Morgunblaðið - 29.08.1950, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. ágúst 1950.
M O K G l B L A fí i L
6
Tveir siðustu dagar Evrópumeistaramótsins
Að mestu samkvæmt
einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
BRÚSSEL, 26. ágúst: — Áhorf-
endur voru um 72 þús. á Heysel-
leikvangunum, eða eins margir
Og þar geta rúmast, í dag, mest-
megnis til þess að sjá einvígið í
5000 m. hlaupi milli Belgíumanns
Ins Reiff, sem er Ólympíumeist-
ari í þeirri grein 1948, og Tjekk-
ans Emil Zatopek.
Zatopek ósigrandi
Það var heldur enginn fyrir
yonbrigðum með harða og
ekemmtilega keppni, þótt úrslitin
yrðu önnur en tugþúsundirnar á
Heysel-vellinum óskuðu. — Reiff
tók strax forystuna, en eftir einn
km. var Zatopek kominn í fyrsta
sæti, og fyrstu 1500 metrana
hljóp hann á 4.12,0 mín. Þegar
hjer var komið fóru þeir Zato-
pek og Reiff að draga fram úr
hinum, Zatopek á undan, en_Reiff
íast á eftir. Reiff hljóp svo fram
í fyrsta sæti eftir 2400 m. og var
'enn fyrstur eftir 3000 m., sem
hann hljóð á 8.27,2 mín. Um 200
m .síðar hafði svo Zatopek aftur
tekið forystuna- Þegar klukkan
hringdi (400 m. eftir) hlaupa
|>eir hlið við hlið, en þá allt í
einu tekur Zatopek á sprett. —
Hann var kominn 10 — 20 — 30
— .50 m. fram úr Reiff áður en
menn höfðu verulega áttað sig,
á, hvað um var að vera, og í
markinu var hann um 100 m. á
imdan Belganum, sem var alveg
„búinn“. Reiff hafði tapað í bar-
áttunni um Evrópumeistaratitil-
inn, en þá hófst önnur barátta,
Vm 2. sætið. Hinn lágvaxni
franski hláupari Mimoun sá hve
þreyttur Reiff var orðinn. Hann
eygði möguleikann á öðru sæt-
inu og tók 100 m. sprett líkast
því að um spretthlaupara væri
að ræða. Á marklínunni skaust 1
hann fram úr hinum örmagna
Belgíumanni. — Tími Zatopeks,
14.03,0 mín., er besti tími, sem
íiáðst hefur á EM í þessu hlaupi.
»
fslendingarnir
íslendingarnir komu enn
i mjög við sögu. í dag fengu
þeir annan Evrópumeistara
| sinn á þessu móti. Torfi Bryn-
! geirsson, sem komist hafði í
| úrslitakeppnina bæði í stang-
1 arstökki og langstökki, sleppti
stangarstökkinu, sem fór
fram rjett á undan langstökk-
inu, þar sem möguleikar hans
voru álitnir meiri í langstökk- J*
inu. Torfi náði fyrsta sæti og
varð annar Evrópumeistarinn,
sem fslendingar fengu á þessu
móti. Hann stökk 7,32 m. og
bætti fyrra ^ íslandsmet sitt
um 8 cm. — Ásmúndur Bjarna
son stóð sig einnig mjög vel í
undanúrslitum 200 m. hlaups-
ins. Hann varð þriðji í sínum
riðli á 21,9 sek. og komst því
í úrslitin. Næstur á eftir Ás-
mundi var enginn annar en
! rússneski meistarinn Soukhar
ev, sem er einn besti sprett-
hlaupari álfunnar. — Jóel Sig-
I urðssyni gekk ekki eins vel í
' spjótkastinu. Hann var 12. í
röðinni með 57,87 m.
Boysen ,,sprengdi sig“ í 800 m.
í úrslitum 800 m. hlaupsins, þar
sem níu bestu menn álfunnar á
jþeirri vegalengd reyndu með
gjer, tók Norðmaðurinn Boysen
þegar foryptuna með mjög mikl-
Mm byrjunarhraða. Eftir 200 m.
yar hann kominn um 10 m. á und-
an næstu mönnum, Svíunum
Bengtsson og Lindén. En á síðari
hringnum fór hann að gefa eftir.
Hraðinn hafði verið meiri en
hann þoldi. Útlit var nú helst
lyrir, að Bengtsson og Bretinn
Bannister berðust um fyrsta sæt-
5ð, en á endasprettinum kom ann
gr Breti, Parlett, til sögunnar. —
íslendingar fá annan Evrópameist-
ara á mótinu í Brássel
Hann fór fram úr þeim báðum
og Frakkinn Hansenne fylgdi á
eftir. Urðu þeir nr. 1 og 2. — Tími
Parletts er sá besti, sem náðst
hefur á EM í þessari grein.
Aðrar greinar
Svíinn Ragnar Lundberg vann
stangarstökkið, eins og búist var
við. Hann var þó hætt kominn.
Hann hafði tvisvar fellt 4,25 m.
áður en hann komst þá hæð. —
Finninn Oleníus fór þá hæð aft-
ur á móti í fyrsta stökki. Lund-
berg varð því að ná næstu hæð,
4,30 m., til þess að verða meist-
ari. Það tókst í annari tilraun, en
Oienius felldi. Lundberg reyndi,
næst við 4,42 m., nýtt Evrópumet,
en tókst ekki að fara yfir. — ít-
alarnir Consolini og Tosi urðu í
l. og 2. sæti í kringlukasti eins
og á síðasta EM og einnig síðustu
Ólympíuleikum. — Það vakti
athygli, að sænski meistarinn
Rune Larsson komst ekki í úr-
slit í 400 m. grindahlgupi.
Kvennagreinar
Keppt var til úrslita í dag í 80
m. grindahlaupi kvenna og há-
stökki kvenna. Blankers-Koen
átti auðvelt með að vinna 80 m.,
en hástökkið vann breska stúlk-
an Alexander.
★
BRÚSSEL, 27. ágúst: — Síðasta
dag Evrópumeistaramótsins var
sólskin og blíða eins og raunar
alla hina dagana að þeim fyrsta
undanteknum, Keppt var í dag
til úrslita í 11 greinum.
íslendingarnir
íslendingar voru með í úr-
slitum í tveimur greinum, ÁS-
mundur Bjarnason í 200 m,
hlaupi og boðhlaupssveitin í
4x100 m. hlaupi. Ásmundur
varð 5. í 200 m. úrslitunum á
22,1 sejt. eftir mjög harða og
jafna keppni, Þriðji maður var
t.d. á sama tíma og Ásmundur.
— Boðhlaupssveitin varð
einnig í 5. sæti og tími henn-
ar var sá sami og 3. og 4. sveit
ar, 41,9 sek. -- Fyrst var tíi-
kynnt að ísland hefði orðið
sjötta á 43,2, en það var
ítalska sveitin.
Sænskur „harm’eikur“ í 1500 m.
1500 m. hlaupið var ein
skemmtilegasta greinin í dag, en
þó að nokkru leyti sænskui
„harmléikur“. Þetta hefur verið
„Þjóðaríþróttagrein“ Svja. —
Fyrrverandi Evrópumeistari og
heimsmethafi, Lennart Strand,
hætti eftir einn hring og hinn
Svíinn, . Ingvar Ericson, komst
ekki í 6 manna úrslit. — Bretinn
Nankeville tók forystuna fyrsta
hringinn, en Finninn Taipala og
Hollendingurinn Slijkhuis voru
næstir honum. Finninn leysti
Bretann af 'hólrni annan hring-
inn, en Nankeville og Frakkarnir
E1 Mabrouk og Vernier fylgdu
honum fast eftir. Þannig var röð-
in er klukkan hringdi (hringur
eftir). Þá tók Svíinn Ingvar'Eric-
son forystuna og hjelt henni
þar til 200 m. 'voru eftir. Þá var
röðin enn komin að Nankeville.
Hann er orðinn fyrstur með Ma-
brouk og Slijkhuis á hælum sjer.
Það er sýnilegt að baráttan stend-
ur á milli þesara þriggja- Nanke-
ville var enn fyrstur er 50 m. eru
eftir, en þá fór Frakkinn fram
úr honum. Rjett á eftir þaut svo
Slijkhuis fram og sleit marksnúr
una, sem öruggur sigurvegari. —
Tími Hollendingsins, 3.47,2 min.,
er sá besti, sem náðst hefur á EM
i þessari grein.
Strandli Evrópumeistari
í sleggjukasti
Norðmaðurinn Sverre Strand-
lie varð Evrópumeistari i sleggju
kasti, kastaði 55,71, en næstur
honum kom ítalinn Taddia. Rúss-
inn Nanaki, sem margir álitu lík-
legastan til sigurs, var í 5. sæti.
HJER sjest Baudouin prins óska rússnesku stúlkunni Anna
Andrejeva til hamingju með sigurinn í kúluvarpi kvenna, en
hún varð fyrsti Evrópumeistarinn að þessu sinni. í miðjunni
sjest Burghley lávarður, formaður Alþjóða frjálsíþróttasam-
bandsins. —
íslenska sveitin, sem varð 5. í
4x100 m. boðhlaupi. í henni
voru: Ásmundur, Guðmundur,
Finnbjörn og Haukur.
Aðrar greinar
ítalinn Filiput vann 400 m.
grindahlaupið á 51,9 sek., sem er
besti tími, sem þessi vegalengd
hefur verið hlaupin á á EM. —
Bretinn Shenton vann 200 m.
hlaupið á 21,5 sek. og Bretinn
Patterson hástökkið. Finninn
Hyytianen vann spjótkastið eftir
mjög tvísýna keppni við Svíann
Berglund. Tjekkinn Roudny vann
3000 m. hindfunarhlaup óvænt,
~en Sviarnir, sem álitnir voru lík-
legastir til sigurs voru í 7. og 8.
sæti. Bretland vann 4x400 m. boð
hlaupið, en Rússland 4x100 m.
Blankers-Koen enn
Blankers-Koen vann 200 m.
hlaup kvenna auðveldlega í dag.
Á þessu móti ljek hún sama leik-
inn og á Ólympíuleikunum. Varð
fyrst í þrem greinum. Hún hefur
unið sjer ódauðlegt nafn í íþrótta
heirninum. — Bretland vann 4x
100 m. boðhlaup kvenna.
ÚRSLIT Á LAUGARDAG
800 metra hlaup. Úrslit: —
Evrópumeistari J. Parlett, 1:50,5
mín., 2. Hansenne, Frakklandi,
1:50,7 mín., 3 .R. Bannister, Bret
landi 1:50,7 mín., 4. Bengtsson,
Svíþjóð, 1:51,2 min., 5. A. Boy-
sen, Noregi, 1:51,4 mín., 6. M.
Clair, Frakklandi, 1:51,6 mín. —
80 m. grindahlaup kvenna. —
Úrslit: — Evrópunieistari Fanny
Blankers Koen, Hollandi, 11,1
sek., 2. M. Dyson, Bretlandi, 11,6
sek., 3. M. Ostermayer, Frakk-
landi, 11,7 sek., 4. A. Iakoush-
keva, USSR, 11,7 sek., 5. J. Des-
forges, Bretlandi, 11,8 sek., 6.
E. Gokieli, USSR, 11,8 sek.
400 m. grindahlaup, (undan-
úrslit). — 1. riðill: 1. H. Wittle,
Bretlandi, 53,1 sek., 2. J. Litouev,
USSR, 53,1 sek., 3. O. Missoni,
Italíu, 53,6 sek., 4. R. Larsson,
53,6 sek., 5. Y. Cros, Frakklandi,
54.5 sek., 6. Johannessen, Dan-
mörku,, 54,5 sek. .— 2. riðiil. 1.
R. Filipus, Ítalíu, 52,0 sek., 2. G.
Elloy, Frakklandi, 53,2 sek., 3.
L. Ylander, Svíþjóð, 53,3 sek., 4.
T. Lounjev, USSR, 53,4 sek., 5.
A. Scott, Bretlandi, 53,7 sek., 6.
M. Cits, Belgíu, 54,0 sek. — Þrír
fyrstu menn í hvorum riðli
keppa til úrslita.
! 200 m. hiaup (undanúrslit). —
T. riðiIL 1. B. Shenton, Bretlandi
21.5 sek., 2. Y. Camus, Frakk-
landi, 21,7 sek., 3. Ásmundur
Bjarnason, íslandi, 21,9 sek., 4.
V. Soukharev, USSR, 21,9 sek., 5.
M. Colarossi, Ítalíu, 22,0, 6. W.
Buergisser, Sviss, 22,6 sek. — 2.
riðill: 1. E. Bally, Frakklandi,,
21,9 sek., 2. A. Moretti Ítalíu, 21,9
sek., 3. J. Lammers, Hollandi,
22,0 sek., 4. L. Banadze, USSR,
22,0 sek., 5. P. Pecelj, Júgóslav-
ía, 22,0 . sek., 6. S. Daníelsson,
Svíþjóð, 22,1 sek. — Þrír fyrstu'
menn í hvorum riðli keppa til
úrslita.
Kringlurkast. Úrslit: Evrópu-
mestari, A. Consolini, Ítalíu,
53,75 m., 2. G. Tosi, Ítalíu, 52,31,
3. V. Partanen, Finnlandi, 43,69
m., 4. Johsen, Noregi, 48,55 m.,
5. A. Hallberg, Sviþjóð, 47,37 m.,
6. Normuth, Tjekkóslóvakíu,
46,17 m.
Stangarstökk. Úrslit: Evrópu-
meistari Lundberg, Svíþjóð,
4,30 m., 2. Olenius, Finnlandi,
4,25 m., 3. Piironen, Finnlandi,
4,25 m., 4. Sillon, Frakklandi,
4,10 m., 5. Kaas, Noregi, 4,10 m.,
6. Schaurer, Sviss, 4,00 m.
5000 m. hlaup. Úrslit: Evrópu-
meistari, E. Zatopek, Tjekkósló-
vakíu, 14:03 mín., 2. Mimoun,
Frakklandi, 14:26,0 mín., 3. G.
Reiff, Belgía, 14:26,2 mín., 4.
V. Mekala, Finnlandi, 14:30,9
5. H. Posti, Finnlandi, 14:40,&
mín., 6. L. Theys, Belgíu, 14:42,0
sek.
Hástökk kvenna. Úrslít: — Ev-
rópumeistari S. Alexander, Bret
landi, 1.63 m., 2. D. Tyler, Bret-
landi, 1.63 m., 3. G. Ganeker,
USSR, 1,63 m., 4. A. Knudsen,
Danmörku, 1,60 m., 5. B. Crowt-
her, Bretlandi, 1,55 m., 6. A.
Colchen, Frakklandi, 1,50 m.
4x400 m. boðhlaup, (undanur-
slit). — 1. riðill: 1. Svíþjóð 3:17,4
mín., 2. Bretland, 3:17,4 mín., 3.
USSR, 3:18,6 mín., 4. Belgiu
3:19,4 mín. — 2. riðill: 1. Ítalía,
3:15^2 mín., 2. Finnland 3:16,4
mín., 3. Frakkland, 3:16,8 mín.,
4. Júgóslavía, 3:19,2 mín., 5. Hol
land 3:19,4 mín. — Þrjár fyrstu
sveitir keppa til úrslita.
200 m. hlaup kvenna (undan-
rásir): — 1. riðill: F. Blankeis
Koen, Hollandi, 24,5 sek., 2. Z.
Doukhovitch, USSR, 25,2 sek. —*
2. riðill: 1. D. Hall, Bretlandi, 24,8
sek., 2. S. Malshina, US6R, 25,0
sek. — 3. riðill: 1. Setchenova,
USSR, 25,0 sek., 2. P. Brouwer,
Hollandi, 25,1 sek. — Tvær
fyrstu í hverjum riðli keppa til
úrslita.
Langstökk. Úrslit: — Evrópu-
meistari, Torfi Bryngeirsson, ís-
landi 7,32 m., 2. Wessels, Hollandj
7,22 m., 3. Finejz, Tjekkóslóvak-
ía, 7,20 m., 4. Dais, Portúgal, 7,00
m., 5. Nielsen, Noregi, 6,96 m., 6.
Hammer, Luxembourg, 6,92 m.
Úrslit á sunnudag:
400 m. grindahlaup. Úrslit: —•
Evrópumeistari A. Filiput, ítal-
íu, 51,9 sek., 2. J. Litouev, USSR,
52,4 sek., 3. H. Whittle, Bret-
landi, 52,7 sek., 4. O. Missoni,
Ítalíu, 53,6 sek., 5. L. Ylander,
Svíþjóð, 53,9 sek., 6. G. Elloj*
F'rakklandi, 54,3 sek.
200 m. hlaup kvenna. Úrslit: —
Evrópumeistari, Fanny Blank-
ers Koen, 24,0 sek., 2. E. Setche-
nova, USSR, 24,8 sek., 3. D. Hall,
Bretlandi, 25,0 sek,. 4. S. Mals-
hina, USSR, 25,0 sek., 5. P.
Brouwer, Hollandi, 25,0 sek., 6.
Z. Doukhovitch, USSR. 25,5 sek.
200 m. hlaup karla. Úrslit: —
Evrópumeistari B. Shenton, Bret
landi, 21,5 sek., 2. E. Bally, Fraklc
landi, 21,8 sek., 3. J. Lammers.
Hollandi, 22,1 sek., 4. A. Moretti,
Ítalíu, 22,1 sek., 5. Ásmundur
Bjarnason, íslandi, 22,1 sek., 6-
Y. Camus, Frakklandi, 22,2 sek.
1500 m. hlaup. Úrslit: — Ev-
rópumeistari, W. Slijkhuis, Hól-
landi, 3:47,2 mín., 2. E1 Mabrouk,
Frakklandi, 3:47,8 sek., 3. B.
Nankeville, Bretlandi, 3:48,0, 4.
I. Taipale, Finnlandi, 3:50,4 mín.,
5. L. Eyre, Bretlandi, 3:51,0 mín.,
6. Cevona, Tjekkóslóvakíu 3:51,4
mín.
Framh. á bls. 6. ^