Morgunblaðið - 04.04.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1951, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 4. apríl 1951 MORGIJTSBLAÐIÐ Minning: Jén Gíslason Það er okkar þjóðar sorg þeg-ar góður drengur út um kalda ölduborg ekki siglir lengur. MJER kom þetta í hug er jeg frjetti, að hann Jón Gíslason hefði tekið út af vjelbátnum Einari Þveræing ásamt öðrum ungum manni hinn 13. mars s. 1. Jón heitinn var fæddur í Eski- firði 3. mars 1914, sonur hinna merku hjóna Sigurbjargar Jóns- dóttur og Gísla Daníelssonar, sern lengi bjuggu að Karlsskála í Reyðarfirði, en nú búa í Kefla- vík, enda bar hann, sem öll hans systkini, þess vitni, að þau hafa í uppvextinum umgengist vandað fólk, og vil jeg með þessum lin- um votta þeim hjónum samhryggð rnína og Jóni heitnum þakklæti fyrir allt, sem við áttum saman að sælda, bæði á sjó og landi. Jeg er forsjór.inni innilega þakk látur fyi*ir, að leiðir okkar Jóns skyldu liggja s.-.man, því að menn eins og hann hljóta að hafa bæt- andi áhrif á umhverfi sitt, hann, sem alltaf var reiðubúinn að leggja fram hoga og hönd fyrir velferð samferðamanna sinna. Enda veit jeg, að allir, sem hann þekktu, munu sakna hans sem góðs vinar eða samverkamanns. Heill þjer vir.ur, haltu nú heim í drottins nafni. Þar sem ríkir tryggð og trú má treysta á Guð í stafni. F. J. — MarshaHaðsloðin Framh. af bls. 9. finnanlegur skorcur á faglærðum verkamönnum, þótt'atvinnuleysis gæti meðal ófaglærðra verka- manna. Orsakir atvinnuleysis þessa er að sumu leyti að rekja til þess, að löndin austan járn- tjalds hafa að boði Rússa rofið að verulegu leyti eðlileg við- skiftatengsl vió umrædd ríki, og að öðrum þræði stafa þau .af því, að þessum og raunar fleirum Marshall-ríkjanna hefur ekki tek ist að ná því markmiðinu, að , koma á hjá sjer fjárhagslegu jafnvægi innanlands. í sumum tilfellum haía einmitt áhrif kcmmúnista í verklýðssamtök- unum átt verulegan þátt í að hindra jafnvægismynd- un þessa með kaupskrúfu- pólitik sinni og lamandi verkföll- um. Hin tvö síðarnefndu verkefnin, atvinnuleysið og efnahagslegt jafnvægi, krefjast nú aðkallandi úrlausnar, sjerstaklega vegna þess hve viðhorf þessara mála hef ur breytst við Kóreu-styrjöldina, þvi að samfara henni hefur orðið skortur á mörgum hráefnum og mikil verðhækkunaralda risið. — Getur hráefnaskortur þessi haft í för með sjer atvinnuleysi og verð hækkanir orsakað verðbólgu, ef ekki er nokkuð aðgert. Marshall- samtökin munu því einmitt nú hafa á prjónunum sjerstakar að- gerðir til þess að mæta nefndum erfiðleikum. 4 Þótt stunduRí hafi í móti blásið og ekki hafk verið náð öllum þeim markmiðum, sem að hefur verið keppt, o.kar það ekki tví- mælis, að Marshall-aðstoðin hef- ur borið skjótan árangur. Hun liefur skapað vinnu og verðmæti, veitt klæði og íæði, reist úr rúst- um heimili og verksmiðjur og varðað veg Evrópuþjóðanna frá órbirgð til bjargálna. Heia að wm, nema þeir fái ðkeypis far HELSINGFORS, 3. apríl: — 69 járnbrautalesir hættu ferðum í Finnlandi í dat, og þess er vænst að fleiri bætist í hópinn á morg- un (mjðvikudrg. Ástæðan er ^ú, að þeir kynd- arar, sem einr;g eru eimvagna- stjórar, neita að vinna, nema þeir og fjölskyldur þeirra fái fram- ’ vogis ókeypís fe-ðir á 2. farrými ( 'ijárnbrautanna. — NTB Sjera Ragaar Bestadiktssan: Svasr Wáís Kirkjan og fækkun presfakalla ?RUM V ARPIÐ um fækkun arestakalla er orðið að lögum og :r það vel farið og eiga þeir þakk r skilið, sem hrundið hafa þessu náli í framkvæmd. Sumir merkir kennimenn og ðrir unnendur kirkjunnar hafa nisskilið frumvarpið og haldið, ið með því væri hoggið í kne- um á meiði kirkjunnar og ætti ð draga úr starfskröftum henn- ir. Það er ekki rjett. Breyttir tímar og aðstæður- ólíkar og fyrr, fera það að verkum að breytinga er þörf á sviði kirkjumála eins og á öðrum sviðum. Auk þess er ríkinu brýn nauð- syn á sparnaði í útgjöldum, þeg- ar ríkisbáknið er orðið jafn veigamikið og raun ber vitni og skattabyrðin jafn mikil og lýð- um er ljóst. Fækkun prestakalla þýðir ekki sama og fækkun presta, heldur er eðlilegt, að þeir sjeu fluttir þangað, sem staffs6kilyrð- in eru meiri eða með öðrum orð- um, þar sem fólkið er. Þjónar orðsins lýjast ,,að tala yfir tóm- um bekkjum", því að þar sem fá- menni er, getur eðlilega ekki myndast fjölskrúðugt eða blóm- legt safnaðarlíf. Og allir vita hve samgöngúr hafa stór breyst og farið batn- andi með betra vegakerfi, eins og ýmsir hafá sýnt fram á. — Bif- reiðin (jeppinn) hefir víða leyst „þarfasta þjóninn" af hólmi. Og sú annexía (útsókn), sem þurfti áður margar klukkustundir til að sækja, er nú náð á örskotshraða með nýtísku tækni, þótt flug- vjelin sje þar enn ekki komin í stað bifreiðar innan hjeraðs. Mig hefir langað að láta ljós mitt skína, ef vera mætti að ein- hverjum, sem aðra sköðun hefir á þessu máli en jeg, yrði það ljóst, að fyrrgreint frumvarp veik ir alls ekki starfsgrundvöll þann, sem kirkjan byggir á og slík breyting dregur alls ekki úr boðun orðsins eða tíðaflutning, heldur á með þessum rjettmæta sparnaði að efla starfsskilyrði þeirra presta, sem setjast að í hinum lögskipuðu prestaköllum, sem eftir verða, þegar þau eru úr sögunni, sem lögin ákveða að falli niður frá 1. janúar 1952 og skipulagsnefnd prestakalla og for ráðamenn kirkjunnar samþykkja. Skv. lögum verða þau prests- setur. sem eftir eru endurreist og byggingar lagfærðar, sjeu þær hrörlegar og ræktun aukin með nýtísku tækni £>g vjelakosti. — Eitt veigamesta atriði mælir enn- fremur með því, að slík breyting verði, sem nú á sjer stað. Sum þessara prestakalla hafa staðið ó- veitt og prestslaus árum og ára- tugum saman og ekki hefir heyrst að fólkið hafi óskað eftir sjer- stökum presti. Og flestum þess- ara auðu presfakalla er þjón- að af nágrannaprestum fyrir Vz prestslaun, sem er vitanlega allt of hátt, en það er önnur saga sbr. t. d. Hrafneyri og Mjóafjörð o. fl.). Vitanl. verða að vera skil- yrði fyrir prest til að starfa í prestakalli. Það fer t.d. enginn út á áralausum bát. Aðbúnaður verð ur að vera í lagi og fæ jeg ekki betur sjeð en að frumvarpið um fækkun prestakalla miði að því, þegar það er lesið niður í kjöl- inn og það skilið rjett. Sjóður kirkjunnar ætti að eflást stór- 'ega við þenna sparnað. Og fyrir það fje er hægt að bæta kjör og aðbúnað þeirra þjóna kirkjunn- ar, sem hugsa til starfs á akur- lendi hennar. Það er ekki hægt að sporna við breytingum frekar en það er hægt fyrir mig eða þig að stöðva framrás fljótsins eða straumþungans með tvær hend- ur tómar. Til þess þyrftum vjer verkfræðilega þekkingu. Og það er engin ástæða fyrir þá, sem er annt um hag og heið- ur kirkjunnar, að amast við þessu frumvarpi, hvorki lærða eða eins og það er kallað. — Tíminn krefst breytinga og það, sem er til bóta og miðar í fram- faiaátt, er ekki nema rjett og sanngjarnt að styðja, eins og háttvirt Alþingi hefir gert með lögfestingu frumvarpsins. (Ritað 4. mars). Leiðrjelling á frásögn ^jóðwilians ÞJÓÐVILJINN segir í gær, að jeg undirritaður hafi barið verkfalls- stúlku. Þetta er með öllu ósatt. Hins vegar reyndu verkfalls- stúlkur þrásinnis að varna mjer og gestum mínum inngöngu í húsið Laugavegi 28, og einum skæruliða í pilsum lánaðist meira að segja að skella á mig hurð með þeim afleiðingum, að jeg stór- marðist. Hirði jeg ekki um að svara frekar ósannindum og rudda- mensku Þjóðviljans í minn garð, þó að hann verðskuldi fyllilega að vera látinn sæta ábyrgð. Magni Guðmundsson. WASHINGTON — Virgil Chap- man öldungardeildarþingmaður Demokrata ljest fyrir skömmu í bifreiðaslysi. Meirihlúti Demo- krata i deildinni hefur því enn minnkað og er 48 gegn 47. Framh. &f bls. 5. víslegan hátt og hjá öllum. Jeg þekki ekkert tónskáld, sem ekki hefur orðið fyrir meira eða minni áhrifum frá öðrum tónskáldum. — Það væri.því ekki að undra, þótt einhverra áhrifa gætti í tónlist Khachatúríans frá mesta meist- ara Rússa, Tschaikowsky, jafn- vel þó honum „heppnaðis" ver. Og mundi það t. d. þykja nokkur goðgá, þó merkur guðspekingur hefði orðið fyrir sterkum áhrifum frá Annie Besant, Leadbeeter eða Krishnamurti. -— Jafnvel þótt honum „heppnaðist" ekki eins vel að tjá sig? Stockowsky er ekki Rússi. Hann er fæddur í London. Faðir hans var pólskur, en móðir hans írsk. Arthur Rubiústein er heldur ekki Rússi. Hann er Pólverji, búsett- ur í Bandaríkjunum, eftir því, sem jeg best veit. Prokofieff er ekki „einn af aldamóta-listamönn- um Rússlands". Hann var 9 ára um aldamót. Frægð hans sem tón- skálds mun hafa byrjað um 1930 og farið sívaxandi síðan. Að hann sje nú „genginn í bamdóm“, eins og þjer segið, efast jeg mjög um. En auðvitað vitið þjer þessháttar betur en jeg. Enda þótt jeg hafi ekki dvalið í 8 ár í Bandaríkjun- um, er mjer þó kunnugt um það, að verk hinna yngri rússnesku tónskálda hafa verið flutt þar mikið, einnig í Englandi, á Norð- urlöndum, í Frakklandi og Italíu og eflaust víðar. Og hvað er eðli- legra? Ætla jeg svo ekki að þrátta meira um þetta. Konsertar Kha- chatúríans (fyrir fiðlu og píanó) hafa verið leiknir á plötur af frægum snillingum í Bandarikjun- um og Englandi. Flei/a mætti til tína til leiðrjettingar greinar yð- ar, en jeg læt hjer staðar numið. Þjer segið: „Gagnrýnin á að vei'a frjáls eins og listin". Þessu er jeg alveg samþykkur, frú mín góð, enda leitist hún þá við að þjóna sannleikanum, eins og hann kemur gagnrýnandanum best fyr- ir sjónir. Með því er listinn: einnig best þjónað. Þessi orð hefðuð þjer átt að hafa i huga, er þjer tókuð yður penna í hönd. Og þegar þjer nú lesið þau yfir aftur, þá veit jeg að þjer skiljið mig, þótt jeg óski að hafa leyfi til að tjá mínar eigin skoðanir, er jeg rita um tónlist eða annað, en þurfi ekki gamall mað- urinn og nú orðinn nokkuð þung- ur á mjer, að dansa línudans fyr- ir flokksbræður mína eða aðra til að þóknast þeim. Og sem betur fer, kæra frú, eruð þjer sú fyrsta, sem krefst þess af mjer. Yðar, méð einlægri aðdáun Páll ísólfsson. - Aimsii Framh. aí bls. 5. í hlut á. Sparar hann þá engin heiðarleg ráð til að vinna skoð- unum sínum brautargengi. Vek- ur það traust og virðingu flestra, og er honum ævarandi ávinning- ur. Ennisheimilið er þekkt að rausnog myndarskap öllum. En þó hjónin sjeu samhent verður jafnan hlutur húsfreyjunnar mest ur, hvað snertir að fegra heimil- ið, og gera það jafn aðlaðandi gestum og gangandi, sem heim- ilisfólkinu. Hefur Halldóra hús- freyja í Enni rækt hlutverk sitt með ágætum. Enda er hún greind kona og skörungur í lund sem hún á kyn til. Þorsteinn og Halldóra eiga þr jú efnileg börn á æskuskeiði. Eitt þeirra barna er dóttir, sem lokið hefur námi á hússtjórnarskóla, en piltarnir dveljast heima. Halldóra Ingimundardóttir á þrjú börn eftir fyrri mann sinn. Eru þau öll gift burtu. Sonur hennar og önnur dóttir eru bú- sett í Reykjavík, en hin dóttiir hennar í Englandi. Á fimmtugsafmæli Þorsteins i Enni heimsóttu hann margir sveitungar hans og aðrir vinir, og hefðu þeir orðið fleiri, ef veð ur og færð hefði ekki torveldað ferðalög. Auk margra heillaóslca og nokkra afmælisgjafa hlaut Þor- steinn verðlaun fyrir búnaðar- framfarir úr minningarsjóði Árna Þorkelssonar og Hildar Sveins- dóttur. Fólst í þessari viðurkenn ingu óeiað rjett mat á ósjer- plægnu starfi og stríði bóndans til að auðga og bæta landið fyr- ir alda og óborna. St. D. Eldfasfur sleinn og eldfastur lelr fæst nú aftur hjá B I E R I N G Laugavcg 6 Sporið kostnað fyrirhöSn og nmbúðir með því að senda vörurnar með Loiileiðir h.i. Lækjargötu 2 sími 81440 IHHIIHHHHHHHHHHHHHIIIIIIHIIHHHII Markús Eftir Ed Dodd iHHiiiHiiiHiHHHHmHiiHiimiimmiimiimHmmiiimmimii IHHHHHHHIHHHliilHIHHMIHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHlUI WE'Lt HAVE A CAN DECIDE WHAT YCU'RE GONMA FOR FOO.D AND VVATER/ > AAAN WITH A A GUN TO WATCH THAT PASS EVERY MINUTE UN7IL ( WE LEAVE/ J 1) — Jeg bíð hjer átekta, Dið- i ik'. Hver ykkar ætlar fjli'st að fara yfir silluna? 2) — Jæja, kámugi kokkurinn þinn, við bíðum þá líka átekta og hve* verður það þá sem v.erð- ur að láta undan endanlegá? 3) — Við höldum líka vörð i.m einstigið og þið komist ekki niður að bátunum. 4) — Svo megið Uppi véslast upp úr þorsta. þið þarna hungri og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.