Morgunblaðið - 22.04.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.04.1951, Blaðsíða 6
MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 22. apríl 1951 tftgpttiMftMft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. . Framkv.stj.:: Sigfús Jónssbn. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sírni 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. GeiMjislækkuitin og vísitalait í TILEFNI af forsíðugrein i Þjóð- viljanum á sumardaginn fyrsta, þar sem það var m. a. gert að umtalsefni, að vísitalan sje nú orðin 135 stig, ,,þótt Benjamín og Ólafur hafi talið mönnum trú um það, að hún myndi aðeins hækka um 13 stig vegna gengis- lækkunarinnar", er rjett að vekja athygli á eftirfarandi upplýsing- um: Um s. 1. áramót var gerð á því athugun hvernig þau 27 stig, sem vísitalan hafði hækkað um frá því í mars 195C skiptust niður eftir orsökum þeirra verðhækk- ana, sem átt höfðu sjer stað. Leidd'i sú athugun í ljós, að af hækkununum stöfuðu 11— 12 af beinum áhrifum geng- islækkunarinnar, 5 stig af verðhækkunum erlendis, en 10—11 stig voru verðhækkan- ir innanlands, sem nær ein- gongu eiga rót sína að rekja til uppbóta þeirra á laun.er greiddar voru samkvæmt gengisskráningarlögunum. Þar sem dr. Benjamín og prófessor Ólafur tóku aðeins tillit til hinna beinu verðhækkana af völdum gengislækkunarinnar, ætti það af þessu að vera ljóst, að áætlun þeirra hefir fyllilega staðist. Jafnframt sýna þessar upp- lýsingar, hve gífurleg verð- bólguáhrif vísitölufyrirkomu- lagsins eru, þar sem uppbæt- urnar hafa ýtt verðlaginu upp um nær því jafnmikið og sjálfi'i gengislækkuninni nam. Þar sem gerðar voru þó sjer- stakar ráðstafanir til þess að fyrirbyggja verðbólguáhrifin, svo sem þær að atvinnurek- endur voru látnir bera hækk- anirnar fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki veittar uppbæt- ur fyrr en eftir 6 mánuði, ætti að verða augljóst, hve geysi- ör verðbólguþróunin yrði, ef mánaðarlegar uppbætur yrðu teknar upp, svo f remi að ekki yrðu gerðar rcttækar gagn ¦ ráðstafanir. Ennfremuf eru með þessurn upplýsingum hraktar þær stað- hæfingar, sem fram hafa verið bornar þess efnis, að launþegar hafi ekki fengið verðhækkanir af völdum gengislækkunarinnar bættar að fullú með hærra kaupi. Sannleikurinn er sá, að launabæturnar hafa numið nær tvöföldum þeim verðhækkunum, sem urðu vegna gengislækkunar- innar. Menn kunna nú að spyrja sem svo: Hversvegna hafa kjör laun- þega þá ekkert batnað, heldur jafnvel rýrnað, þrátt fyrir þessar launahækkanir? Við þeirri spurn- ingu er það einfalda svar, að al- raennar kauphækkanir bæta ekki er frá líður kjör launafólks, ncma grundvöllur sje fyrir þeim í auknum framleiðsluafköstum. Sannleikurinn er sá, að viðskipta bættir nútímans hafa engu um þ?ð breytt sem gilti í gamla daga, að lífskjör fólksins ákvarð- ast af aflabrögðunum, veðrátt- unni og verslunarárferðinu, þótt fólki sje af sumum talin trú um það með því að blanda á yfir- bo'ðslegan hátt saman sjónar- miðum einstaklings og þjóðar- hei'dar ,að það sje gengisskrán ing og hæð hins almenna kaup- gjalds, sem ákveði lífskjörin. Þau 8 stig, sem vísitalan beíir hækkað um frá áramót- um, ^eta með engu méíi verið aíleiðlng gertgislækkunaiínn- ar, heldur orsakast þau af er- lendum verðhækkunum, og þeirri hækkun kaupgjaldsvísi- tölunnar, sem varð um ára- móí. Rjenun berkladauðans UMRÆÐURNAR í háskólanum í <<ær við doktorsvörn Sigurðar Sigurðssonar berklayfirlæknis voru hinar merkilegustu. Með þeim var nýju ljósi varpað yfir hina ötulu baráttu, sem hjer hef ur verið háð undanfarin ár fyrir útrýmingu berklaveikinnar. Það er staðreynd, sem þar kom fram að rjenun berkladauðans hjer á landi hefur verið um það bil tí- föld s.l. 20 ár. Dánartalan af völd um hins hvíta dauða hefur á þess um tíma fallið úr 21,6 ef miðao er við 10 þús. íbúa árið 1930, í 2,6 árið 1949. Árið 1950 hefur hann sennilega verið orðinn minni en 2 af 10 þús. Rjenun berkladauðans hjer hefur þannig gerst örar en í nokkru öðru landi. Stendur þessi þjóð nú meðal hinna fremstu í baráttunni gegn berklaveikinni. Af hálfu allra andmælenda, sem töluðu í háskólanum í gær, kom það greinilega fram að prn^dvöllur þess árangurs, sem náðst hefur í þessum efnum, væru hinar víðtæku r^nnsóknir og starf Sií?urðar Sigurð^sonar og samstarfsmanna ha*is. Það er því vissule^a ástæða til þess að öll bióðin þakki það og meti að verð leikum. Til þess er líka ástæða að full- vissa forvíeismerin berklavarn- j anna um það að þeir eigi vísan 1 stuðning bæði stjórnarvalda og almennings í þeirri baráttu, sem hK'tur að vera fram undan þótt mikið hafi áunnist rö frá femmtítm PERON, forseti og einræðisherra Arsentínu, virðist ekki hafa náð þi'í marki sínu að kæfa alla gagn rýni á stiórn sína með þjóðnýt- ingu La Prensa. áhrifamesta blaðs landsins og allrar Suður-Ame- ríku. Ennþá kemur út blað í Argentínu, sem ekki hikar við að dei'a á núverandi valdhafa. Er það La Nacion, sem er áhrjfa- miV^ð n« frlálslynt blað. Síðan að T.a Pre"sa var bannað hefur bað þrátt fyrir stöðuear ógnanir um að mæta sömu örlögum, for- dæmt ofbeldi „tjórnarinnar harð- lega. ,.En»iin muníi hafa trúað", S""ir b!að ð nýJp-ra. „að svo riHrræg;1!f,.ii ráðstöfun gæti r^-fa <*erst í Arsrcutfno. En við stHndnm nií frpmmi fvri>- irerð vn\ hlnt, Það bpfur verið ba»,ar £>ð niður í voldutrri rödd. En ómur hennar rnun halda áfram s-ð bergmála í hjörtum allra fre?sisunn?ndi manna. Rey^sla ?"->?ira b.jóða Suðjr-Ameríku gvnís að slíkar aðfarir ba*a aldrei varanlee áhrií. Sannle'k »*" os H»ttlí»fi rmin fyrr oða sföar sigra. Þannis; kern«+ f-\ Nacion að orði um ofbeldi Peroistjór.»iarÍ2iiir.r jr.ig-yart La Prens?.. Dáncrlalon af völdfum berkla komin niður fyrír 2 al 10 þús. !tarf7 sem á hug þjóðarinnar allan. Frá dokforsvörn Sigurðar Sigurtonar í gær SIGURÐUR SIGURÐSSON berklayfirlæknir varði í gær dokt irsritgerð sína um berklaveiki á íslandi við læknadeild Háskóla j slands. Fór sú athöfn fram í há- tíðasal háskólans og stóð yf ir í I íálfa fjórðu klukkustund. Forseti læknadeildar, Jóhann Sæmundsson prófessor, stjórnaði athófninni. Andmælendur af hálfu deildarinnar voru prófessor arnir Niels Dungal og Júlíus Sig urjónsson. 58 ÞÚS. MANNS BERKLASKOÐABIR Doktorsefni, Sigurður Sigurðs- son, tók fyrstur til máls, er deild arforseti hafði veitt honum orðið. Gerði hann fyrst grein fyrir að- draganga doktorsritgerðar sinnar. Hún væri byggð á berklarann- sóknum, sem fram hefðu farið á 58.837 manns í 12 læknishjeruð- um árin 1940—1945. Árangur þess ara rannsókna hefði gefið sjer til efni til þess að semja hana. í janúar 1949 hefði svo verið ákveð ið að heilbrigðisstjórn Bandaríkj anna gæfi hana út. Sigurður Sigurðsson gerði síð- an grein fyrir höfuðefni ritgerðar innar, sem er 86 bls. í stóru broti J og skiptist í 7 kafla. FER f VÖXT UPP ÚR 1880 j í fyrsta kaflanum er rætt um berklaveikina á íslandi frá upp- hafi byggðar landsins og til árs ' ins 1911. Af hauskúpum frá fyrri öldum þykir mega ráða að berkl . ar hafi fundist hjer á landi frá því nokkru eftir að byggð hófst hjer. En mjög lítið cr vitað um út I breiðslu veikinnar fram til þess tíma er lærðir læknar koma til sögunnar um 1760. Af síðári gögn um má ætla að fram til síðari hluts 19. aldfír- hafi berklar verið fátíðir í landinu. Frá 1880 hafi | þeir hinsvegar tekið að breiðast ' út o? stöðugt færst í aukana fram ; til ársins 1911. DÁNARTALAN HÆST ÁRIÐ 1925 í öðrum kafla ritgerðarinnar er rætt um berklaveikina hjer á landi eftir 1911. Lýst er skrásetn ingu berklasjúklinga, dánarskýrsl ur teknar til athugunar en þær !eru taldar öruggasta heimildin um tíðni og gang berklaveikinn ar á þessu tímabili allt til ársins j 1940. Dánartalan af völdum berkl ¦ anna verður hæst árið 1925. 21.7 ef miðað er við 10 þús. ibúa. Ár- ið 1930 er tilsvarandi tala 21.6. En árið 1945 hefur hún lækkað niður í 6.8. Árið 1950 hefur hún lækkað niður fyrir 2 miðað við 10 bús íbúa. Á fvrrgreindu tímabili fjölgar siúkdómstilfellum stöðugt fram til ársins 1935. Eftir það byrjar þe;m að fækka. *í þessu sambandi gat doktors efni þess einnig að dánartalan . hefði verið hærri í kaupstöðum ¦ og þorpum en í sveitahjeruðum. RERKLAR FÁTÍEIR í ALIDÝRUM f þriðja kafla doktorsritgerðar innar er fjallað um berklaveiki í alidýrum. Telur Sigurður Sig- , uiðsson að hún hafi verið fátíð. Nautaberklar hafi aldrei gert hjer j vart við sig hvorki í mönnum nje nautpeningi. Hinsvegar hafi fund ist mannaberklar- í alifuglum og sauðfje. Berklasmitun, sem orðið hafi vart við í nautpeningi muni vera af völdum mannaberkla. Sigurður Sigurðsson berkalyfir læknir, ver doktorsritgerð sína. (Ljósm. bl. Ól. K. M.) ur sjerstakur læknir til þess að stjórna þeim. Frá þeim tíma hafi skipulögðum rannsóknum verið haldið uppi ýmist frá heilbrigðis stöðvum í aðalkaupstöðunum eða með flytjanlegum röntgentækj- um, sem ferðast hefur verið með til hinna ýmsu landshluta. Þá minntist Sigurður Sigurðs- son hins merka starfs Sambands ísl. berklasjúklinga. í fimmta kaflanum er rætt um upphaf berklarannsóknanna. Má segja að þær hafi hafist árið 1932 þ. e. a .s. sú aðferð að rannsaka gang berklaveikinnar í einstökum hjeruðum. 47% AF ÞJÓÐINNI BERKLASKODUÐ I sjötta kaflanum, sem er lengst ur og ítarl T^astur er skýrt frá hinum víðtæku berklarannsókn- im, sem fram fóru árin 1940—¦ 1945 og náðu til 48.837 manns í 2 læknishj:1. uðum. Eru það um 47% af allri þjóðinni. Allir þeir lem skoðað;^ voru og sýndu já- kvæða útkomu voru röntgen- myndaðir. í hinum ýmsu byggðarlögum, sem rannsókn var framkvæmd í, var þátttakan í henni frá 89,3% þeirra, sem gátu komið til greina, upp í 100%. í Reykjavík var þátt- takan í berklaskoðuninni 99,32%. A.f þeim 43,595 mönnum, sem berklaskoðaðir voru í Reykjavík var 1,6 af þúsundi, sem ekki var áður vitað um að væru berkla- sjúklingar. Tilsvarandi tala af þeim, sem berklaskoðaðir voni utan Reykjavíkur var 2,4. BÖLUSETNSNC GEGN BERKLUM í sjöunda og síðasta kafla rit- gerðarinnar eru svo ræddar leið- ir og framtíðarhorfur í barátt- unni gegn berklaveikinni. Þar er í fyrsta lagi gert ráð fyrir áfram- haldandi heildarrannsóknum og leit að smitberum og berklasjúkl ingum með aðstoð röntgenljós- mynda, heilsuverndarstöðva og öðrum tiltækum ráðum. í öðru lagi sjúkrahúsvist handa öllum, sem hennar þarfnast. í þriðja lagi hvildar og vinnuheim ili fyrir þá, sem útskrifast hafa frá heilsuhælum og í fjórða lagi berklabólusetningu á eins mörgu fólki og hægt er á aldrinum 12— 29 ára. Doktorsefni skýrði í þessu sambandi frá því að fram til síðustu áramóta hefðu um 6500 manns verið bólusettir gegra Framh. á bls. 8. —Víkverji skrifarr -------------------------------- IJR DAGLEGA LÍFINU BERKLAVARNIR I Þá gerði doktorsefni grein fyr ir efni fjórða kafla rítgerðar sinn ar. En þar ræðir um berklavarn , ir og gagn þeirra. I Opinberar aðgerðír í þessum . rnálum hafi byrjað með berkla- lögunum frá árinu 1903. Fyrsta heilsuhælið hafi síðan verið byggt árið 1910. Síðan árið 1921 j hafi sjúkrahúsvist og meðferð ; berklaveikra verið að öllu leyti 1 greidd af ríkinu. I Árið 1933 voru berklavarnirn- ar svo byggðar upp á grundvelli nýs kcrfis. Vcr þá jafofremt sett- Óvænt heimsckn. HLÍÐABÚI senclir Víkverja eft farandi sögu: „Einsog við öll vitum eru hús- næðisvandræðin mikil, en þó átti jeg ekki von á því, sem fyrir mig kom núna rjett fyrir sumarmáMn. Nótt eina er jeg var í fasta svefni komu hjón inn um gluggan hjá mjer. Og þar sem jeg bý á ann- ari hæð, átti jeg á öðru von en gestum innum gluggan og það um hánótt. Jeg reyndi að malda í móin, því jeg þekkti ekki þessi hjón. En þau virtu mig ekki einu sinni svars, heldur kúrðu sig, lögðust til svefns og sváfu til morguns Eip'a von á erfingja 64--\FÚ ERU liðnir nokkrir dagar 1™ og hjónin eru algjörlega sest að í herberginu mínu. Þau eiga augsiáanlega von á erfingja — og jeg er ekki það harðbrjósta, að jeg geti fengið mig til að reka þau út á gaddinn. — Auðvitað hafa þau ekki minst á að borga húsaleigu, hvað þá ljós og hita. En bað, sem veldur mier mest- um áhyggjum er að vita ekki hvenær jeg muni losna við hjóna- i kornin og þess vegna sný jeg mjer til þín, kæri Vikvtrji. „Getur þú sagt mjer hvað dúf- ur liggja lengi á eggjum sínum?" Fyr mca nú vera harðindin FUGLAFRÆÐINGUR vor er ekki við hendina er þetta er skrifað og þótt jeg hafi verið einh af dúfnahöldurum þessa bæjar í æsku er jeg búinn að gleyma t flcstu, sem jeg lærði um heimilis- líf dúfnanna. En þetta eru annars méiri harð indin, cr fuglarnir fara að leita inn í híbýli mann, rjúpurnar borða úr lófa manna fyrir norð- ar og hreindýrin gera sig heima komin á Hjeraði. Það er víst best að ráðleggja mönnum að loka vel hjá sjer gluggum svo að þeir fái ekki ó- boðna gesti inn til sín. Akureyringar fá ennþá rollukjöt VINUR VOR frjettaritari Morg- blaðsins á Akureyri, Hallgrím- ur Valdimarsson tekur upp þykkj una fyrir samborgara sína vegna meinlausra orða er fjellu hjer í dálkunum á dögunum um kjöt birgðir. Hallgrímur skrifar: „í Mbl. þann 14. þ.m. talar Vík- verji um í „Daglega lífinu", að lambakjöt fáist nú ekki í Reykja- vík, en segir svo að t. d. hafi ver- ið haldið fram að nóg lambakjöt væri í búðum á Akureyri. Nú vil je" upplýsa góðkunn- ingja minn, Víkverja um, að hjer á Akureyri er lambakjöt þrotið fyrir nokkru og verðum við því að biargast við rollukjöt svo sem höfðingjarnir í Reykjavík." Það þætti jrott hjer IIL VIDBÓTAR þessu er hægt ao upplýsa Hallgrím og aðra,, sem áhuga hafa á því, að iafnvel „höfðingjarnir í Reykjavík" myndu vafalaust „þakka fyrir og sleikja útum" einsog þar stendur, ef þeir fengju þótt ekki væri nema rollukjöt. Ærkjöt hefir þótt sæmileg fæða þegar annað hefir ekki fengist, en hvorki',.höfðingjum" nje „sauS svörtum almúganum" í henní Reykjavík stendur einu sinni rollukjöt til boða. Þarna eru þeir betur settir fyr™ ir r.oiðari, eínsog mig grunaði. r*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.