Morgunblaðið - 19.01.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1951, Blaðsíða 12
Yeðurúflif í daq: NA-kaldi, Ijettír til, Alvinnumál Frá umræðum um atvinnu- mál í bæjarstjórn á bls. 2. t>rjú þjófnaðarmál hafa veriu upplýst á Akranesi Pilturinn þræiti í lengstu lög Á AKRANESI var ungur piltur þaðan úr bænum ný:lega hand- tekinn, grunaður um að hafa framið þar tvo meiriháttar pen- ingaþjófnaði. Pilturinn neitaði alveg í fyrstu að hafa átt nokkurn blut að þjófnuðum þessum. Um síðir játaði hann þó að hafa framið þá. VANTAÐI HJÓLBARÐA Skömmu eftir áramótin var pilturinn handtekinn og við rannsókn máls hans kom í Ijós, að hann hafði á síðastliðnu sumri farið út að bænum Galt- arvík í Skilmannahreppi ásamt fjelaga sínum. Þar stálu þeir undan bíl er stóð skammt frá bænum, sínum hjólbarðanum hvor, og settu þeir þá undir bíla sína. S200 KR. SKEMMTIFERÐ Annar piltanna hjelt svo á- frám að stela. Það var dag einn í ágústmánuði, að hann vantaði peninga til að geta farið í skemmtiferð norður í land. Þá braust hann inn í skrifstofu bílaverkstæðis Daníels Friðriks sonar. Hann sprengdi upp lás- inn á útihurðinni. Síðan braut hann upp skáp í skrifstofunni og tók þar úr vindlakassa, sem í voru 1200 krónur og brá sjer síðan í vikuskemmtiferð um Norðurland. i BÍÓHÖLLINNI Nokkru eftir áramótin brýst hann inn í Bíóhöllina á Akra- nesi, og gat komist inn í að- göngumiðasöluna og þar rændi hann um 2250 kr. þar af var 133 króna ávísun, er hann brenndi. Þegar pilturinn loksins ját- aði þcssi innbrot á sig, hafði hann eytt um 800 krónum, en eftir eigin tilvísan hans fund- ust hinir stolnu peningar þar sem hann hafði geymt þá. Mjög veigamikið atriði í sam- bandi við uppljóstrun máls þessa var að í Bíóhöllinni tókst að ná fingraförum, sem rann- sókn leiddi í ljós að voru eftir piltinn er hann var þar í ráns- ferðinni-. „Vísir' frá Rvík sökk, er hann var að bjarga öðrum báti Um miðnætti í fyrrinótt, kom svo mikill leki að vjelbátnum Vísi frá Reykjavík, er hann Var staddur um 4 sjómílur út af Grindavík, að skipshöfnin varð að yfirgefa hann. Er þetta vildi til, var Vísir með vjel- bátinn Hilmi frá Keflavik í eftirdragi, en Hilmir hafði feng ið tó í skrúfuna. Sjólag var vont, er lekinn kom að Vísi og sýnt þótti að bátnum yrði ekki bjargað. VjeV báturinn Oðinn kom á vett- vang um þetta leyti, bjargaði mönnunum úr Vísi og tók síðan við drætti Hilmis. Kom Óðinn með bátinn hingað til Reykja- víkur í gær. Ekki er öruggt, að Vísir hafi sokkið alveg. Því gaf Slysa- varnafjelagið í gær viðvörun til skipa, sem stödd eru á þessum slóðum. Heildartekjur þjóð- arinnar 1199,3 milj. kr. 1948 í NÝÚTKOMNUM Hagtíðind- um er frá því skýrt, að heild- artekjur þjóðarinnar hafi num- ið 1199,3 milljónmu ki’óna árið 1948, en það er nokkru lægri upphæð en árið áður, en þá voru þær 1216,5 milljónir. Eignir skattskyldra einstak- linga töldust 1177,4 milljónir í ársbyrjun 1948. en 1222,0 millj. í ársbyrjun 1949. Árið 1949 var tekjuskattur ásamt tekjuskaltsviðauka og stríðsgróðaskatti 48,6 millj. kr., en árið áður námu sömu skatt- ar 60,8 milljónum. Hafa því þeir skattar lækkað um einn fimmta frá árinu áður. Meðaltekjur skattskyldra ein staklinga voru 18500 krónur 1947, en 18200 krónur 1948, Farsóttir í Reykjavík vikuna 7.—13. jan, SAMKVÆMT skýrslu frá skrif stofu borgarlæknis í gær, voru farsóttartilfelli, sem hjer segir vikuna 7.—13. janúar. í svig- um eru tölur frá næstu viku á undan: Kverkabólga ......... 44 (57) Kvefsótt ............ 95 (218) Gigtsótt ............. 1 (0) Iðrakvef ............ 31 (49) Hvotsótt (myositis epid.) .. 0 (1) Kveflungnabólga .. 4 (4) Taksótt............... 0 (1) Rauðir hundar .... 2 (0) Skarlatssótt.......... 0 (1) Munnangur ............ 2 (2) Kíkhósti ............ 14 (55) Hlaupabóla ........ 16 (52) Blöðrubóla (pemphigus) .... 0 (3) Þetta er samkvæmt skýrslum 23 sta*fandi lækna í Reykjavík. Vikuna þar áður bárust skýrsl- ur frá 26 læknum. Skákþing Reykja- víkur hefst 28. jan. SKÁKÞING Reykjavíkur hefst 28. janúar n. k. og verður þar teflt í þremur flokkum, meist- araflokki, I. flokki og II. flokki. Keppnin fer fram í Þórscafe. Skákþing Reykjavíkur hefir ætíð verið með mestu skákmót- um, sem haldin eru hjer. í fyrra tóku t. d. 24 meistaraflokks- menn þátt í mótinu. Reykjav.de urmeistari varð þá Guðmundur S. Guðmundsson. Þátttöku í mótinu verður að tilkynna fyrir kl. 1,30 sama dag og motið hcíst, en þá verður, dregið um röð keppenda. Offé erkiherfogi GufugossB óbreyff í Krýsuvík | wirlpii ákvein innan skams VONIR standa til, að um næstu mánaðamót verði hægt aí5 i leggja fram áætlun um virkjun gufuborholunnar í Krísuvík, j sem stöðugt hefur gosið síðan í byrjun september. Regina, prinsessa af Sachen- Meiningen, hefur heitið honum eiginorði. Ottó stendur næst að erfa austurrísku krúnuna. — Hann á nú heima í Bandaríkj- unum, en dvelst í Þýskalandi í bili. Bæjarstjórn telur vínveitingakröfur Á FUNDI bæjarstjórnar var bor in fre^n eftiríarandi tillaga, sem samþykkt var með meirihluta atkvæða og mótatkvæðalaust: „Bæjarstjórn Reykjavíkur telur með öllu ósæmandi, að eigendur eða forráðamenn sam komuhúsa setji það að skilyrði fyrir að lána húsin til skemmti- halds, að þeir, sem skemmtan- irnar halda, útvegi vínveitinga- leyfi. og skorar fastlega á þessa aðila, sem sett hafa slík skil- yrði, að hverfa með öllu frá slíkum venjum, en reyna oess í stað, að hindra eftir föngum, að áfengissala og áfengisnautn fari fram í þeim húsum, sem þeir ráða yfir“. Flutningsmenn tillögunnar voru Sigfús Sigurhjartarson, Guðrún Guðlaugsdóttir og Magnús Ástmarsson. ENDURSKOÐA ÞARF FYRIRKOMULAGIÐ Jóhann Hafstein lýsti því yfir, að hann væri samþykkur efni tillögunnar. Hann væri for maður í hússtjórn samkomu- húss Sjálfstæðisflokksins og vildi geta þess, að forstöðu- menn þess samkomuhúss hefðu aldo.ji sett það að skilyrði-fyrir láni á samkomusölum, að leig- endur útveguðu vínveitinga- leyfi. Hinsvegar kvaðst Jóhann hafa lýst yfir skoðun sinni á þessum málum á Alþingi ný- lega og þeirra hefði verið getið í blöðunum og væru því kunn- ar. Hann teldi að endurskoða þyrfti fyrirkomulag áfengissöl- unnar. — Af þessum ástæðum myndf hann ekki hafa afskipti af atkvæðagreiðslunni. Kær allir í „kjaiiar- anutn" vegna SAMKVÆMT fangabók lög- reglunnar í Reykjavík hafa 120 menn verið færðir í fanga- geymsiu lögreglunnar á tíma- bilinu 1.—17. jan. 1951, þar af 119 vegna ölvunar og jafnframt annarra afbrota. (Frá Áfengis- vamanefnd Reykjavíku. ). Félk slasasf í bíla- FYRRINOTT varð allharður j bílaárekstúr hjer í Miðbænum munu þrír farþegar í öðrum bílanna, sem var leigubíll, hafa hlotið meiðsl. Áreksturinn var á gatnamót- um Tjarnargötu og Vonar- strætis. Farþegana í leigubíln- um sem meiddust við árckst- urinn flútti anriar bíll til læknis. Grunur Ijek á að sá sem ók hinum bíínum, sem er einka- taíll, hafi verið drukkinn. Rannsóknarlögreglan biður farþegana sem meiddust og á er minnst hjer að framan, að koma til viðtals hið fyrsta. Valgarð Thoroddsen rafveitu stjóri í. Hafnarfirði, . skrifaðí fyrir nokkru ýmsum verksmiðj um, bæði hjer í Evrópu og eins í Ámeriku, í sambandi við virkj un jarðgufunnar, sem upþ úr borholunni hefur streymt af sama krafti, síðan daginn sem gufugosið hófst. Svörin frá verksmiðjunum muriu væntan- lega hafa borist um næstu mán. aðamót. Þá hefur rafveitustjóri stað- ið í brjefaskxiítum við ítaíska sjerfræðinga á sviði jarðgufu- virkjana og hafa þeir tjáð sig fúsa til að veita aðstoð sína, e£ þess yrði óskað. Samkvæmt mælingum á gu íu gosinu, þá nægir það til fran;- leiðslu á.um 4000 kw. rafmagns, en það mun vera nokkru meira en raforkuþörf Hafnarfjarðar er í dag. Æski!ecj§ d endurnýja sfrætis- vagnani - m ekki aulprl GUNNAR THORODÐSEN borgarstjóri sagði á bæjarstjórnar- fundi í gær, að það væri mjög æskilegt, ef hægt væri að endur- riýja slrætisvagná bæjarins með 20—25 nýjum vögnum þegar í stað. En reynsla sín væri, að nógu erfitt hefði reynst að íá einn til tvo vagna nýja árlega undanfarið, vegna gjaldeyris- örðugleika. Hinsvegar sagðist borgar- stjóri ekki vera þeirrar skoð- unar, að kaupa ætti eina tcgund vagna, heldur t. d. tvær, þar sem of mikið væri i húfi re; nslu laust, að kaupa fjölda vagna af einni tegund. Það væri hins- vegar rjett, sagði borgarstjóri, að vegna þess hve strætisvagn- arnir væru nú af mismunancli tegundum væri allt viðhald þeirra mjög dýrt og óhentugt. TILLAGA UM STÓRFELLD VAGNAKAUP Borgarstjóri lýsti þessum skoðunum sínum á strætisvögn unum vegna tillögu, sem kom fram á bæjarstjórnarfundinum í gær frá fulltrúum Alþýðu- flokksins, þar sem lagt var til, að bæjarstjórn samþykkti að kaupa 20—25 nýja strætis- vagna af einni og sömu gerð til endurnýjunar á þeim stræt- isvögnum, sem nú eru til, vegna þess hve dýrt viðhald þeirra væri bænum. Talsmaður fyrir tillögunni, Benedikt. Gröndal, gat þess, að vísu, að hann ætl- aðist ekki til þess, að vagn- arnir yrðu allir keyptir á sama ári, en vildi samt láta sam- þykkja tillöguna strax og hamra á fjárhagsráði að veita gjaldeyris og innflutningsleyfi fyrir þeim. ÞYKIR EINKAREKSTURINN VÆNLEGASTUR Þórður Björnsson, bæjarfull- trúi Framsóknar tók til máls um strætisvagnana og taldi þá hina mestu byrði fyrir bæinn og mætti bæjarstjórn eiga von ■á því, að fjalla um málið al- ! varlega áður en langt liði. Hann kvaðst vilja lýsa þeirri skoðun sinni einu sinni enn, að rekstur strætisvagna hjer í baa væri slíkum erfiðleikum buna- inn, að hann treysti engum tii að annast aksturinn nema ein- staklingum. Slys.um jólin Washington: — Um jólin ljet- ust 724 manns af slysförum í Bandaríkjunum, þar af 545 í bifreiðarslysum. í Los Angeles handtók lögreglan 362 drukkna * ,(/// , • . * ',•*» | ■ <£?&: ■ .'.'•'. ■ ■>f' '■ 3*3 ©1053

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.