Morgunblaðið - 19.01.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1951, Blaðsíða 6
e MORGU /V BLAÐIÐ Föstudagur 19. janúar 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakiC. 1 króna með Lesbók. Misheppnuð sáttatilraun SÁTTATILRAUNIN í Kóreu- deilunni hefur misheppnast. — Kommúnistastjórnin í Peking hafnaði henni. Hún gat ekki hugsað sjer að fallast á að vopnahlje yrði gert meðan að úrslitatilraun yrði gerð til þess að ná samkomulagi um málin á friðsamlegan hátt. En um leið og kommúnistar hafa neitað sáttatilboði Sam- einuðu þjóðanna, hafa þeir sett fram gagntilboð, sem þeir kalla „miðlunartillögu“. Er hún í því fólgin að allt lið Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust flutt burtu úr Kóreu og kommún- istum sett sjálfdæmi um alla skipan mála þar. Síðan geta þeir hugsað sjer að efnt verði til ráðstefnu um mál Asíu. Um þetta gagntilboð Pek- ingstjórnarinnar er ekki mik ið að segja. í því felst engin tilraun til sátta og málamiðl- unar. í því felst einungis einhliða krafa um viðurkenn ingu á ofbeldi konimúnista í Kóreu. Þar örlar ekki á vilja til þess að koma til móts við Sameinuðu þjóð- irnar um friðsamlega lausn deilunnar. Eftir eðli hins kínverska svars og undirtekta þeirra, sem það þegar hefur fengið, eru ekki miklar líkur til þess að Sameinuðu þjóðim- ar geti sinnt því eða að heim urinn geti vænst nokkurs já- kvæðs árangurs af því. Þessi afstaða Pekingstjórnar- innar þarf í raun og veru ekki að koma neinum á óvart. Nehru forsætisráðherra Indlands, hafði að visU látið í veðri vaka að nokkur von kynni að vera um það, að svar hennar yrði já- kvætt. En hann hefur frá upp- hafi reynt að gera allt, sem unnt er til þess að bera klæði á vopnin og koma á friði í Asíu. Hann hefur þessvegna viljað trúa því í lengstu lög, að möguleikar væru á því að ná endunum saman. En sú von hans hefur brugðist hrapalega enn sem komið er. En hvað tekur nú við, spyr almenningur um víða veröld? Þeirri spurningu er vandsvarað á þessu stigi málsins. En fljótt á litið virðast horfurnar í friðar- málunum nú verri en nokkru sinni fyrr síðan að síðari heimsstyrjöldinni Iauk. En þessi síðasta af- staða kommúnista til sköp- unar friði og öryggi í heim- inum sýnir eins greinilega og frekast má, að þeir hafa fyrst og fremst áhuga fyr- ir einu: Áframhaldandi of- beldi og yfirgangi, enda þótt það kosti blóðugar styrjaldir og hyldjúpa ógæfu fyrir mannkynið. ,w,': ÚR DAGLEGA LÍFINU AGA- OG yjpÐINGARLEYSI „HEIÐRA SKALT ÞÚ FÖÐUR ÞINN OG MOÐUR“, var eitt fyrsta boðorðið, sem ungl- ingarnir lærðu áður fyr. Af því leiddi meðal annars, að ungir menn lærðu ekki einungis að heiðra foreldra sína, heldur og aðra sjer eldri menn. Nú er kvartað sáran yfir agaleysi hjá ungl- ingum og virðingarleysi á alla lund, bæði fyrir ■ eldra fólki og fyrir því, sem áður var talið virðingarvert af æskufólki. — Á mannamót- um ryðst unga fólkið áfram eins og sauð- fje í rjett og virðist hafa það eitt í huga, að ekki missi sá, sem fyrstur fær. Því miður munu þessar kvartanir um aga- leysi hjá æskunni og skort á háttvísi vera á rökum reistar. • FRAMFERÐIÐ í SKÓLUNUM EN það er ekki nóg að unglingum sje kennt í heimahúsum, að „heiðra föður sinn og móð- ur“, eða guðsótta og góða siði, ef það er allt brotið niður t. d. í barnaskólunum. Á dögunum var jólaskemmtun í einum barnaskólanum í bænum. Skemmtiatriðin voru góð og vel undirbúin, en fæstir heyrðu það, sem fram fór fyrir ærslum í áhorfendum og það gat enginn þaggað niður í ærslabelgj- unum af þeirri einföldu ástæðu, að þeir kunnu ekki að hlýða. • NÝJAR UPPELDISAÐFERÐIR ÞAÐ virðast vera komnar gjörsamlega nýjar uppeldisaðferðir í skóla landsins, þar sem það eru börnin, sem eiga að ráða en ekki kenn- aramir. Og skólastjórarnir virðast ekki hafa manndóm sumir hverjir, eða skilning á því, að láta halda þótt ekki væru nema fáeinar kurteisisreglur. í einum barnaskóla bæjarins er t.d. ekki borin meiri virðing fyrir skólastjóranum en svo, að sumir kennarar láta nemendur standa á fætur, ef hann kemur inn í kennslustofu, en aðrir ekki — og komast upp með það. En kannske á þetta að Vera þannig SAUÐSAÐFERÐIN KENND EN ER nokkur furða þótt unglingar, sem ný- lega hafa tekið fullnaðarpróf úr barnaskóla ryðjist eins og sauðfje í rjett, á mannamót- um. Þeim er blátt. áfram kennt þetta vesling- unum í skólunum. í Austurbæjarbarnaskóla eru börnin aldrei látin ganga inn, eða út (var gert um tíma) i röðum. Það sagði líka lítil stúlka við mömmu sína: „Veistu það mamma, að annað hvort verð jeg að hlaupa og verða fyrst í dyrnar; eða bíða þar til allir eru komnir inn, því jeg verð annars tröðin undir“. • HVAÐ ER MEÐ ÖRYGGIÐ? OG HVAR er öryggið, ef eitthvað verður að í þeim skólum, þar sem börnunum hefur ekki verið kennt að fara út og inn úr skólanum eftir föstum reglum. Á að hætta á, ef tæma þarf skóla, þar sem inni eru mörg hundruð börn, að þáu ryðjist öll að útgöngudyrum í: einu? Þetta er ekki hjegómamál og er ekki ósann gjarnt, að skólastjórar bæjarins, sem ekki láta kenna unglingunum, að fara inn og út úr. skólá eftir ákveðnum reglum, geri grein fyrir svo ábyrgðarmikillri ráðstöfun. Geta bæjaryfirvöldin látið þetta óátalið, af öryggisástæðum einum, þótt ekkert tillit sje tekið til kurteisinnar eða agans? o hvar er FÁNINN? EKKI kemur íslenski fáninn í skólastofurnar ennþá — það hefur heyrst, að sumir af áhrifa- mestu kennurum landsins sjeu á móti því, að skóladagurinn byrji með þjóðræknis- og guð- ræknisstund. Hver skyldi ástæðan fyrir því vera? Gæti það skaðað nokkurn ungling að vera minntur á fána lands síns og skyldur hans sjálfs við föðurlandið. Eða ætti hann að hafa af því nokkuð illt, að hann sje minntur á guð sinn? Kommúnistakennararnir gætu kannske svarað þessu? Báy útkoma á bæjarrekstri SAMKVÆMT reikningum kvik myndahúss þess, sem Hafnar- fjarðarkaupstaður rekur, fyrir árið 1949 hefur hagnaður af þessu fyrirtæki það ár orðið rúmlega 79 þús. kr. En með þeirri tölu er ekki öll sagan sögð. Kvikmyndahús þetta, sem rekið er af opinberum aðila borgar enga skatta til hins op- inbera, hvorki skemmtanaskatt, söluskatt, útsvar nje tekjuskatt. Ef athuguð er velta þess kemur í ljós að söluskattur þess og skemmtanaskattur, ef það hefði verið rekið af einstaklingum, hefði numið nálega þeirri upp- hæð, sem rekstrarreikningur þess telur hagnað. Að frádregn- um eftirgefnum söluskatti og skemmtanaskatti hefði hagnað- urinn orðið 237,35 kr.!!! Þegar á það er litið að fyrirtækið greiðir heldur ekki útsvar eða tekjuskatt verður auðsætt að raunverulega er það rekið með verulegu tapi. Jafnframt liggur það Ijóst fyrir að bæði bær og ríki hafa minni tekjur af rekstri þess með því fyrirkomulagi, sem á honum er, en ef það væri einkafyrirtæki, sem greiddi op- inber gjöld í samræmi við gild- andi skattalög og útsvarsregl-j ur. \ Þetta eru athyglisverðar staðreyndir, sem vissulega eru þess virði að almenning- ur þekki. Formælendur hins opinbera rekstrar halda því jafnan fram að hagsmunir almennings sjeu betur tryggðir með honiun. Má segja að það hafi við rök að styðjast þegar um er að ræða ýmsa þjónustustarfsemi, sem varðar þjóðina í heild, t. d. póst, síma, sjúkrahús o. s. frv. En langsamlega mestnr hluti atvinnurekstrar er bet- ur kominn í höndum ein- staklinganna og fyrirtækja þeirra. Það hefur reynslan margsannað. í þessu sambandi er það athyglisvert að athuga hvaða tekjur Reykjavíkurbær hef- ur af rekstri þeirra kvik- myndahúsa, sem rekin eru af einkaframtakinu. Árið 1951 er áætlað að sætagjald ið eitt, sem þessi fyrirtæki greiða nemi 450 þús. kr. En auk þess greiða þau bænum hundruð þúsunda króna í út- svör og ríkissjóði mörg hundruð þús. kr. í skemmt- anaskatt, tekjuskatt og sölu- skatt. Hagnaður hins opinbera og alls almennings af einkarekstri kvikmyndahúsa er þess vegna miklu meiri en af hinum op- inbera rekstri þeirra. Það hljómar fallega að hagn- aður af opinberum rekstri skuli ganga til þarfra hluta. En það þarf meira til. Það þarf ein- hver raunverulegur hagnaður að verða af honum. Ella yerð- ur hann ekki almenningi til hagsbóta heldur þvert á rnóti byrði og blekking einskær. Afnám allra vínveilingaleyfa Pjefur Otfesen flyfur frumvarp þess efnis á Alþingi PJETUR OTTESEN flytur á Alþingi fi'umvarp um breytingu á áfengislögunum. Er í frumvarpi þessu lagt til að numið verði úr lögum það ákvæði, sem heimilar að veita einu veitingahúsi í Reykjavík vínveitingaleyfi. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu, að afnumin verði heimild lögreglustjóra til að veita vínveitinga- leyfi á samkomustöðum. Ennfremur er lagt til í frum- varpinu að hækka vissa tegund sekta í sambandi við óleyfilegan innflutning áfengis. Þá er einnig smávægileg breyting á lögum um hjeraðsbönn. Frumvarpi þessu fylgir löng og ítarleg greinargerð. Segir þar svo: „Það er engan veginn að á- stæðulausu, þó mönnum hrjósi hugur við þeirri hættu, sem ís- lendingum er búin af þeirri hóf- lausu vínnautn, sem hjer á sjer stað, og ómenningu margs konar og siðleysi, sem siglt hefur í kjöl- far hennar. Um það eru marg- háttuð dæmi deginum ljósari, og er þeirra fyrirbrigða ekki hvað síst að leita í samkvæmum þeim, sem háð eru í salarkynnum, þar Isem leyft er, að vínveitingar megi um hönd hafa. Um langt skeið hafa þau ákvæði verið i gildi í áfengislöggjöf vorri, að dómsmálaráðherra hefur til þess heímild að leyfa einu veitinga- húsi í Reykjavík veitingar á á- fengum drykkjum. í skjóli þess- arar heimildar hefur eitt af veit- ingahúsum bæjarins notið þess- ara sjerrjettinda um langt ára- bil. Olli þessi sjerrjettindaveiting brátt miklum reipdrætti af hálfu annarra gistihúsarekenda, er þótti sjer með þessu órjettur ger. Hjer sannaðist brátt hið forn- kveðna, „að ein syndin býður annarri heim“, því afleiðingin af þessu varð brátt sú, að þýðingar- mikið ákvæði í áfengislögunum, jþar sem svo er ákveðið: „Ekkert Ifjelag manna má hafa um hönd í fjelagsskap áfengisveitingar nje heldur má áfengisnautn fara fram í fjelagsherbergjum, hvort sem þau eru í húsi fjelagsins eða annarra“, var að engu gert með því að gefa lögreglustjórum heim ild til þess að veita undanþágur frá þessu ákvæði. Hefur það ver ið ósleitilega gert æ síðan, enda talið, að eigendur veitingahúsa geri það almennt að skilyrði fyr- ir því, að leyfð sjeu samkvæmi í salarkynnum þeirra, að þar ! sjeu vínveitingar. Er þetta vín- veitingaleyfafargan allt orðið hin mesta hneykslunarhella. Verður að reisa rammar skorður við þessum háskalega faraldri, sem í vaxandi mæli herjar á þjóð ; vora. Verður þar að stemma á að ósi og skera fyrir rætur þess- arar meinsemdar með því að fella niður úr áfengislögum á- kvæðin um sjerrjettindi til handa einu veitingahúsi í Reykjavík, svo og undanþáguheimild þá, sem lögreglustjórar nú hafa til 1 að leyfa vínveitingar. Er þetta annað aðalatriði frv. þessa að fella niður úr lögunum hvorar tveggja þessar heimildir. Annar meginþáttur frv. er að nema í burtu úr áfengislögunum þær hömlur ,sem á því eru, að ákvæði 1. gr. 1. nr. 26 1943, um breyt. á 9. gr. laganna um hjer- aðabönn geti orðið raunhæf. En það er gert með því að fella niður 2. gr. í lögum nr. 26 1943, um breyting á áfengislögum, nr. 33 9. jan. 1935. Er þar svo ákveð- ið: ,,Nú telur ríkisstjórnin, að lög þessi (þ. e. ákvæðin um hjeraðabörm) kunni að brjóta í bága Við milliríkjasamninga, og skal hún þá gera þær ráðstaf- anir, er\hún álítur nauðsynlegar til þess dð samræma þá samninga ákvæðum laganna. Að því loknu öðlast lögin gildi, enda birtir rík- isstjórnin um það tilkynningu.'1 Ekkert það hefur komið fram i milliríkjasamningum, er bendi i þá átt, að ákvæðin um hjeraða- bönnin, þó framkvæmd værú, yrðu þar þrándur .í götu. Samt sem áður hefur ríkisstjórnin enga tilkynningu gefið út varðandi gþetta atriði, en það hefur orðið til þess að loka leiðum að því, að vilji fólksins á þeim stöðum, sem ákvæði þessi taka til, hafi fengið að njóta sín. Því er hjer lagt til, að ákvæði þetta verði fellt niður. Önnur atriði þessa frv. eru um að nema úr gildi heimild þá, sem ríkisstjórninni var veitt á her- námsárunum til þess að leyfa bruggun á sterku öli handa breska setuliðinu. Enn fremur er lagt til að hækka vissa tegund sekta í sambandi við óleyfilegan innflutning áfengis. Það er vissulega margt fleira í áfengislögunum, sem full ástæða væri til að breyta á þann veg að draga úr og stemma stigu við skaðsemi vínflóðsins. Hjer eru aðeins tekin þau atriðin, sem nú eru mestur þyrnir í augum, vín- veitingaleyfin og hindranir þær, sem á því eru, að ákvæðin um hjeraðabönnin geti komist í fram kvsémd. Um nánari endurskoðun á áfengislögunum í fyrrgreindu augnamiði liggja fyrir tillögur frá mjer í sameinuðu þingi. Það hafa löngum verið á Al- þingi allskiptar skoðanir um ráð- stafanir af hálfu þess opinbera varðandi það, hversu þeim mál- um skuli hagað. Hefur okkur, sem sótt höfum á um það að reisa rönd við drykkjubölinu með ýmsum takmörkunum í því efni, þótt hlutur okkar vera helst til smár, einkum upp á síðkastið. Þó hefur á þessu þingi tekist gott samkomulag um endurbætur á einu atriði áfengislaganna, að Frh. á bls. 3,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.