Morgunblaðið - 09.02.1951, Blaðsíða 10
10
M n KaVJSBLÁÐlb
Föstudagur 9. febrúar 1951
giiiHiiiuiimiiiiiiiuiiiiiii
Framhaldssaga 3
iimiiiiiiiiiiiiimiimimmiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiinimiiiiimiiiiiiiiiii -
'wm
m
illi vonar og ótta I
jj^immmimiiiiimnmimiiimnnnmmmmmmmniiinu
EFTIR BRUNO FISCHER
„Sjáðu, þarna er kistan, sem
byssan var í. Jeg var að leita að
sigarettukveikjaranum mínum,
og þá rakst jeg á byssuna. Jeg
tók hana upp til að sjá hvort
hún væri farin að ryðga“.
„Nú, já“. Hún trúði honum
eins og hún trúði honum alltaf.
,..Það er sígarettkveikjari í
skúffunni í borðstofunni“.
„Ætli það sje ekki minn?“
Hann hjelt handklæðinu ut-
an um sig með annarri hend-
inni og tók byssuna með hinni
og fleygði henni aftur ofan í
kistuna. Mýra gekk fram að dyr
unum, en staldraði við.
„Rebekka Sprague kom hing
að um daginn til að spyrja mig
hvað væri að frjetta af þjer“,
sagði hún.
„Jæja“, sagði hann án þess
að líta upp.
„Tony, Sprague gamli myndi
taka þig inn í fyrirtækið með
sjer“.
„Jeg vil ekki þiggja mútur til
að giftast henni“.
„Hvað viltu eiginlega? Það
eru margir ungir, efnilegir
menn, sem fegnir vildu giftast
henni“.
„Hyers vegna giftist hún þá
ekki?“
Hýn horfði á hann alvarleg
á svip. „Ertu hættur að elska
Rebekku?“
En þá gat hann ekki sagt ó-
satt. Hann beygði sig niður og
onaði töskuna.
„Þú neitar því ekki“, heyrði
hann að hún sagði sigri hrós-
andi. „Jeg skil þig ekki, Tony“.
Það var ágætt. Hann vonaði
að sá tími myndi aldrei koma
að hún færi að skilja hann. —
Hann tók hrein, nærföt upp úr
töskunni og þegar hann leit upp
aftur var hún farin.
Hann fór í hvíta skyrtu og
setti á sig gult hálsbindi. Svo
fór hann í grá föt, sem hann
hafðj keypt þegar hnn fór að
vinjia fyrir Bruff.
En hann var í vandræðum
með byssuna. Hann tók hana
upp úr kistunni og stakk henni
í haggri jakkavasann. En skaftið
var of langt og byssan var of
þun^. Hann gat átt það á hættu,
að hún rækist upp úr vasan-
um, ef hann hreyfði sig ógæti-
lega. Loks stakk hann henni
undir beltið og dró skyrtuna
yfir hana Það dueði, ef hann
hneppti að, sjer jakkanum.
Það var hringt á dyrabjöll-
una. Hann heyrði raddir að
neðan og Mýra kallaði upp, að
maður vildi finna hann.
Stiginn upp á loftið lá úr
stofunni. Tony sá efst úr stig-
anum, hvar Carl Cooperman
sat á legubekknum með lög-
reglustjórahúfuna á hnjánum.
Hann var í bláum einkennis-
búningi rg beltið, sem byssan
hjekk í var allt of vítt utan
um jmittið á honum. Hann var
lögreglustjóri í Hessian Valley
og hann einn var líka allt lög-
regluliðið, nema yfir sumar-
leyfistímann. Þá hafði hann
ein eða tvo menn sjer til að-
stoðar.
Mý-ra stóð við borðið og hjelt
kjólnum að sjer í hálsinn. „Það
getur ekki verið neitt í sam-
bandi við bað hvernig fór fyrir
■ vesalings Isabel Sprague“,
sagði hún „Þú sagðir mjer það
í havrst að þú hefðir talað við
_Tony í N w York“.
„Mig 1 agar til að tala við
hann“, sagði Cooperman ákveð-
inn. „Jeg sá að hann ók í gegn
um bæinn með Mark Kinard“.
Tony kom niður tröppurnar.
„Góðan daginn“, sagði hann
kum.pánalega, settist í hæginda
stólinn og krosslagði fæturna.
,í,Hvernig gengur hjá þjer? Mik
ið um afbrot?“
„Það eru engin afbrot í Hess-
ían Valley og jeg ætla mjer
ekki að láta það verða á næst-
unni“. Cooperman leit á Mýru.
„Er þjer sama þó að þú lofir
okkur að tala saman í ein-
rúmj?“
„Nei, mjer er alls ekki sama“,
sagði hún. „Þú þarft ekki að
segja neitt við son minn, sem
jeg má ekki heyra“.
Cooperman leit gremjulega á
útvarpið, sem var stillt eins hátt
og hægt var. Svo leit hann á
Tony. „Þú hefur staðið fyrir ó-
spektum síðan þú varst strk-
lingur. í hvert sinn og þú kem-
ur hingað skeður eitthvað. Eins
og síðast, þegar Isabel Sprague
var myrt“.
„Það er ekki rjett að segja
slíkt“, sagði Mýra reið. „Þú
sa^ðir mjer það sjálfur að hann
hefði ekkert verið bendlaður
við það“.
„Jeg sagði að það hefði ekki
verið hægt að sanna neitt á
hann“, sagði Cooperman og
hækkaði röddina til þess að hún
druk^'naði ekki í hávaðanum
frá útvarpinu. „Þú skalt ekki
halda að jeg sje búinn að
glevma því. Jeg bað lögregluna
í New York að hafa auga með
þjer. Fyrir nokkrum vikum
söguð þeir mjer að þú værir
kominn í bófaflokk með ein-
hverjum Bluff“.
„Bruff“, sagði Tony.
„Hvað segirðu?“
„Hann heitir Bruff“, sagði
Tony. „Beau Bruff. Hann á fyr-
irtæki, sem rekur vöruflutn-
inga. Jeg ók fyrir hann. Þegar
jeg frjetti að hann var ekki
rjettum megin við lögin, hætti
jeg og kom heim“.
„Þarna sjerðu“, sagði Mýra.
„Þó að hann hafi verið dálítið
baldinn í æsku, þá....“
„Heyr á endemi. Dálítið bald
inn“. Cooperman stóð á fætur.
„Jeg þekki ekkert þennan Bluff
eða Bruff. Lögreglan í New
York getur átt við hann. En jeg
vil þig ekki hjer í mínum bæ“.
„Þínum bæ!“ hrópaði Mýra.
„Það er ekki frekar þinn bær,
en bær Tony og minn bær. Við
borgum okkár skatta“.
„Jæja, jæja, en mjer er borg-
að fyrir að sjá um að hjer sje
allt með kyrrð og spekt og ekki
sjeu framin nein lögbrot. Hvað
ætlarðu að vera hjerna lengi
núna?“
Tony hrissti öskuna af sígar-
ettunni. Konan var farin að
gráta í útvarpinu. „Jeg veit
ekki“, sagði hann letilega. „Og
það sakar ekki að bæta því við,
að þjer kemur það hreint ekk-
ert yið“.
^ „Jæja , þú hagar þjer skikk-
anlega á meðan þú ert hjer“,
sagði Cooperman heldur blíð-
ári. Hann setti á sig hattinn og
gekk fram að dyrunum. En svo
var eins og honum fyndist hann
ekki hafa verið nógu strangur,
því að hann sneri sjer aftur við
og bætti við: „Mundu það“. —
Síðan fór hann.
„Tony, er það satt? Ætlarðu
að vera heima?“ sagði Mýra
hrifin, þegar dyrnar höfðu lok-
ast.
„Já, því ekki það? Mestan
hluta ævi sinnar hafði hann ver
ið á eilífu randi, og það hafði
aldrei orðið honum til neins
góðs. Honum mátti vera sama
um álit Coopermans. En það
voru kannske aðrir, sem hann
þurfti að taka tillit til.
„Já“, sagði hann.
Mýra settist á hnjen á hon-
um og faðmaði hann að sjer.
„Ó, ieg er svo fegin, Tony. Þú
veist ekki hvað jeg er fegin“.
Hún hjúfraði sig að honum eins
og ung stúlka.
Hann vonaði að hún yrði ekki
vör við byssuna í beltinu.
2. kafli
REBEKKA SPRAGUE
Út um gluggann á skrifstof-
unni sá Rebekka hvar vöru-
flutningavagn hlaðinn timbri
ók út úr vörugeymslunni. •—
,Timburverslun Hessian Valley'
stóð á skiltinu fyrir ofan dyrn-
ar. Mike Faye stakk höfðinu út
um bílgluggann. „Hefurðu sjeð
George?“ kallaði hann til henn-
ar.
Hún hristi höfuðið og hjelt
áfram að skrifa reikninginn til
Scoluinibræðranna. Svo kveikti
hún sjer í sígarettu og horfði
á reykinn svífa hægt út um
opnar dyrnar. Úr innri skrif-
stofunni heyrði hún föður sinn
vera að tala við sölumann. —
Þetta var fagran júnídag og það
var erfitt að einbeita huganum
við skrifstofustörf.
,,George“, heyrði hún að
Mike Faye kallaði. „Hvar hef-
urðu verðlistann?“
George kom fyrir hornið á
vörugeymslunni og rjetti Mike
bókina.
Sólin skein á Ijóst hár Georg-
es svo að það glóði. Síðustu
mánuðina hafði hann látið sjer
vaxa_ yfirvaraskegg, en Re~
bekku fannst það ekki klæða
hann. Hann var beinasmár og
andlitsdrættirnir fingerðir. —
Hann hefði getað verið skáld
eftir útlitinu að dæma. Það
fóru orð af því, hvað hann dans
aði vel og hann var líka dug-
legur verkstjóri við timbur-
verslunina.
Vörubíllinn rann af stað nið-
ur götuna. George kom inn á
skrifstofuna og brosti til henn-
ar, brosinu, sem hann brosti
alltaf til hennar, dálítið angur-
væru og alvarlegu í senn.
„Það er einhver vitleysa í
þessum reikningi til Scolpini-
bræðranna“, sagði hún. „Þú hef
ur reiknað of hátt verð fyrir
tvisvar sinnum átta tommur“.
Hann kom til hennar og
beygði sig yfir öxlina á henni.
„Þetta er sex, en ekki átta“.
Hann beygði sig lengra niður
og strauk vörunum laust við
gagnauga hennar.
„Ó, George, ekki hjerna“.
Hann rjetti úr sjer. „Ekki
hjer eða neins staðar annars
staðar. Því segir þú það ekki
beinum orðum, ef það er það,
sem þú átt við?“
Hún svaraði ekki, en sneri
sjer að ritvjelinni aftur. Hann
gekk að sínu skrifborði, sem
stóð Jiinum megin í herberginu.
Hún vissi að hann hafði sett
upp vandlætingasvip, en hún
leit ekki við.
’•* <r»WTVR GETUR PAB
HVERT
Hákon Hákonarson
70.
En þó að það væri ekki hrætt, þá var jeg það.
Jeg gat hlaðið byssuna, en hendurnar á mjer skulfu svo,
að jeg var fullviss um, að skotið myndi hlaupa of snemma
ur byssunni, og þá átti jeg ekki eftir að lifa lengi. Til allrar
hamingju hafði jeg vit á að bíða þangað til það var komið
alveg til mín. Þegar það var nokkra metra í burtu, nam það
staðar og urraði grimmdarlega. Við og við leit það til baka,
eins og það vildi sannfæra sig um, hvort undanleiðin væri
opin.
Jeg stóð á bak við trje og hjelt byssunni, tilbúinn að
skjóta. Tígrisdýrið kom nokkrum skrefum nær, leit í knng-
um sig og lagðist niður.
Það var tæplega, að jeg sá það í gegnum runnana. Það
rak upp skerandi hljóð og svo varð allt hljótt. Þá hljómaði
ennað hljóð í gegnum nóttina, en í þetta sinn kom það frá
annarri hlið. Annaðhvort hafði jeg lent í tígrisdýrahreiður,
eða þá læddist þetta eina dýr hringinn í kringum mig.
ÞÞað var hættulegt a ðstanda hjerna lengur. Jeg varð að
finna mjer stað, þaðan sem jeg sá betur í kringum mig.
Skammt frá mjer stóð hár, hálfrotinn trjástofn.
Með fingurinn á gikknum og ðara höndina um hnífsskaft-
ið, hljóp jeg þangað og klifraði upp. Nú heyrði jeg stöðugt
þessi kveinandi hljóð og þarna sá jeg tígrisdýrið, sem jeg
hafði sært. Það lá á sama stað sem fyrr. Allt í einu stöklc
það á mig, svo hratt, að það var eins og strik í loítinu.
Jeg hleypti af, svo sleppti jeg byssunni, henti mjer á og
hnje og greip hnífinn. Jeg get ekki greint frá því, sem gerð-
ist næstu andartökin. Jeg veit aðeins það, að jeg fann geysi-
legan þunga, að það lá við að jeg kafnaði undir einhverju
f tóru og mjúku og að skyndilega var dimmt í kringum mig.
Jeg stóð inni í litlu, þröngu herbergi. Þegar jeg lyfti hönd-
mni, tók jeg í eitthvað mjúkt og skildi að það var tígris-
uýrið. Blóðið streymdi niður eftir mjer. Efsta lagið á trje-
stofninum, sem var fúið, hafði látið undan og jeg var niðri
í miðjum stoíni. Jeg gat varla hreyft mig, og það var svo
loftlaust þarna, að jeg var í þann veginn að kafna.
Tígrisdýrið lá hreyfingarlaust og jeg bjóst við að það væri
dautt.
Jeg varð að neyta allra minna krafta til þess að geta ýtt
því niður. Nú sá jeg alstirndan himininn fyrir ofan mig en
ennþá heyrði jeg ýlfur og hljóð í skóginum, svo að jeg þorði
ekki niður fyrst um sinn. Byssan hafði til allrar hamingju
orðið með í fallinu. Jeg hlóð hana og bjóst til að bíða yfir
nóttina þar sem jeg var kominn.
■S
fúo.
„Hvað er að þjer, Jón? Ertu meidd
ur?“
„Já, alvcg áreiðanlega. Jeg sagði
Pjetri hvaða álit jeg hefi á honuni i
gærkvöldi og það litur út fyrir, að í
hann hafi haft verra áliteá mjer.“
★
Orsök og afleiðing.
„En hvað sjúkrabílstjóramir hljóta
að þurfa að horfa upp á miklar þján-
ingar og eymd.“
„Já, vissulega! 1 hvert skipti, sem
þeir fara í ferð, aka þeir á einhvern.“
★
Jonni: „Þetta er hnefaleikarinn
frægi, MacCorker, bróðir minn var
í sama bekk og hann.“
Tommi: „Það er nú ekki mikið,
hann sló þrjár framtennur úr bróður
mínum.“
★
Betty: „Mamma, sendir Guð okkur
matinn?”
Móðirinn: „Já, elskan.“
Betty: „En það verð hjá honum.“
★
Móðgun á nióðgun.
Jeg sje reglulega eftir þessum mis-
skitningi, Finna, og jeg er tilbúin að
mæta þjer á miðri leið og sættast.'
„Misskilningi!! Ef þú værir ekki
alveg tilfinningalaus, myndirðu kalla
það rifrildL"
★
Göfugt markmið.
Hún: „Hefirðu heyrt um Endur-
bótaklúbb kvenna?“
Hann: „Já, liann virðist hafa það
markmið að endurbæta allt, nema
klúbbinn, og alla, nema meðlimi
lians.“
| Góð gleraugu eru fyrir öllu.
| Afgreiðum flest gleraugnarecept
Austurstræti 20.
og gerum við gleraugu.
| Augun þjer hvílið með gler-
augu frá
TÝLI H.F.
Samúð.
F'rissi (sex ára): „Mamma, þii.
mannst eftir fallegu peningabudd-
unni, sem þú gafst mjer í afmælis-
gjöf.“
Móðir: „Jé, góði, hvað með hana?“
Frissi: „Jeg kenni svo voðalega í
brjósti um hana þegar jeg hugsa um
hana liggjandi í skúfunni án þess að
hafa svo mikið sem fimm aura.“