Morgunblaðið - 29.08.1950, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.08.1950, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. ágúst 1950. Yfirlýsing frá Tru- man um Formosu WASHINGTON, 28. ágúst — Truman forseti ljet í dag aft- urkalla yfirlýsingu frá Mac- Arthur hershöfðingja viðvíkj- andi hinni ’opinberu afstöðu Bandaríkjamanna til Formosa. í yfirlýsingu MacArthurs, er fram kom í orðsendingu, sem lesin var upp á ráðstefnu upp- gjafarhermanna í Chicago, komst hershöfðinginn meðal annars svo að orði, að Formosa yrði að halda áfram að vera í vinahöndum. Áður en yfirlýsingin var aft- urkölluð, höfðu nokkur blöð í Chicago birt hana. í sjerstakri tilkynningu, sem Truman forseti nú hefur birt í sámbandi við þetta mál, segir svo, að Bandaríkjastjórn hafi þegar tekið þá afstöðu til For- mosu, að gera verði hana hlut- lausa, hvað stríðinu í Koreu viðvíkur-. Því er bætt við, að Formosa sje að alþjóðalögum lándssvæði, sem bandamenn hafi tekið af Japönum. —Reuter. — Bolungarvíkur- vegur Frh. af bls. 2. fjargardjúp, að ljúka akvegi meðfram allri strandlengju þess og koma Vestfjörðum þannig í beint samband við akvegakerfi landsins. Þingmaðurinn flutti vega- málastjóra, verkstjóra og verka mönnum þakkir fyrir starf þeirra og biskupi íslands fyrir þá vinsemd og virðingu, sem hann sýndi Vestfirðingum með því að taka upp það nýmæli, sem fólgið væri í vígsluathöfn þeirri, sem nú hefði verið fram- kvæmd. Hann ljet að lokum í Ijós þá ósk að hinn nýi vegur yrði Bolungavík og hjeraðinu í heild til farsældar og blessunar. Þá flutti Axel V. Tuliníus, lögreglustjóri, ávarp fyrir hönd hreppsnefndar Hólshrepps. — Vakti hann m.a. athygli á þætti Bolungarvíkur í framleiðslu- starfsemi þjóðarinnar. Byggðarlagið verðskuldaði því fyllilega þá umbót, sem því yrðj að hinum nýja vegi. Flutti hann öllum, sem að framkvæmd þessarar samgöngubótar hefðu unnið þakkir Bolvíkinga. Að lokum minntist herra bisk upinn þeirra, sem látið hafa líf sitt á Óshlíð á liðnum árum."— Risu samkomugestir úr sætum sínum í virðingarskyni. Lauk samkomunni í kirkjunni með því að sunginn var þjóðsöng- Urinn. Samsæti fyrir verkamennina Síðar um daginn hafði hrepps nefnd Hólshrepps boð inni fyr- ir verkamenn þá, sem unnið hafa við Bolungarvíkurveg. — Sátu vegamálastióri, biskup og þingmaður hjeraðsins það einn- ig- — Þar fluttu ræður Steinn Em- ilsson skólastjóri, Einar Guð- finnsson útgerðarmaður, Geir Zoega vegamálastjóri, Ingi- mundur Stefánsson kennari og Axel V. Tuliníus lögreglustjóri. Um kvöldið gekkst stjórn fje- lagsheimilis Blungarvíkur fyr- ir skemmtisamkomum í sam- komuhúsinu og barnaskólanum. Sóttu það hundruð aðkomu- fólks. Fánar blöktu við hún á flest- ’um húsum í Blungarvík í tilefni af vegarvígslunni. Beinhákarlar vaSa — en síldin ekki RAUFARHÖFN, mánudag. — Austan Langaness hefur í dag verið mikil beinhákarla ganga, svo að sjómenn munu ekki hafa sjeð öllu meiri, Taldist mönn- um yfirleitt vera allt að 20 stykki í hverri torfu. í dag var sæmilega bjart yfir öllu síldveiðisvæðinu og fór flot inn alur út. Ekki höfðu í gær- kvöld borist fregnir af neinni veiði, nje heldur að síld hefði sjest vaða. — Einar. Gyðingar í Vínar- borg móimæia VÍNARBORG, 28. ágúst. — Gyðingar hjer í borg hafa á- kveðið að efna til fjöldafundar á miðvikudag, til þess að mót- mæla frumvarpi, sem nú ligg- ur fyrir austurríska þinginu og fjallar um eignir Gyðinga í Austurríki. Samkvæmt frumvarpinu er meðal annars til þess ætlað, að það land, sem Gyðingar eiga og vinna ekki sjálfir, skuli gert upptækt. — Reuter. — Freðfbksaian Frh. af bls. 6. sjerverkaður fyrir þann markað eins og tíðkast hefir. Þetta var ekki ljeleg vara og ekki heldur blandað saman við neitt. Ekki var hjer heldur um neitt leyndar mál að ræða. Samband ísl. sam- vinnufjelaga seldi fyrst þennan umrædda fisk til Bandaríkjanna og síðar seldi Sölumiðstöðin sams konar fisk þangað. í þessu sambandi er rjett að geta þess að Bretar voru í sumar að selja samskonar íslenskan fisk á Bandaríkjamarkaðnum. Það er heldur ekkert launung- armál að okkur hafa borist ýms ar aðfinnslur um pökkun og frá- gang á fiskinum frá Bandaríkj- unum, sem jafnskjótt eru send- ar til frystihúsanna og á þann hátt reynt að koma í veg fyrir frekari endurtekningu. Að lokum teljum við þessi skrif Tímans mjög óheppileg og ekki vænleg til þess að vinna ís- lenskri framleiðslu álits á er- lendum mörkuðum. Fjöldi fóiks fór til berja um helgina VEÐUR \ar hið ákjósanlegasta til berjatínslu á sunnudaginn, enda munu hundruð bæjarbúa hafa notað sunnudaginn til þess að tína ber. Yfirleitt virðist mik ið af berjum vera, eftir því sem frjettir hafa borist um, og fjöl- margar og síendurteknar til- kynningar landareigenda um að berjatínsla sje bönnum í þeirra landi, benda og til þess að svo sje. Ferðaskrifstofan efndi til berjaferðar á sunnudag. Tóku þátt í henni rúmlega 200 manns. Mikill fjöldi fólks fór með strætisvögnunum upp að Lög- bergi og þar í kring og loká var mikið af fólki upp í Heiðmörk. í dag mun Ferðaskrifstofan efna til berjaferðar að Hækings dal í Kjós og verður lagt af stað klukkan 1,15. Flugdrekar valda hætium LONDON — Stjórnendur breskra flugvalla skýra svo frá, að flugdrekar barna í grend við flugvellina hafi hvað eftir ann- að stefnt öryggi farþegaflug- vjela í beinan voða. Svo langt hefur þetta geng- ið, að lögreglan hefur í sumar orðið að taka í taumana og reyna að bægja „flugdreka- hættunni“ frá Norholt- og Croy donf lugvöl lunum. Það er refsivert í Bretlandi að fljúga flugdreka í námunda við flugvelli. —Reuter. Sigmundur Vigfús- son kaupmaður fimmlugur FIMMTUGS afmæli átti í gær Sigurður Vigfússon, kaupmað- ur á Akranesi. Var mjög gest- kvæmt á hinu myndarlega heimili hans. Njóta þau hjón- in, hann og kona hans, Jónína i Eggertsdóttir, mikilla vin- s sælda. Bárust Sigurði fjöldi i skeyta bæði í bundnu og ó- j bundnu máli. m Síðasta leiknum lauk með jafnfefli í GÆRKVÖLDI, í fegursta veðri, ljek þýska Rínarúrvalið síðasta leik sinn hjer, við sam- eiginlegt lið Víkings og Fram, er að boði hins þýska liðs stóðu. Fóru leikar svo, að jafntefli varð, tvö mörk gegn tveimur. Þjóðverjarnir settu bæði sín mörk í fyrri hálfleik. íslend- ingarnar settu annað marka sinna í fyrri hálfleik. Ríkarður Jónsson skoraði bæði mörkin, hið síðara er komið var undir leikslok. í þessari leikför Þjóðverjanna hingað, hafa þeir skorað 17 mörk, en fengið á sig 12, í fimm leikjum við reykvíska knatt- spyrnumenn. — Þjóðverjarnir unnu þrjá leiki, töpuðu einum og gerðu jafntefli í öðrum. Tíu arabiskir smyglarar drepnir HAIFA. — Fyrir nokkrum dög- um sló í bardaga milli herverð- ar ísraelsmanna og arabiskra smyglara. Árekstrar þessir urðu á næturþeli og Ivktaði svo, að 10 Arabar ljetu lífið, en aðrir 10 voru teknir til fanga. Segir í tilkynningu lögreglunnar, að Arabarnir hafi smyglað feikn- um af baðmull frá Indlandi til Gyðingalands 24 úlfaldar voru drepnir í bardögunum. S Eggert Claesses f Gústaí A. Sveinssou Iiæstfirjett'-rlögnien j. OddfelloshúsiB. Sími 2171 . Allskonar lögfræBisíörf — JarðfræÖingar Framh. af bls. 9. frábrugðnir Evrópumönnum yf irleitt. Þeir eiga ákaflega erfitt með, að koma föstu skipu lagi á nokkurn hlut. Tiltölu- lega fáir meðal þeirra, eru hæf- ir til vísindalegra iðkana. Frumstæð þjóð Eftir að framfarir hófust þar verulega, ef tir evrópiskum mælikvarða, eða kringum 1850 hefur fólki fjölgað þar gríðar- lega ört. Árið 1850 voru þar fjórar og hálf miljón íbúa, en árið 1940 var íbúatalan 10 föld- uð var orðin 45 miiljónir. Fólks fjölgunin heldur að sjálfsögðu ekki áfram, e.ftir að þeir hafa sjálfir tekið við stjórninni, hætt er jafnvel við að fólki fækki þar á næstunni. Aðstaða þjóðarinnar til vís- indaiðkunar kemur m. a. fram í því, að meðal þessara 45 milj. manna, sem í landinu búa, munu ekki vera nema um 100, sem hafa hlotið doktorsnafn- bót fyrir sjálfstæðar rannsókn- ir. En afstaða almennings til evrópiskra vísinda má m. a. sjá af smáatviki sem fyrir mig kom, þegar jeg var drengur í skóla. . Indónesi var sessunautur minn í bekknum. ágætis piltur, með skoðanir óg fordóma þjóð- ar sinnar. Þegar okkur var feng in í hendur stjörnufræði til að lesa, skrifaði þessi skólabróðir minn utan á bókina: „Stjörnu- fræði eins og hún er, samkvæmt hindurvitnum Evrópumanna“. V. St. — Gullbrúðkaup Framh. af bls. 7. gerðarmanninn Jón Auðun á breiðri öldu velgengninnar, en stundum sogað hann niður í krappan öldudal. Hitt er meira, að þau hjón hafa orðið fyrir þungbærum ástvinamissi. En á þeim hefir sannast hið forn- kveðna: að gull reynist í eldi, geðprýði í mótlæti. Og á þess- um merkilegu tímamótum í æfi þeirra, gleðjumst við vinir þeirra yfir því, að gæfan hefir langoftast verið þeim holl og góð, og að þeim hefur tekist með sóma að sanna það, að hver er sinnar gæfu smiður. Sigurður Kristjánsson. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiæiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiifBniMfiiiHMn ■imnimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii Markús & £k £t Eftir Ed Dodd iiiiimmiiimiiiiiM 1) — Bættu kolum á eldinn Tommi. Við verðum að hraða okkur, því að við erum að verða of seinir. 2) Trítill bindur um hnjeð á pabba sínum, en Markús og Val ur dómari ríða framhjá. Valur dómari segir: — Það var leiðinlegt, að Tryggur skyldi detta út úr keppninni. Annars er jeg víss um að hann hefði unnið. Hann bar af hinum hundunum. 3) — Markús, jeg er hjerna. Hvar er Tryggur. 4) Og á meðan bíður Trygg- ur í varðstöðu á járnbrautar- teinunum. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.