Morgunblaðið - 28.03.1951, Page 8
8
MGRCUNBLAÐlfí
Miðvikudagur 28. mars 1951.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
Ný tímamót í Kóreu
NÝ TÍMAMÓT eru nú runnin
upp í Kóreustyrjöldinni. Her-
sveitir Sameinuðu þjóðanna og
Suður-Kóreumanna hafa aftur
náð allri Suður-Kóreu á sitt
vald. Eru hersveitir þeirra nú
komnar öðru sinni að 38. breidd
argráðunni. Herir kommúnista,
sem undanfarið hafa nær ein-
göngu verið skipaðir Kínverj-
um, hafa beðið hvern ósigur-
inn á fætur öðrum og ekki átt
annars kost-en að flýja norður
á bóginn.
Taflinu hefur þannig verið
snúið við í Kóreu. Sameinuðu
þjóðunum hafði að vísu tek-
ist að hrekja ofbeldislið komm-
.únista út úr Suður-Kóreu.
Meginhluti Norður-Kóreu var
einnig á beirra valdi. En þá hóf
Pekingstjórnin kínverska þátt-
töku í stvrjöldinni. Kínverskir
kommúnistar sendu miliónaheri
á hendur Sameinuðu þjóðun-
um. Allur var þessi skollaleik-
ur leikinn með fullu samþykki
og stuðningi Rússa. Um skeið
leit svo út sem ofurefli komm-
únistaher j anna mvndi buga
hinn fámenna liðsafla S. Þ. í
Kóreu. Mikill hluti Suður-
Kóreu komst aftur á vald komm
únista. Stalin marskálkur og
Mao Tse-Tung töluðu digur-
barklega um að herjum Sam-
einuðu þióðanna yrði kastað í
sjóinn. Kommúnistar ættu nú
sigur vísan.
En allt hefur þetta orðið á
aðra lund. Herir S. Þ. hafa
ekki verið hraktir í sjóinn.
Þeir hafa hvert á móti snúi'5
vövn sinni í sókn. Kommún-
istar hafa beðið mikinn ósig-
ur í Suður-Kóreu. Þeir hafa
verið hraktir öfusir út úr
landinu. Þetta hefur gerst
þrátt fyrir það að lið S. Þ.
hefur verið stórum fámenn-
ara en kommúnistaherirnir.
En það hefur verið vel vopn-
nm búið og notið stuðnings
öflugs flughers og flota. Það
eru hinir tæknilegu vfirburð
ir herja Sameinuðu þjóðanna
sem ráð’-ð hafa úrslitum í
baráttunni undanfarna mán-
uði.
Sú spurning vakir nú efst í
hugum manna, hver muni verða
næsti háttur Kóreustríðsins.
MacArthur, yfirhershöfðingi S.
Þ. hefur lýst því yfir nú, þeg-
ar hersveitir hans standa við
38. breiddarbauginn, að hann
sje fús til þess að ræða vopna-
hlje og málamiðlun í þessari
deilu, sem teflt hefur heims-
friðnum í geigvænlega hættu.
í sambandi við umræður um
38. breiddarbauginn verður að
minnast þess að skioting Kóreu
bygðist á svikum Rússa við það
samkomulag, sem gert var á
sínum tíma um framtíð Kóreu.
Samkvænit því var ákveðið að
öll Kórea skvldi gerð að friálsu
og sjálfstæðu lýðveldi. Rússar
hindruðu framkvæmd þessa
samkomulags. Þeir komu í veg
fýrir lýðræðislegar kosningar í
öllu landinu. Þeir tröðkuðu á
allri viðleitni S. Þ. til þess að
sameina land og þjóð um óháða
og fullvalda, Kóreu. í stað þess
settu þeir á laggirnar komm-
únistiskt leppríki í Norður-
Kóreu. í sama mund var stofn-
að sjálfstætt lýðræðisríki í
Suður-Kóreu. Þannig varð 38.
breiddarbauf'urinn að landa-
mærum milli tveggia ríkia.
Þessi breiddargráða er þess-
vegna fvrst og fremst tákn
kommúnistisks ofbeldis og yfir-
gangs.
Friðelskandi þjóðir óska
þess eins að ófriðarbálið
verði slökkt í Kóreu. En bær
vilia ekki að ofbeldið hrósi
þar neinskonar sierri. Sam-
tök hinna Sameinuðu þjóða
hafa tekið unn baráttu við
það. Það er mikils um vert
að þeim hepnnist bað mikil-
væ<ra hlutverk. sem þær hafa
tekist þar á hendur. Á því
veltur framtíðarörvegi
þeirra bié.ða, sem njóta vilja
persónufrelcjs og mannrjett-
inda í skjóli lýðræðisskipu-
lagsins.
OheppHeaf skipulag
sfrandferðar
í SAMBANDI við hraðferð
strandferðaskipsins Heklu til
Vestfjarða og Norðurlandsins
nú um páskana er ástæða til
þess að gaenrýna það skipulag,
sem Skipaútgerð ríkisins hefur
á þessari ferð.
Vitað er að meeintilgangur
hennar er að sjá fólki fyrir fari
á hina árlegu skíðaviku, sem
haldin er á ísafirði. — Mikill
fiöldi fólks notar hana að jafn-
aði og að bessu sinni munu á
briðia hundrað manns hafa far-
ið með Heklu til ísafiarðar. —
Þrátt fyrir þetta er skipið látið
koma við á hverri einustu höfn
á Vestfjörðum á vesturleið og á
öllum nema einni á suðurleið.
Þetta er fráleitt fjnirkomu-
lag. Það er ekkert óriett.læti
gagnvart öðrum Vestf jarðahöfn
um þó að þessi eina ferð væri
farin beint til ísariarðar. Hundr
uð manna, bæði Vestfirðin«ar
hier í Reykjavík og annað fólk
notar páskalevfi sitt til bess að
fara á skíði í náerenni Isafiarð-
ar. Að þessu sinni var einnig
háð þar landsmót í skíðaíbrótt.
Það er alger áþarfi að þvæla
bessu fólki á margar hafnir í
báðum leiðum.
Með þessari eagnrýni er eng-
an veginn verið að draga riett
annara Vestfiarðahafna en ísa-
fjarðar til skioaferða um þetta
leyti. Skipaútgerðinni væri í
lófa lagið að láta eitthvert ann-
að skipa sinna fara páskaferð
á hinar smærri hafnir. Þess má
einnig geta að í þetta skipti
sendi hún annað skip á þessar
sömu hafnir rjett eftir Heklu,
sem flutti skíðafólkið til ísa-
fjarðar.
Þetta er klaufalegt og ófært
skipulag. Verður að vænta þess
að úr því verði bætt í framtíð-
inni.
"w,ill>lil,,; ÚR DAGLEGA LÍFINU
„SKINHELGIDAGAR“
MARGIR munu vera fegnir því, að páska-
helgin er liðin hjá í þetta sinn, Páskahaldið
er þannig hjá okkur á íslandi, að hvergi í
heiminum mun önnur eins deyfð og dauðans
ró ríkja í jafn marga daga. Alt er lokað og
læst dögum saman. Dag eftir dag má ekki
sýna kvikmyndir, leikrit, halda dansleiki nje
aðrar opinberar samkomur, hvort sem er til
fróðleiks eða skemtunar.
Upphaflega mun dymbilvikan hafa verið
róleg af trúarlegum ástæðum, en því miður
er ástæðan ekki sú sama lengur.
Má vissulega til sansvegar færa, að páska-
helgin hafi verið gerð að skinhelgidögum hjer
á Iandi.
•
VEL ÞEGIÐ VETRARFRÍ
HITT ER ANNAÐ mál, að vinnandi fólk og
þá ekki síst skrifstofumenn, sem lítil tæki-
færi fá til að vera úti, fagna páskafríinu og
nota það vel flestir, þegar vel viðrar. Páska-
helgin er vel þegið vetrarfrí, enda gengur
það næst sjálfu sumarleyfinu hvað tímalengd
ina snertir.
•
ÞEIR FÖLU OG HINIR BRÚNU
ÞESST DAGANA skera þeir úr, sem not-
uðu páskafríið til að fara á skíði, brúnir á
hörund og hressilegir á svip, þótt einn og
einn af skíðamönnunum haltri.
Hinir eru flestir fölir og súrir á svipinn og
er þeim ekki láandi sem eyddu páskahelg-
inni við að hlusta á hátíðahljómleika út-
varpsins. Mun flestum hafa þótt nóg um.
•
BRÚSAMJÓLK — FLÖSKU-
MJÓLK OG ENGIN MJÓLK
Á PÁSKADAGSMORGUN heyrði jeg litla
telpu kalla til vinkonu sinnar:
„Það er ekki til nein brúsamjólk, en nóg
til af flöskumjólk, ef þú flýtir þjer“.
Við nánari athugun komst jeg að því, að
húsmæðurnar hafa undanfarið talað um
þrennskonar mjólk:
Það er brúsamjóík, flöskumjólk og engin
mjólk. Og alt er þetta sitt-hvað.
• <
UMBÚÐIRN^/VR SKIFTA
MESTU MÁLI
„ENGIN-MJÓLK“ er þegar ekki er hægt að
halda Krísuvíkurveginum opnum með 3—4
ýtum og hinar austurleiðirnar eru ekki færar
af sálfu sjer. Það er skiljanlegt og lítið K.vört-
unarefni, þótt ilt sje.
En hitt eiga menn verra með að skilja, að
brúsamjólk og flöskumjólk þurfi að aðskilja
þannig, að komi maður með brúsa oe ekki er
til nema flöskumjólk, þá fæst ekki dropi, og
öfugt.
í mörgum mjólkurbúðum neita stúlkurnar
að hella mjólk úr flösku í brúsa, eða mæla
á flösku. — Það er svosem ekki vevið að
gera fólki hægara fyrir!
•
LOKSINS
ALLAN DAGINN í gær stóðu menn í hópum
í Kirkjustrætinu og horfðu á menn, sem voru;
að rífa rústirnar, þar sem brann fyrir 2 (/> ári.
Flestir munu hafa verið orðnir úrkula-
vonar um, að þessar gapandi brunarústir
myndu nokkru sinni hverfa. En betra er seint
en aldrei og enginn örvænta skyldi.... eins
og þar stendur.
Margur maðurinn gat heldur ekki variöt
því, að segja: loksins, er hann sá þessi tilþiif.
•
HÁTÍÐASVIPUR l
YFIR REYKJAVÍK
ÞEIR, SEM VORU á ferðinni í sólskininu í
bænum á páskadag tóku eftir því, að einhver
sjerstakur hátíðasvipur var yfir bænum.
Það stafaði af því, að fáni var við hún svo
að segja á hverri einustu flaggstöng í bænum.
Enginn mun hafa verið í vafa um hvers-
vegna var flaggað þann dag, en á föstudag-
inn langa, þegar fánar voru í hálfa stöng
víðasthvar, voru það þó nokkrir, sem spurðu:
— Hver er dáinn?
Þið skiljið hvað jeg átti við með orðinu
„skinhelgidagar“ hjer að framan.
Sykur kemur bráðlega
aftur í búðirnar
UNANFARIÐ hefur verið þurrð
á molasykri, en nú er innan
skamms von á þessari vöru aftur
í búðirnar og mun verðið heldur
lægra en áður var.
Alþýðublaðið var með illkvittn
islegar dylgjur á dögunum um að
heildverslanirnar hefðu hætt að
selja sykurinn, þegar skömmtun-
inni var afljett, í þeim tilgangi að
setja hann síðar á markaðinn og
þá með hækkuðu verði. — Mbl.
hefur aflað sjer upplýsinga um
þetta atriði og er öll frásögn AI-
þýðublaðsins uppspuni frá rót-
um, eins og vænta mátti. Mola-
sykur var genginn til þurrðar hjá
innflytjendum áður en skömmt-
uninni var afljett og eins og get-
ið er um hjer að ofan mun sykur
fremur lækka í verði en ekki
hækka, þegar hann kemur bráð-
lega aftur á markaðinn.
Alþýðublaðið situr sig ekki úr
færi að sverta í augum almenn-
ings þá rýmkun á innflutningi
til landsins, sem nú er að kqmast
í framkvæmd og eru ósannindin
um sykurinn einn liður í þeirri
herferð. Það er óhætt að segja,
að allur almeningur fagnar því
að útlit er fyrir, að vöruskortin-
um ljetti og höftum fækki þó
verðlag sje og verði hátt vegna
ört hækkandi verðs á heimsmark
aði og margvíslegra annara erfið-
leika. Það er hinsvegar ekki í
fyrsta sinn að Alþýðuflokkurinn
grípur til þess í málefnafátækt
sinn að gera eitt og annað áróð-
ursefni að hreinum og 'beinum
rógsmálum, sem aðrir en þeir
eiga frumkvæði að og fram-
kvæma öllum almenningi til hags
bóta, eins og á sjer stað um
rýmkun innflutningsins. — Má
vafalaust rekja gengisleysi Al-
þýðuflokksins að verulegu leyti
til þess að menn eru orðnir leiðir
á þessum sífelldu vindhöggum.
Sem betur fer hafa menn yfir-
leitt áttað sig á því fyrir löngu,
að það er ekkert að marka stór-
yrði Alþýðublaðsins, því það er
margþekkt, að það blað blæs upp
stórfelld rógsmál, sem ekki er
flugufótur fyrir, eins og nú á sjer
stað gagnvart innflytjendum með
sykur, og hættá menn þá að von-
um að trúa blaðinu, þó það spari
ekki feitt letur og stórar fyrir-
sagnir.
Sijérn B
álykiun
4333 úflendingar komu
fi! fsndsins s.l. ár
SAMKVÆMT skýrslum út-
lendingaeftirlitsins, sem birtar
eru í síðustu Hagtíðindum,
komu hingað til landsins 4383
útlendingar árið sem leið,. en
5125 útlendingar fóru af landi
burt á sama tíma.
Bandaríkjamenn eru lang-
flestir og voru það samtals 1340
sem komu til landsins, en 1581
fóru af landinu á árinu. Stafar
þessi fjöldi að sjálfsögðu af þvi
að með eru taldir starfsmenn
á Keflavíkurflugvelli.
Næstir eru Danir að fjölda til
og komu til landsins 973 Dan-
ir, en 1163 fóru. Þá eru Bret-
ar 717, sem komu og 888 sem
fóru. 360 Svíar komu og 357
fóru á árinu, 337 Norðmenn
komu og 396 fóru, 154 Finnar
komu, en 157 fóru. 200 Þjóð-j
verjar komu og 278 fóru. I
Rússar komu 32, en 31 fór.'
Einn Júgóslafi kom og einn fór,
3 voru ríkisfangslausir, sepi j
komu til landsins og jafnmarg-
ir, sem eins var ástatt fyrir
fóru (sennilega sömu menn- j
irnir).
FRÁ stjórn BSRB hefir blaðinu
borist:
Með tilvísun til samþykktar
er gerð var á fundi stjórnar
BSRB, þann 8. janúar s. 1. og
afhent hæstvirtri ríkisstjórn,
hefir stjórn bandalagsins gert
eftirfarandi álvktun á fundi sín
um 19. mars 1951.
Frá því um áramót hefir vísi-
tala framfærslukostnaðar hækk
að um 3 til 5 stig og munu
meiri hækkanir í vændum bæði
sökum verðhækkana erlendis
svo og ráðstafanir er gerðar
hafa verið bátaútveginum til
hjálpar.
Stjórn BSRB telur að kjör
meginþorra launafólks sjeu nú
slík að frekari kiararýrnun
beri að afstýra eftir öllum hugs
anlegum leiðum. Fvrir því bein
ir bandalagsstjórnin þeim til-
mælum til hæstvirtrar ríkis-
stjórnar að hún láti nú þegar
fara fram sjerfróðra athugun á
því, hvaða leiðir kynnu að vera
tiltækilegar til að tryggja hlut-
fall milli launa og raunveru-
legs framfærslukostnaðar er
ekki sje óhagstæðara en var um
síðastliðin áramót. Fulltrúar
launþegasamtakanna eigi þess
kost að fylgjast með niðurstöð-
um þeirra athugana jafnóðum
og þær liggja fyrir, og verði
þannig leitast við að finna
grundvöll tíl viðunandi úrlausn.
ar kjaramálum launafólks.
Að öðru leyti ítrekar stjórn
BSRB, samþykkt sína frá 8.
janúar s. 1. svo og samþykktir
13. þings bandalagsins um dýr-
tíðarmál. .