Morgunblaðið - 13.10.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖstudagur 13. okt. 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv:stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. A umkvunarlegt kapphlaup ALMNGI hafði ekki fyrr sest á laggirnar en að þar hófst eitt aumkvunarverðasta kapphlaup, sem þar hefur sjest. Þátttakendur voru Alþýðuflokkurinn og kommúnistar. Báðir flokkarnir flytja þar frumvarp um svipaða breytingu á geng- islögunum, báðir um lögfestingu 12 klst. hvíldar á sólarhring á togaraflotanum. Þingmenn Alþýðuflokksins flytja auk þess tillögu um að ríkisstjórninni sje falið að gera allt sem unnt er til þess að ieysa togaradeiluna. Ef útgerðarmenn gangi ekki að kröfum sjómanna, þá skuli ríki og bæjarfjelög taka við rekstri þeirra og gera skipin út með aðstoð stofnlánadeildar sjávarútvegs- ins. — Loks flytur Alþýðuflokkurinn þingsályktunartillögu um athugun á atvinnuhorfum í kaupstöðum og kauptúnum. Þetta eru þá „úrræði“ Alþýðuflokksins. Hann hefur for- ystu í þeim samtökum sjómanna, sem standa að togaraverk- fallinu, sem nú hefur staðið yfir í hálfan fjórða mánuð. Sú forysta hefur verið svo aum og vesældarleg að þegar borin er fram miðlunartillaga af sáttanefnd, er ríkisstjórnin skip- ar, þá þorir Alþýðuflokksforustan í sjómannafjelögun- um ekki að taka afstöðu með henni nje mót. Hún er hlut- laus. Kommúnistar hamast hinsvegar á móti henni og til- iagan er felld. Svo gerist ekkert. Hver vikan líður á fætur annari. Tog- araverkfallið veldur þjóðinni meira og meira gjaldeyristapi og skapar vandræði og allt að hallæri meðal sjómanna og verkamanna í ýmsum verstöðvum. Þá kemur Alþingi saman og Alþýðuflokkurinn flytur þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni „að gera allt, sem unnt er til að koma á sættum í deilunni“ svo að orð Alþýðuflokksins sjeu notuð. Er hægt að hugsa sjer aumingjalegri og yfirborðslegri fram komu í slíku máli. Alþýðuflokkurinn ber það ekki við að íeyna að koma á skjótum sáttum í þessari deilu á þeim vett- vangi, þar sem hann er ábyrgur og á að heita að hafa forystu, nefnilega í samtökum sjómanna. Þar er hann hlutlaus, þegar iim er að ræða miðlunartillögu. En þegar þing kemur saman rjúka þingmenn hans upp og þykjast hafa unnið afrek með því að skora á ríkisstjórnina að leysa þann vanda, sem flokks- bræðrum þeirra bar skylda tihað hafa fyrir löngu átt hlut í að leysa!!! Engum dylst að atvinnuástandið er hið ömurlegasta í mörgum kaupstöðum og sjávarþorpum landsins um þessar mundir. A togaraverkfallið drjúgan þátt í því. Svo koma mennirnir, sem eru potturinn og pannan í því að þjóðin hefur glatað tugum milljóna króna í erlendum gjaldeyri og auk þess beðið hrapalegt atvinnutjón og bjóða upp á „athug- un á atvinnuhorfum í kaupstöðum og kauptúnum“!!! Nei, það er ekki „athugun á atvinnuhorfum“ og ný nefnd, sem fólkið í verstöðvunum þarfnast fyrst og fremst nú. Það þarfnast þess að togaraverkfallinu ljúki, að skipin komist úr höfn. Hinsvegar ber brýna nauðsyn til þess að rannsaka, hvernig hægt sje að bæta vjelbátaútgerðinni og hraðfrystihúsunum það verðfall, sem orðið hefur á afurðum þeirra og greiða íram úr þeim markaðserfiðleikum, sem þessar þýðingarmiklu greinar sjávarútvegsins eiga við að stríða. Skrumtillögur Alþýðuflokksins miða engan veginn í þá átt að nokkuð raunhæft verði gert á þessu sviði. Þær eru aðeins yfirborðsjóðl manna, sem vita sig bera meginþunga ábyrgð- arinnar á stöðvun togaraflotans í hálfan fjórða mánuð. A meðan að Alþýðuflokkurinn var í stjórn var hann á móti 12 stunda hvíld á togurunum. Þá fluttu kommúnistar jnálið. Nú er Alþýðuflokkurinn í stjórnarandstöðu. Þá hleyp- ur bgnn í kapp við kommúnista um flutning þess. Um tólf stunda vinnutíma á togurunum er annars það að segja að mjög væri æskilegt að geta komið honum á. Togara- sjómenn vinna erfiða vinnu og þurfa sannarlega ekki síður á slíkri hvíld að halda en þeir, sem vinna hægari og Ijettari ítörf í landi. En kjarni málsins er að við getum staðist keppi- nautum okkar súning. Engin þeirra hefur lögleitt 12 stunda hvíld á botnvörpuskipum á sólarhring. Víhverjirtrifa': R DAGLEGA LÍHNU SVARTUR MARKAÐUR OG SMYGL ÞAÐ HEFIR verið opinbert leyndarmál, að hjer í bænum hefir fengist á svokölluðum svört um markaði glysvarningur allskonar, „gæja- slifsi“ og nýlonkvensokkar. Hefir verið fullyrt, að þessari vöru væri smyglað með millilanda- skipum. Nýlega birtu bæjarblöðin frjett frá yf- irvöldunum, sem styrktu menn í þeirri trú, að talsvert væri smyglað af glysvarningi með skip unum, því komist hafði upp um smygltilraunir á margskonar varningi. Vegna blaðaskrifa og umtals um smygl og smygltilraunir hefir Eimskipafjelag íslands nú tilkynnt starfsfólki sínu á skipunum, að það varði stöðumissi, ef það geri tilraunir til smygls í framtíðinni. • KVABBIÐ Á SJÓMÖNNUNUM MEÐ STRANGARA tolleftirliti og ráðstöfun- um Eimskipafjelagsins má gera ráð fyrir, að mikið dragi úr smygli á vörum til landsins með skipunum og er gott eitt um það að segja. En það eru ekki ávalt sjómennirnir sjálfir, sem eiga frumkvæðið þegar vörur finnast hjá þeim sem ekki er innflutningsleyfi fyrir. Það hafa sagt mjer sjómenn, sem lengi hafa siglt á millilandaskipunum, að ein versta plága á þeim sjeu vinir þeirra, sem sjeu að biðja þá að taka fyrir sig pakka frá útlöndum. — Þetta kvabb sje alveg óþolandi og komi þeim oft í slæma klípu. • ÞÁ ER NÓG TIL AF GJALDEYRI HEIMILDARMENN mínir í sjómannastjett fullyrða, að ekki vanti gjaldeyrinn þegar verið sje að biðja þá að kaupa þetta eða hitt í er- lendum höfnum. Þá fljóti bæði dollarar og pund. Þeir, sem kvabba á sjómönnum um að kaupa fyrir sig þetta eða hitt ætlast ekki einungis til, að þeir eyði takmörkuðum frítíma sínum er- lendis til vörukaupa, heldur að þeir komi vör- unum til landsins, án þess að fyrir sje innflutn ingsleyfi, eða löðboðinn tollur greiddur. • SVARTAMARKAÐSUPPBOÐ BOÐAÐ hefir verið að innan skamms verði smyglvarningur sá, sem tekin hefir verið í millilandaskipunum seldur á opinberu uppboði. Það verður eitthvað sögulegt við það uppboð ef að vanda lætur. Engin hætta á að vörurnar fari undir kostnaðarverði þar. En það verður löglegur svartimarkaður hins opinbera og vör- urnar lenda að lokum á svartaðmarkaðnum, þangað, sem þær áttu upphaflega að fara. Slík svartamarkaðsuppboð hafa svo sem ver ið haldin áður og er skemmst að minnast upp- boðsins á Hafnarfirði fyrir um tveimur árum er fólkið ljet eins og það væri sturlað til að sprengja upp verðið á gliijgri, sem þá var selt, • ÖNNUR AÐFERÐ ERLENDIS VÍÐA erlendis og t. d. í Danmörku hafa yfir- völdin aðra aðferð til að eyðileggja svarta- markaðinn fyrir bröskurum. í Danmörku eru leyfðar svonefndar ,.do!larabúðir“. Þar geta er- lendir menn keypt fyrir erlendan gjaldeyri margskonar vörur, sem ekki er annars leyfður innflutningur á. Tóbak, áfengi, nylonsokka, á- véxti og fleira. • RÍKIB FÆR TOLLANA Á ÞENNA hátt tryggir danska ríkið sjer, að það fær þó að minnsta kosti tolla greidda af vör- unum, sem annars væri smyglað til landsins og auk þess nokkrar tekjur í erlendri mynt. Mætti ekki komá upp slíkum markaði hjer á landi. Það myndi vafalaust að miklu leytí losa sjómennina okkar við kvabbið og það yrði ekki verra, en svartamarkaðsuppboð ríkisins. • KLUKKAN ENN Á DAGSKRÁ SENN líður að því að klukkunni verður seink- að, eins og mælt er fyrir í reglugerð. Eins og venja er til þegar að því kemur vor ög haust, að flýta eða seinka klukkunni, fara að heyrast raddir um, að þetta hringl með klukkuna tvisvar á ári sje hin mesta vitleysa, sem fáum komi að gagni. Klukkan eigi að vera rjett og ekkert eigi að vera að rugla með hana fram og aftur. Vafalaust eru skiftar skoðanir um þetta sem fleira í þjóðfjelaginu. Og við erum nú búin að hafa sumartíma um nokkura ára skeið og hefir það yfirleitt gefist vel. Og fyrirhöfnin með að breyta klukkunni tvisvar á ári er ekki svo mikil, að ekki sje hægt að halda því áfram. ÍÞRÓTTIR Skólamótið SKÓLAMÓTIÐ í frjálsíþróttum fór fram um síðustu helgi. Úr- slit urðu þau að Menntaskólinn bar sigur úr býtum. Hlaut hann 79 stig, en Háskólinn, sem var næstur, hlaut 63 stig, Verslunar- skólinn hlaut 31 stig, Kennara- skólinn 15, Gagnfræðaskóli Vest- urbæjar 15, Gagnfræðaskóli Aust urbæjar 14 og Samvinnuskólinn, Kvennaskólinn og Flensborg 8 stig hver skóli. Helstu úrslit í einstökum grein- um urðu sem hjer segir: 110 m. grindahlaup: — 1. Ingi Þorsteinsson M 15,8 sek. 2. Rúnar Bjarnason M 16,5 sek. 3. Valdi- mar Örnólfsson M 19,3 sek. og 4. Jón Böðvarsson M 20,5 sek. 1500 m.: — l. Sigurður Guðna- son GA 4.38,2 mín. 2. Þórir Ól- afsson M 4.41,6 mín., 3. Eiríkur Haraldsson M 4.57,4 mín. og 4. Magnús Aspelund M 4.59,0 sek. 100 m.: — 1. Ólafur Örn Arnar- son M 11,2 sek. 2. Rún3r Bjarna- son M 11,3 sek. 3. Þorvaldur Ósk- arsson GV 11,5 sek. og 4. Baldur Jónsson H 11,6 sek. — f undan- rás hlupu þessir allir á 11,2 sek. Spjótkast: — 1. Halldór Sigur- geirsson H 55,05 m. 2. Sverrir Ólafsson H 44,52 m. 3. Ólafur Þórarinsson F 44,30 m. og 4. Bragi Friðriksson H 40,64 m. Kringlukast: — 1. Sigurður Júlíusson H 41,41 m. 2. Bragi Friðriksson H 39,48 m. 3. Sverrir Ólafsson H 35,43 m. og 4. Krist- ján Sigurðsson M 32,43 m. Hástökk: — 1. Gunnar Bjarna- son GA 1,70 m. 2. Eiríkur Har- aldsson M 1,70 m. 3. Jafet Sig- ‘ urðsson M 1,65 m. og 4. Árni Guðrhundsson K 1,60 m. Langstökk kvenna: — 1. Hafdís Ragnarsdóttir V 4,32 m. 2. Sig- rún Sigurðardóttir F 3,70 m. — (Fleiri kepptu ekki). Stangarstökk: — 1. Ásgeir Guð- mundsson K 3,25 m. 2. Baldvin Árnason GV 3,15 m. 3. Bjarni Guðbrandsson GV 3,15 m. og 4. Valdimar Örnólfsson M 3,05 m. 4x100 m. boðhlaup kvenna: — 1. Verslunarskólinn 59,4 sek. ■— (Fleiri sveitir mættu ekki til leiks). 1000 m. boðhlaup: — 1. Mennta skólinn (A-sveit) 2.07,8 mín. 2. Háskólinn 2.11,3 mín. 3. Mennta- skólinn (B-sveit) 2.13,8 mín. og 4. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar 2.18,1 mín. Kúluvarp kvenna: — 1. Mar- grjet Margeirsdóttir V 8,65 m. 2. Helga Bjarnadóttir Ke 8,38 m. og 3. Erla Eggertsdóttir Kv 7,31 m. (Fleiri kepptu ekki). Kúluvarp: — 1. Bragi Friðriks- son H 12,87 m. 2. Ólafur J. Þórð- arson S 12,81 m. 3. Þórður B. Sigurðsson H 11,68 m og 4. Krist- ján Sigurðsson M 11,57. Langstökk: — 1. Gunnlaugur Jónasson, H, 6,25 m., 2. Valdi- mar Örnólfsson M 6,11 m. 3. Ól- afur J. Þórðarson S 6,07 m. og 4. Ásgeir Guðmundsson K 5,90 m. 100 m. hlaup kvenna: — 1. Hafdís Ragnarsdóttir V 13,1 sek. 2. Valva Ásgrímsdóttir Kv 14,6 sek. 3. Margrjet Margeirsdóttir V 15,2 sek. og 4. Helga Bjarna- dóttir Ke 15,4 sek. 4x100 m. boðhlaup: — 1. Menntaskólinn (A-sveit) 46,7 sek. 2. Menntaskólinn (B-sveit) 46,9 sek. og 3. Háskólinn 47,8 sek. 400 m. hlaup: — 1. Gunnlaugur Jónasson, H, 54,8 sek. 2. Þor- valdur Óskarsson GV 55,9 sek. 3. Þórir Ólafsson M 57,6 sek. og 4. Eiríkur Haraldsson M 60,7 sfck. Rússar hugsa um þáttföku í Ólympíu- leiunum 1952 Viija að íþróltamenn sínir skreppi aðeins fil að keppa, en dvelji ann- ars heima ' HELSINKI 11. okt. — Finnar hafa leyft að væntanlegir þátt- takendur Rússa í Olympíuleikun um 1952 búi í sjerstökum búð- um nálægt Leningrad og komi þaðan flugleiðis til Helsinki, þeg ar þeir þurfa að keppa. Þessi málaleitan Rússa behd ir til, að þeir hafi hugsað sjer að taka þátt í Ólympíuleikun- um 1952. í fyrra mánuði sagði rússneski íþróttaleiðtoginn Kuk usjin, að Sovjetríkin myndu ekki ákveða um þátttöku sína fyrr en þeir vissu, hvort ríki f jandsamleg Rússlandi yrðu þar með. . . Iþróttaleiðtogar hjer blnda á þá samþykkt Alþjóða-Ólympíu nefndarinnar að efigin þjóð geti tekið þátt í Ólympíuleikunum nema þar sje starfandi Ólympíu nefnd. Rússar hafa ekki enn stofnsett hana, en þeir eru þó meðlimir í ýmsum alþjóða-sjer- samböndum. — NTB — Reuter*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.