Morgunblaðið - 04.04.1951, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. apríl 1951 MORGUNBLAÐIÐ LímidatTtS tónlistarinnar44 frá (Vfoskva Fimmíu®u,: Kæri höfuð-tónlistargagnrýn- I andi íslands: Mjer þykir fyrir því að sjá í Morgunblaðinu, að þjer gjörið | yður að talsmanni „línudans- tónlistarinnar" frá Moskva. O- frjáls og ófrjó tónlist, sem hlýð- ir lagafyrirmælum ógnarstjórn- arinnar! Jólasálma saklausra barna afskræmir hún að boði valdhafanna o'g gjörir að „djöftil- legu“ innrósar-hergöngulagi — samkvæmt yðar eigin frásögn. I Er þetta í samræmi við eðli . listarinnar? Listin er alltaf smekksatriði — ! og ef yður fellur vel við ríg- ^ bundna afskræmis-list, þá er það yðar einkamál. En þjer hafið á- byrgð gagnvart fjöldanum, sem ! dáir yður og virðir. Tónlistargagnrýni á að vera frjáls, eins og listin sjálf. Og jeg er yður ekki sammála, kæri dr. Páll, um list Katchatúríans. Hún ) virðist mjer vera ófrumleg stæl- I ing á Tschaikowsky og öðrum eldri Rússum — en ekki að sarha skapi vel heppnuð. Hún er há- vaðasöm og ruddaleg i meira lagi. Því hefur verið haldið fram hjer, að Katchatúrían þessi sje „frægur“ vestan hafs. — Það rná segja okkur íslendingum allt — með því að við höfum smíðað ut- an um okkur einskonar einka- járntjald úr reglugjörðum og lagat'yrirmælum, sem varna frjálsum frjettaflutningi að ber- ast til landsins með blöðum og tímaritum. Það vill svo til, að jeg hef' dvalist í Bandaríkjunum, meira og minna, í síðastliðin átta ár — j eða síðan 1942. Jeg fylgdist vel með því sem fram fór í tónlistar- J lífi New York borgar og víðar | í Ameríku, en New York er mið- stöð listalífsins í Bandaríkjunum. Nafn Katchaturians sá jeg aldrei á verkefnaskrá tónleika. Þó kunna verk hans að hafa slæðst inn í einstaka tónleika á þessum árum, þó jeg yrði þess ekki vör. En að segja að þetta tónskáld sje frægt, eða „populært", vest- an hafs nær ekki nokkurri átt. f Annar maður með sama nafni, Katchetúríán, er frægur í Amer- t íku og má vera að þar hafi ver- i ið blandað málum. Þessi maður' var málari og bjó í New York í mörg ár, þar til hann dó fyrir örfáum árum. Var sá maður persneskur að ætt — enda báru ' verk hans með sjer ótvíræð ein- : kenni hinnar austrænu listar.' Verk hans voru á sjerstakri sýn- ingu í New York árið 1949, þeg- ar Persakeisari — sem nú er nefndur írans-keisari — var á ferð í Bandarikjunum. Hafði ■ hann málað mynd af keisaranum,! sem var þar til sýnis. Þegar jeg kom aftur heim til íslands, siðastliðið vor, heyrði jeg í fyrsta sinn tónlist Katcha-1 túríans í útvarpinu hjer. Jeg varð dálítið undrandi og hugs- j aði: Nú — var hann líka tón-' skáld? — En siðan hef jeg kom- ist að raun um, að þetta eru tveir menn — annar frægur málari í Ameríku — en hinn, tónskáldið, óþekktur maður þar. Að tónverk Katchatúríans og tveggja annara tónskálda rúss- neskra, sje uppfærð vestan hafs v,jafnóðum og þau birtast“ er mis sögn, kæri doktor. Hvaðan sem sú missögn kann að stafa.------- Fiugufótur fyrir þessum frjett- um kann að vera sá, að Shostako- vitz, einn þessara manna, átti einu sinni því láni að fagna, með- an á stríðinu stóð, að 5. symfónía hans var tekin á míkrófilmu og flogið með hana til New York, þar sem hún var uppfærð, ný af nálinni. Það þótti tíðindum sæta i þann tíð. Skömmu seinna fjell sá maður í ónóð hjá Stalin, fyrir að semja tónverk, sem vestrænum þjóð- um fjelli í geð. Brást hann auð- mjúklega við og lofaði bót og betrun. En þá bregður svo við, að verk hans heyrast ekki vest- an hafs lengur — og hefur svo ver ið hin síðari ár. — Nú er hann kominn í náðina aftur hjá Stalin og svo hátt í tignina, að hann var Opíð brje! f!l dr. Páfs fsó! \ V sendur með sendisveitinni á „Friðardúfu-þinginu“, sem haldið var í New York 1948. Og aldrei hef jeg sjeð aumari svip á manni, heldur en á Shcstakowitz, þegar hann kom vestur til að sitja það þing! Enda hafði hann þá geng- ið ur.dir okið og heitið því, að halda tónverkum sihum „á lín- unni“. Sovjet listamenn eru nauð- beygðir til að semja og flytja „pólitísk" tónverk. Tónlist Rúss- lands er ekki frjálsari en hvað annað þar i landi. Hitler bann- aði á sínum tíma að flytja tón- verk eftir aðra höfunda en Aría. Stalin gengur lengra og bannar að semja annað en það, sem íellur valdhöfunum í geð! Rússum nútímans hættir mjög til að státa af listum sínum. En sannleikurinn er só, að hin rúss- neska líst, sem mjög er í háveg- um höfð i Bandaríkjunum, var mótuð af stórbrotnum listamönn- um, sem uppi voru fyrir og um aldamótm síðustu. Má þar fremst frægan telja, Tschaikowsky,. sem fæddist rjett fyrir miðja nítjándu öldina, en dó íyrir aldamót. Hann var fyrstur rússneskra tónskálda til að fá viðurkenningu í Vestur- Evrópu, því rússnesk tónlist var ekki viðurkennd þar fyrir hans daga. Næstir honum komu þeir sem kallaðir voru „The Big Five“. Þeir voru samtimamenn hans, en þó yngri í listinni. Voru það þeir Borodin, Rismky-Korsakov, Moussorgsky, Cui, Glasanov. Var það á fyrsta tug tuttugustu aldar- innar, sem þessir menn stóðu á hátindi frægðar.— eða löngu á undan bjdtingunni 1917. Strav- insky var yngri en þessir menn, enda þurfti hann að flýja land eítir byltinguna og býr nú í Kaliforníu. Rachmaninoff þurfti líka að flýja land og dó í útlegð í Kaliforníu fyrir örfáum órum síðan. ■— Hljómsveitarstjórarnir írægu Koussewitzky og Stok- owsky hafa einnig fengið grið- land í Ameríku — ásamt píanó- snillingunum Horowitz, Brail- owsky og Arthur Rubinstein — svo að nokkur nöfn sjeu nefnd af öllum þeim hundruðum stór- brotinna listamanna, sem orðið hafa að flýja land vegna stjórn- arfarsins i Rússlandi. — Proko- fieff, sem þjer nefnið meðal nú- tíma listamanna Sovjet Rúss- lands, var reyndar einn af alda- móta-listamönnum Rússlands, því hann var með hinum fræga Diagilef-ballett, sem kenndur er við Monte Carlo, og samdi verk fyrir ballettinn, sem flóttamenn Rússlands gerðu frægan um alla Evrópu og Ameríku. Hann virð- ist þó hafa snúið aftur heim — en fallið hefur hann í ónóð, sam- kvæmt fregnum, sem segja að nýlega hafi honum verið fyrir- gefin öll hans fyrri list, með því að hann hefur heitið því að þræða nú „línuna“ eftirleiðis. — Virðist svo sem maðurinn sje far- inn að ganga í barndóm! Kynnst hefi jeg frægum ball- ett-manni rússneskum, sem gjörði tilraun til að vinna með byltingarstjórninni — en kaus heldur útlegð heldur en að beygja sig og hneppa list sína í viðjar Sovjet-stjórnarinnar. Hann var kennari eða prófessor í sinni göfugu list. Verkamenn og konur, sem enga hugmynd höfðu um undirstöðuatriði list- arinnar voru teknir í ballettinn og látnir dansa, sagði hann. Og líkt mun hafa verið í fleiri grein- um listarinnar. Kúltúr forfeðr- anna að engu hafður —- og ný list byggð á engum gömlum grundvelli. — Þessi listamaður elskaði og þráði föðurland sitt ó meðan hann lifði.. „Hvenær sem jeg kem heim, verður af mjej; tekið höfuðið",. sagði ha.nn. Hann dý 1944 ,á New Jersey. Öðrum manni. rússneskum, hef jeg líka kynnst, sem vgf jeikhús- stjóri við eitt leikhúsið í Moskva, cn hrökklaðíst þaðan allslaus ,ár- ið 1923. Hann vann einnig fyrstu órin með byltingar-stjórninni, en gat ekki hlýtt boði hennar og banni hvað listinni við kom. — Hann flúði til Evrópu og gjörð- ist leikhússtjóri við helstu leik- hús höfuðborganna þar, og má ennþá sjá merki áhrifa hans í helstu leikhúsum Evrópu. Þessi maður býr nú i Connecticut í Bandar ik j unum. Það má segja eins og Jósep sagði við bræður sína forðum: „Þjer ætluðuð að gjöra mjer illt, en Guð snjeri því til góðs“ — því listamenn þessir hafa flutt á- hrif hinnar þróttmiklu og frum- legu mssnesku listar um Öll Vest urlönd síðastliðin 30 ár, til ágóða fyrir allan hinn vestræna lista- heim. En nú bregður svo við, að Sovjetstjórnin vill fleyta rjóm- ann af frægð þeirra manna, sem hún hefur ofsótt og hrakið í útlegð. En hvað gjörst hefur heima fyrir í Rússlandi á sama tíma vita fáir — allra síst íslending- ar, af fyrgreindri ástæðu — þvi Rússar hafa byggt um sig ósýni- legan „kínverskan múr“, sern enginn kemst inn fyrir eða út úr — nema vildarmenn valdhaf- anna, og í þeirra erindum. Jeg hygg að við sjeum á sama máli, dr. Páll, um það að engin list geti. nóð fullum þroska á fá- um árum, sem svift er bæði sam- bandi við fortíðar listamenningu sína — og keyrð er í fjötra ó- frelsis í nútið. Verið í Guðsfriðí. Krisíín Þórðardóttir Thoroddsen. Svar !rá Pál! fsólfssyni RITSTJÓRN blaðsins sýndi Páli Isólfssyni ofanritað brjef og ósk- íði hann að segja þetta: KÆRA frú Kristín Þ.Thovoddsen! Á dauða mínum átti jeg von, en ekki opnu brjefi frá yður. Vil jeg þó nota tækifærið til að tjá yður að slík brjef munu mjer ætíð kær- komin frá yðar hendi, hvort held- ur þau eru opin eða lokuð. Hið ágæta brjef yðar er goít sýnishorn þess, hvernig hægt er að koma af stað deilum án alls til- efnis, list, sem jeg hjelt þó .frekar- tilheyrði stjórnmólamönnum en yndisiegum konum. 1 rauninni erum við sammóla, kæra frú um allt það, sem máli skiftir. Það er p.ðeins þegar þjer misskiljið mig eða sjálfa yður, eða hermið rangt frá staðreyndum, sem okkur ber á rnilli. Til þess að leiðrjetta þann misskilning, skal jeg nú rekja hjer helstu at- riðin. Þjer segið að jcg hefi gjört mig að „talsftianni línudans-tónlistar frá Moskva“. Sjálf segið þjer, að listin eigi að vera frjáls. Hvað sagði jeg? „Jeg tel, að illt sje að ákveða með Iagáfyrirmælum hvert stefna ber í þesum efnum, því fyrst og fremst er sönn tón- list, og á að vera, persónuleg tján- ing. Snilligáfan ryður sjer sína eigin braut, henni verða engin tak- mörk sett hvort sem er, eða hvað sem öðru líður“. Hvað ber hjer á milli, kæra frú Thoroddsen? Um list Khachatúríans segið þjer: „Hún virðist mjer vera ó- frumleg stæling á Tschaikowsky og öðrum eldri Rússum — en ekki áð sama skapi vel heppnuð". En bíðum við. 1 niðurlagsorðum greinar yðar, segið þjer: „að eng- in list geti náð fullum þroska á fánm áram, sem svift. er bæði sam bandi við fortíðar listmenningu sína — og keyrð er í f jötra ófrelsis í nútíð“. Og' þjer eigið hjer aftur við list Khachatúríans. Þetta er auðvitað rjett, en það stangast illa á við það, áem þ.ier segið um stælinguna á Tschaikow- sky og öðrum eldri Rússum. — Annars er best að tala varléga um stælingar. Þær koma í ljós ú'marg Framh. á bls. 12. Þorsfeínn Sigui Bóndi er bústólpi — bú er landstólpi, því skal hann virður vel. ÞEGAR hálfrar aldar skeið er runnið af ævi mannsins er vert að staldra við hjá merkjastein- inum og svipast um. Á þessu ævi skeiði hefur rhaðurinn venjuleg- ast náð að mestu andlegum þroska og vexti, og sýnt hversu dugandi hann er og hvað í honum býr, og þá hvers má af honum vænta meðan orka og líf endist Er það þá holt og nytsamt samferða- mönnunum að meta og dæma verk hans og hann af rjettsýni. Sje um að ræða atörku, dugnað og aðra mannkosti, má sá dómur verða mörgum til örvunar og eftirbreytni. Það var því hinn merkilegasti háttur upptekinn, þá farið var að minnast íslenskra bænda með afmælisgreinum í blöðum og tímaritum sem annara merkra þegna þjóðfjelagsins. Með því var sú langa þögn. rofin, sem á var um drýgðar dáðir í sveitum landsins, og um þann þátt í ís- lénsku þjóðlífi er svo var þraut- vígt að engin Heiðnabergsloppa náði að höggva sundur. Er þetta því rjettsýnni sem vaxtarbrodd- ur þjóðlífsins hefur fengið nær- ingu og lífsorku þaðan og enn mun lengi við vara. Jeg vil hjer með noltkrum orð um aðeins geta eitis fimmtugs bónda, sem með elju og atorku hefur' skipað sjer í fremstu bænda röð í sinni sveit. Þorsteinn bóndi Sigurðsson i Enni ótti fimmtugsafmæíi 1. mars s.l. Hann er fæddur I. mars 1901 að Litla-Vatnsskarði á Laxár- dal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Seminsson og Elísabet Jónsdóttir, Magnússon- ar á Fjalli. Eru ættmenn beggja þeirra hjóna þekkt sem myndar og dugnaðarfólk. Sigurður Semingsson og kona hans bjuggu fyrst á Litla-Vatns- skarði, en fluttust eftir fá ár að Hvammi í Laxárdal og bjuggu þar um þrjátiu ára skeið. Eftir lát konunnár bjó Sigurður þar síðast nokkur ár með börnum sínum. Þau hjónin byrjuðu með lítil efni, eins og algengt var á þeim tima. En þrátt fyrir erfið- Ustu skilyrði — búskap á ljeleg- um kotum í mestu harðindasveit tókst þeim hjónunum að ala upp stórann barnahóp, og efnast all- vel á seinni árum. Sigurður keypti Hvamm og rak þar snot- urt bú. Þorsteinn, sem var einn af tíu börnum Hvammshjónanna, fói ungur heiman til að vinna fyrii sjer á sumrin og ljetta þannig erfiði foreldra. sinna. Var hann aðeins eliefu ára, þá hann fór serr vikadrengur að Geitaskarði. Bjc þar þá sveitahöfðinginn Árn: Þorkelsson. Var Árni barn- góður, en gerði samt fyllstu kröí ur til vngri sem eldri um erfiði og afköst. En mælt var að honun- hefði líkað vel við Þorstein, þc ekki væri hann þá hár í loftinu Alfarinn heiman fór Þorsteinr þrettán ára gamall og vann þr algert fyrir sjer. Var hann svc hjú ýmsra bænda til tuttugu og þriggja ára aldurs. Þótti hanr skara fram úr flestum að kappi oé karlmennsku við flest sveitastörl og var því eftirsóttur og bauðs' betra kaup en almennt tíðkaðist Lærðist Þorsteini shemma a< treysta á afla eigin handa, og ac ekki er rriinna vert að. gæta fen| ins fjár en afla þess. Árið 1824 fluttist Þorsteinn ac Enni og gerðist róðsmaður hj: Halldóru Ingimundardóttur, ei bjó þar ekkja. En fimm árum.sií ! ar giítist Þorsteini og hafa þai ] búið þar síðan. Strax á fyrsti búskaparárum sínum í Enni ein beitti Þorsteinn orku sinni að bi skapnum og ræktuninni — sljet ' aði (únið og stækkaði.. Var töðu fengur þá lítill á Er.ni og engja I slægjur að heita engar, end: I hafði þúskapur þar mest byggs Ú sauðfjárbeit. Meðan stóð á túi ræktuninni, sótti Þorsteinn hey skap á flæðiengjum í Þingi og ó; ekki í augum erfiðleikar við svo- langsóttan heyafla, þegar á þann. hátt var hægt að stækka búið. Eins og áður er á drepið, er Enni ekki stórbýli, til þ-'S!» skortir landrými og útengi, en hefur hagsætt kjarnaland og fjörubeit. En þegar Þorsteinn kom að Enni var þegar farið aí> þrengjast um hagábeit. Hafði Kaupfjelag Húnvetninga þá'fyrir alllöngu byggt verslunarhús sín norðan Blöndu í Ennislandi, og fentrið auk þess allmikið lancl og girt það til afnota fyrir viðskipta menn. Fjölgaði bráðlega ibúðum kauptúnsins norðan Blöndu, sem höfðu kýr og annað búfje. Sóttu þeir um ræktunarlóðir í Ennis- landi og kröfðust þar beitar fyrir fienað sinn. Gat Ennisbóndinn illa staðið móti þessum kröfum, enda varð við þeim að mestu. Þeg ar svo káuptúnshlutarnir, beggja megin árinnar voru sameinaðir í einn hrepp, gerði Blönduóshrepp- ur kröfu til kaupa á þeim hluta Ennislands, sem raunverulega var þá notað af kauptúnsbúum. Við það tapaðist frá búrekstri :* Enni meir en þriðji hluti lands- ins. Varð þessi eðlilega og ófrá- víkjanlega þróun kauptúnsins mikið áfall fyrir athafnabónda á litilli jörð. Hefðu sennilega flest- ir bændur í sporum Þorsteins gefist upp við búskapinn og selt jörðina. Með hetiudáð og harð- fylgi varði hann land sitt meðan mátti. En að endaðri orustu og óhjákvæmilegum ósigri hugsaði hann: „Ekki skal gráta, heldur safna liði“. Lagði hann með tvd földu afli til atlögu að móum og' mýrum og breytti þeim í iðgrænt tún, og bætti þann veg tapið. SvO fer hverjum sem ríkir eru af ráðsnild og dugnaði. Þorsteíni hefur tekist að færa svo út < arð~ inn að reka má stórt bú i Er.ni á heimafenginni töðu og öðr- um jarðarnytjum. En Ennistúníð eitt hið fegursta i hjeraðinu, þar sem það hallar með mjúkum líu um móti suðri og sól. Bíður og mikið uppþurkað land þess, ul> verða sumpart brotið til ræktun- ar, en annað til beitar. Þanr.ig geta hagsýnir atorkumenn breytt smábýlum í stórjarðir. Þorsteinn í Enni naut engra skólamenntunar, nema nokki ar tilsagnar undir fermineu, serr* hann hefur ávaxtað vel. Er hann einn þeirra er má kalla siáif- menntaðann með ágætum. Jónatan Líndal hreppstjóri safið.i meðal annars um Þorstein 1 ræðit í fimmtusafmæli hans, að hann væri svo vel menntur að harm vgeri hið besta fær til allra trún- aðarstarfa. sem um væri að ræðf* i sveitafjelögum landsins. Ert* ummæli Jónatans góður vitnis- burður, og encla undirstrikaðar af Jpeim öðrum, er best til þekkja. Þorsteinn var fyrst kosinn * hreppsnefnd Engihliðarhreppu 1934 og alltaf síðan entíurkosinn. Vara oddviti sveitarinnar hefur hann verið tvö siðustu kjörtíma- bil. I stjórn og endurskoðun vegí* fjelagsins hefur hann verið í sextán ár. Ýmsum fulltrúastörf'- um fleiri fyrir sveitunga sína hefur hann gegnt lengi. Þorsteinir gengur heill og óskiptur til fylgiít hverju máli, sem harin telur rjett og hann tekur að sjer, og lætur ógjarnan hlut sinn. Hefur hanr* sem aðrir hreinlyndir og harð- snúnir málaúdgjumenn orðið fyr ir allmiklu aðkasti þeirra er telja slíkt skaðlegt ofurkapp, ■ eða télja hlut hans verða of mikinn. Er eðlilegt að slíkt reyni um oi' skapríkan mann. svo brugðið geti til harðleikni í orustuhilanum. En djörfung og drengskapur eru samt sem áður hans sterku eig- inleikar, og því mega við hann sættir takast á ómenguðum gruncl velli. Þörsteini ér jafn hugleikið aö Vinna' að heill sVéitar sinnar og verja rjett hennar seríi sinn eifir* Og sje það sKoðun hans að ekk'* sje rjétt að farið i þeim má'lum snýst hanh hart við hverjum sen\ Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.