Morgunblaðið - 13.04.1950, Síða 8
3
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. apríl 1950
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmunctsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
Brjefið frá rússneska
hernámssvæðin u
IÍIN af frægustu blaðakonum heimsins, Dorothy Thompson,
he.or ekki alls fyrir löngu ritað grein um ástandið á her-
námssvæði Rússa í Austur-Þýskalandi. Hefur grein þessi,
sem byggð er á brjefi til höfundar hennar frá manni á þessu
landssvæði, vakið mikla athygli, þar sem það gefur glögga
hugmynd um þær aðferðir, sem kommúnistar beita í áróðri
sínum og algerri undirokun fólksins.
í brjefi þessu er m. a. komist þannig að orði um efnahags-
ástaudið undir stjórn Rússa í Austur-Þýskalandi:
,,E- nahagsástandið breytist frá illu til hins versta. Fleira
ög floira fólki er sagt upp vinnu sinni og ávallt því sam-
viskusamasta og duglegasta. í hinum þjóðnýttu eða hálf-
þióðrýttu atvinnutækjum vinna fyrst og fremst kommún-
istar eða þorparalýður, þar sem kommúnistamir eru ekki
nægilega margir eða ekki álitnir nægilega staðfastir í trúnni.
Eins og á tímum nasistanna eru verkamennirnir víða undir
eftirliti vopnaðra varða.‘
Þá víkur brjefritarinn að hinni taumlausu Rússlandsdýrk-
un, scm kommúnistar boða almenningi og kemst þá þannig
að orði:
„Rússlanasdýrkunin er komin á furðulegt stig. Þegar rúss-
neskur marskálkur andaðist voru blöðin fyllt með greinum
um hin takmarkalausu afrek, sem hann hefði unnið í þágu
þýsku þjóðarinnar. Sorgargöngur voru skipulagðar með
geysilegum undirbúningi. Mikil skrúðganga, sem fulltrúar
frá verksmiðjunum, bæjarstjórninni, ásamt verkamönnum,
tóku þátt í, gekk um miðja borgina með fjölda blómsveiga,
suma svo stóra að fjórir menn urðu að bera einn þeirra. í
íyrirsögnum Leipzigblaðanna stóð svo að „Leipzig hefði
heiðrað mikinn Sovjetvin."
Þetta var inngangurinn að ótrúlegri Stalin-dýrkun í til-
eíni sjötíu ára afmælis hans.
Að lokum var ákveðið að verkamennirnir gætu á engan
hátt heiðrað hinn mikla verndara Þýskalands betur en með
því að gefa honum vinnulaun sín í nokkrar klukkustundir.
Það var ómögulegt að komast hjá því að gefa Stalin þessar
vinnustundir. .. . Heilar járnbrautarlestir voru svo fylltar
með gjöfum til hans. Skólabörnum var skipað að skrifa undir
helilaóskaávörp til hans. Fyrst skrifuðu fá undir það, en að
lokum öll í hverjum bekk, þar sem það var gert að skilyrði
i'yrir því að þau gætu stundað framhaldsnám í æðri skólum.“
Athyglisverður er sá kafli brjefsins, sem fjallar um hin
svokölluðu þýsk-rússnesku „vináttufjelög“. í honum segir
svo:
„Fyrir fáum árum voru stofnuð samtök, sem höfðu það
markmið að kynna Sovjet-menningu. Þau hafa nú breytt um
nafn og kalla sig „þýsk-rússneska vináttufjelagið“. Allir eru
siðferðilega skyldugir til þess að vera í því. Hver sá, sem
neitar þátttöku, sætir ógnunum og er sviptur atvinnu.“
★
Hjer hafa aðeins verið teknir nokkrir kaflar upp úr þessu
brjefi frá rússneska hernámssvæðinu í Þýskalandi. Þeir
gefa nokkra hugmynd um þá áþján og andlega og efnalega
kúgun, sem það fólk á við að búa, sem býr á þeim lands-
svæðum, sem kommúnistar ráða yfir.
íslenskir kommúnistar munu að sjálfsögðu, eins og komm-
unistar allra landa, segja að þetta sje eintóm lygi og upp-
spuni. En undarleg tilviljun er það að öllum frjettamönnum
frá vestrænum lýðræðislöndum, ber saman um að þessi
lýsing sje sönn og rjett. Það -er einnig álit þúsunda manna,
sem tekist hefur að flýja þetta ástand.
íslenskir kommúnistar segjast nú „vilja hafa það heldur
ef sannara reynist“ um Sovjet og stjórnarhætti þess. Það
er raunar ein stærsta lygi, sem þeir hafa borið sjer í munn.
Rommúnistar allra landa vilja í lengstu lög dylja fólkið
sánnleikanum um það myrkur og niðurlægingu, sem hvar-
vetna siglir í kjölfar hins kommúnistiska stjórnarfars. Um
það liggja fyrir þúsund dæmi.
XJílar ábrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hún þakkaði fyrir
sig
VERÐ á kvenhöttum hjer í
Reykjavík mun stundum kom-
ast yfir 300 krónur. Svo sagði
Reykvíkingur, sem leit inn á
skrifstofu Morgunblaðsins og
notaði tækifærið til að tala um
hattakaup og „alveg voðalegt
verðlag“.
Hann ætlaði að gefa kon-
unni sinni hatt hjer á dögun-
um, og hún trítlaði hin kátasta
í bæinn, en sneri svo hattlaus
heim og sagðist bara alls ekki
hafa fengið af sjer að kaupa
hatt fyrir annað eins verð og
hún tiltók.
•
Dýrt er orðið
HJER er óvenjuleg kona á ferð
inni, ekki verður því neitað
frekar en hinu, að 300 króna
hattur telst vart til kjara-
kaupa. En dýrt er orðið drott-
ins orðið, þegar hattkúfurinn,
þótt fjaðurskreyttur sje, kost-
ar nokkurra daga erfiðispen-
inga á Eyrinni.
Annars eru konurnar víst að
því leyti til heppnari en karl-
mennirnir, að þær geta alltaf
fengið eitthvað á höfuðið, þótt
þeim finnist það vafalaust
svona upp og ofan ,,smart“ og
klæðilegt.
•
Einkaleyfin dugðu
ekki
ÞAÐ er staðreynd, að karl-
mannshattar — það er að
segja fallegir karlmannshatt
ar — eru býsna sjaldsjeðir
hjer í verslununum; þeir eru
að minnsta kosti orðnir bið-
raðavara líkt og „bomsurnar“
víðfrægu. Það mun ennfremur
vera staðreynd — og að
minnsta kosti haft eftir ágæt-
um heimildum — að nokkrir
broddborgarar hafi ekki alls
fyrir löngu krækt sjer í leyfi
fyrir einum og einum hatti, og
reynt á þann hátt að ná tang-
arhaldi á fyrirmyndar höfuð-
fatnaði, sem lá hjer á hafnar-
bakkanum og innflytjandinn
fjekk ekki að leysa út.
En það er sagt honum til
verðugs hróss, að hann hafi
neitað að afhenda eigendum
,,einka“leyfanna einn einasta
hatt, með þeim orðum, að eng-
inn fengi að njóta fínu hatt-
anna, fyrr en þeir yrðu seldir
almenningi á frjálsum markaði
og algerlega bakdyralaust.
•
Oþefur úr
þvottinum
KONUR kvarta yfir grænsáp-
unni, sem nú er á markaðnum.
Ein kom við á blaðinu í fyrra-
dag og sagði, að það væri eig-
inlega ógerningur að þvo úr
sápunni, af henni væri svo
mikill óþefur, að hann hyrfi
ekki úr þvottinum, þótt gripið
væri til þess örþrifaráðs að
sjóða hann í Þvottalaugunum.
Þessi húsmóðir sagði enn-
fremur, að varla væri gerlegt
að sofa við rúmföt, sem sápan
kæmi nálægt, og þegar hún
leggði þvott í bleyti, væri lík-
ast því sem hún væri að sjóða
grút.
Öllu ákveðnari gat hús-
móðirin ekki verið.
•
Hrópleg synd
ÖNNUR húsmóðir, sú er bú-
sett við Lindargötu, kvartar
yfir barnafötum, sem hjer eru
prjónuð, úr erlendu garni.
„Mjer finnst það hrópleg
synd (skrifar hún), hvernig
þessi föt eru beinlínis eyði-
lögð með því að hafa í þeim
allskonar rendur og rósir, því
það er undantekning, ef ekki
renna saman litirnir, þegar
þau eru þvegin. Og eins og
allar húsmæður vita, þarf oft
að þvo barnaföt.
•
Hvernig væri að
athuga sinn gang?
„JEG get vel viðurkennt, að út-
lit og frágangur þessa fatnað-
ar er ákaflega góður. En
hvernig væri að prjónastofurn-
ar athuguðu, áður en þær
framleiða úr garninu, hvort
litur fer úr því eða ekki, og
reyndu svo að haga framleiðsl-
unni eftir því?
Að síðustu (segir enn í brjef
inu), ætla jeg að taka eitt
dæmi um svokallaðar „galla-
buxur“, sem hjer fengust. Jeg
keypti einar á tveggja ára
barn, gráleitar með rauðu
bandi, sem saumað var efst á
smekkinn og vasann.
En hvað skeður, þegar jeg
bvæ þær? Þetta mjóa, rauða
band gerir vatnið blóðrautt og
buxurnar allar rauðflekkóttar.
— Og þar með eru þær að
mínum dómi ónýtar. Væri nú
ekki best að sleppa þessu
skrautbandi alvea?“
Svo spyr húsmóðirin, og ekki
er henni láandi, enda ræðjr
hún hjer um sannkallaðar
galla-buxur.
•
Mörg brjef fró
forstjórum
ÞESS má geta, að þær hús-
mæður urðu talsvert margar,
sem notuðu tækifærið um oásk-
ana og sendu dálkuuum línu
um ýmislegt, sem þeim þykir
miður fara. Verður reynt að
birta eitthvað úr brjefum
þeirra næstu daga, enda eru
húsmæðurnar einmitt rjettu
aðilarnir til að athuga og
gagnrýna'' góðlátlepa flest það,
sem lýtur að daglegu lífi okk-
ar. Þær eru forstiórar heimil-
anna, og það er sko ekki vanda-
laust verk þessa dagana.
•
Fin lí+il tiúaga
AÐ lokum þetta: Orðið „cock-
tail“ hefir oft hevrst hjer á ís-
landi á undanförnum árum. —
,,Cocktailparty“ þykja víst
voðalega fín og margt bendir til
þess, að bau muni að lokum
levsa kaffiboðin af hólmi. Er
þá nokkuð á móti því að ís-
lenska orðið að einhverju leyti
— engin leið er hvort eð er að
skrifa það á íslensku — og kalla
„cocktail" í framtíðinni kok-
tælu?
«.. .... »nnniniiliii.iminmwn
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
Erfiðleikarnir í A-Þýskalandi
Eftir Herbert Sternberg,
frjettamanna Rcuters.
BERLÍN: — Þjóðvei’jar A.-
Þýskalands hafa ímugust á af-
námi skömmtunarinnar, sem
gert er ráð fyrir á hausti kom-
anda. Þeir óttast, að það muni
hafa í för með sjer verulega
verðhækkun. Þegar verðgildi
peninganna var breytt 1948,
þá varð verðlagið ekki endur-
skoðað jafnframt á hernáms-
svæði Rússa eins og þó var
gert í V.-Þýskalandi.
• •
„FRJÁLSAR
VERSLANIR“
í V.-ÞÝSKALANDI er enginn
hörgull á varningi. Til að vega
upp á móti þeim „illu áhrif-
um“, sem það hafði í för með
sjer, tóku yfirvöldin á hernáms
svæði Rússa að opna „frjálsar
verslanir“ í eign ríkisins síðla
árs 1948. Þær höfðu á boðstól-
um óskammtaðar vörur, aðal-
lega matvæli, sem voru þetta
100% til 1000% dýrari, en
skammtaðar vörur. Þessar
frjálsu verslanir hafa átt mik-
inn þátt í að koma í veg fyrir
leynisölu, jafnframt því, sem
þær hafa dregið til sln þá kaup
getu fólksins, sem var fram yf-
ir það, er skömmtunin gerði
ráð fyrir.
• •
FÓLKIÐ KVÍÐIR
AFNÁMINU
SNEMMA á þessu ári lofaði
austur-þýska stjórnin því, að
.felld skyldi niður skömmtun á
öllum vörum nema feitmeti og
kjöti, er uppskeran væri um
garð gengin. Fólkið mun að.
vísu fleygja frá sjer skömmt-1
unarseðlunum, sem það hefir
nú burðast með í 11 ár, en það
hefir ekki tekið þessari til-
kynningu eins fagnandi og
búast mætti ef til vill við.
Ein ástæða þessa er sú, að
þjóðin veit af eigin reynd, að
í kjölfarið muni sigla veruleg
verðhækkun, þar sem birgðirn-
ar munu ekki gera meira en
fullnægja eftirspurninni.
• •
VERÐHÆKKUN Á
S. L. HAUSTI
í NÓVEMBER s. 1. hækkuðu
skammtaðar matvörur um 10%
til 50% af því að ríkið „gat
ekki endalaust greitt uppbæt-
ur, sem námu 200 millj. austur
þýskra marka“. Samtímis lækk
aði verðið í frjálsu verslunun-
um um 5% til 50%. Ýmsir A--
Þjóðverjar töldu þá, að þessari
stefnu yrði haldið áfram, uns
verð skammtaðarar vöru og
vöru í frjálsu verslununum
5'rði eitt og sama.
• •
LAUN ÓBREYTT
SÍÐAN 1945
ÞAR eð laun í A.-Þýskalandi
hafa ekki hækkað síðan 1945,
hefir þorri neytenda ekki not
af lækkuðu verði frjálsu versl
ananna. Verkamennirnir geta
rjett veitt sjer vörurnar á því
verði, sem þær nú fást á, með-
an skömmtunin er í gildi. Því
gefur það auga leið, að þetta
sama fólk getur ekki keypt
eins mikið af vörum, er skömmt
unin hefir verið afnumin og
verðlag hefir hækkað. Því er
það skylda yfihvaldanna í A.-
Þýskalandi, að festa verðið
ekki of hátt, er vörurnar verða
gefnar frjálsar, því að það
mundi valda almennri hungurs
neyð um allt hernámssvæðið.
Á hinn bóginn má vara sig á
að hafa verðið of lágt, því að
af því mundi leiða biðhala. —•
Frh. á bls. 12.