Morgunblaðið - 10.09.1950, Qupperneq 3
Sunnudagur 10. sept. 1950
MORGUNBLAÐItí
3
GUÐMUIMDUR ÁSBJÖRIMSSOIM SJÖTUGUR
Á MORGUN verður sá maður
sjötugur, sem lengur en nokk-
ur annar hefur verið bæjarfull-
trúi í Reykjavík, en það er
Guðmundur Ásbjörnsson.
Guðmundur er þó eigi fædd-
ur hjer í bæ, heldur austur á
Eyrarbakka. Má að vísu segja,
að Eyrarbakki hafi á þeim ár-
um verið einskonar fyrirrenn-
ari Reykjavíkur. Hann var þá
einn helsti verslunarstaður
landsins og sóttu menn þang-
að kaupstað úr hinum fjöl-
mennu sveitum austan fjalls,
sem síðar fluttu verslun sína
að miklu leyti til Reykjavíkur.
Á uppvaxtarárum Guðmund-
ar var því mikið um að vera
á Eyrarbakka. Þar var hin
mikla Lefoli-verslun, en fyrir
hana starfaði faðir Guðmundar
löngum sem verkamaður.
Guðmundur vandist sjálfur
snemma ýmiskonar vinnu, og
lagði ungur gjörva hönd á
margt. Foreldrar hans, þáu
hjónin Ásbjörn Ásbjörnsson og
Guðrún Sigurðardóttir, veittu
honum gott uppeldi, og hjá
þeim iærði hann ungur að aldri
að hver er sinnar eigin gæfu
srniður.
Þegar Guðmundur fór úr
heimahúsum, átti hann hvorki
auð nje frændstyrk sjer til
framdráttar, en hann liafði
lært að vinna og kunni góð skil
á því, að leiðin ti! þess að verða
settur yfir mikið er að vera trúr
yfir litlu.
Á þessum árum stundaði Guð
mundur hverja þá vinnu, sem
að höndum bar og leysa þurfti
af hendi. Hann reri til sjávar
og vann á eyrinni og stundaði
sveitavinnu, en jafnframt lærði
hann trjesmíði og tók sveins-
brjef í þeirri iðn, þegar hann
var á tuttugasta árinu. Skömmu
síðar, eða árið 1902, fluttist
hann til Reykjavíkur. — Um
þær mundir var hann þó um
nokkurt skeið sjómaður á skip-
um Pjeturs Thorsteinssonar á
Bíldudal, en hann var þá einn
helsti útvegsmaður landsins.
Haustið 1902 hóf Guð-
mundur trjesmíðar hjer í bæ
og stundaði þær um alllangt
skeið. Eigin vinnustofu stofn-
aði hann 1913 og nokkru síðar
verslun í sambandi víð hana,
og rekur hann þá verslun enn
í dag. Verslunina Vísi stofnaði
Guðmundur 1915, ásamt Sig-
urbirni Þorkelssyni og ráku
þeir hana í fjelagi allt þangað
til þeir seldu hana nú fyrir
nokkrum árum. Eru báðar þess-
ar verslanir meðal hinna víð-
kunnustu hjer í bæ, hvor í
sinni grein.
Þá hefur Guðmundur einnig
tekið þátt í útgerð og meðal
annars lengi verið formaður í
hlutafjelaginu Hrönn, sem eins
og kunnugt er á togarann Geir.
Svo sem af þessu má sjá,
hefur Guðmundur löngum haft
með höndum umfangsmikinn
atvinnurekstur, en hann hefur
ekki látið við það sitja. Hann
hefur einnig verið meðal aðal
forystumanna í ýmsum mestu
nytjasamtökum borgaranna.
Hann hefur lengi verið í stjórn
Eimskipafjelags íslands, í
stjórn Sjóvátryggingarfjeiags
Islands, í stjórn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis frá
upphafi og formaður hans eft-
ir andlát Jóns heitins Þorláks-
sonar, og í fulltrúaráði Utvegs-
bankans. Þá var hann um eitt
skeið í stjórn Triesmíðafjelags
Reykjavíkur og Kaupmanna-
fjelagsins gamla
Á stiórnmálum hefur Guð-
mundur ætíð haft mikinn á-
Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar.
huga. í gamla daga var hann
eindreginn heimastjórnarmað-
ur og mjög handgenginn for-
ingjum þess flokks, einkum Lár
usi H. Bjarnason, síðar hæsta-
rjettardómara.
Eftir að hin gamla flokks-
skipan riðlaðist, hefur Guð-
mundur ætíð skipað sjer í hóp
þeirra, sem berjast fyrir
frjálsu framtaki og alhliða
framförum í landinu. Hann hef-
ur þess vegna ætíð verið einn
af helstu forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins frá því að hann
var stofnaður, og meðal annars
er hann formaður útgáfufjelags
aðalmálgagns flokksins, Morg-
unblaðsins.
Aðal stjórnmálastarf sitt hef
ur Guðmundur þó unnið í bæj-
arstjórn Reykjavíkur.
I bæjarstjórnina var Guð-
mundur Ásbjörnsson fyrst kjör
inn í janúar 1918 og hefur átt
þar óslitið sæti siðan, eða í full
32 ár. Sá, sem lengst hafði set-
ið í bæjarstjórn á undan Guð-
mundi Ásbjörnssyni, var Hall-
dór heitinn Friðriksson yfir-
kennari Hann átti þar þó ekki
sæti nema 31 ár og er Guð-
mundur því kominn árinu
fram úr honum og á vonandi
eftir að bæta mörgum við.
Þá hefur Guðmundur nú ver-
ið forseti bæjarstjórnar í ald-
arfjórðung, og er það miklu
Tengur en nokkur annar maður
hefur gegnt því vandasama
trúnaðarstarfi. Eru fyrirrenn-
arar Guðmundar í starfinu þó
engir aukvisar, því á meðal
beirra eru Jón heitinn Magnús-
son forsætisráðherra, Sveinn
Björnsson, forseti Islands og
Pjetur heitinn Magnússon fjár-
málaráðherra.
í bæjaeráði Revkjavíkur hef-
ur Guðmundur setið allt frá
"tofnun þess og fram á þenn-
an dag. Er hann eini maðurinn.
aem það hefur gert.
Flestum öðrum trúnaðarstörf
um innan bæiarstjórnar
Reykjavíkur hefur Guðmundur
^egnt lengur eða skemur og
væri það of langt, upp að telja
að geta þess alls.
Nú er það að vísu svo, að til
frægðar skal konung hafa, en
eigi langlífis. Það eitt stoðar því
eigi til ágætis að vera lengi í
embætti eða trúnaðarstöðum.
En ástæðan til þess, að Guð-
mundur hefur lengur gegnt
þesum störfum en nokkur mað-
ur annar er sá, að samborgarar
hans hafa með engu móti viljað
leyfa honum að losa sig við
þau. Slíkt traust bera þeir til
hans.
Það ræður að líkum, að Guð-
mundur Ásbjörnsson er fyrir
löngu orðinn kunnugri bæjar-
málefnum Reykjavíkur en
nokkur maður annar, enda hef-
ur hann oft orðið öðru hvoru að
taka við störfum borgarstjóra,
er þeir hafa verið forfallaðir.
Guðmundur hefur ekki að-
eins til brunns að bera kunn-
ugleika á þessum málum um-
fram alla aðra, heldur er hann
einnig manna ráðhollastur,
sanngjarn og víðsýnn. Hann er
sannur framfaramaður og veit,
að traustir skulu hornsteinar
hárra sala. Þess vegna hefur
hann verið allra manna lengst
forystumaður í bæjarmálefnum
Reykjavíkur, einmitt á þeim
árum, þegar í Reykjavík hafa
orðið meiri framfarir en á
nokkrum stað öðrum í allri
sögu íslandsbygfar.
Allir bæjarfulltrúar mæla það
einum rómi, að fundarstjórn
Guðmundar Ásbjörnssonar sje
með ágætum. Um skoðanir
hans greinir menn á, eins og
gengur. Það er þó sannmæli,
að Guðmundur er í senn frjáls-
lyndari og víðsýnni en flestir
þeir, sem stundum hnýta í
hann fyrir íhald, enda eru stór
virki þau, sem bæjarstjórnin
hefur beitt sjer fvrir á starfs-
árum Guðmunder Ásbjörnsson-
ar órækasta vitni þess, að þar
hefur ekki ráðið andi kvrr-
stöðu og íhalds, heldur fram-
fara og frelsis.
Guðmundur Ásbjörnsson er
ókvæntur maður. Mætti því
ætla, að hann hefði Josnað við
bað. sem Churchill kallaði eitt
sinn hið „gífurlega starf að halda
saman heimili og ala unp börn“.
Svo er þó ekki, Guðmundur
hefur lengi átt vistlegt heimili
og eru þeir ótaldir, sem þar
og með öðrum hætti hafa notið
umsjár hans og fyrirgreiðslu.
Allt það, sem nú er tsflið,
mundi vissulega nægilégt starf
einum manni, og er þó enn ó-
getið þess, sem sennilega stend-
ur hjarta Guðmundar næst af
öllum hans margháttuðu störf-
um, en það er þátttaka hans
í KFUM og ýmiskonar kirkju-
legu starfi. Þeim þætti í starfi
Guðmundar mun þó annar
mjer hæfari gera skil og skal
jeg eigi fjölyrða um það.
Um leið og jeg að lokum óska
Guðmundi Ásbjörnssyni allra
heilla á þessum límamótum, vil
jeg óska borgurum Reykjavík-
ur þess, að þeir megi sem lengst
njóta forystu hans og starfa
með sama hætti og þeir hafa
nú gert í meira en þrjá áratugi.
Bjarni Benediktsson.
★
ÞAÐ ÞÓTTI engum tíðindum
sæta, er Guðmundur Ásbjörns-
son fluttist hingað til bæjarins.
En nú er hugsað um starf hans
á þann veg, að þar er fagur
kapítuli í sögu Reykjavíkur.
Rúmlega tvítugur kom Guð-
mundur hingað. Hver vissi þá
um framtíð hins unga manns?
Það var öllum og þá einnig hon-
um hulið. En eitt var honum
ljóst: ,,Það er á mig kallað til
starfa. Jeg veit ekki um morg-
undaginn, en jeg veit, að í dag
á jeg að starfa og nota hverja
stundina“.
Þessi aðferð var notuð. Með
einbeittum áhuga gekk hann
kjarkmikill að starfi. Nú sýn-
ir saga hans, hvert komast má.
Aldrei var skorast undan erf
iðinu, en ávallt hendur fram-
rjettar til nytsamra athafna.
í ríkum mæli hefir Guðmund
ur sjeð árangur góðrar iðju.
En aldrei hefir hann gleymt því
að safna sjer einnig andleg-
um fjársjóðum.
Guðmundi hefir verið það
eðlilegt, að stunda iðn sína, fást
við kaupsýslu og taka drjúgan
þátt í stjórnmálum og bæjar-
málum. En honum hefir verið
það jafneðlilegt að taka þátt í
andlegum störfum. Um áratugi
hefir nafn hans verið á skrá
í KFUM.
En honum nægði ekki að vera
þar skrásettur. Þar hefir hann
verið sístarfandi. Trú hans hef
ir sjest í verkinu. í fjelagsstarf
inu er hann allur, með óskift-
um huga. Þar hefir kröftunum
verið beitt til eflingar góðu
'máli. Það er þessu hugarfari
Guðmundar og margra sam-
herja hans að þakka, að ekki
hefir verið beðið um opinbera
styrki kristilegu starfi til stuðn
ings, heldur hefir verið talið
sjálfsagt að starfa með fúsum
fórnarvilja.
Guðmundur hefir sótt fórn-
arfundi KFUM og K með sama
áhuga eins og fundi í bæjar-
stjórn og í bæjarráði.
Um 40 ára skeið hefir Guð-
mundur verið í stjórn KFUM,
og í Kristilegu fjelagi ungra
manna og kvenna hefur hann
oft flutt fróðleg erindi, bæði
hjer í bæ og í Hafnarfirði. —
Þangað fór hann oft fyrr á ár-
um fótgangandi til þess að
halda kvöldfundi í KFUM. —
Sunnudagaskólastarf hafði
hann á hendi í 25 ár og safn-
aðarfulltrúi hefir hann verið í
Hallgrímssókn frá því bænum
var skift í sóknir. Hin kristi-
legu æskulýðsfjelög hafa átt
hauk í horni, þar sem Guðmund
ur er. Snarræði hans og dugn-
aði hefir alltaf mátt treysta. —
Fyrir nokkrum árum skemdist
hús KFUM og K í eldsvoða. —
Þá sást hvers virði það var, að
eiga þá báða að, Guðmund Ás-
björnsson og Knud Zimsen. Þá
og oft endranær var hressandi
að vera með þeim á stjórnar-
fundum fjelagsins. Ávalt var
gott að hlíta ráðum þeirra.
Margir eru þeir, sem leitað
hafa ráða hjá Guðmundi. Á
slíkum samtalsfundum kann
hann að vera fáorður, en altaf
gagnorður. Það er ekki altaf
hátt um loforðin, en þvi meirá
er varið í efndirnar. Þögull og
athugull hlustar hann á vand-
kvæði manna og spurningar, og
eyðir ekki mörgum orðum að
loforðunum. En hjer sannast,
að þögnin er gull og það kem-
ur skýrt í ljós, að honum er
það mikil gleði, er hann fær
leyst úr vandanum.
Loforð Guðmundar eru betri
en stafur á bók. Jeg trúi ekki
öllu, sem prentað er. En jeg
hefi reynt Guðmund að því, að
orðum hans má treysta, þó að
þau sjeu ekki á pappírinn sett.
Svörin hafa sjest í framkvæmd-
um.
Reykvíkingar, og menn víðs-
vegar um landsins byggðir,
þekkja þrautseigju Guðmund-
ar, sannfæringarkraft hans og
áhuga. En ]»eir eru líka marg-
ir, sem eru í þakkarskuld við
hann, af því að hann hefir með
fögnuði tekið þátt í kristilegu
starfi. Þar sameinaðist starfið
fórninni.
Jeg tala fyrir munn margra,
er jeg á 70 ára afmæli Guð-
mundar þakka honum, að hann
aldrei hefir farið í felur með
trú sína, en áavlt starfað af
alhug, uppvaxandi kynslóð
þessa bæjarfjelags til mikilla
heilla. í slíku starfi hefir hann
unað sjer hið besta og þar hefir
æskugleði hans fengið að njóta
sín.
Þessvegna er hann síungur, og
því er það, að þróttmiklum
æskumanni eru í dag fluttar
árnaðarkveðjur. Jeg tel mjer
það heill og heiður að hafa átt
vináttu hans um svo langt ára-
bil.
Tryggum vini og samverka-
manni árna jeg framtíðarheilla,
og óska þess, að KFUM og K
fái enn um langan aldur að
njóta hinna frábæru starfs-
krafta hans. Jeg veit, að það
samrýmist vel hugsun og vilja
Guðmundar Ásbjörnssonar, að
vjer á afmælisdegi hans biðj-
um þess, að „auðnan rík aldna
prýði Reykjavík".
Bj. J.
★
MEÐAL þeirra mörgu fjelags-
starfa, sem Guðmundur Ás-
björnsson hefur með höndum,
er hann formaður í stjórn út-
gáfufjelags Morgunblaðsins. —
Hefur hann haft þessa for-
mennsku á hendi í 15 ár sam-
fleytt.
Veit jeg, að jeg mæli fyrir
munn allra samstarfsmanna
minna, bæði þeirra sem með
honum eru í fjelagsstjórninni,
og annara þeirra, er við blaðið
vinna, er jeg þakka honum sjö-
tugum fyrir þá miklu hlutdeild,
sem hann persónhlega hefur átt
í velgengni blaðsins alla þá
stund, sem hann hefur haft
formennskuna á hendi. En ekki
síst fyrir þann, mjer liggur við
að segja ómetanlega skerf, sem
hann hefur átt í þeim ráðstöf-
unum, sem gerðar hafa verið til
þess að tryggja sem best rekst-
ur þessa fyrirtækis um langa
framtíð.
Frh. á bls. 8.