Morgunblaðið - 29.08.1950, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.08.1950, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. ágúst 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á níánuði, innanlands. í lausasöli/60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. íslendingarnir í Briissel ISLENDINGAR hafa fylgst af ánægju með löndum sínum í Brussel, íþróttamönnunum tíu, sem kepptu þar á Evrópu- meistaramótinu í frjálsíþróttum. Frjettirnar, sem hingað hafa borist, hafa verið okkur kærkomnar. Þessi fámenni hópur íþróttamanna hefir staðið sig margfalt betur, en með nokkurri sanngirni var hægt af honum að vænta. Á stórmóti sem þessu er ekki búist við miklu af kepp- endum fámennustu þjóðanna, þar sem úrvalið hlýtur að vera lítið. En á þessu móti er vafamál að keppendum nokkurrar þjóðar hafi í rauninn^verið veitt meiri athygli en einmitt þeirrar fámennustu. ísland, smáeyja lengst norð- ur í Atlandshafi, sendi á þetta mót harðsnúinn flokk æsku- manna, sem hvað eftir annað vakti undrun áhorfenda á Heysel-leikvanginum í Brussel og útvarpsþulanna, sem á ólíkustu tungumálum skýrðu löndum sínum frá því, sem þar gerðist. íslendingar áttu menn í úrslitum í sjö íþróttagreinum, og þetta litla land fjekk tvo Evrópumeistara á meðan margra milljónaþjóðir urðu að láta sjer lynda að fá einn eða engan. Tvisvar sinnum stóð íslendingur á efsta verðlaunapallinum. Tvisvar var íslenski þjóðsöngurinn leikinn. Og þrisvar var íslenski fáninn dreginn að hún á verðlaunastöngum leik- vangsins í Brussel. Það fór ekki fram hjá neinum, að þetta litla land átti menn í úrslitum í 100, 200 og 400 m. hlaupi. í kúluvarpi þekktu margir Huseby, en að hann skyldi bæta hið stað- festa Evrópumet og vera rúmlega einum og hálfum metra á undan næsta manni, mun engum hafa dottið í hug. — Torfi Bryngeirsson kom öllum á óvart með sigri sínum í langstökki. Þar var öðrum en þessum reykvíska lögreglu- þjóni ætlaður sigur. Þá var íslandi og mjög veitt athygli í hinum umdeilda riðli 4x100 m. boðhlaupsins. í útvarps- sendingum og blöðum var mikið um hann rætt. Mátti oft heyra nafn íslands nefnt í frjettum á hinum annarlegustu tungumálum. Tvo daga beindist svo löks athyglin að miklu leyti að ungum íslendingi, Erni Clausen. Tugþraut er sú grein, sem mest mun fylgst með á hverju móti, ekki síst, þegar keppn- in er jafn tvísýn fram til síðustu stundar og hún var að þessu sinni. — Spurningin var: Tekst Frakkanum Heinrich að sigra íslendinginn? — Allt fram til síðustu stundar var það á huldu. í síðustu grein keppninnar, 1500 m. hlaupinu, tók Örn þegar forystuna albúinn þess að vinna upp stigin, sem Frakkinn hafði fram yfir hann. Þegar svo líða tók á hlaupið og aðal-keppinautur Arnar var kominn að hlið hans, vissi Örn að hann hafði ekki krafta til þess Þá rjetti Öm Frakkanum hendina og óskaði honum til ham- ingju með sigurinn. Hlið við hlið hlupu þeir svo í mark, en áhorfendur hylltu þá ákaft. — Skyldu Frakkar strax gleyma íslendingnum, sem hafði nær komið í'veg fyrir sigur þeirra í þessari sígildu íþróttagrein og lauk keppninni sem sönnum íþróttamanni sæmdi? Við erum hreyknir af íþróttamönnum okkar, og megum vera það. Framganga þeirra á þessu móti hefir verið landinu til mikils sóma. Sigurinn er fyrst og fremst þess. íþróttamennirnir hafa aftur á móti skorið upp laun sín. Launin fyrir þrotlausar æfingar og sjálfsafneitun, launin, sem hverjum sönnum íþróttamanni eru dýrmætari en allt annað: að halda svo hátt á lofti merki lands síns, að það veki athygli og aðdáun, að sigra fyrir land sitt í drengilegri keppni. Þessi afrek geta þó ekki stigið okkur til höfuðs. Þau verða aðeins hvatning til þess að halda áfram á sömu braut, hvatn- ing til enn frekari dáða. Iþróttamennirnir eru nú komnir undir alheimssmásjána. Hjer eftir verður reiknað með ís- landi. Það verður erfiðara fyrir íþróttamenn okkar að koma fram á næstu mótum, en við þurfum ekki að kvíða því, að þeir sjeu ekki vandanum vaxnir. Hingað til hafa þeir harðn- að við hverja raun. Við getum því vongóðir horft fram á leið. íþróttamennirnir geta verið þess fullvissir, að íslenska þjóðin þakkar þeim af heilum hug sigurinn í BrusseL ÚR DAGLEGA LÍFINU GLÆSILEG AFREK ALLIR tala um afrek íþróttakappanna okkar á Brusselmótinu. Það er líka óhætt að orða afrek okkar manna þar sem þeir hafa staðið sig með afbrigðum vel og raunar miklu betur, en þeir, sem kunnugastir voru íþróttamálum okkar þorðu að gera sjer vonir um, áður en lagt var af stað. Þetta eru glæsileg afrek. Það er ekki lítið fyrir fámennustu þjóðina að fá tvo Evrópu- meistara og raunar tvo og hálfan, svo litlu sem munaði, að Örn yrði fyrstur í tugþrautinni. • EIGA AÐ FÁ GÓÐAR MÓTXÖKUR ÞEGAR piltarnir koma heim, um næstu helgi, eigum við að taka á móti þeim með mikilli við- höfn og sýna þeim, að við kunnum að meta frammistöðu þeirra. Það er fátt, sem getur vak- ið athygli á menningu einnar smáþjóðar sem íþróttamenn, er skara fram úr. Ekki síst þegar þjóðin er fámenn, eins og íslendingar. Okkur er óhætt að fagna okkar afreksmönn- um af einlægni. Það ætti ekki að vera hætt á að þesir duglegu, ungu menn ofmiklist af sigr- um sínum. • FLEIRI OG FLEIRI AFREKSMENN EITT AF því gleðilegasta í þróun íþróttamál- anna hjá okkur undanfarin ár, er að stöðugt fjölgar þeim, sem ná sambærilegum árangri í hinum ýmsu greinum, við jafnaldra sína er- lendis. Lengi var, að svo, að íslendingar gátu ekki teflt fram nema einum óg tveimur mönnum ár- lega, sem gátu raunverulega mælt sig við bestu kappa erlendis. Þá fjell, eða stóð, þátttaka okkar með þess- um fáu mönnum. Nú er þetta að breytast, sem betur fer. Nú eigum við afreksmenn í fleiri í- þróttagreinum en áður og marga jafngóða í sum- um. Við þurfum því ekki lengur að byggja allar okkar vonir á fáeinum mönnum, sem geta for- fallast þegar á herðir. HÖLDUM ÁFRAM Á SÖMU BRAUT í RAUN og veru ætti það ekki að koma neinum á óvart, að íslenskir íþróttamenn standa jafn- fætis jafnöldrum sínum, eða skara fram úr á nokkrum sviðum. íslenskir æskumenn, sem nú eru að ná fullum þroska hafa búið við betri lífsskilyrði, en nokkur önnur kynslóð, sem lifað hefur í landinu. Tækifærin til íþróttaiðkana, æfinga og tilsögn fróðra manna er betri en nokkru sinni fyr. Þetta er gott og svona á það að vera. En ekki dygðu ytri aðstæður einar, ef ekki væri áhuginn fyrir hendi hjá æskumönn- unum að iðka íþróttir. — Á þeirri braut verðum við að halda okkur áfram, ekki ein- göngu vegna sigra á erlendum vettvangi, heldur til líkamsþjálfunar æskufólks okkar. • ÞOKURADDIR í ÚTVARPI TILVILJUN ein virðist ráða um það hjá ríkis- útvarpinu hverjum er falið að lesa frjettir og tilkynningar. Þegar frá eru skyldir 2—3 aðal- þulir, sem hafa hæfileika og æfingu í starfi sínu, þá má segja, að enginn þulur ríkisútvarps- ins sje starfi sínu vaxinn. Einn baular eins og þokulúður og er hrein hending, ef hægt er að greina orðaskil. Annar er skrækur eins og kría og á ekki betra með að gera sig skiljanlegan. — Það er engu líkara, en að stjórn útvarpsins hafi gjörsamlega gefist upp á að ráða til sín þolanlega þuli. • ÞVÍ EKKI KVENÞUL? TVEIR vinsælustu þulir Ríkisútvarpsins frá byrjun hafa verið kvenþulir, sem kunnugt er. Hvers vegna má ekki halda áfram á þeirri braut og ráða t.d. einn kvenþul að útvarpinu. Það er tilbreyting fyrir hlustendur að heyra fallega kyenrödd við og við. En hitt er fráleitt, að þótt ráðinn sje góður frjettamaður að frjettastofu útvarpsins þá geti hann um leið orðið þulur. Reynslan hefur sýnt að hæfileikar frjettamanns og þuls fara ekki nærri alltaf saman. Hlutsendur eru orðnir leiðir á að skilja ekki mennina, sem eru að segja þeim frá stórtíðind- um eða lesa merkilegar tilkynningar. Úrvalið beið lægri hlut iyrir Þjóðverjum Reykjavík (0) 0, Rínarlönd (1) 2 (Mohrs, Ahlbach) NORÐAN ROK kom alveg í veg fyrir að um verulega knattspyrnu yrði að ræða í leik Reykjavíkur- úrvalsins gegn Þjóðverjunum á laugardag. Forseti íslands, hr. Sveinn Björnsson, var viðstaddur leik- inn. Þrátt fyrir veðrið voru áhorf- endur um 3300, en heldur má gera ráð fyrir að þeim hafi ekki þótt mikið koma til þess, er fram fór, því að leikmenn áttu í tölu- verðum erfiðleikum með að hemja knöttinn. Þjóðverjarnir ljeku fyrst und- an, en tókst þó ekki að skora nema einu sinni fram að hljei og var miðframherjinn, Mohrs þar að verki. Enda þótt knött- urinn hjeldist lengst af á vallar- helmingi Reykjavíkurúrvalsins, var mark þess aldrei í verulegri hættu, því að flest upphlaup Þjóð verjanna runnu út í sandinn fyr- ír þá sök, að knöttuinn bar ætíð af leið og nákvæmni í samleik þar af leiðandi hverfandi lítill. Átti því vörn úrvalsins auðvelt með að grípa inn í leik Þjóðverj- anna. Ennfremur mátti litið út af bera svo að knötturinn ekki hafn- aði fyrir utan endamörk enda voru mark- og hornspyrnur tíð- ar fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikinn rjeð þýska liðið mun meir gangi leiksins en hið íslenska þann fyrri. Fram- herjarnir íslensku voru einstak- lega ósamtaka, Sveini tókst yfir- leitt ekki það, sem hann ætlaði sjer og var leikur hans frámuna- lega bragðdaufur, Halldór fjekk litlu áorkað þrátt fyrir eljuna, og Ríkarði hætti um of til að gleyma samherjunum. Þeim tókst því ekki illa að halda uppi skipu- lagðri sókn og halda knettinum „framrni". Ekki bætti úr skák er aukið kapp og fjör færðist í þýska liðið, er áhorfendur ljetu skyndilega í ljós ofsalega hrifn- ingu yfir afreki Torfa í Brussel. Innan stundar tókst Ahlbach, v. innherjanum, að skora með hárri sendingu, sem fór yfir Gunnar og inn í netið. Svo var einnig um fyrra markið og verða þau bæði að teljast klaufamörk, en háu skotin eru sannkallaður Achilles- ar-hæll Gunnars markvarðar. Reykjavík: Gunnar Símonar- son, Karl Guðmundsson, Helgi Eysteinsson, Sæmundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Gunnlaugur Lárusson, Hörður Óskarsson, Rík arður Jónsson, Sveinn Helgason, Halldór Halldórsson, Ellert Sölva son. Þýska liðið: Jahn, Schaffers, Gutendorf, Oden, Veightmann, Ahlbach, Warth. Dómari var Guðjón Einarsson. —S— Góð reknetaveiði hefur verið undan- farið REKNETAVEIÐI hjer við Faxa flóa hefir verið ágæt undanfar- ið, þó einna mest á laugardag s. 1. Þá vorú flestir bátar með 100 til 300 tunnur. M.b. Ingólf- ur hefir mesta veiði hjer í fló- anum, er hann búinn að fá um 2500 tunnur á fjórum mánuð- um. — Hlutur skipverja úr þess um afla mun vera nálega kr. 12,000. — Skipstjóri á m.b. Irigólfi er Bragi Björnsson, Sandgerði. Rúmiega 5000 kr. stolið um helgina UM helgina var meiriháttar innbrot framið hjer í bænum og er nú unnið að rannsókn þess máls. — Innbrotið var framið í_ skrifstofur heildverslunar Ólafs Gíslasonar & Co., í Hafn- arstræti 10—12. Þar var rúm- lega 5000 krónum í reiðu fje stolið. Skrifstofurnar eru á þriðju hæð hússins. Hefur þjófurinn sprengt hurðina að þeim upp. Eftir það var greiður aðgangur að öllum herbergjum skrifstof- unnar. Þjófurinn hefur gert mikla leit í skrifborðum, brotið þau upp og í einu þeirra fann hann lykil að peningaskáp, en þar voru geymdir í kassa 5000 krónur í peningum og í öðrum kassa, sem þjófurinn hafði á brott með sjer milli 50—70 kr., auk kvittana. Belgíumenn munu senda lið til Koreu BRUSSEL, 28. ágúst — Það var opinberlega tilkynnt í Brus- sel í dag, að Belgíumenn hefðu ákveðið að senda herlið til að- stoðar Sameinuðu þjóðunum í Kóreu. Belgiski hermálaráðherrann birti í dag ávarp í tilefni af þessu og skoraði á menn að gefa sig fram sem sjálfboðaliða í Kóreuherdeildina. Var áskor- un þessari sjerstaklega beint til fyrrverandi liðsforingja og meðlima í strandhöggsveitmn og fallhlífasveitum. Belgíu- mánna í síðasta stríði. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.