Morgunblaðið - 09.02.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1951, Blaðsíða 12
Veðurúflif í dag: Norðaustan kaldi. — Ljettskýjað. 33. tbl. — Föstudagur 9. íebrúar 1951. Frii Anna Borg Samtal við leikkonuna á bls. 7. áfta ára drenaiir er ¥ar Frakklandimeistarinii og Norðurlandameisfarinn Fimm tylftum af *3* '< ___________________ íS» AlHAIA#4llfirinM ðft á leið í skéía bfður bana SVIPLEGT slys varð hjer rjett innan við bæinn í gæ'rdág. —¦ Áttp ára drengur varð undir vörubílnum R-5950, með þeim afleið- ingum, að hann mun samstundis h'afa beðið bana. — Litli drengurinn hjet Guðmundur H. Guðjónsson, Sogavegi 136. Á leið í skólann Slysið varð skömmu eft- ir hádegi á viðkomustað Sogamýrarstrætisvagnsins við Þvottalaugaveg. — Guðmund- ur litli hafði komið með stræt- isvagninum að heiman frá sjer og var á leið í Laugarnesskól- ann, en þar átti hann í gær að þreyta lestrarpróf ásamt bekkjasystkinum sínum. Fólk við vagninn Maðurinn, sem vörubílnum ók, Grjetar Vilhjálmsson, Hverfis- götu 88C, skýrði rannsóknar- iögreglunni svo frá í gær, að hann hafi verið á leið inn í Kleppsholt til að sækja -verka- menn, er slysið varð. Hann sagðist hafa ekið hægt og hafa gefið viðvörunarmerki skömmu áður en hann kom að strætis- vagrýnum, er stóð kyrr. Fólk var bæði að fara upp í vagninn og úr honum. örengurinn hljóp út á götuna Vörubíllinn var kominn að afturenda strætisvagnsins, er lítill drengur hleypur út á götuna, þvert fyrir framan bíl inn. Svo virðist, sem fát hafi komið á drenginn, er hann sá vörubílinn, og hann ætlaði að snúa yið, en það var um sein- an. Drengurinn varð undir bílnum með þeim afleiðingum, .sem fyrr segir. Fát Bíistjórinn, sem fyrir um mán uði «íðan öðlaðist ökurjettindi, skýrði og svo frá, að er hann hefði sjeð drenginn fyrir fram- an bílinn hefði hann í fáti aukið bensíngjöfina sem snöggvast, en síðan hemlað. Er bíllinn nam staðar, lá drengurinn fyrir aft- an bílinn, og mun hann hafa beðið bana svo til samstundis. Guðmundur litli var sonur Guðjóns Ó. Guðmundssonar húsgagnasmiðs og konu hans Laufeyjar Sæmundsdóttur. Rannsóknarlögreglan biður fólk það, er þarna var, er þetta sviþlega slys átti sjer stað, að koma til viðtals hið fyrsta 5 sambandi við rannsókn málsins. Poki íír S!!:?5xa fanns) í gær í GÆRDAG vár leitað á báti að brakl úr Glitfaxa. Leitaimenn, sem voru starfs- menn FlugfíelafTs íslands, fundu sængurfatapoka á floti, sem talið er yíst, að sjeúr far- angri flugvjelarinnar, um 800 m. fyrir austan stað þann, sem olíubrákin sást og varðskipið Ægir merkti, með dufli. í dag verður farið út aftur í slíka leit. 28 bífstjérar Sefldu við Rossoliii© í GÆRD. tefldi hinn franski skáksnillingur Rossolimo, fjöl- tefli við menn úr taflfjelags- deild Bifreiðastjórafjelagsins Hreyfill. Rossolimo tefldi á 28 borðum. Hann vann á 19 þeirra og gerði jafntefli á níu borðum. Engri skák tapaði hann því. Allmurgir leigubílstjórar, er þátt tóku í skákk-opninni, eru dágóðir skfckmenn og meðlimir í Taflfjelagi Reykjavíkur. Varkfalli lokSð á Akranesi í FYRRINÓTT tókust samn- ingar milli vörubílstjórafjei. á Akranesi og atvinnurekenda þar. Vörubílstjórar voru búnir að vera i verkfalii síðan á mánu dagsmorgun. Sjera Bjarsii Jónsson vígslubiskup biðst iausnar 48 afyinnulausir jefu skrá sig VIÐ atvinnuleysisskráningu í Hafnarfirði, sem lauk á mið- vikudat;, ljetu 42 verkamenn og sex sjómenn, skrá sig atvinnu- lausa. Af þessum mönnum voru 18 kværiíir og höfðu á framfæri sínu 23 börn. Einhleypir menn voru 30. Frá stjórnmálanám- skeiðínu FUNDUR verður í kvöld kl. 8,30 í litla salnum í Sjálfstæð- fshúsinu: Umræðufundur. Um- rscðuefni: Síjórnmálaviðhorfið. SJERA Bjarni Jónsson vígslu- biskup, hefur beðist lausnar frá starfi 1. júní næstkomandi að telja. Sjera Bjarni Jónsscn hefur nú verið Dómkirkjuprestur í tæp 40 ár, en jafnframt því er hann dómprófastur í Reykja- víkurpróíastsdæmi og mun hann þá er han lætur af prest- störfum einnig lála af því starfi. FJÓRÖÁ' anúéró ik^A^.^niui.s ia.itjelags Réykjaýikur vesróur lefld í kvöld. Eigast þeir þá við Frakklandsmeistarinn Nicholas Kossolimo og Norðnrlandameisíarinn Baldur Möller. Rossolimo hefir hvítt. — Rossoiimo er til vinstri á myndinni hjcr ao oían, cn Baldur til hægri — (Ljósm.: S. G. Norðdahl). f' SL f % ¦ll I Bjg» m Hafði náS sjer á flol eftlr sfrand. ÞYSKUR nýsköpunartogari, Karlsburg frá Bremenhaven, fórst við Reykjanes í gærmorgun. Skipshöfninni, 20 mönnum, bjarg- aði anhar þýskur togari og flutti hann skipbrotsmenn til Reykjavíkur. Um kl. 6.40 í gærmorgun barst Slysavarnafjelaginu til- kynningu frá Loftskeytastöð- inni, um að Karlsburg hefði strandað við Önglabrjóstnef á Reykjanesi. Slysavarnarjelagið gerði þegar í stað allar neuðsyn legar ráðstáfanir, til að björgun skipbrotsmanna gæti hafist sem fyrst. B.iörgunarsveit SVFÍ í Grindavík lagði af stað, en tal- ið var, að vegna ófærðar myndi ferðin á strandstað taka um sex klukkustundir. i UPP í LANDSTEINA Sigurjón Ólafsson vitavörður á Reykjanesi, sá til togarans úr vitanum. Togarinn hafði strand að alveg upp í landsteinum, en aðdýpi er mikið við Öngla- brjótsnef og bergið gengur þverhnýpt í sjó fram. KOMST A FLOT EN SÖKK Það er af togaranum að seg.ia að tæpum klukkutíma eftir að han"_ strandaði, tókst honum af eigin rammleik að losna af skerinu. En svo mikill leki hafði komið að skipinu í strandinu. að er togarinn hafði siglt um 1200 m. leið út frá Önglabrjóts- nefi, sökk hann á fáeinum mín- útum. Skipverjar komust allir í b.iörgunarbátana. Ekki hafði tími unnist til að bjarga nokkru með sjer. Veður var stillt og um það bil klukkustund eftir að tog- arinn sökk, kom þýski togarinn Hans Buckler á vettvang og bjargaði skipbrotsmönnum. — Flutti hann þá til Revkjavíkur oe tóku fulltrúar SVFÍ hjer á ! móti þeim við komu togarans. SÁ AOEINS HAF OG HIMININN Sigurjón var á l.eið að strand staðnum, er togarinn sökk. Á leið sinni kom Siffur.ión í dæl eina sem hann ekki sá út á sjó- inn úr. Um 15 mín. gangur er eftir dæld þessari. Er Sigurjón kom upp úr henni og horfði til hafs, sá hann togarann hvergi, sem hann hafði sjeð er hann gekk niður í dældina, svi snögg lega hafði skipið sokkið. ÁTTA MÁNAÐA GAMALL — 1000 KÖRFUR Um Karlsburg er það að segja að hann kom á miðin hjer við land fyrir þremur dögum og hafði aflað um 1000 körfur af fiski. Hann var byggður fyrir átta mánuðum og var af nýj- ustu gerð þýskra togara. Hann var 530 tonn að stærð. Skipið hafði verið hjer við land að veiðum áður. RSO^iÍlíii Mtm í FYRRINÓTT var brotist inri í verslunina Fanney, Skóla- vörðustíg 4, hjer í bæ. Þarnít var stolið hvorki meira nje minna on 60 pörum af nylon« sokkum. Mál þetta er í rannsókn og væntir rannsoknarlögreglait þess, að hafi einhver orðið vaf við ferðir þiófsins með sokk» ana, eða jafnvel verið boðnir nylonsokkar til kaups, er við- komandi beðinn að gera rann,* sókn&rlögreglunni aðvart. __________________»' . Vft-kíall á vjefbáta* flotanum í Eyjum í VJELBÁTAFLOTINN i Vest» mannaeyjum, 30 bátar, hefip jStöðvast vegna verkfalls háEetg |á bátunum. Þeir höfnuðu sátta» jtillögu er sáttasemjari i'íkising bar fram í deilunni. Um 30 bátar vcru byrjaðif róðra er verkfallið skall á ef> samningum hafði verið sagt i upp um síðustu áramót. Gekle I greiðlega að ná samningum við vjelstjóra og skipstjóra, en aft» ur á móti erfiðlega að ná samti- ingum við hásetana. Deila þeir við útgerðarmenlt um hve langt kauptrygginga- tímabilið skuli vera. — Torfi Jóhannsson bæjarfógeti og sáttasemjari ríkisins í Vest» mannaeyjum, bar fram miðiun* artillögu i deilunni í fyrradag. — Útgerðarmenn samþykktú hana, en sjómenn höfnuðu og er nú stöðvun bátaflotans al» ger orðin, því sennilega fer eng inn bátur á sjó í dag. í gær rjeru þrír bátar og fengu dá« góðan afla. ---------------------------| mguifi og víni i íkki fiételpiáss fyrir skipbrotsmennisia HINN mikli gistihúsaskortur hjer í bænum leiddi til þess í gær, að ekki reyndist unnt að útvega þýsku skipbrotsmönn- unum inni í gistihúsum bæjar- ins, að öðru leyti en því, að á Skjaldbreið var hægt að koma nokkrum yfirmönnvim togar- ans. Hinum var komið fyrir á heimiiutn manna hingað og þangað út um bæ og hafði Skjaldbreið 'einnig fyrir- greiðslu um það. Flugvallarhótelið, sem Ferða skrifstofan hefur rekið, er nú um það bil að hætta störfum, a. m. k. er það hætt að taka á móíi gestum. Mun allt í óvissu um framtíðarrekstur þess. I ; BROTIST var í fyrrinótt inn S | ísbúðiha við Bankastræti og var ! þar stolið tveim lengjum af I Camel-vindlingum og nokkruro I lausum vindlmgapökkum. Að- I faranótt þriðjudagsins var svo brotist inn í vínkjallara Vetr- argarðsins í Tivoli og var þar stolið 12 ákavítisflöskum og sjö ílöskum af koníaki. Rretlanrtsbátíðin LONDON. — Sjerstök hátíðar- frímerki verða gefin út í maí í ár í tileírn af opnun Brctlands- hátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.