Morgunblaðið - 19.12.1950, Side 14

Morgunblaðið - 19.12.1950, Side 14
14 MORGUNBLAÐlh Þriðjudagur 19. des. 1950, —— Framhaldssagan 24 ...... TACEY CROMWELL Skáldsaga eftir Conrad Richter. . iiiim imi«iiii iiiwiiii i ii-wrrnmr-i ..“*“ ■* £13itt$t3áMataib9$* Hákon Hákonurson Mitt persónulega álit, og Matts líka, var að Gaye hefði ísíst hækkað í tign við þessa nýju stöðu. Jeg heyrði hann 3xka kvarta undan því einu x inni að hann væri ekki annað en venjulegur skrifstofuþræll og nyti ekki eins mikils álits og hann hafði gert við spila- bankann. En svo var það eitt kvöld í mars að hann kom inn í Sports Club veitingastofuna. Will^flendricks var að tapa sín um síðasta eyri við spilaborðið og stór hópur manna stóð allt í kring og fylgdist með. „Lofið mjer að reyna“, kall- aði Gaye og tróð sjer að borð- inu. Hann tók teningana og kast aði þeim, en þeir ultu út af borð inu og lentu í hrákadalli. Hendricks, auðugur naut- gripaeiganai. bölvaði honum í sand og ösku en Gave tók ten- ingana rólega upp og bað um Mút til að þurrka af þeim. Það sló bögn á hópinn og allir horfðu á hann á meðan hann þurrkaði teningana og velti þeim rannsakandi á milli fingra sjer. Áður en þeir voru orðnir þurrir, var eigandi þeirra rok- inn út í veður og vind og mað- urinn við hjólið og aðstoðar- maður hans lágu fyrir fótum Gaye. Sagan flaug eins og eld- ur í sinu um allan bæinn, hvern ig Gaye hefði komið upp um fölsuðu teningana. — Hann geymdi þá hjá sjer í bankanum og fólk gerði sjer ferð til að fá að sjá þá hjá honum, og hrósa honum fyrir afrekið. Hann hækkaði mikið í almenningsá- liti fyrir þetta og skömmu seinna var honum boðið að taka bátt í samsæti sem Bisbee Social klúbburinn hjelt. Það var mikill heiður og mig langaði til að vita hvernig Tacey hefði orðið við frjettirn ar. Jeg fjekk aldrei tækjfæri til að fara upp á Yongblood Hill og þegar það kom fyrir sem var mjög sjaldan, að jeg mætti henni niðri í bænum, þá gekk hún framhjá mjer eins og hún þekkti mig ekki en leit snöggv ast aðvarandi á mig eins og hún vildi_ segja að mjer væri rjett- ara að yrða ekki á hana. Jeg man vel eftir því eitt sinn þegar jeg mætti henni. Jeg hafði sjeð Gaye. ‘ganga eftir götunni skömmu áður en hann nam stað ár fyrir framan annað hvert hús til að spjalla við mennina, sem stóðu úti á gangstjettinni. Nokkrum mínútum síðar gekk Tacey eftir götunni á leiðinni á markaðinn. Hún var ein, eng- inn talaði við hana og hún yrti ekki á neinn. Mig langaði tii að fara yfir götuna og ganga með henni dálítinn spotta en jeg þorði það ekki. Jeg velti því oft fyrir mjer hvort hún sæi ekki eftir því að hafa sent Gaye burt. Hún hafði ábyggilega ekki vitað það fyrir, hvernig myndi fara. Hún bjó enn í Brewery Gulch og saumaði fyrir fólk en Gaye var á hraðri leið upp þjóð fjelagsstigann. Með hverjum mánuði breikkaði bilið milli þeirra. Einn sunnudaginn sá jeg hvar hann sat í skrautlega vagn inum hjá Fred Lawrence. Þeir voru á leiðinni út í veiðimanna klúbbinn. Og annan dag í maí fór hann í heimsókn í Watrous húsið í nýjum bláum jakka og gráum buxum eins og hefðar maður. Og loks var hann kos- inn um.sjónarmaður með íþrótta keppninni sem átti að fara fram 4. júlí. Þá vissi jeg að aldrei mundi vera hægt að brúa bilið sem orðið var á milli hans og Tacey. Allt var nú orðið eins og það átti a#vera, fannst fólkinu á Quality Hill, og þakkaði ung- frú Rudith það. Þeim stóð ekki meiri stuggur af Tacey lengur en það að mjer var leyft að fara í heimsóknir í Brewery Gulch. Matt ætlaði að taka þátt í tvímenniskeppni með honum. Faðir Matts ætlaði að æfa okk- ur. Hann hafði komið heim frá Alaska haustið áður. Matt hafði ekki sjeð hann í þrjú eða fjög- ur ár. Allan þann tíma hafði fjölskyldan varla haft í sig og á. En einn laugardagsmorgun- inn birtist faðir Matts í aðal- versluninni ásamt konu og börn um og keypti á þau föt frá toppi til táar. Hann spurði aldrei um verðið, en eftir því sem Matt sagði mjer hlaut upphæðin að hafa verið orðin geysihá, því að afgreiðslumennirnir höfðu ekki við að hlaupa í kringum föður Matts og sækja það fram sepn hann bað um. Matt sagði að hann hefði selt sinn part í Klondikenámunni fyrir fimm þúsund dali. Mest af því fje var til þurrðar gengið þegar hann kom jtil Bisbee, og það litla sem eftir var, eyddist fljótlega. — Skömmu seinna fór hann að vinna aftur í Czar-námunni. Það var skrítið að vera í Bre wery Gluch og fara ekki upp til Tacey. Hús föður Matts stóð á breiðri klettasillu og við æfð- um okkur í að bora í stein í garð inum hjá honum. Þegar skólinn hætti, æfðum við okkur á morgnana og síðari hluta brýnd um við meitlana í gamalli smiðju sem faðir Matts átti. — Hann var þrekvaxinn maður með mikla vöðva og lítil blóð- hlaupin augu. Það var sagt að hann hlýddi ekki reglunum sem giltu fyrir námumenn niðri í námunum en gerði eins og hon- um sýndist. En hann var ákaf- lega laginn við að bora og fljót ur og hann kenndi okkur að skii/ ast á án þess að stoppa. „Um að gera að slá fast og reglulega“, sagði hann. „Það er það eina sem dugar í stein- inn“. „Láttu þá hvíla sig“, sagði konan hans. „Þeir eru þreytt- ir“. „Hvíla sig“, kallaði hann. — „Þeir verða að reyna á sig ef þeir eiga nokkurn tímann að geta eitthvað“. Og svo sneri hann sjer aftur að okkur. „Hald ið þið áfram, drengir. Styrkið vöðvana“. En þegar kunningjarnir komu til hans, þá gleymdi hann okk- ur og fór að segja þeim frá Klondike. Það var uppáhalds- umræðuefnið hans. Matt og jeg fleygðum okkur þá á magann og hlustuðum á samræðurnar. Undir yfirborðinu var alltaf frost í jörðinni í Klondike sem þiðnaði aldrei, ekki einu sinni á sumrin og þeir þurftu alltaf að kveikja bál á morgnana áð- ur en þeir gátu byrjað að grafa. Mier fór að falla vel við þenn an ruddalega gamla mann. En hann var strangur. Um leið og hann fór aftur til vinnunnar klukkan þrjú á daginn, fórum við Matt og fengum okkur að drekka og borða. Stundum gáfu konurnar okkur smápeninga ef við fórum í erindi fyrir þær, annars söfnuðum við tómum vínflöskum og seldum þær og svo keyptum við okkur sælgæti fyrir peningana. Suma dagana fannst mjer eins og í gamla daga, en það var aldrei nema stutta stund. Brewery Gulch var ekki eins og áður. Jeg gat ekki gleymt Tacey, og oft var mjer litið upp að húsinu hennar, en jeg sá aldrei neina hreyfingu þar. Jeg vissi_samt að hún mundi vera heima. Oftar en einu sinni gekk jeg upp O.K.-götuna og fram hjá tröppunum hennar, en jeg þorði aldrei að fara upp. Jeg var viss um að henni mundi vera illa við að jeg kæmi. Og sárar endurminningar mundu vakna hjá henni. Hún hlaut að vita að Gaye fór núna oft einn í heimsóknir í Watroushúsið og fólk var farið að stinga saman nefjum og nefna þau saman Gaye og ungfrú Rudith. Þá sagði Matt mjer nokkuð, sem jeg átti bágt með að trúa. Það var sunnudagur og við lág- um á bak við hesthúsið hjá okk ur á Quality Hill. „Hann heimsækir hana allt- af“, sagði Matt. „Hver?“ spurði jeg. „Hálfbróðir þinn heimsækir alltaf Tacey Cromwell“. „Hvaða vitleysa“. „Víst er það satt. Jeg hefi sjeð hann með eigin augum. — Hann kemur þegar það er orð- ið dimmt með hattinn ofan í augum en jeg þekki hann samt“. Jeg varð mjög undrandi yfir þessu sem Matt hafði sagt og mjer líkaði það alls ekki. Ekki veit jeg hvernig á því stóð, því að þegar við bjuggum öll sam- an, fannst mjer ekkert athuga- vert við það. „Þú heldur að jeg sje að ljúga“, sagði Matt. „Þegar jeg sje hann næst, skal jeg sækja þig“ En þegar hann kom, vissi jeg ekkert hvað hann var að fara. Það var tveimur kvöldum fyr- ir keppnina og jeg var þreytt- ur eftir æfingarnar um daginn og ætlaði að fara að hátta. Þá var barið að dyrum og frú Her- ford opnaði. Matt stóð úti fyr- ir. — 34. Krabbasúpan var sterk og góð, og þegar jeg var búinn að borða, var jeg til í að leita fleiri ævintýra. Hauskúpan, leðurblökurnar og önnur eymd urðu að eiga sig og sjá um sig sjálf, það eina, sem jeg hugsaði um, voru stóru, þungu kisturnar. Aftur kveikti jeg á blysinu og hjelt inn í fjár- hirsluna. Þrjár kisturnar voru svo þungar, að jeg gat ekki bifað þeim, en sú fjórða var ekki verri en það, að jeg gat rjett lyft henni. Jeg ákvað að draga hana út í dagsbirtuna, en fyrst gerði jeg tilraun til að opna hinar þrjár. Jeg reyndi með vopninu mínu, en það tókst ekki. Þá brenndi jeg I kringum lásinn á einni kistunni og eftir dálitla stund heppn- aðist mjer að ná lokinu af. Kistan var full af silfurskálum og könnum, fötum og disk- um, silfurskeiðum og silfurgöfflum, og svei mjer þá, —• þarna fann jeg hníf líka. Svo var þar heilmikið af pening- um, gull, silfur og koparpeningum. En hvað hafði jeg' að gera með peninga? Gamalt spjót hefði verið dýrmætara fyrir mig. Önnur kistan var full af dýrlegum skartgripum, og í þeirrí þriðju fann jeg mikið af silfurborðbúnaði og beittan hníf, skreyttan gimsteinum. Jeg tók með mjer silfurdisk, djúpt fat, einn gaffal og skeið og dró ljettustu kistuna á eftir mjer í gegnum hell- inn. Þegar jeg kom út, var farið að bregða birtu, svo að jeg varð að flýta mjer eins og jeg gat að komast upp úr skarð- inu, ef jeg vildi ekki verða í hellinum yfir nóttina, og jeg hafði ekki nokkra minnstu löngun til þess. Jeg tók dálítinn hluta af því, sem jeg hafði fundið, fyllti könnurnar af vatni, og gekk í kringum Vonarhöfða. Það, sem eftir var dagsins, fór í það að byggja kofa úr greinum hjá stóra trjenu og safna saman þangi og grasi til þess að hafa á gólfinu. Nú kom hnífurinn í góðar þarfir. Hann var prýðilegt vopn, ljettur og beittur eins og rak- blað. Jeg fór snemma á fætur morguninn eftir, því að jeg var mjög forvitinn að sjá, hvað væri í fjórðu kistunni. Áður en jeg fór, ljet jeg dálítið af viði síga niður, og batt reipið vei utan um stofn stóra trjesins, svo að jeg gæti klifrað upp. Það var ekki lengra niður að hellinum en rúmir tólf metr- ar, svo að jeg hlaut að komast það. Áður en jeg Ijet reipið síga niður, batt jeg smáspýtur fastar með vissu millibiíi, svo að jeg hefði eitthvað til að halda mjer í. rftfí 7TW*ujiJsrxXc^l{jsruj..l Armstólar Stofuskápar Klæðaskápar Rúmfataskápar Bókaskápar Borðstofuborð og stólar Dívanar o. m. fl. Húsgagnaskálinn Njálsgötu 112. Sími 81570. IflfllllttllMltlllttllltlf IIIMIIIIIIIIIMMHIIIMIlllllltai** Katrín önnur fjekk Caterina | Gabrielli, fræga ítalska söngkonu, til að syngja fyrir hirð sína. Keisara- drottningin hafði beðið söngkonuna um að koma til Pjetursborgar án þess að semja um neitt ákveðið gjald fyrir. Gabrielli ákvað samt sem áður að hin konunglega tign skyldi fá að borga konunglega og þegar hún var spurð, hve mikið hún vildi fá fyrir sönginn, svaraði hún. „Fimm þúsund dúkata.“ | i „Fimm þúsund dúkata!“ hrópaði keisaradrottningin, „hvað, það er meira en jeg borga neinum af hers- höfðingjunum mínum.“ „Jæja,“ svaraði Gabrielli þegar í stað. „Þá ætti yðar hátign heldur að láta einhvem hershöfðingjanna syngja fyrir yður.“ Og að lokum er hier saga um fiðlu- leikarana Jascha Heifetz og Mischa Elman. Þeir voru að borða saman á veitingahúsi, þar sem listamenn vöndu mjög komur sinar, þegar þjónn inn kom að borðinu til þeirra meS brjef, sem aðeins stóð á: „Til mesta fiðluleikara heimsins." Heifetz, Sem hafði tekið við brjef- inu, hneigði sig, rjett Elman þaS og sagði: „Það er til þin, Mischa.“ Elman las utanáskiiftina og rjetti brjefið til baka. „Nei, nei,“ sagði hann. „Þetta er til þin, Jascha.“ Svona hjeldu þeir áfram góða stimd þangað til Heifetz Ijet loks undan og opnaði umslagið. Hann dró út brjef og braut það sundur. Það hófst: „Kæri Fritz!“ Herbergi með innbyggðum skápum til leigu. Hentugt fyrir kærustu- par eða einhleypar stúlkur. —* Einhver eldhúsaðgangur kemur til greina gegn því að sitja hjá bami 1—2svar í viku. Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir miðviku J dagskvöld merkt: 802“. — ,Kleppsholt — s Hafið sfefnumóf við Rafskinnugluggan fc’F LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI ÞÁ HVERf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.