Morgunblaðið - 29.08.1950, Síða 6

Morgunblaðið - 29.08.1950, Síða 6
6 MORGLNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. ágúst 1950. Freðfisksalan til Ameríku Greinargerð frá Sölumiðstöð hraðfrptihúsanna Björgvin R. Jóhannesson Inngangur: DAGBLÖÐIN í Reykjavík hafa mikið skrifað í sumar um hrað- frysta fiskinn, framleiðslu hans og sölu. Skrif þessi byrjuðu þeg- ar sjerfræðingar frá Bandaríkj- unum —• Cooley og fjelagar — komu hingað, náðu hámarki sínu eftir að skýrsla þeirra barst, og hefir svo síðan birtst í einstöku blöðum greinar um þessi mál. Sumt af þessum skrifum hafa verið byggð á skilningsleysi og röngum upplýsingum. Hefir þetta gengið svo langt, að dagblaðið Tíminn hefir nú þessa dagana verið að skrifa um sölu á hrað- frystum fiski til Bandaríkjanna. Byggir blaðið skrif sín á orð- rómi, slúðursögum, sem ekkert á skylt við sannleikann. Verður síðar í þessari grein vikið að þessum sjerstæðu skrifum Tím- ans. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna vill því nú koma með stuttar at- hugasemdir í sambandi við þau skrif, sem fram hafa komið varð- andi íslenska hraðfrysta fiskinn. Á aðalfundi S. H. í júní 1949, var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórn S. H. leitaði fyrir sjer um tæknilega aðstoð fyrir hrað- frystihúsin. Skömmu eftir fund- inn fjekk S. H. upplýsingar frá Viðskiptamálaráðuneytinu, að sennilega væri hægt að fá slíka aðstoð gegnum Marshallhjálpina. Var það svo rannsakað, samið um greiðslu frá hraðfrystihúseig endum, sjerfræðingar valdir af Marshallhjálpinni og hr. Cooley kom svo til íslands þann 7. apríl þ. á. — Cooley og fjclagar Höfuðtilgangur komu þeirra fjelaga var, að gefa ráðleggingu um lækkun á framleiðslukostn- aði ásamt lagfæringum á fram- leiðsluaðferðum. í skýrslu Coo- ley er lítið komið inn á þessi mál, en hinsvegar mest rætt um meðferð á fiskinum, pökkun og sölu á honum aðeins til Banda- ríkjanna. Það má að sjálfsögðu segja ýmislegt um meðferð á fiskinum og vinnslu á honum, ýmsu er á- bótavant, því miður. Hjer er um mikla erfiðleika að ræða, sem framleiðendur reyna eftir bestu getu að bæta úr. Ýms tæki eða efni í þau eru ill-fáanleg. En það þýðingarmesta í sambandi við vöruvöndun er fólkið, sem vinn ur verkið. Við íslendingar erum mjög nýlega farnir að framleiða neytenda-vöru til útflutnings, svo nokkru nemur, og erum við ekki ennþá búnir að fá þá æf- ingu, reynslu og nákvæmni í framleiðslu neytendavara, sem aðrar þjóðir hafa, og á það við flestar greinar íslenska iðnaðar- ins. Hreinlæti er að sjálfsögðu höf- uðskilyrði við framleiðslu mat- væla, og gerir Cooley rjettilega athugasemd við það. Það eru margar sagnir og skrif til um hreinlæti ísiendinga. Hjer þarf breytingar á eðli og hugsunar- hætti fólksins yfirleitt. Cooley talar um skipulagsleysi, of mörg frystihús og fleira, sumt af þessu er sjálfsagt rjett, en þjóðfjelagsmálin eru nú einu sinni svona hjá okkur. Það eru óteljandi dæmi um skipulags- leysi á hinum ýmsu sviðum at- hafnalífsins, sem meðal annars hafa skapast af stjórnmálaíeg- um aðstæðum. Af skrifum blaðanna má skilja að Cooley hafi fyrstur manna uppgötvað það, að hægt væri að selja karfa, lúðu og fleiri fisk- tegundir til Bandaríkjanna. — Framleiðendur hjer hafa vitað um þetta allt fyrir löngu síðan, en það hefir ekki til skamms tíma verið hægt að nýta þessa möguleika fyrir þennan rnark- að, en þeir hafa verið nýttir eins og hægt hefir verið fyrir aðra markaði. Mikið af þeirri gagnrýni, sem fram kemur í skýrslu Cooley er rjettmætt, en hún á ekki aðeins leið til fiskframleiðenda, heldur engu síður til allrar þjóðarinnar. Til þess að framleiðsla okkar, hver sem hún kann að vera, kom ist í fullkomið lag, þarf margt að breytast, og er það oft alls ekki á valdi framleiðenda sjálfra að koma þeim breytingum í framkvæmd. Koma Cooley og hans manna er að mörgu leyti merkileg, og er það von okkar, að hún geti borið góðan árangur. Hinsvegar verður að taka fullt tillit til þess að gagnrýni, sem fram kemur í skýrslu Cooley er byggð fyrst og fremst á því versta sem fyrir augu þeirra fjelaga bar hjá ein- stökum frystihúsum og fiskverk- unarstöðvum af þeim _ fjölda stöðva sem þeir skoðuðu, — Af þessum ástæðum er *því ekki rjett að heimfæra umrædda gagn rýni yfir á allan fiskiðnaðinn, eins og dagblöðin virðast hafa gert. Jafnframt verður einnig að taka tillit til þass, að hjer er um álit aðeins eins aðila að ræða, sem ekki þekkir inn á íslenska staðhætti og. hugsunarhátt. — Skýrsla Cooley verður því að skoðast í ljósi ofannefndra stað- reynda. Dagblaðið Tíminn í þessu dagblaði birtist grein þann 16. ágúst með fyrirsögninni „Hefir verið spillt fyrir ísl. fisk- inum í Bandaríkjunum". Segir orðrjett í byrjun grein- arinnar: „Um þessar mundir gengur sá orðrómur hjer í bænum, að mjög alvarleg mistök hafi átt sjer stað í sambandi við sölu hrað- frysta fisksins til Bandaríkjanna. Erfitt er þó að henda reiður á því, hvað rjett er hermt í þess- um efnum, enda venjan sú, að reyna að þagga niður, ef áhrifa mönnum verður eitthvað á“. í sama dagblaði 22. ágúst kem ur ný grein með fyrirsögninni: „Sölumiðstöðin og fisksalan til Bandaríkjanna". — Segir þar einnig orðrjett: „Sú þögn, sem er þannig um þetta mál á hærri stöðum, virð- ist gefa til kynna, að umræddur orðrómur hafi við allt of mikil rök að styðjast“. Það gegnir furðu að ábyrgt stjórnmálablað skuli skrifa grein- ar um mál, sem varðar mjög hag íslensku þjóðarinnar, og byggt heimildir sínar á orðrómi eða gróusögum. Ekki nóg með það, heldur þykist blaðið vera búið að fá sannanir fyrir þessum orð- rómi vegna þess að ekkert hefir heyrst frá hærri stöðum um málið. S. H. hefir ekki til þessa sjeð ástæðu til þess að eltast við gróusögur eða skrif um slík efni, þó sjáum við okkur til- neydda til þess að svara hinum furðulegu dylgjum, sem voru birtar í Tímanum 22. ágúst og hjer voru tilgreind að framan. Samkvæmt skrifum Tímans er Sölumiðstöðin að leika sjer að því, með stórkostlegum vöru- svikum, að gjöreyðileggja mark- aðinn í Bandaríkjunum fyrir framleiðslu fjelagsmanna sinna. Hver maður sjer, hvílík fjar- stæða þetta er. S. H. er ekki kunnugt um, að sendur hafi verið ljelegur fiskur til Bandaríkjanna. Heldur ekki vitum við um versn- andi sölumöguleika og lækkandi verð á íslenska fiskinum í Banda ríkjunum. Hinsvegar er nú á leið inni til New York yfir 1000 smá- lestir af fiskflökum og verðið er hækkandi. Okkur hefir nýlega borist brjef frá skrifstofu okkar í New York þar sem hún bið- ur um 8000 smálestir af fiskflök- um til 1. júlí 1951. Sýnir þetta glögglega hve orðrómur Tímans er gripinn úr lausu lofti. Það er rjett hjá Tímanum, að það hefir verið sendur til Banda ríkjanna fiskur, sem ekki var Frh. á bls. 12- „LEIRSMIÐAMUNIR" ALÞÝÐUBLAÐSINS Leiðrjetting á missögn Fæddur 5. mars 1896. Dáinn 21. ágúst 1950. Nú hjeðan burtu horfinn ertu, þjer heimur opnast bjartur — nýr. Blessaður’ alltaf, vinur, vertu, sem varst svo trúr og hjartahlýr. Þú varst sífellt söngvaglaður, hver söngvavinur þetta fann. Þú varst ei gæfu — en gæðamaður, sem gieðja vildi sjerhvern mann. Þú varst alla æfi snauður, eins og margan hendir hjer. En þinn var mikill andans auður, það allir vissu er kynntust þjer. Þú áttir nóg af afli og þreki, við átök hörð ei gekkstu á svig, og það var eins og alltaf ljeki andblær hress í kring um þig. Nú ert þú, Björgvin, ekki lengur. Þú ert að kanna nýjan stíg. Jeg kveð þig góði, dáða drengur. Drottinn hæða blessi þig. Ásg. Jónsson. Framh. af bls 5. Hástökk karla. Úrslit: — Ev- rópumeistari, Patterson, Bret- landi, 1,96 m„ 2. Ahman, Svíþjóð 1,93 m., 3. Damitio, Frakklandi, l, 93 m., 4. H. Wahli, Sviss, 1,90 m„ 5. G. Svensson, Svíþjóð, 1,90 m. , 6. G. Benard, Frakkland, 1,90 metrar. Sleggjukast. Úrslit: — Evrópu meistari . _S- Strandlie, Noregi, 55,71 m„, 2. T. Taddia, Ítalíu, 54,73 m„ 3. Dadak, USSR, 53,64 m„ 4. I. Gubijan, Júgóslavíu, 53,44 m„ 5. A. Nanaki, USSR, 53,09 m„ 6. D. Clark, Bretlandi, 52,83 m. 3000 m. hindrunarhlaup. Úrslit: Evrópumeistari, Roudny, Tjekkó slóvakíu, 9:05,4 mín„ 2. P. Sege- din, Júgóslavía, 9:07,4 mín„ 3. E. Blomster, Finnlandi, 9:08,8 mín„ 4. M. Stokken, Noregi, 9:13,0 sek„ 5. A. Guyodo, Frakk- landi, 9:17,4 mín„ 6. A. Schoon- jans, Belgíu, 9:18,6 mín. 4x100 m. boðhlaup kvenna. — Úrslit: — Evrópumeistari: Bret- land, 47,4 sek„ 2. Holland, 47,4 sek„ 3. Rússland, 47,5 sek„ 4. Frakkland, 48,5 sek„ 5. ítalía, 48,7 sek., 6. Júgóslavía, 49,8 sek. 4x400 m. boðhlaup. Úrslit: — Evrópumeistari: Bretlánd, 3,10,2 mín„ 2. Ítalía, 3.11,0 mín„ 3. Svíþjóð, 3.11,6 mín„ 4. Frakk- land, 3.11,6 mín„ 5. Rússland, 3.15,4 mín. og 6. Finnland, 3.16,6 mín. 4x100 m. boðhlaup karla. Úr- slit: Evrópumeistari: Rússland, 41,5 sek„ 2. Frakkland, 41,8 sek„ 3. Svíþjóð, 41,9 sek„ 4. Bretland, 41,9 sek., 5. Island, 41,9 sek., 6. Ítalía, 43,2 sek. Spjótkast. Úrslit: — Evrópu- meistari: T. Hyytianen, Finn- landi, 71,26 m„ 2. P. Berglund, Svíþjóð, 70,06 m„ 3. R. Eriksson, Svíþjóð, 69,82 m„ 4. M. Vujacic, Ítalíu, 66,84 m„ 5. T. Rautavaara, Finnlandi, 66,20 m„ 6. A. Matt- euci, Ítalíu, 64.99. JEG er að mestu hættur að kippa mjer upp við það þó að blöð segi ýmsar skrítnar og af- bakaðar sögur af störfum fjár- hagsráðs. Það er nú einu sinni þeirra sport. En 1 Alþýðublaðinu á laug- ardaginn (26. ág.), er grein um þessi efni, _sem varla má vera óleiðrjett, svo fjarstæð er hún og illgirnisleg. Blaðið lítur á Hagtíðindi og býr til feitletraða fyrirssögn: „eirsmíðamunir fluttir inn fyrir 119 þús. kr. í júní, en sement fyrir aðeins 55 þús.“ Þessu veltir svo blaðið fyrir sjer á ýmsa vegu og segir m. a.: „Menn geta svo velt því fyrir sjer, hvort innflutningsyfir völdunum sýnist það heppi- legra, að flytja inn sement að eins fyrir 55 þús. krónur a mánuði, en leirsmíðamuni - það er skrautskálar, vasa og annað þess háttar dót — fyrir 119 þúsund krónur“. Það er þá fyrst að athuga, sem hver blaðamaður ætti að vita, að hjer er verið að byggja á skýrslu Hagtíðinda það sem hæpið er að gera. Innflutnings skýrslur Hagstofunnar eru byggðar á tilkynningum um tollafgreiðslu, og því alveg ó- víst, að það sement t.d., sem hjer er talið, hafi verið flutt inn í júní. Þetta getur vel verið sement, sem fluttist inn mikið fyrr, en júnísementið kemst ef til vill ekki á skýrslu fyrr en í ágúst eða september. Hefði því verið nær sanni að bera saman til dæmis innflutning þessara tveggja vara jan.-júní. Þá hefði blaðið sjeð, að sement hefur verið flutt inn (eftir þessum skýrslum, þ.e. tollafgreitt og tilkynnt) fyrir 2,379,000 krón- ur, en „leirsmíðarnar“ fyrir 763,000 krónur, svo að heldur hefði blaðinu orðið hægara um andardráttinn. En samt er engin furða þó bæði því og öðrum hefði blöskr- að, að sjá, að „skrautskálar“, vasar og annað þess konar dót“, hefði verið flutt inn á 6 fyrstu mánuðum ársins fyrir 763,000 krónur og krossað sig yfir þeim innflutningsyfirvöldum, sem leyfðu „skran og skrautmuni“ fyrir þessa upphæð. Hjer er líka, eins og vita má, allt annað á ferð og þetta allt byggt á fávisku hjá blaðinu. Ekki þarf annað en líta í versl- unarskýrslur til þess að sjá, að „leirsmíðamunir“ þessir eru allt annað en Alþýðublaðið heldur. Undir þennan lið heyra t.d. múrsteinar, þaksteinar og leir- vörur, allur borðbúnaður úr leir, þ.e. venjulegt „leirtau“, allur borðbúnaður úr postulíni, allar gólf- og veggflögur, sal- erni, hreinlætistæki o. m. fl. Þessi innflutningur er því ekkert annað en brýnustu lífs- þarfir, m.a. einmitt vegna sömu húsanna, sem Alþýðublaðið þykist bera svo mjög fyrir brjósti. Eða heldur það, að hús sjeu reist úr eintómu sementi? Um samanburðinn á sementi og tóbaki og vangaveltur Al- þýðublaðsins út af heimsku inn- flutningsyfirvaldanna að láta tóbak flytjast inn svo ríflega, sem raun er á, er best fyrir blað ið, að snúa sjer til Alþingis og fjármálaráðuneytisins, en ekki fjárhagsráðs. Blaðinu hlýtur að vera það kunnugt, að tekjur rík isins eru að verulegu leyti byggðar á innflutningi einka- söluvaranna, víns og tóbaks. — Þar er því ekki um neitt að velja fyrir innflutningsyfirvöld in. Ef hindra ætti þennan inn- flutning yrði að endurskoða til grunna skattakerfi landsins. Og skyldi ekki einhversstaðar heyr ast hljóð úr horni um það bil, sem innheimtir væru þeir tugir milljóna króna, sem nú renna í ríkissjóð frá þessum vörum. En hvað sem um það er, þá ætti hver að mega segja sjer það sjálfur, að meðan ríkissjóður tekur framt að % af tekjum sín um af víni og tóbaki, þá sjeu það ekki innflutningsyfirvöld- in ein, eða jafnvel alls ekki þau, sem þar eru að verki, þótt inn sje flutt eftir því, sem jaessar vörur ganga út. Magnús Jónsson. í Klukkan I 6. | Auglýsingar, Bern birtast eiga í | sunnudagsblaði I í sumar, þurfa aS vera komnar fyrir jklukkan 6 | d föstudögum. Ungur, reglusamur maður ósk- ar eftir einhverskonar atvinnu Er vanur flestum störfum. Hef ur bilpróf. Gæti tekið að sjer að sjá um lítið bú við bæinn. #T-ítil ibúð þarf að fylgja. Uppl. í sima 1066. MMiinNiiMutHMfit'KiKtsiintmmni Einhleypur eldri maður í fastri atvinnu, óskar eftir Herbergi um næstu mánaðarmót, helst i Norðurmýri eða Rauðarárholti. Tilboð merkt „Norðurmýri —- 797“ sendist afgr. Mbl. fyrir 1. sept. iiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiit | I Utsaumur Þær dömur, sem pantað höfðu framhaldskennslu í út- saum nú í haust, eru beðnar að hringja í síma 5159 í dag, eða mæta til viðtals á Langholts- veg 89. Ástrún Valdimarsdóttir, GuSný Hdgadóttir. ^æfuraksfHrssimS B.S.R, er 1?2Ö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.