Morgunblaðið - 09.02.1951, Blaðsíða 6
6
VUKGIJNBLAÐIÐ
Föstudagur 9. febrúar 1951
JH.örgainfola&Íb
(Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
"'ramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.i
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Anglýsingar: Árni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
A.usturstræti 8. — Sími 1600.
Askríftargjald kr. 16.00 6 mánuði, innanlanðs.
í lausasölu 75 aura eintakiB. 1 króna með Lesbók.
Atvinnuhorfur
ÚR ÐAGLEGA LÍFINU
RÚMLEGA f jögur hundruð J
manns voru skráðir atvinnu-'
lausir hjer í Reykjavík um síð
ustu mánaðamót er atvinnuleys
isskráning fór fram. Um bað get
ur því engum blandast hugur
að atvinnuástand er hjer mjög
erfitt um þessar mundir. At-
vinnuleysi, hvort sem það er
mikið eða lítið, er jafnan öm-
urlegt fyrirbrigði og sjúkdóms
einkenni í efnahagsstarfsemi
þess þjóðfjelags, sem þess verð-
ur vart í. í kjölfar þess siglir
skortur og þjáning meðal þess
fólks, sem verður að ganga
iðjulaust.
En hverjar eru orsakir þess
atvinnuleysis, sem nú ríkir i
hjer?
Þær eru fyrst og fremst
þrjár. Ber fyrst að nefna þá,
að vjelbátaútgerðin var
stöðvuð allan janúarmánuð.
Samkvæmt upplýsingum, er
blaðið fjekk í gær hjá Haf-
steini Bergþórssyni útgerðar
manni, munu nú 7—8 línu-
bátar hafa byrjað veiðar. En
samtals munu verða gerðir
hieðan út á vetrarvertíð um
20 vjelbátar. Þeir bátar, sem
veiðar stunda með botn-
vörpu, búa sig nú á veiðar
og má gera ráð fyrir að inn-
an skamms tíma muni þessi
floti allur kominn á sjó. En
á honum munu vinna hátt á
þriðja hundrað sjómenn. í
sa.mbandi við rekstur hans
munu svo nokkur hundruð
manns fá atvinnu í þgim 5
hraðfrystihúsum, sem starf-
rækt eru í bænum en hafa
ekki ennþá hafið rekstur. —
Þess má því vænta að þegar
vjelbátaútgerðin og hrað-
frystihúsin eru komin í full-
an gang megi vænta allveru-
Iegrar atvinnuaukningar.
Onnur meginástæða atvinnu
leysisins er sú, að byggingar-
vinna hefir iegið algerlega
niðri síðan fyrir jól af völd-
um tíðarfars. Töluvert hefir
hinsvegar verið til af bygging
arefni og hefði þessvegna verið
unnt að vinna að byggingar-
framkvæmdum á þessu tíma-
bili, ef veður hefði ekki hamlað.
Þriðia ástæðan er svo það
stórfellda gjaldeyristap. sem
togararVerkfallið á s. 1. ári
hafði í för með sjer. Vegna
þess hefir hráefnaskortur iðn
aðarins, sem nú er sú atvinnu
grein í bænum, er flestu
fólki vei*ir atvinnu, orðið
ennbá tilfinnanlegri. — Mörg
iðnfyrirtæki hafa af þeirri.
ástæðu orðið að fækka starfs'
fólkj sínu. Kommúnistar og
Albýðuflokksmenn bera meg
inþunga ábyrgðarinnar á tog
araverkfallinu. Þessir flokk-
ar eiga því rikan þátt í að
skapa það atvinnuleysi, sem
nú ríkir í Reykjavík. Situr
sannarlega illa á þessum
flokkum að kenna öðrum þá
erfiðleika, sem siglt hafa i
kjölfar atvinnuskortsins.
Kommúnistar hafa undanfar
ið þrástagast á þeim ósann-
indum, að Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri hafi látið þau orð
falla að það væri „fráleitt og
fjarstætt“ að skortur væri á
atvinnu í bænum um þessar
mundir. Að sjálfsögðu er þetta
hrein lygi. Borgarstjóri notaði
þessi orð um yfirborðstillögur
þær, sem kommúnistar fluttu
um atvinnumálin í bæjarstjórn.
Um möguleika bæjarfjelags-
ins til þess að bæta úr atvinnu
leysi er annars það að segja,
að þeir eru aldrei þrengri en
einmitt á þessum tíma árs. Að-
alatvinnan, sem bærinn veitir,
er við byggingar, gatnagerð og
aðrar slíkar framkvæmdir. En
meðan að frost eru og snjóar
má heita ógei’legt að vínna að
þeim. Þetta skilja allir hugs-
andi menn.
• Þess verður að vænta, að þeg
ar að vjelbátaútgerðin og hrað
frystihúsin komast í fullan
gang, sem væntanlega verður
á næstunni, verði að verulegu
leyti bætt úr því atvinnuleysi
sem sú ríkir í bænum. — Þegar
að tíðarfar batnar og bygging-
arvinna getur hafist, ætti að
meja treysta því, að úr því
ver að fullu bætt.
A„tvinnuleysi er böl og sóun
verðmæta. Það er þessvegna á-
hugamál allra góðra manna að
úr því verði bætt, hvenær og
hvar, sem þess verður vart.
Hversvegna duttu
andlitin af þeim!
KOMMÚNISTAR og kratar
halda því stöðugt fram, að allir
erfiðleikar okkar íslendinga
um þessar mundir spretti af
gengisbreytingunni á s. 1. ári.
Gengi íslensku krónunnar hefði
áfram átt að vera 26 krónur
gagnvart sterlingspundi. Þá
væri allt í lagi ,engin vand-
kvæði og vandræði.
Ef að þessir herrar væru
sjálfum sjer samkvæmir, hefðu
þeir fyrir löngu átt að flytja
tillögur um að afnema orsök
erfiðleikanna og hækka gengið
að nýju.
Frá því hefur verið skýrt
í blaðinu, að á síðasta þingi
Alþýðusambands íslands
hefði einn af fulltrúum Sjálf
stæðisverkamanna beint
þeirri fyrirspurn til hinna
rauðu kapphlaupara, hvers-
vegna þeir krefðust þess
ekki að gengið yrði hækkað,
þar sem þeir teldu gengis-
lækkunina hina sönnu upp-
sprettu allrar ógæfu? En þá
gerðust broslegir hlutir. —
Andlitin duttu af krötum og
kommum. Þeir urðu ókvæða
við, litu skömmustulegir á
svip í gaupnir sjer og brast
svör við spurningu Sjálf-
stæðisvcrkamannsins. — Þeir
hafa ekki ennþá svarað
spurningu hans. Þeir hafa
látið sitja við fimbulfambið
um gengislækkunina. — Já-
kvæðar tilögur um lausn
vandans hafa engar birst frá
þcim.
TOMAR FLOSKUR OG
GÓÐGERÐARSTARFSEMI
EINÚ SINNI var maður, sém þótti meira en
í meðallagi ölkær. — Kunningi hans spurði
hann hvernig hann hann færi að því að drekka
svona mikið. Það gæti ekki verið að tekjurnar
hrykkju til áfengiskaupanna, hvað þá meira.
„Jeg drekk svo mikið, að jeg lifi á því að
selja tómar flöskur“, svaraði ölkæri náung-
inn. — Mjer datt þ^ssi saga í hug er jeg las
auglýsingu hjer í b.jðinu í gærmorgun um,
að tómar flöskur hefðu hækkað í verði og
væru nú keyptar á 1 krónu þriggja pela
flaskan.
Og hvað, sem því líður, að drykkjumenn
geti lifað á að selia tómu glerinn, þá er hitt
víst, að allmikið fje liggur í tómum flöskum
og væri hægðarleikur að hagnýta til dæmis
fyrir góðgerðarfjelög.
•
ÞÚSUNDIR FLASKNA —
ÞÚSUNDIR KRÓNA
EKKI ER nokkur vafi á því, að í Reykjavík
og útiá landi liggja þúsundir, ef til vill tug-
þúsundir tómra flaskna, sem eiaendurnir
hirða ekki um að koma í peninga. Finnst ekki
taka því, að leggja á sig erfiði að safna þeim
saman fyrir 10—20 krónur í peningum. Eða
tómt kæruleysi veldur. í kjöllurunum, á háa-
loftinu og útihúsum liggja flöskur, sem hægt
væri að koma í peninga og bókstaflega spara
gjaldeyri á, að hirða.
Væri ekki tilvalið fyrir einhverja góðgerð-
arstofnun, að efna. til flöskusöfnunar í húsum
hjer í bænum, t.d. í stað þess að selja merki?
•
SKÁTARNIR GÆTU HJÁLPAÐ
ÆTLI SKÁTAR fengjust ekki til að fara um
bæinn til að safna flöskum fyrir eitthvert
gott málefni. Ef til vill fyrir sig sjálfa, eða
sinn fjelagsskap, alveg eins og þeir ganga
fyrir hvers manns dyr og safna peningum
fyrir Vetrarhjálpina. Eða ef til vill mætti
láta Vetrarhjálpine. njóta góðs af, barnaspít-
alasióð, eða eitthvað annað álíka.
Margir flöskueigendur yrðu fegnir að losna
við tómu glerin og láta sinn skerf um leið til
góðs málefnis. Guðbrandur í Áfenginu yrði
án efa himinlifandi að þurfa ekki að liggja á
hniánum fyrir Fiárhagsráði og biðja um gler
undir löggina. Gjaldeyririnn, sem sparaðist
mætti svo nota til að kaupa mjólkurflöskur.
ÞYRFTI AÐ SPYRJA
ÁFENGISVARNARNEFND?
EINASTI hugsanlegi þröskuldurinrt á vegi
þessarar fjáröflunarleiðar væri eí til vill
áfengisvarnarnefnd, sem um þesar mundir
er með nefið ofan í hvers manns koppi, segir
alþingi, ríkisstjórn, bæjarstjórn og íþrótta-
fjelögunum fyrir verkum, eins og sá, sem
valdið hefur.
Kannske liti háttvirt áfengisvarnarnefnd
svo á, að það væri ekki sæmandi fyrir góð-
gerðarstofnun að þiggja fje, sem fengist fyrir
tómar brennivínsflöskur.
•
„BUFF- OG KRYDDVARNAR-
NEFND“
EN MEÐAL annara orða, þegar litið er á
hina harðduglegu áfengisvarnarnefnd, og boð
hennar og bönn undanfarið, er eiginlega stór
merkilegt, að náttúrulækningasamtök lands-
ins skuli ekki krefiast þess, að þeir verði stjórn
skipaðir í nefnd til að forða mönnum frá að
leggja sjer til munns hvíta hvei+ið og hvíta syk
ur, buff og kryddvörur svo eitthvað sje nefnt.
Sú nefnd gæti heitið „Buff- og kryddvarnar-
nefnd Reykjavíkur“ og ætti að gera sam-
þykktir um, að ekki sje borið fram fyrir t.d.
íþróttafólk landsins, í skíðaskálum, eða annars
staðar, það sem þeir gætu nefnt ,,eitur“.
Slík nefnd gæti fengið nóg af hótunarefn-
um. T.d. að banna ríkisstjórn og bæjarstjórn
að hafa kjöt á borðum í veislum, heldur grasa
graut og annað góðgæti.
•
BJÓR ÚR TÓMRI TUNNU
ÁFENGISVARNARNEFNDIN hefur haft í
svo mörgu að snúast undanfarið, að það er
varla von, að hún hafi haft tíma til að líta inn
á kabarettsýningar Víkings. Þar fer fram
ægilegt athæfi, sem nefndin þyrfti að skrifa
hótanabrjef um. Útlendur galdrakarl fram-
leiðir bjór í tómri tunnu og gefur áhorfend-
um að smakka!
Þar dansar líka næstum nakin stúlka og
hræðileg kyrkislanga slangrar eins og hún
væri dauða drukkin.
Það má vera, að hjer sje stórhætta á ferð-
um fyrir æskulýð og íþróttamen landsins —
því að það er ekkert að marka, þótt áhorf-
endur skemmti sjer konunglega á þessum
sýningum, og fylli Austurbæjarbíó kvöld
eftir kvöld.
GeislahÉtun-frðitifíðdrlausn á upphifun húsa
TUTTUGU gráður á Celsius er
talið hæfilegur stofuhiti. Hjer á
landi er lofthitinn sjaldan svo
mikill, og má því heita, að hita
verði upp íbúðarhúsin alla daga
ársins. Það er því augljóst, að
upphitun íbúðarhúsa er mjög
þýðingarmikið mál og varðar alla
landsbúa.
Upp úr síðustu aldamótum kom
miðstöðvarhitunin í stað kolaofn-
anna gömlu. Áður voru ofnar
venjulega aðeins hafðir í stofun-
um, þ,ar sem mest var hafst við,
en méð miðstöðvarhituninni var
allt húsið, stofur, herbergi og
gangar, hitað frá miðstöðinni í
kjallaranum.
Árið 1943 tók hitaveita Reykja-
víkur til starfa, en í þeim hús-
um, sem hennar njóta, lagðist þá
kyndingin að mestu niður. Mið-
stöðvarkerfin í húsunum voru
tengd við hitaveituæðarnar, og
með því að opna fyrir loka í
kjallaranum, streymdi ca 80 st.
heitt hveravatn inn í miðstöðv-
arkerfin. i
Snemma á þessari öld fóru
Englendingar að gera tilraunir
með nýa upphitunaraðferð, svo-
nefnda geislahitun. Hugmyndin
var raunar ekki ný, því 1500 ár-
um áður höfðu Rómverjar, sem
búsettir voru í Englandi, notað
svipaða aðferð. Rómverjarnir
byggðu hús sín með tvöföldum
veggjum, kveiktu eld í kjallar-
anum og ljetu heitt loft streyma
upp á milli veggjanna. Við það
hitnuðu veggirnir og geisluðu
frá sjer hita inn í herbergin.
Geislahitun í sinni núverandi
mynd byggist á því, að pípu-
slöngur eru lagðar í loft (og
stundum veggi) húsanna, neðst í
steypumótin. Þegar mótin eru
Eftir Aðalsfein Jóhannes-
son vielfræðing
slegin burt grisjar rjett í slöng-
urnar, en síðan er húðað yfir
með kalkríkri steypublöndu, á
venjulegan hátt og málað yfir,
og vottar þá ekki fyrir neinu.
Ákveðinn métrafjöldi af pípu-
slöngum er settur í hvert her-
bergi, eftir stærð þess og hita-
þörf, og er hægt að tempra hit-
ann eftir vild.
Loftin (og veggirnir) hitna og
geisla frá sjer hita út í herberg-
in. Upphitunin verður m. ö. o.
með geislun, eins og nafnið bend-
ir til, en ekki með því að loftið
beri hitann um herbergið, eins
og í miðstöðvarhituninni. í
geislahituðum herbergjum er
því nærri engin hreyfing á loft-
inu, og er þannig sneitt hjá öll-
um þeim ókostum, sem mið-
stöðvarhituninni eru samfara og
sem getið var hjer að framan.
Geislahitunin hefir marga kosti
aðra fram yfir miðstöðvarhitun-
ina. Loftið í herbergjunum verð-
ur ekki eins þurrt og svo eru
engir miðstöðvarofnar, sem eru
vissulega engin stofuprýði og
taka oft mikið pláss.
í geislahitun er allt loftið og
stundum veggirnir, notað sem
hitaflötur, en í miðstöðvarhitun-
inni kemur allur hitinn frá mið-
stöðvarofnunum, sem eru miklu
minni að flatarmáli. Af þessu
leiðir, að geislahitunin þarf ekki
nærri eins heitt vatn og mið-
stöðvarhitunin, eða 30 til 47 gráð
ur í stað 60 til 80 gráða, og meðal
annars af þessari ástæðu verður
hitakostnaðurinn miklu minni,
eða allt að 30%.
I Vegna hrúðurmyndunarinnar
og tæringarhættunnar, sem staf-
ar af hveravatninu, er sjálfsagt.
að nota mótstraumshitara við
geislahitun ef hitaveituvatn-
ið er notað sem hitagjafi. í
mótstraumshitaranum verður
Gvendarbrunnarvatn nærri jafn
heitt og hveravatn, en þar sem
vatnið í pípuslöngunum má ekki
vera heitara en 47 gráður, vegna
þenslunnar í þeim, eru frá-
streymis- og aðstreymispípur
tengdar saman í blöndunar-
krana og stillir hann (sjálfvirkt)
hitann inn á pípukerfið.
Geislahiíunarkerfið má hita
upp á sama hátt og venjulegt
miðstöðvarkerfi, þ. e. með kola-
eða olíukyntum katli, rafmagns-
hitun eða hveravatni. Vatnið
sem fer til uppþvotta og baða
getur orðið allt að því 100 gráða
heitt, eftir því hvaða hitagjafi er
notaður, en blöndunarkraninn
sjer um það, að í pípuslöngunum
er aldrei heitara vatn en tilskil-
ið er.
Fyrir síðustu heimsstyrjöld
var mjög dýrt að leggja geislahit
unarkerfi. Pípurnar eru steyptar
í loftin, eins og fyrr segir, og var
það almenn skoðun manna, að
þær yrðu að vera úr góðu, ryð-
fríu stáli, sem er mjög dýrt. —
Reynslan hefir þó sýnt, að nota
má venjuelgar stálpípur, sem eru
miklu ódýrari, og er nú svo kom-
ið, að geislahitunarlögnin er litlu
dýrari en vejnuleg miðstöðvar-
lögn, og munar það ekki meira
en 5 til .10%. Sá munur vinnst
þó fljótt upp, því geislahitunin
er nærri 1/3 ódýrari í rekstri.
eins og áður segir. Frá þjóðhags-
legu sjónarmiði er og sá munur,
( Framh. á bls. 8.