Morgunblaðið - 29.08.1950, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
í'riðjudagur 29. ágúst 1950.
Sjölugur:
SÉnon Krisfjánsson
I DAG — á höfuðdaginn — á
sá mæti maður, Símon Krist-
jánsson hafnsögumaður í Hafn
arfirði, sjötugsafmæli. Símon
er fæddur að* Skipum við
Stokkseyri, en fluttist ungur til
Hafnarfjarðar og hefir dvalist
hjer ætíð síðan. Hann fór ungur
til sjós og stundaði þá atvinnu
frará eftir ævinni, á ýmsum
fleytum, bæði innanlands og
utan. Hann gekk á stýrimanna
skólann og lauk þaðan skip-
stjóraprófi árið 1905.
Vorið 1920 tók hann við hafn
sögumannsembættinu hjer af
Gísla Jónssyni „lóðs‘.‘, sem
hafði gegnt því starfi um lang-
an aldur með mikilli prýði, en
varð þá að hætta fyrir aldurs
sakir. Hafnsögumannsstarfið
hefir því Símon haft á hendi
í rö?k 30 ár og hefir enn.
Það hefir viljað svo til, að
um^ helming af þessum . tíma
höfum við Símon verið sam-
starfsmenn, þó í óeiginlegri
merkingu sje. Jeg hafði, sem
lögreglumaður, á hendi toll-
gæslustörf fyrstu 10 árin, sem
Símon var hafnsögumaður og
lágú leiðir okkar þá oft sam-
an,; og svo höfðum við mjög
mikið saman að sælda ÖU styrj-
aldárárin í sambandi við afgr.
erlendra skipa hjer i höfninni.
— Jeg þykist því geta djarft
úr flokki talað, þegar jeg segi
á þessum tímamótum í ævi vin-
ar míns, Símonar ,,lóðs“, að
betjji og liprari mann i þessu
stahfi hygg jeg að hefði ekki
veríð á kosið. Símon er, að mín
um/dómi, gæddur öllum þeim
kosfum sem einn „lóðs“ mega
prýða. Hann hafði staðgóða
þekkingu í siglingafræði og
var ’ kunnugur öllum staðhátt-
um|hjer í bæ og í grennd. Hann
hefír verið áræðinn, en þó gæt-
innjog svo samváskusamur og
skyldurækinn í starfi að frá
berj í allri framkomu er hann
hið mesta prúðmenni, bæði í
starfi og utan þess.
Á fyrstu „lóðs“-árum Símon-
ar, voru öll skilyrði og aðstaða
við. starfið, næsta frumstæð,
opin höfn og Ijelegar fleytur
til að fara í á móti skipum, sem
leitúðu hafnar hjer. En þrátt
fyrir þetta rækti Símon jafnan
starf sitt af hinni mestu prýði,
skýldurækni og karlmennsku.
Vegna þessa ófullkomna að-
búnaðar við „lóðs“-starfið,
kon> það nokkrum sinnum fyrir
á þessum árum, að Símon lenti
í beinum lífsháska, er hann var
að lfeiðbeina skipum í höfn eða
úr. En Símon Ijet slíkt ekki
buga sig, heldur gegndi hann
störfum sínum áfram með sömu
alúð og æðruleysi — og óx við
hverja raun. — Á styrjaldarár-
unum síðustu voru miklar sigl
ingár erlendra skipa til Hafn-
arfjárðar og var þá starf Símon
ar óft áhættusamt og erfitt. En
Símoni fórst það alltaf jafn vel
úr hendi og var ætíð reiðubú-
inn, hvort heldur var að nóttu
eða degi og hverju sein viðraði,
til þess að leiðbeina skipum
innan hafnar, í höfn eða úr, eða
þá á milli hafna hjer við Faxa-
flóa.
Símon Kristjánsson hefir
með 30 ára hafnsögumanns-
starfi sínu hjer í bæ, innt af
höndum mikið og farsælt starf
fyrir bæjarfjelagið, og nýtur
nú sjötugur óskoraðs trausts,
virðingar og vinsælda állra
þeirra, sem hann hefur unn-
ið með eða fyrir.
Jeg þakka honum fyrir góða
samvinnu og gott starf á um-
liðnum árum og óska honum
allra heilla og blessunar á
sjötugsafmælinu.
Þorleifur Jónsson.'
•iiiifmtiiiiiiiitiiiiittiiimiiiiiiiKimiiiiftiiKKitiifiiiiiuin
BERGUR JÓNSSON
M álflutningsskri/8to/a
Latigaveg 65, s*mi 5833
llllllllllllltll••tllllllllll•|mlMll|•|lMl||||mt•|••|mlm|||»
EINAR ÁSMUNIX jON
hæstaréttarlögmaður
SKRIFSTOFA:
TJamargötu 10. — SímJ 5407
M2uiniiiiiiHiiiiiittiiecetiM<{auuuacM
Aigrtiðum flest gleraugnarecept
og gerum við gleraugu.
Augun þjer hvílið rueð gler-
augu frá
TÝLJ H.F.
Austurstræti 20.
;BreiÖS rðingafjelagið
^iefur ákveðið að beita sjer fyrir hópferð um næstu
heigí til Stáðarhólskirkju í Dalasýslu, í tilefni af 50
lára afrúæli kirkjunnar. Viðkoma hjá Sælingsdalslaug,
ef óskaö er.
; Lagt af stað kl. .1 síðdegis á laugardag stundxnslega.
i Komið verfSir afiur í bæinn aðfaraiiótt mánudags.
Askriftariist; fyrir þa'.ttakendur liggur frammi hjá
He anni Jónssyni kaunm., Brekkustíg 1 og verða menn
aðh. í skrifað sig á í vðc.sta lagi fyrir f- umtudagskvöití.
A rússneskum skipum er póliiáskur
% ^
erindreki allsrúðundi
SÆNSKA sjómannasambandið
hefur látið fara fram nokkra
rannsókn á aðbúnaði sjómanna
þeirra þjóða, sem siglingar
stunda á Eystrasalti. Var meðal
annars reynt að fá upplýsing-
ar um aðbúnaðinn á rússnesk-
um og pólskum skipum, þótt
vitað væri raunar, að slíkt væri
engan veginn auðvelt.
Enda varð árangurinn ekki
eins góður og ákjósanlegast
hefði verið.
Fulltrúi sænska sjómanna-!
sambandsins fór um borð í j
pólska skipið „Hel“, en þar j
tjáðu hásetar honum, að þeim
væri bannað að gefa upplýsing-
ar um skipið og útbúnað þess
frá sjónarmiði áhafnarinnar.
Þeir vöktu og athygli á því, að
yfirmönnunum væri einnig
bannað að skýra frá þessu, en
sögðu, að ef til vill gæti skip-
stjórinn veitt umbeðnar upp-
lýsingar.
En einnig hjá honum varð
svarið neikvætt.
Krókaleiðir.
Segja má, að ógerlegt sje fyr-
ir útlendinga að komast um
borð í rússnesk skip, og af þeim
ástæðum reyndist ókleift að afla
upplýsinga eftir eðlilegum leið- i
um. En 31. mars s. 1. hljóp
Estlendingurinn Enno Kustin af
rússneska skipinu „Tosno“, er
það lá í höfn í Vásterás. Kustin
gaf blaðamanni frá „Sjömann-
en“ eftirfarandi upplýsingar
um aðbúnaðinn á rússneskum
skipum.
Til þess að fá skipsrúm á
rússnesku skipi, verður viðkom
andi að hafa gengið á sjómanna
skóla. Tveir slíkir skólar eru
í Estlandi — þeim þriðja hefur
verið lokað, vegna skorts á skip
um.
Meðmæli.
Til þess að komast á sjó-
mannaskóla, verður umsækj
andinn að Icggja fram með-
mæli undirrituð af þremur
meðlimum kommúnista-
flokksins, meðmælabrjef frá
síðasta vinnuveitanda, vott-
orð frá lögreglunni og sex
ljósmyndir. í ttmsókninni
verða að vera upplýsingar
um alla ættingja viðkomandi
utanlands. Þeir ganga fyrir,
sem engin skyldmenni
eiga erlendis og foreldra á
lífi í Sovjetríkjunum. Um-
sækjandinn verðttr einnig að
mæta fvrir stjórnmálanefnd
staðarins, sem úrskurðar,
hvort hægt sje að treysía
pólitískum skoðunum hans.
Kustin komst í sjómanna-
skóla 1947 og Iauk þjálfun sinni
1948. Að því loknu starfaði
hann á ýmsum strandferða-
skipum En að lokum tókst hon
um að fá sjóferðabók og gat
bá skráð sig á skip, sem sigldu
til erlendra hafna.
Fjórðungur launa tekinn.
I Estlandi þykir sjómenska
eftirsóknarverð, þar sem sjó-,;
menn eru þar mun betur laun-
aðir en verkamenn í landi.
Kustin var skráður á ,vTosno“
og flýði af skipinu ,í Vásterás.
eins pg áður er sagt.
Hann var skráður sem full-
gildur háseti og fjekk 465 rúbl-
ur í mánaðarlaun. Reikna má
hveria rúblu á um kr. 1,50.
Fjórðungur launanna var
dreginn frá á mánuði hverjum,
tekinn upp j opinber gjöld eins
og t. d. tekjuskatt og barns-
leysi.sskatt, eða í fjelagsgjöld og
kyldulán til rikisins. Sjómönn-
unurn er aðeins leyft að kaupá
Enginn kemst á skip án
leyfis lögreglu og með-
mæla frá kommúnistum
erlendan gjaldeyri í þeim lönd-
um, sem teljast vinveitt Sovjet-
ríkjunum. Kustin hafði oft
komið til Svíþjóðar, en aðeins
einu sinni hafði honum tekist
að fá sænska peninga og þá að-
eins 24 krónur.
Landgönguleyfi.
Mjög strangar reglur gilda
um landgönguleyfi sjómann-
anna í erlendum höfnum. Sækja
verður hverju sinni um sjer-
stakt leyfi. Rússneskir sjómenn
mega ekki drekka áfenga
drykki, koma í veitingahús eða
skrifa brjef meðan þeir eru í
landi í erlendri höfn. Bíóferðir
eru aðeins leyfðar þegar sjer-
staklega stendur á, og þá í fylgd
með einhverjum yfirmanni.
Meginástæðan fyrir því, að
sjómennirnir íá yfirleitt land-
gönguleyfi, er þessvegna sú, að
erfitt er að meina þeim með
öllu um að kaupa sjer eitthvað
í erlendum verslunum.
Innkaupabók
En sjerhver sjómaður verður
að hafa í fórum sínum sjerstaka
bók, þar sem honum er skylt
að skrá í alla þá hluti, sem hann
kann að kaupa. Samkvæmt
prentaðri regluskrá í bók þess-
ari, er hverjum sjómanni heim-
ilt að .kaupa -árlega eftirfarandi
í erlendum höfnum: Tvenn föt,
einn frakka, eina regnkápu.
einn grammofón, eitt reiðhjól,
eitt útvarpstæki, eina mynda-
vjel, eitt úr, sakka o. fl. Ef
rússneskur sjómaður tæki upp
á því að kaupa sjer gítar, mundi
rússneska tollþjónustan gera
hljóðfærið upptækt, þar sem
honum er óheimilt að kaupa
það. En rússneskur sjómaður
getur hvort eð er ekki leyft sjer
að kaupa mikið, sökum þess,
eins og áður er sagt, hve erfitt
er fyrir hann að skipta launum
sínum í erlenda mynt.
..Aðstoðarmaður skipstjóra“.
Auk skipstjórans, er stjórn
málaerindrcki á hverju rúss-
nesku skini. Opinberlega er
hann kallaður aðstoðarmað-
ur skipstjórans, en í raun og
veru er hann yfirmaður
hans og eftirlitsmaður. Hinn
pólitíski erindreki gegnir
meðal annars þeirri skyldu
að hafa eftirlit með rúss-
nesku sjómönuunum i erLend
um höfnum og að gefa „póli-
tískar leiðbeiningar“. í því
augnamiði hcldur hann fundi
dg flytur fyrirlestra. Kustin
segir, að erindrekinn hafi
einnig það verkefni með
höndum að dreifa kommún-
istiskum ritum í erlendum
höfnum.
Skrítin stjettarfjelög.
Sjómennirnir ráða því sjálf-
ir, hvort þeir ganga í sjómanna-
fjelög, en þeir, sem ekki eru
meðlimir, hljóta minni aðstoð
en aðrir vegna veikinda o. s.
frv.
Á fundum í sjómannafjelög-
um er aldrei rætt um aðbúnað
sjómanna, nje gerð nokkur til-
raun til að bæta kjör þeirra.
Það er hættulegt að hreyfa
slíkum málum á fundum.
A rússneskum skipum er átta
klukkustunda vinna, en fyrir
eftirvinnu eru greidd sömu
laun og á venjulegum vinnu-
tíma. Hver maður hefur rjett
á tveimur frídögum á mánuði
og tveggja vikna sumarleyfi á
ári.
Eíeflavík.
•Til sölu er íbúðarhús úr
steini, grunnflötur 300 ferm.
Húsið er ein ha>ð, með góðri
geymslu í þakhæð, og i þvi en>
þrettán herbergi. Hjer er ein-
stætt tækifæri að gera hagfeld
kaup. Uppl. gefa Ragnar Björns
son, Keflavík, sími 152 og
Danival Danivalsson sama stað
sími 49.
mmnniiiuiiiio
'•F.>:i);fllli9llllll|Mi|
•*MEiuuiiiiif»mn
“ÖLLRUi). vihgERÐIR
VOGIR
I Reykjavrk og n.,f-reririi lánuir.
við sjálfvrr'ar húðarvogi Á
meðan á viðgerö itendur.
ólafur Gísto.non <fc Co. h f.
Hverfisgötu *•» ími 81370
SF LOFTVR Gh r< « PAO EFKl
bi ftvr rt f
• iiiHiiiMimi
ODYRT GRÆNMETI
Hvítkál 2 kr. kg. — Grænkál 1 kr. búntið.
Gulrætur kr. 3,50 búntið.
Gulrófur, heimkeyrðar í 25 kg. og 50 kg. pokum kr.
3,00 kg. — Pantanir á gulrófum í síma 4228
kl. 1—3 daglega.
Garðyrkjan Bóistað við Laufásveg.
Gistihúsið
h kar 1. s • rnbttr,
og þakkar öllum viðskiityvunum fyrir við : iftin
á liðnu sutnri.