seinna, var smíðahúsið fullgert og hinn blindi völundur hafði fengið gott svifrúm til starfa. Þannig er Sigmundur Sveins- son. Hann hryndir fram knerri um leið og byrvænlega blæs. — Hann vindur sjer að verkinu og framkvæmir, þegar aðrir tvi- nóna við það eða koma sjer hjá því. Og þess vegna kemst hann hjá tómleikanum, sem fylgir því að sjá, að „Það augnablik, sem var gullið í gær, er grátt eins og vofa í dag.“ — Þegar Sigmundur er hálf átt- ræður tekur hann að hrynda í framkvæmd með frábærum dugn aði byggingu kapellu að Vaðmúla stöðum í Landeyjum. Þar hafði áður verið kirkjustaður, en kirkj- an var niðurlögð og rifin árið 1910. Kristín, kona Sigmundar, hafði verið fermd í Vaðmúla- staðakirkju og bar í brjósti sterka tryggð til staðarins og æskustöðva sinna. Hafði hún ósk- að þess að verða jarðsett þar í kirkjugarðinum. Þegar hún lá banaleguna barst henni sú frjett, að hafin væru samskot til að reisa kapellu á Vaðmúlastöðum og að þegar hefði safnast allmik- ið fje. Þetta gladdi hana mjög og ákvað hún þegar að senda fjár- hæð nokkra í samskotasjóðinn. Og áhugi hennar á byggingu kap- ellunnar og hvernig takast mætti að koma henni upp sem fyrst, virtist vaxa að sama skapi, sem kraftar hennar þurru. Hún and- aðist 3. sept. 1944 og var jörðuð að Vaðmúlastöðum. Hjónaband þeirra Sigmundar hafði verið hið ástríkasta og nú taldi hann helga skyldu sína að hrinda hinsta áhugamáli hennar í framkvæmd. Og hann gekk þeg- ar að starfi með hinum ósigrandi áhuga og dugnaði sínum. Hann gaf mikið fje til kapellunnar og dætur hans gáfu ásamt honum góða gripi. En mest var þó líklega um það vert hvernig hann ruddi framkvæmdum braut með krafti sínum. Ekki voru tvö ár liðin frá andláti konu hans, er vegleg kap- ella var fullbyggð að Vaðmúla- stöðum og vígð af biskupi lands- ins. Engum manni var það jafn- mikið að þakka og Sigmundi, þótt margir góðir menn legðu hönd að verki. Mátti kalla það kraftaverk að þetta guðshús reis af grunni með svo skjótum hætti, eins og biskup gat um í vígslu- ræðu sinni. En alla sögu þessa máls hefur Árni Óla skrásett í áðurnefndri grein. Nú hefur Sigmundur beitt sjer fyrir því, að önnur kapella verði reist í öðrum fjórðungi landsins. Við, sem þekkjum hann, erum í engum efa um, að honum lánist að hrynda þessu í framkvæmd, ef honum endist líf og heilsa, sem líklegt virðist; því að i>ótt hann sje nú að verða áttræður, er hann með fullu fjöri, þrekið óþrotið og eldur áhugans samur eða jafnvel meiri en fyrir einum áratug. i 1- M , • i - ' : > « ' , 4. Nú skal nefna helstu æviatriði - Sigmundar. Hann er fæddur í. Gerðum í Garði i Gullbringu- sýslu 9. apríl 1870. Foreldrar hana voru þau Sveinn Magnússon frá Grund undir Eyjafjöllum og Ey- vör Snorradóttir prests að Desj- armýri í Borgarfirði austur, Sæ- mundssonar prests að Útskálum. Voru þau mestu sæmdarhjón: Sveinn smiður góður og frábær atorkumaður, og smíðaði hanu síðasta bátinn, er hann var hátt á níræðisaldri; en Eyvör var einkar vel að sjer um margt og sterk og innileg trúkona. Hefur Sigmundi kippt í kynið til beggja um dugnað og trúarstyrk. Sigmundi var snemma 'hald’3 til vinnu. Á áttunda árinu for hann að fara í smábát í góð-u veðri út í þarann til að veiða t soðið. Hjelt síðan sjósókn áfram og var orðinn formaður um tvi- tugt og oftast nær eftir það. En sjóinn sótti hann ekki aðeins i Gerðum, heldur og árum saman á Aust- og Vest-fjörðum. Nokk- ur sumur var hann fylgdarmað- ur útlendra ferðamanna og ura eitt skeið með landmælinga- mönnunum dönsku. Árið 1901 gekk hann að eiga konu sína Kristínu Símonardótt- ur og varð sambúð þeirra hin besta. Dvöldu þau fyrst í Hafnai - firði, en fóru þvi 'næst að búa \ Brúsastöðum í Þingvailasveit og höfðu jafnframt veitingásölu i Valhöll á sumrum. Bjuggu þau þarna í 16 ár og telur Sigmund- ur þau árin björtustu sólskins- bletti ævinnar, þótt aðrir tímar hafi og verið gleði- og gifturíkir. Vorið 1919 fluttu þau hjónin ur Þingvallasveit með miklum sökn'- uði, þó að stundum væri þar af þrekraunum nóg. Þau settust þá að í Reykjavík og voru rné'S þeim 8 börn þeirra, bæði góð og mannvænleg, fjórar stúlkur og fjórir drengir. Fyrsta árið var Sigmundur hjá „Kveldúlfi'*. Er»- árið 1920 gerðist hann dyravörð- ur Miðbæjarskólans og hafði starf það á hendi þangað til J941. Árið 1944 missti Sigmundur konu sína og saknaði hennah mjög, enda var hún hið mesta valkvendi, heil og sönn, skyldu- rækin og átti djúpa trúarsarm- færingu. Eftir að Sigmundur ljet tti starfi við Miðbæjarskólann var hann eitt ár við Barnahælið • •■»• Sólheimum, eins og fyrr er getiiS og eftir andlát konu sinnar me'9 dætrum sínum þremur í Reykja- vík, Gróu, Steinunni og Kristínu. 5. Sigmundur telur að hann- ha44 verið stríðinn og erfiðue- *>» hernsku. Og frá 16—18 ára drakk hann allmikið, en eftir það íór hann í stúku og hefur aldrei hvikað frá bindindisheiti sínu, því að hann er í engu hálfur. Hann hefur jafnan sótt mál sitt fast og aldrei látið hlut sinn fyr- ir neinum, verið stundum orðstór og orðhvatur, en ævinlega sátt- fús, opinskár og einlægur. Guðs- trú hans hefur alla ævi verið eina og „borg á bjargi traust." í litlu kveri, sem nefnist „Þætt-* ir úr lífi mínu“ og Sigmundúr hefur ritað, standa þessi orð: „Þ&3 er vandi að lifa blessuðu lífinU.** Ætli þessi blessun Sigmundur sjo ekki býsna einstök nú? Last- mælin um lífið klingja svo mikiu hærra. Og þó er lífið blessað og dásamlegast af öllu, sem við þekkjum. Þetta finnúr Sigmund- ur og veit. Þess-vegna er hanr» æskuglaðari en margur maður-- inn, sem er helmingi yngri er» hann. Framh. á bls. 12. ( V I • 4 N { * * >• t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.