Morgunblaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. sept. 1950
Útg.: H.f. Árvakur Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Þeir elska friðinn
Á ÖÐRUM stað hjer í blaðinu í dag er stutt samtal við utan-
ríkisráðherra Norðmanna, Halvard Lange, um álit hans á
friðarhorfum í heiminum. Hann lítur svo á, að ekki sje yfir-
< vofandi hætta á því, að til styrjaldar komi í Evrópu. Ófriðar-
bálið, sem kommúnistar hafa kveikt austur í Kóreu, muni
' ekki breíðast út hingað. A. m. k. ekki fyrsta sprettinn.
í frásögn sinni gerir hann grein fyrir því, hvemig lýð-
ræðisþjóðirnar, með sameiginlegum styrkum hervömum
sínum, sjeu nú eftir fremsta megni að byggja friðarvörn
þeimsins. — En hervarnirnar einar duga ekki, segir ráð-
herrann. Tryggja þarf varnirnar gegn kommúnistahættunni
áð innanverðu frá. Koma í veg íyrir, að f járhagslegt eymdar-
' ástand með einstökum þjóðum skapi þar jarðveg fyrir
kommúnismann.
i; f>að er engin tilviljun, að kommúnistar, jafnt hjer á Is-
. landi sem annars staðar óska eftir, og stefna að, fjárhagslegu
öngþveiti þjóða sinna. Með því eru þeir að plægja sinn
pólitíska akur. Þeir vilja verkföll og vinnustöðvanir, vilja
öngþveiti og ringulreið, vilja að almenningi í lýðræðislönd-
unum vegni sem verst. Þannig hljóðar starfskrá þeirra og
boðorð, er þeir hafa fengið frá yfirmönnum sínum.
Þegar kommúnistar rjeðust á Suður-Kóreu í sumar, lustu
4 flokksbræður þeirra hjer á landi upp fagnaðarópi. Síðan hef-
ur málgagn þeirra daglega flutt fregnir af Kóreustríðinu,
'þar sem olbeldinu er sungið lof og dýrð.
j. En í hvert sinn sem minnst er á hervarnir Vestur-Evrópu
( þjóða í hinu sama blaði, þá er um þær talað eins og frá þeim
stafi heiminum hin mesta hætta.
Sannleikurinn er sá, að ef hægt er að tala um nokkra
hættu sem stafi frá hervæðing Vestur-Evrópuþjóða eða lýð-
ræðisþjóðanna yfirleitt, þá er það „hættan“ á því, að komm-
.únistum takist ekki að hleypa heiminum í bál, takist ekki að
leggja hverja lýðræðisþjóðina af annari undir sig. Og deild-
um kommúnistaflokksins, „Fimmtuherdeildum“ Moskva-
valdsins, takist aldrei að berjast í styrjöldinni, sem þeir von-
ast eftir að verði háð, og sem á að koma heimsyfirráðunum í
hendur kommúnistanna.
Alþýðusambandið og
Þjóðviljinn
STJÓRN Alþýðusambandsins hefur afturtekið tilmæli sín,
til fjelagsdeilda sinna, um það, að f jelögin segi upp samning-
um smum, en slík tilmæli sendi Alþýðusambandið út þann
20. júlí síðastliðinn. — Segir í tilkynningunni frá stjórn Al-
þýðusambandsins, að tilmæli þessi sjeu afturkölluð, vegna
» þess, að ástæðurnar fyrir tilmælum þessum eru brott falln-
ar. Ríkisstjómin hefur numið úr gildi bráðabirgðalögin, sem
Alþýðusambandið taldi ekki sanngjörn og framfærsluvísi-
talan er reiknuð út eftir grundvelli þeim, sem Alþýðusam-
bandsstjómin óskaði eftir.
Með því að láta að vilja stjórnar Alþýðusambandsms í
þessu máli, hefur ríkisstjórnin sýnt sáttfýsi og sanngirni sem
vera bar. En Alþýðusambandið hefur þá líka sýnt, að það tók
þessa afstöðu ríkisstjórnarinnar til greina.
Málgagn kommúnista hefur líka sýnt, að þó það hafi und-
anfarnar vikur hamrað á því, að segja þyrfti upp samningum
og efna þurfi til allsherjar vinnustöðvunar í þessum mánuði
vegna þeirra bráðabirgðalaga, sem nú eru úr gildi numin,
þá var tilgangurinn með verkfallskröfunum ekki sá að fá
þessi lög á brott, heldur sá, að gera þjóðfjelaginu í heild
. sinni og verkafólki sjerstaklega bölvun, með því að efna til
minnkandi atvinnu, minnkandi framleiðslu, vaxandi vand-
ræða, í aflaleysi og öðrum erfiðleikum landsmanna.
Þjóðviljinn segir í gær, að Alþýðusambandið hafi „svikist
aftan að verkalýðsfjelögunum“. En hann býst til þess, að
kommúnistar hlaupi hjer undir bagga, og útvegi landsfólkinu
» ’öll þau verkföll, sem þurfa þykir, til þess að útvega þær
* vörur til landsins, sem nú eru lítt fáanlegar, vegna þess hve
f Íítið það er, sem þjóðin hefur handa á milli til að selja, útvega
verkafólki alla þá vesæld, sem menn uppskera, af því að at-
vinnan og framleiðslan stöðvist.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
NORÐLENDIÍíGAR —
SUNNLENDINGAR
HVERNIG ætli standi nú á því, að ekki má
kalla hlutina sínu rjetta nafni í útvarpinu? —
Fyrst eftir innrás kommúnista í Suður-Koreu
var jafnan talað um kommúnista og ekkert
dregið úr sannleikanum og Suður-Koreumenn
voru nefndir svo, eða sagt var hersveitir Sam-
einuðu þjóðanna eins og þær líka eru.
En síðustu dagana er útvarpið eingöngu farið
að nota „sunnanmenn" og „norðanmenn“. Þetta
villir marga, sem ekki átta sig í skyndi á hverj-
ir eru sunnan og hverjir norðan. Hvað ætli hafi
hlaupið í þá útvarpsmenn að hætta að kalla
hlutina sínum rjettu nöfnum?
•
RANGT EFTIR HAFT
ÞEGAR Ríkisútvarpið hefir frjettir eftir út-
varpinu í London ber því að sjálfsögðu að nota
sömu orð og heiti og þar er gert. Lundúnaút-
varpið j^allar Norðanmenn ýmist „uppreisnar-
menn“, eða hreint og beint „kommúnista". —
Hersveitir Bandaríkjamanna og Suður-Koreu-
manna, ásamt hersveitum annara’þjóða, er sent
hafa lið til að berjast undir fána Sameinuðu
þjóðanna, nefnir Lundúnaútvarpið „herlið Sam-
einuðu þjóðanna“.
Sjeu önnur höfn og heiti notuð og sagt að
frjettin sje úr Lundúnaútvarpinu, þá er rangt
eftir haft.
•
BRJEF FRÁ BÓNDANUM Á
SANDI
ODDUR JÓNSSON bóndi að Sandi í Kjós hefir
sent nokkrar línur í sambandi við brjefið frá
Benedilct Ólafssyni, sem varð að greiða toll af
því að hann viltist inn á einkaveg bónda fyrir
skömmu. — Þykir rjett, að Oddur fái að gera
grein fyrir sínu sjónarmiði í málinu.
Oddur segir, að ekki sje það rjett, að ekki
verði komist í berjaland Eyja, nema að aka
eftir veginum, sem liggur heim að Sandi.
„Þetta er missögn“, segir bóndi. „Þessi vegur
liggur alls ekki annað en heim að Sandi, en
hitt er annað mál, að hægt er að stytta sjer
leið. ’
•
YFIR SJÖFALDA GIRÐINGU
„NOKKRIR menn hafa farið þessa leið, bæði
með mínu leyfi og þó raunar fleiri í óleyfi“,
heldur Oddur bóndi áfram. „Sumir þjösnast
þarna yfir sjöfalda girðingu og sliga hana niður.
Það er engu líkara, en að flestum mönnum þyki
betra að fara yfir gírðingar, en að fara gegnum
hlið’in, sem á henrii erú.
•
MERKING TILGANGSLAUS
RJETT er, að æskílegast væri að eigendur
einkavega merktu þá og bönnuðu umferð. — I
fyrrasumar setti jeg upp skilti við vegamótin
og bannaði ölíum óviðkomandi akstur eftir
veginum. Gerði jeg það meðal annars með til-
liti til þess að vegurinn var sjerstaklega blautur.
En þessi aðvörun mín og bann var að engu
haft. Umferðin var jöfn um veginn eftir sem
áður, en margir sátu fastir í bleytunni og kom-
ust hvorki fram nje aftur nema með hjálp frá
okkur. —
Þetta skeytingarleysi og ániðsla varð til þess,
að jeg fór að heimta „tollinn".
•
ER ÞAÐ SANNGJARNT?
AÐ LOKUM vill Oddur bóndi í Sandi skjóta
því til lesenda, hvort þeim finnst það sann-
gjarnt, að menn leggi vegi og haldi þeim við
með ærnum tilkostnaði til þess að bráðókunn-
ugt fólk geti sportað sig á þeim.
Hafa menn nú heyrt mál beggja aðila og
virðast báðir hafa nokkuð til síns máls. „Það
er ekki til of mikils ætlast af mönnum, sem
ekki kæra sig um umferð um land sitt, eða
einkavegi, að þeir gefi það til kynna á ótví-
ræðan hátt. En hitt er og jafn sjálfsagt, að
menn hlýði slíkum fyrirmælum.
Mun svo útrætt um þetta mál hjer í dálk-
unum.
•
UNDRUNAREFNI GESTA
ÞEGAR menn koma í ókunn lönd, er það alltaf
eitthvað, sem undrar þá. Þetta kemur fyrir þig
og mig. Oft er það lítilfjörlegt, sem menn undr-
ast yfir, en stundum er gestsaugað líka glöggt.
Tvennskonar undrunarefni erlendra manna,
sem jeg hefi hitt hjer í sumar, tók jeg sjerstak-
lega eftir:
Annar sagði: „Jeg skil ekki hvernig hægt er
að aka bifreiðum á götum Reykjavíkur án
þess, að hafa það iögboðið, að bifreiðar hafi
vegvísir“. — Hinn sagði: „Það sem undrar mig
mest í Reykjavík er, að ekki skuli almennt vera
brjefakassar á húsum. Hvar setja menn brjef-
in?“ —
Margir stinga þeím milli stafs og hurðar,
sagði jeg. Þá óx undrun mannsins um allan
helming.
(Jm 5000 manns á land-
námshátíðinni að Gimli
í VESTUR-ÍSLENSKA blaðinu Heimskringla, frá 16. ágúst,
er skýrt frá því að rúmlega 5000 manns hafi sótt landnáms-
hátíðina í Gimli, en þar minntust Vestur-íslendingar 75 ára
landnáms íslendingabyggða í Kanada.
Þenna dag var veðrið mjög
gott og þótti mörgum gestanna
nóg um hitann Gimli-bær var
skreyttur. Farin var skrúð-
ganga um götur bæjarins og út
að hátíðasvæðinu.
Margar ræður.
Allmargar ræður voru flutt-
ar, og ljóð flutt í tilefni dags-
ins. Ræðumenn voru þeir sjera
Valdimar. Eylands forseti Þjóð-
ræknisf jelagsins, en hann stjórn
aði hátíðinni. Minni landnáms-
ins flutti Thorbergur Thor-
valdson. Pálmí Hannesson
Menntaskólarektor, er var sjer-
stakur fulltrúi ríkisstjórnarinn-
ar á þessum merka degi, flutti
kveðjur hennar og sjerstakt á-
varp er undirritað var af for-
sætisráðherra, Steingrími Stein
þórssyni. Ávarpið er svohljóð-
andi:
Kveðja ríkisstjórnarinnar.
„Ríkisstjórn Tslands sendir
yður, Vestur-íslendingar, alúð-
arkveðjur og árnaðaróskir á
minningarhátíð yðar um sjötíu
og fimm ára bygð í hinu nýja
landi. Jafnframt þakkar ríkis-
stjórnin og öll þjóðin tryggð yð
ar við tungu vora og menningu,
vináttu yðar í garð heimaþjóð-
arinnar og þá sæmd, sem þjer
hafið veitt Islandi með afrek-
um yðar og orðstír.
Vjer vonum að hin traustu
bönd ættar og sögu tengi oss
saman enn um langa hríð.
Lifið heilir!“
Heklumyndin.
Á hátíðasvæðinu fór fram
kvikmyndasýning og sýndi
Pálmi Hannesson rektor, þar
hina stórkostlegu Heklukvik-
mynd og flutti Pálmi skýring-
ar með myndinni. Þótti hátíðar
gestum þessi mynd mjög merki
leg sem vonlegt er.
Sungið var og Fjallkonan, frú
Somerville, flutti ávarp.
Júgóslavar dæma
rússneskan njósnara
BELGRAD, 1, sept. — Dóm-
stóllinn í Belgrad dæmdi í dag
Mihail Karagedragijev, blaða-
fulltrúa rússneska sendiráðs-
ins í Júgóslavíu. í tíu ára fang-
elsi fyrir njósnir. — Reuter.
Btaóamannaboð
KAUPMANNAHÖFN, 1. sept.
— Skýrt var frá því hjer í dag,
að í ráði væri að bjóða þýskum
og austurrískum blaðamönnum
að heimsækja Skandinavíu.
Utanríkisráðuneyti Dana,
Norðmanna og Svía standa að
boðinu. — Reuter.
menn í verhfalli
í VNskalandi
FRANKFURT, 1. sept. — Verk-
fall byggingarverkamanna, sem
hófst hjer í Frankfurt fyrri
hluta vikunnar, virðist nú vera
að breiðast út.
25,000 byggingarverkamenn
í þremur borgum hafa þegar
lagt niður vinnu.
Er hjer um að ræða alvarleg-
ustu vinnudeiluna, sem upp hef
ur komið í Vestur-Þýskalandi
síðastliðin tvö ár.
í sambandi við verkfall þetta,
hefur Max Reimann, foringi
vestur-þýskra kommúnista, birt
ávarp, þar sem hann kemst
meðal annars svo að orði, að
vinnustöðvunin sýni andstöðu
verkamanna gegn hernámslið-
um Vesturveldanna.
Foringjar verkfallsmanna
hafa þegar svarað þessu og lýst
yfir, að verkfallið eigi ekkert
skylt við stjórnmál — sjerstak-
lega ekki þá tegund stjórnmála,
sem Reimann aðhyllist.
— Reuter-