Morgunblaðið - 19.01.1951, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1951, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. janúar 1951 MORGUNBLAÐIÐ 8 Ólafur Jónsson : Útflutningsverslunin og sumtök frumleiðendu FREÐFISKURINN A FREÐFISKINUM er er alls eng' ín einokim hvorki lögbundin nje Jögvernduð. Sölu hans á s. 1. ári önnuðust — að mestu leyti 3 fyrii-tæki: Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, sem hefir 55 frystiliús innan sinna vjebanda, Samband ísl. Samvinnufjelaga, sem telur sig umbjóðanda 22 frystihúsa og Fiskiðjuver Ríkisins, sem hafði aðeins sinn eigin fisk til sölu á s. 1. ári. Frystihús þau, sem eru með- limir S. H., eru skuldbundin tíl þess að afhenda fjelaginu allan fisk sinn til sölumeðferðar. Sama geri jeg ráð fyrir, að gildi um hús þau, sem SÍS selur fyrir. — Frystihús innan SH geta sagt sig Úr fjelaginu um áramót og eru þá frjáls að fela hverjum sem er sölu á framleiðslu sinni, SH hefir ætíð verið reiðubúin að taka öll tilboð um kaup á frosn um fiski til athugunar og leyft einstaklingum og fjelögum að bjóða afurðirnar þegar og þang- að er hún hefir ekki álitið það verða til tjóns. Hafa þannig nokkur innlend og erlend firmu selt frosinn fisk frá SH — án þess að það væri fyrir milligöngu erindreka eða umboðsmanna fje- lagsins. En venjulegast hafa all- ar slíltar fyrirspurnir og tilraun- ir runnið út í sandinn. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefir verið sjerstaklega heppin með erindreka 'þá, er fyrir hana starfa. Hafa þeir verið hvor öðr- um duglegri að ryðja íslenska freðfiskir.um braut, annar vestan hafs og hinn austan. Er íslenska þjóðin í mikilli þakkarskuld við þá menn, er slík brautryðjenda- störf vinna. En eins og flestum er kunnugt var íslenski freðfiskurinn svo að segja óþekkt vara úti í heimi fyr ir stríð og spáðu margir, að íram leiðsla hans hætti er striðinu lyki. Sem sagt, væri aðeins ,.stríðsfyrirbrigði“. I leiðara í „Tímanum" 10. þ.m. stendur þessi klausa m. a.: „Ef þörf krefði væri hægt að nefna næg dæmi til að sanna þetta“ (þ. e. hve ísl. afurðasölu væri betur borgið væri hún ekki eins ,,klafabundin“ og greinar- höfundur vill vera láta). „Það má aðeins sem sýnishorn nefna það, hve siælega Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefir gengið fram í því að afla markaða fyrir frystan fisk i Bandaríkjunum. Fyrst á þessu ári var að ráði hafist handa um að framleiða frystan fisk fyrir amerískan markað". Svo mörg eru þau orð — og raunar rniklu fleiri. — Hvað er svo iiæft í þessu? Jón Gunnarsson fór til Amer- iku fyrir SH í árslok 1944, — Árið 1945 keyptu Bretar alla freðfiskframleiðsiu okkar, þó tókst að fá laust fyrir USA, markað allt að 1000 tonnum, sem tókst að selja þangað að mestu, enda þótt fiskur þessi væri í mjög óhentugum umbúðum — að gerð og stærð — fyrir þann markað. Árin, sem fiskábyrgðin var, eða 1947—1949, að þeim árum báðum meðtöldum, var magnið mjög takmarkað, sem leyft var að selja til USA vegna þess, hve verðið var óhagstætt og kostaði ríkissjóð mikla meðgjöf. Enn- frerhur krpfðust Bretar að fá ' mestan hluta ýsunnar þau ár — settu það ,xð skilyrði fyrir kaupum á þo skflökurn — JÞá voru togarar heidur ekki by.rj- aðir karföveið, fvrir innlend- an markáð —- -V itar afla lítið sem ekkert af k,' fa og lúðu- veiði var mjög iíuð stunduð. SH íramleiddi þó þrssi ár fyrir USA markað allt, srtn hún mátti áf þ< • .-skflökum og tókst að selja þau öll og nokkurnveginn að halda við vlðskiptamönr.ui um, þrátt fyrir hinn tilfinnanlega — Síðari skort á góðfiski — a£ framan-' greindum ástæðum. Var t. d. einu sinni tekið til þess bragðs að frysta karfa fyrir vestan (í Ameriku) í umbúðir SH og selja hann þar til þess að halda við kaupendum og missa ekki viðskiptamenn yfir til ann- arra, sem fjölbreyttari tegundir höfðu að bjóða. Þessi ár seldi SH frystan fisk til USA, sem lijer segir: 1946 ....... 2115 smál. 1947 1900 smál. 1948 ....... 1800 smál. 1949 ....... 2320 smál. Þess skal getið að árið 1946 var engin ábyrgð á fiski nje upp- bætur greiddar og tapaði SH það ár um 2Vz millj. króna á fiski þeim, sem seldur var til U.S.A. Orsakaði þetta tap, að meðalverð á þorskflökum til frystihúsa innan SH, varð árið 1946 aðeins kr. 1,06 pr. enskt pund fob., en hjá fyrstihúsum, er SÍS seldi fyrir, varð meðalverðið það ár kr. 1,10 pr. enskt pund fob. — Enda fórnaði SÍS engum fiski til þess að vinna markað í Banda rikjunum. Það er fyrst s. 1. ár, eftir að fiskábyrgðin er afnumin og genginu er breytt, sem unt er að framleiða óhindrað fyrir Amer- íkumarkað — og þó ekki óhindr- að því umbúðaskortur hefir oft -hamlað, sem bæði hefir stafað af tregum veitingum innflutnings leyfa og löngum afgreiðslufresti — sem oft hefir dregist fram yfir gefin loforð. Þá hefir s. 1. ár verið mun mikið meira af „góðfiski", ýsu, karfa og lúðu, sem fengist hefir til frystingar, en nokkru sinni áður. (Ekki held jeg að það sje samt Mr. Cooley að þakka, eins og einhvers stað- ar var haldið fram). Alls hefir SH sent til USA af framleiðslu ársins 1950 yfir 5000 tonn og er allur þessi fiskur seld ur, — nema farmurinn í „Goða- foss“ nú — og þótt meira hefði verið, því skrifstofuna í N.Y. hefir vantað tilfinnanlega fisk framan af ári og í haust. — Eftir er óafskipað ca. 700 tonnum af karfaflökum. En hvað þá með SÍS? Jú, 1950 er fyrsta árið, sem þeir góðu menn selja frystan fisk í USA og hafa þó haft þar skrifstofu allan tímann. „Sjer hann ekki sina menn, svo hann ber þá líka“. HVAR ER EINOKUNIN, PUKRIH OG SVINDLIÐ? Eins og sjest á því, sem hjer hefir verið sagt að framan, er raunverulega hvergi um hreina „einokun" eða einkasölu að 'ræ&a nema þá helst hvað snertir saltsíldina. Sú einkasala hefir þó verið þannig framkvæmd, að töluvert af saltsíld hefir verið flutt út af öðrum í smáum ílát- um og einnig hafa aðrir aðilar selt nokkuð af saltsíld í tunnum, þótt formsins vegna hafi Síldar- útvegsnefnd þá verið útflytjandi. Flestar slíkar sölutilraunir hafa þó farið út um þúfur, þar sem fiö m.n hefir ekki tekist að ná en'.-; óagstæðu verði og Síldarút- vegsnefnd hefir selt fyrir. Þess skal getið, að þótt Síldarútvegs- nefnd ■ selji mlkið magn af síld fyrirfram, er áyaUt þannig geng- ið frá sanmingum,..að opið er að selja síld tíl annaraöú eftir — að ií;su marki. Öhæi mun að fullyrða, áð salt síldarverð undanfarinna ára (eftir str.íð) rayndi hafa verið mun mikið lægra hefði sala síld arinnar verið frjáls öllum. ís- ionska sahsíldin hefir undaníar- in a selst œun hærra.verði en iiokku önnur saltslld. Fyrir stríð var þó skotsica matjessíidin pein — ætíð í talsvert hærra verði. — Vafasamt tel jeg, að saltaðar hefðu verið yfir 130 þús. tn. af Faxasíld í ár og seldar á svo góðu verði, sem raun varð á, hefði salan verið alveg frjáls. SIF er stofnað 1932 með frjáls- um samtökum helstu saltfiskút- flytjenda, sem þá voru. — Var fjelagið stofnað vegna neyðar- ástands, sem skapast hafði vegna verðhruns á saltfiski erlendis, sem átti að mestu rót sína að rekja til mikils framboðs og undirboða og áttu íslendingar sinn þátt þar í. Margir saltfisk- framleiðendur urðu strax til þess að fela fjelaginu sölu á fram- leiðslu sinni. Síðan var fjelaginu með lögum falinn útfliitningur á 88 prós. af saltfiskframleiðslu landsmanna — Hawes Ltd. hafði þá 12 prós., síðan það fjelag hætti, hefir SÍF haft á hendi sölu á öllum saltfiskinum (með þeim undantekningum er áður greinir) og verið löggilt til þess af atvinnumálaráðherra frá ári til árs. Strax eftir að SIF hóf starf- semi sina hækkaði það verð á ísl. saltfiskinum til muna og hækkaði þá annarra þjóða fisk- ur í kjölfar þess íslenska. Það eru til ummæli erlendra manna frá þessum tíma, er sanna það, að það voru einmitt sölusamtök íslendinga, sem lyftu upp verði saltfisksins á heimsmarkaðnum á þessum árum. T. d. sagði hinn merki Færeyingur Poul Nicla- sen í skýrslu, er hann sendi Lög- þinginu 1933, eftir að hafa ferð- ast um Portugal og Spán, að op- inberri tilhlutun, til þess að rannsaka markaðsástand þar: „Þegar samtök íslendinga hóf- ust í fyrra sumar 1932 var verð ið á Spáni komið svo lágt, að alls ekki varð komist hjá tapi, hvorki fyrir færeyska nje íslenska út- flytjendur og á fiskmarkaðnum var í rauninni mesti glundroði. Það geta ekki verið skiptar skoð anir um það, að hið íslenska Sölu samband hefir einnig haft heppi- leg áhrif á verðlagið á Færeyja- fiskinum. Að mínu áliti væri mjög illa farið, ef svo skipaðist, að færeyskur fiskur yrði notaður til þess að gera hinum íslensku samtökum örðugt fyrir, því að við Færeyingar eigum þeim mik- ið að þakka“. Það var margt fleira, sem Niclasen sagði í svipuðum anda, en þetta verður að nægja hjer. Nú hafa Færeyingar svipuð sam- tök um sína saltfisksöslu og við. Sama er að segja um aðra keppi- nauta okkar, þeir hafa flestir tekið upp samsölu á saltfiski í svipuðu formi og íslendingar — enda fyrirmyndin fengin hjeðan. Það hefir heyrst, að tilgangur Tímans með skrifum sínum und- anfarið um útflutningsverslun- ina, sje fyrst og fremst sá að „undirbúa jarðveginn" undir að SIS dragi sig út úr SÍF með saltfisk, er kaupfjelög og aðrir hafa, er SÍS ræður yfir. — Muni Framsókn viija nota sjer óá- nsegju þá, sem nú ríkir meðal saltfiskframleiðenda — og áður er lýst í þossari grein af hverju stafar. — Með því að ala hæfi- lega á þessari óánægju og .slá jafnframt ryki í augu almenn- ings, muni skapast hæfilegur grundvöllur til þess að kljúfa fjelagssamtökin. Ekki vil jeg tuúa fyrr en á reypir, að þetta sje rjett. Það myndi áreiðanlega leiða til stói tjóns fyrir íslenska saltfiskfram leiðendur og landið í heild, vrð. SÍF klofið eða splundrað. Kljúfi SÍS sig iit, úr samtökunum, er jeg hræddur um, að íleiri fari á ■ "tlr. T. d. hafa Faxaflóamenn :gum verið óánægðir rneð að þurfa að greiða stóraukin flutn- ingsgjöld fyrir saltfisk sinn vegna þess, að flut.ningaskipin hafa oft orðið að sigla umhverfis allt landið til þess að tína upp smáslatta svo að segja á hverri höfn. Dragi SlS sig út úr og hafi ekki samvinnu við SÍF myndi þetta verða ennþá tilfinnanlegra, þar sem SÍS myndi taka hluta af saltfiskinum á flestum stöð- um úti á landi — en óvíða allt — sem þýddi, að skipin fengju enn- þá minna á hverjum stað en áð- ur. Með öðrum orðum: Fleiri skip kringum landið, ennþá hækk að flutningsgjald vegna aukinna viðkomustaða. Ekki er því óliklegt, að Faxa- flóamenn vildu njóta sinnar góðu aðstöðu vegna þess mikla magns, er þeir hafa á fáum höfnum, til þess að fá lægri flutningsgjöld fyrir sinn fisk og stofna því sitt eigið samlag, ef SIS klýfur sig út úr samtökunum (SÍF). Hvað snertir frysta fiskinn, þá er mjer ekki ljóst, hvaða breyt- ingar Tíminn vill fá fram í sam bandi við sölu á honum, og því siður, hvað hann ætlast til af hinu opoinbera í því sambandi. Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna eru algjörlega frjáls sam- (ök frystihúsaeigenda. Þar hafa öll frystihús fengið inngöngu, sem þess hafa óskað. SII sinnir öllum tilboðum sem út berast, sjeu þau hagstæð, ennfremur leyfir hún öðrum að leita fyrir sjer um sölu á afurðunum, þar ■ sem það ekki kemur i bága við | gerða samninga eða samninga- umleitanir. j Hvað vill Timinn frekar? Vill hann kannske banna samtök frystihúsanna. Eða er það kannske eitthvað í sambandi við sölufyrirkomulag SÍS, sem hann vill breyta? Það væri sannarlega æskilegt að sjá einhvern tíma annað í blaði forsætisráðherra en dylgj- ur og rangfærslur um jafn þýð- ingarmikinn atvinnuveg og frystiiðnaðurinn er fyrir þjóðar- búið. ESPHOLIN Jeg get ekki skilið svo við þetta mál, að eg ekki minnist aðeins á Ingólf Espholin og 10 þús. tonna söluna hans á frystum fiskflökum til Banda- ríkjanna, sem Tíminn skýrð'i frá á 1. síðu, með feitu letri, á s. 1. hausti. Hvaða fisk var Espholin að selja þar og hver hafði falið hon- um sölu á honum? Var það kannske fiskur frá SÍ-S? — Við SH hafði Espholin ekki talað þá. Fyrsta skilyrði til að geta versl að er þó að hafa eitthvað að selja. Þessi sala Espholins minnir á atvik, er skeði út í A.-Þýskalandi s. 1. vetur, er verið var að reyna að selja þar ísl. afurðir og rætt vay m. a. um ull og gærur. — Kváðust þá Þjóðverjar vera búnir að kaupa af íslensku firma ull, gærur og skinn fyrir ca. 1 millj. dollara og vildu þeir gjarna fá það afgreitt áður en þeir gerðu frekari kaup. Heima kannaðist enginn við, að um- ræddu firma hefði verið falin sala á þessum vörum. ’ Svipað mun vera um söluna I hans Espholins. Hún getur gert óleik, eins og; í nefndu tilfelli og auk þess beinlínis orðið til tjóns, ef hún næði svo langt, að hann fengi útflutningsleyfi fyrir nefndu magni, en um .það kvað hann sífellt vera að sækja og heyrst hefur að ríkisstjórnin væri í miklum vanda yfir hvað 'era skyldi!!! Ka.mske jeg gæti fengið nú ’U’ útflutningsleyfi fyrir 10 . tonnum af síldarmjöli, sem jtg hefi hugsað mjer að selja og æti . 5 fá hjá Síldarverksmiðj- um 'í nns og Kveldúlfi á kom andi s: rri?!!! Þess skal getið, að verð það, er sagt var, að Espholin hefði selt fyrir, eða gæti selt fyrir, er mun lægra en núverandi mark- aðsverð í USA, en sennilega lít— il trygging fyrir, að kaupin haldí, ef markaður fellur niður fyrir söluverðið. LOKAORÐ Þetta er nú orðið mun lengra mál en ætlunin var í fyrstu, en mörgu mætti þó við bæta. Jeg vil að lokum taka það fram,' að jeg er mjög hlynntur frjálsræði í framleiðslu og verslun, en í störfum mínum undanfarin ár við útflutningsverslunina og sjerstaklega í sambandi við samningagerðir erlendis, hefi jeg þráfaldlega rekið mig á, hve nauðsynlegt er, að sjerstakar teg- undir af okkar einhæfa útflutn- ingi sjeu á einni og sömu hendii og að ávallt er til tjóns, að margir aðilar sjeu að bjóða sömu vöru- tegund á sama stað. Fiestir okkar keppinautar i sjávarafurðum virðast hafa kom- ið auga á þetta sama, ef dæma má eftir því, hvernig þeir „organi sera“ sína utanríkisverslun með* nefndar sjávarafurðir. Hirísvegar viðurkenni jeg það fúslega, að viss hætta er á stöðv- un þegar einn eða tveir aðilar fara með sölu ákveðinna vöruteg- unda og getur það leitt til minni sölu, en ef fleiri aðilar fara með söluna. Þessa held jeg, að hafi þó lítið eða ekki gætt ennþá i okkar útflutningsverslun, enda haga „einokunarhringarnir“ sjer þannig, að þeir leyfa undaníekn- ingarlítið öðrum að spreyta sig einmitt á þeim mörkuðum, þar sem þeir standa ekki sjálfir föst- um fótum. Sú reynsla, sem íslendingar hafa áður fengið af saltfisk- og saltsíldarsölum, er verslun með þær vörutegundir, var alveg frjáls, ætti að vera nægjanleg viðvörun til þess, að þeir ekki hleyptu sjer aftur út í slík ævin- •týr að þarflausu. Hinsvegar geta einnig reglu- legar einkasölur — sem illa er stjórnað — verið stórhættulegar og höfum við jafnframt sorglega reynslu af því. En frjáls samtök framleiðenda, jafnvel þótt ríkið þurfi að veita þeim einhverja stoð með laga- setningu, held jeg, að verði okk- ur aldrei hættuleg heldur ávallt hið gagnstæða. Væri framkvæmd innflutnings- verslunarinnar að sínu leyti eins hagkvæm fyrir þjóðina og fram- kvæmd útflutningsverslunarinn- ar er, þá væri vel. En þar á lög- gjaíinn mikla sök, að svo er ekki. Á jeg þar ekki hvað síst við laga setninguna um Fjárhagsráð, þar sem innílutningurinn er „bund- inn á klafa“ án þess, að nokkurt tillit sje tekið til útílutnings- ins. Reykjavík, 14. jan. 1951. Ólafur Jónsson. Tvö til sölu. Uppl. í sima 6391. | = 5 1 Vjebtióra | l yanan June Mui i-.llvje’ 'etur | I fengið atvinnu sl mx á úti u | ; -s,\ . ,rf að vera tilbúimi í i = n.i tu viku. Ly uhafendur send i | n A(i .< eigr. i ... fyrir I | «. ■ mtUG.pr iperkt: „l tu '. | ~ ? EF WFTVh TVR I* EKKt Þ A ER ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.