Morgunblaðið - 26.10.1950, Blaðsíða 5
I Fimtudagur 26. okt. 1950.
MÚRGUN BLAÐlb
ann viil auðveiils sförfiii. amka
afköstin eg
VIÐ HUGVXT.S-
ÍSiSXBl 11II
EHIEAD
jr
1
ílÖtíl'K KEYNSLUTlMI
HARALDUR KRISTJÁNSSON
heitir slökkviliðsstjórinn í
Hafnarfirði. Hann tók við
starfinu 1. desember 1949.
Hann bjó sig meðal annars
undir það, með því að vinna
Um skeið með slökkviliðsmönn
um í Reykjavík. Þá brá svo
við, að húsbrunar gerðust hjer
mjög tíðir, og ekki leið á löngu
þar til sýnt varð, að íkveikj-
urnar væru af mannavöldum.
Reykvísku slökkviliðsmennirn
ir báru það á Harald að hann
væri sökudólgurinn. Þeir sögðu
sem svo: Þú ert kominn til
okkar til þess að læra að fást
við eld, og nú ertu farinn að
kveikja í, bölvaður, til þess að
fá einhver verkefni. En
skömmu síðar hafðist upp á
manninum með ikveikjuæðið,
og sakleysi Haraldar lá ljóst
fyrir, þótt skylt sje'raunar að
bæta því við, að aðdróttanir
starfsbræðra hans í Reykjavík
hafi meira verið settar fram í
gamni en alvöru. En reynslu-
tíminn hjá reykvíska slökkvi-
liðinu varð hafnfirska nem-
anum hinn gagnlegasti — enda
feikinóg að gera.
HÖNG SAGA
ETEG SKRAPP SUÐUR í Hafnar
fjörð í síðustu viku og heim-
sótti Harald. Jeg fór þó ekki
til hans þeirra erinda að fræð-
ast um húsbruna og slökkvi-
liðsstörf. Jeg hafði heyrt, að
Haraldur væri upphafsmaður
tveggja vjela, sem þættu
merkilegar í Hafnarfirði, og
raunar víðar. Mjer hafði verið
bent á, að Haraldur og vjel-
arnar hans væru efni í blaða-
grein.
Haraldur býr við Tjarnar-
braut 21 í Hafnarfirði. Húsið
hans stendur við tjörnina eða
lækinn þeirra Hafnfirðinga.
Þar er fagurt húsastæði og þar
fara Hafnfirðingar á skauta á
vetrum. Haraldur er einn
þeirra Hafnfirðinga, sem iðka
skautaíþróttina. Hann er 45
ára.
Hann tók á móti mjer í stof-
unni á heimili sínu. Hann bauð
mjer að reykja og svo sagði
jeg: Jæja, við skulum snúa
okkur að efninu. Hvað viltu
segja mjer um vjelarnar þín-
ar?
— Það er löng saga, sagði
Haraldur. Hvar á jeg að
byrja?
MARGT TIL BÖTA
BVO SAGÐI HANN: JEG HEF
unnið við fiskverkun frá því
jeg var unglingur. Jeg var í
fimmtán ár verkstjóri hjá Bæj
arútgerð Hafnarfjarðar, en
hætti um áramótin 1947—48.
! — Maður fór snemma að
1 velta því fyrir sjer, hvort ekki
væri hægt uð ’oreyta eitthvað
um vinnuaðferðir og gera fisk
inn um leið að betri markaðs-
vöru. Og margt var gert til
bóta. 1934 byrja Hafnfirðingar
til dæmis að „hífa“ fiskinn úr
togurunum í stað þess að kasta
i honum upp á bryggjuna. Ár-
angurinn var mun betri fisk-
meöferö, auk þess sem vinnan
varð ljettari í lestunum. Við
ljetum smíða sjerstakt trog,
til þess að ná fisknum upp á
dekk, og síðan var hann tek-
inn í trogum upp á bílana.
Fiskurinn varð fallegri fyrir,
og allir voru ánægðir. Og fleira
var gert til hagræðis og í fram
faraátt.
AUKIÐ ÖRYGGI
BORÐÞVOTTAVJELIN „byrj-
aði að fæðast“ 1947. Við stóð-
um tveir að henni: Þorbjörn
Éyjólfsson, verkstjóri hjá Ein-
ari Þorgilssyni og Co., og jeg.
1947 byrjuðum við að ræða
um smíði vjelarinnar og 1948
var hún tekin í notkun. Hún
þvær lestarborð úr togurum,
og síðan hún var tekin í notk
un hafa lestarborð Hafnar-
íjarðartogaranna ekki verið
þvegin á annan hátt. Togara-
eigendurnir á staðnum eiga
hana í fjelagi.
— Við lögðum í talsverðan
kostnað við að smíða vjelina,
en nú mundi samskonar vjel
verða um helmingi ódýrari.
— Sjómenn og útgerðar-
menn eru ánægðir með hana.
Hún er ekki rúmfrek. Hún er
tekin um borð í togarann, sem
notar hana hverju sinni. Hún
afkastar miklu og hreinsar
borðin mun betur en með hand
aflinu. Það er í raun og veru
gjörbreyting að þvo borðin
með vjel, því að með því hef-
ur öryggi við fiskgeymsluna
stóraukist.
— Vjelin þvær um þúsund
borð á klukkutíma. Hún er
tvo til tvo og hálfan tíma að
þvo úr litlu skipunum og'hý-
sköpunartogara afgreiðir hún
á um það bil fjórum tímum.
Án vjelarinnar tekur borða-
þvotturinn í nýsköpunartogara
um 6C vúnnustundir.
FISKÞYOTTAVJELIN
— EN JEG VAR FARINN AÐ
brjóta heilann um fiskþvotta-
vjel löngu áður .en borðavielin
var tekin í notkun. En annir,
peningaskortur og fleira olli
því, að málið dróst á langinn.
sem fullsmíðaður var í iúní,
hefur eingöngu það verkefni að
annast þvott á fiskinum. 1 hin
um hlutanum á að fara fram
úrskurður á blóði úr hnakka
og himnudráttur úr þunnild-
um. Þegar sá hluti er tilbúinn,
er þessari vjelarsmíði Iokið.
Og jeg vona, að það verði að
öllu forfallalausu í desember.
— Fiskþvottavjelina á jeg.
Hún er núna í notkun hjá
Verslun Einars Þorgilssonar.
Miðað við átta stunda vinnu-
I FRASOGUR FÆRANDI
— 1949 var jeg þó búinn að
smíða líkan af vjelinni. Jeg
sýndi tveimur stjórnendum í
fiskimálanefnd líkanið, þeim
Óskari Jónssyni og Þorleifi
Jónssyni, og þeir hvöttu mig
eindregið til að halda lengra.
í apríl sama ár skrifaði jeg svo
fiskimálanefnd og fór fram á
styrk til smíðarinnar.
— Þegar svarið barst — og
það var jákvætt — var kostn-
aðarverð áætlað um 70 þús-
und krónur. Neíndin hjet því
að láta mig fá allt að 50 þús-
undir, og jeg nófst handa um
að láta framkvæma smíðina.
— Það var um síðustu ára-
mót. Og í júní í ár var fyrri
hluti vjelarinnar fullgerður, og
nú er verið að smíða seinni
hlutann. Þar hefur það valdið
mjer nokkrum töfum, hve erf-
itt hefur verið að útvega efni,
fá nauðsynleg Ieyfi, yfirfærsl-
ur og fleira.
100 SKIPPUND Á DAG
— SÁ HLUTI VJELARINNAR
dag, skilar hún um 100 skip-
pundum á dag. Það samsvarar
vinnu tuttugu til tuttugu og
fimm stúlkna. En einn af aðal
kostum vjelarinnar er sá, hve
fljótt hún skilar fiskinum full-
þvegnum. Hver fiskur er um
átta sekúndur í vatnir.u og
gegnblotnar því ekki. En marg
ir telja það einmitt aðalskil-
yrði þess, að fiskurinn verði
góð markaðsvara. Með gömlu
aðferðinni vill það hinsvegar
brenna við, að hann verði of
blautur.
ÞETTA ER FRAMTÍÐIN
ÞEGAR HJER VAR KOMIÐ
frásögn Haraldar, mæltist jeg
til þess að fá að sjá vjelina
hans í gangi. Við komum í fisk
geymsluhús, þar sem verið var
að pakka fisKi. Haraldur náði
í verkstjórann og tjáði honum
að hjer væri Kominn blaðamað
ur og hann vildi fá að vita,
hvort það væri nokkuð gagn í
þessari þvottavjel.
Verkstjórinn vísaði leiðina
út í þvottahúsið og þar stó£l
vjelin, verkleg og gljáandi.
Hann setti hana í gang og
sendi nokkra fiska í gegnum
hana, rjett til þess að sýna
mjer aðferðina. Hann sagði, a
þrjár stúlkur ljetu í vjelina,
eins og hún væri núna, og tveir
karlmenn tækju frá henni. En
þegar fimm væru við vjelina,
væri hún í fullum gangi.
Um árangurinn af starfi
vjelarinnar hafði hann annara
þetta að segja: Hún þvær fisk-
inn að minnsta kosti eins vel
og þegar hann er handþveeirm
— jeg tel raunar, að hún geri
þetta betur. Þetta er framtíðar
aðferðin, alveg vafalaust, þó
að breytingin taki auðvitaÁ
sinn tíma.
Verkstjórinn gat þess enn-
íremur, að ufsi á Ameríku-
markað hefði verið þveginn I
vjelinni í sumar og fengið hina
ágætustu dóma matsmanna.
KULDI OG ERFIÐl
ÞAÐ VAR AUÐHEYRT A
Haraldi, að hann var bjart-
sýnn á framtíð þessarar vjelar
sinnar og „viðbótarinnar'*,
sem nú er í smíðum. Hann
telur líká nær óhjákvæmi-
legt, að vjelaaflið verði hag-
nýtt meir en nú við fram-
ieiðslu íslenska saltfiskjar-
ins.
— Það er til dæmis orðið
mjög erfitt, segir hann, að fá
stúlkur til fiskþvottar. í gamla
daga var það sjaldgæft, a®
karlar ynnu að fiskþvotti. E»
á síðustu vertíð stundaði fjö3d*
karlmanna þessa vinnu.
— Það er heldjur alls ekkit
kvenmannsvinna að standa víðt
að þvo saltfisk í febrúar og
mars, á kaldasta tíma ársins.
Þetta er fullstrembin vinna»
fvrir fíleflda karlmenn. Jeg
minnist þess líka hjer áður
fyrr, að það kom fyrir í mikl-
um kuldum, að stúlkurpar
fjellu í yfirlið við körin. Þá
þótti það líka heilmikil bylting
þegar byrjað var að hita up]»
þvottahúsin í mestu frostun-
um.
G.J.Á.
Horfni aiomfræð- J
ingurinnenná i
dagskrá
STOKKHÓLMUR, 25. október.
- Upplýsingar, sem fram komu
1 Svíþjóð í dag, benda til þess„
að kona breska atomvísinda-
mannsins Bruno Pontecorvo —
en hann er, eins og kunnugt er,
horfinn — hafi verið búin að
útvega sjer vegabrjefsáritun til
eins landanna í Austur-Evrópu.
Talið er líklegast, að Ponte-
corvo, kona hans og börn þeirra
þrjú, sjeu nú í Rússlandi.
Eitt dagblaðanna í Helsing-
fors skýrði svo frá í kvöld, afí
frjettamaður þess hefði „í gær-
kvöldi“ haft tal af ónafngreind-
um manni' sem sjeð hefði atom-
fræðinginn og- fjölskyldu han»
við flugvöll borgarinnar 2. sept.
— Reuter4
MYNDIN er tekin í Hafnarfirði, þegar fiskþvottavjel Haraldar Kristjánssonar var reynd. Þrjár
stúlkur láta í vjelina, sem er fyrir aftan þær. Harald ber í piltinn næst myndavjelinni, vinstra
megin. Afköst vjelarinnar: Um 100 skippund á dag. — Efri myndin er af vjelinni, sem þvær
lestarborð Hafnarfjarðartogaranna.
Ásökun
TEL AVIV — Stjórnarvöld ísra-
elsríkis sökuðu nýlega sýrlenska
hermenn um að hafa rænt þrem-
ur Aröbum og flutt þá til S’ýr-
lands. .1