Morgunblaðið - 22.04.1951, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.04.1951, Qupperneq 10
10 MORGUISBLAÐltí Sunnudagur 22. apríl 1951 e....Framhaldssagan 12 ........ I ÁST í IVIEIIMUM SKÁLDSAGA EFTIR LOIS EDWARDS.. tamdi hún sjer þegar hún var úti í sveit. Guy sat við hliðina á frú Brad- ford og var að sýna henni mynd- ir. Hann leit upp. „Þjer hefur fundist það þess virði að líta út um gluggann“, sagði hann. ,,Já, vissulega". Hann sagði ekkert meira, en hlýjan úr rödd hans, streymdi til mín, óg mjer leið vel. Borðstofan var stór og í sama stíl og anddyrið, með stóru eikar- borði. Guy sat fyrir endanum á borðinu, og Honoré dró fram stólinn til vinstri við hann hánda mjer. Á meðan hitt fólkið var að raða sjer niður við borðið, sagði hánn lágt: „Já, Georgia, mig lang ar til að þú sitjir hjerna hjá mjer“. Jeg visái það ekki, að heiðurs- sætin við matborð í Trakklandi eru í miðjunni, þar sem Helen og Anette sátu. Guy settist og tók servíettu sina. Honoré hellti rauðvíni í glösin. „Jæja, Guy, nú verður þú að segja okkur hvað við eigum að gera. Við vitum að þú ert önnum kafinn við sveitastörfin“, sagði frú Bradford, „og við viljum ekki tefja þig fyrir nokkurn mun. En mjef finnst þessi staður alveg guðdómlegur og þú verður að gefa okkur fyrirskipanir um það hvernig við eigum að haga okk- ur“. „Jeg er hræddur um að jeg geti ekki gefið ykkur neinar fyr- irskipanir", sagði hann og brosti. „En þú verður að segja okkur hvað við eigum að gera og hvert við eigum að fara, svo að við sje- um ekki fyrir“. „Þið getið farið um húsið. garð- inn og býlið eins og ykkur þókn- ast“, sagði hann. „Það er kannske ekki mjög skemmtilegt, en þið getið gert allt sem ykkur sýnist“. „Jeg get sagt ykkur eitt“, sagði Anette, „að þið munið ekki sjá mikið af Guy. Hann getur ekki hugsað sjer ánægjulegri dag en þegar hann fær að standa í for og bleytu upp að mitti og hjálpa til við að þurrka mýr- ina. Hann hverfur alltaf um leið og hann er kominn hingað og sjest ekki það sem eftir er dags- ins. Þangað til við kvöldverðinn. Þá situr hann geispandi og bíður aðeins eftir því að komast í rúm- ið“. „Já, vina mín“, sagði Henry. „Það er ekkert athugavert við það þó að honum finnist hann þurfa að vinna“. „Vinna“. Hún yppti öxlum. „Kallar þú það að vinna? iVnnu- mennirnir og Lafitte geta gert þáð án hans“. „Ef hann hefði ekki eftirlit með þeim, býst jeg ekki við að þeir mundu gera mikið“, sagði Helen. „Það er alltaf þannig úti í sveit“. „Það er mikil erfiðisvinna við búrekstur", sagði Bradford. „Ef jeg þyrfti að gera í Wall Street það sem jeg geri á sveitasetrinu okkar þá mundi Martha ekki sjá mig nerjia yfir blánóttína". Allir þurftu nú að láta í ljós skoðun sína á sveitalífinu. — Jeg þráði það eitt að máltíðinni yrði lokið til þess að komast út. Mjer fannst óendanlega langur tími líða, áður en Guy stóð upp og sagði að Anette mundi sjá okkur fyrir öllu sem okkur vantaðí, en sagðist sjálfur ekki mundi koma aftur fyrr en um kvöldverð. Við fórum öll inn í setustof- una Og drukkum kaffið. Síðan tíndist fólkið burt smátt og smátt. Jeg leit á Helen og ætlaði að spyrja hana hvort hún hefði ein- hverjar fyrirætlanir. Hún var að tala við Anette og gaf mjer ekki frekar gaum en jeg hefði orðið eftir í St. Moritz. Jeg var fegin. Mig langaði til að fara ein út og skoða mig um, og finna litlu tjörnina. Jeg fór í gönguskó og kom nið- rr aftur. Það var hljótt í húsinu, íema hvað jeg heyrði tal þjón- istufólksins úr eldhúsinu. — Jeg 'ór út og gekk niður þreiðan stíg, :em lá frá húsinu. Mjer fannst •mfrt síðan jeg hafði verið svona frjáls. Jeg sá það brátt að þetta var njög gamall skógur. Trjástofn- irnir voru breiðit' og greinarnar rungar og trjen voru svo há að eg sá varla toppinn á þeim. Jeg tekk áfram í skugganum undir rjánum. Skyndilega opnaðist skógurinn rg jeg var komin að tjörninni. Trjen uxu alveg fram að bakk- anum og sum þeirra stóðu jafn- vel í vatninu. Tjörnin var um hálfa mílu að lengd og álíka að breidd og þó að það væri fallegt að horfa út yfir hana, þá hugsaði ieg með mjer að mig mundi ekki 'anga til að synda í henni. Botn- inn mundi vera þakinn vatns- tróðri og slíi og það var óþægi- ’egt þegar hann straukst við fæt- urna á manni á sundi. — Úti á miðri tjörninni flaut prammi og ■jett hjá þar sem jeg stóð var lít- 'ð bátahús með stráþaki. Jeg settist niður á bakkanum og fór að hugsa. Jeg hugsaði um framtíðina .... ekki langt fram í tímann, heldur aðeins um kvöld 'ð ,morgundaginn og næstu vik- ur. En það var eins og jeg rjeði ’kki við minn eigin huga. Jeg gat 'ð minnsta kosti ekki fundið nein svör við spurningum mín- um. Je" s+óð uon <•>'* á1" ’ieim að húsinu. Skógurinn bað- \ði sig í sólskininu og fuglarnir ’uneu í triánum, en friðurinn innra með mjer var horfinn og áttúrufegurðin allt umhverfif mig gerði mjer aðeins þungt í skapi. Dyrnar að herbergi Heler voru lokaðar, svo jeg barði að lyrum. „Það er jeg .... Georgia. fjer datt, í hu>? að þú vildir kannske tala við mig“. Hún opnaði dyrnar og kom fram. „Því í ósköpunum skyldi jeg vilja það?“. „Jeg veit það ekki“, sagði jeg þreytulega og bjóst til að ganga áfram inn ganginn. En þá kallaoi hún á eftir mjer. „Georgia“. ,,Já“. „Fellur þjer ekki vel að vera hjer? Því gengur þú Him meo þenna uppgjafa sorgarsvip. Hvar hefur þú verið? Þú ert öll í flygs- um og grasstráum“. „Jeg fór út til að skoða mig um og hugsa í næði“, sagði jeg. Mjer fannst jeg vera eins og skömm- ustuleg skólastúlka fyrir framan kennslukonuna. „Það er au'ðsjeð", sagði hún. „Jeg skil ekki hvers vegna þú getur ekki sleppt öllum áhyggj- um og reynt að njóta lífsins a þessum dásamlega stað“. „Því viltu ekki lofa mjer að fara? Jeg á ekki heima hjer“. „Ert þú hrædd eða hvað?“. Mjer fannst hún bíða með önd- ina í hálsinum eftir svari mínu. „Hrædd við hvað?“. „Hvernig á jeg að vita það? Við þpnnan ókunna stað kannske eða fólkið eða jafnvel mig“, Rödd hennar var glaðleg og glettnisleg, en mjer fannst að þetta mundi ekki vera það, sem hún bjóst við að jeg óttaðist. „Nei, jeg er ekki hrædd við neitt“, sagði jeg. „Mjer finnst bara jeg ekki eiga heima hjer. En þú hefur ekki svarað mjer. Jeg spurði þig hvers vegna þú vildir ekki lofa mjer að fara“. „Jeg vil að þú sjert kyrr, vegna þess....“, sagði hún, ........ja. vegna þess að jeg vil það“. Hún tók hárlokk og breiddi hann yfir afmyndaða vangann. ,Jeg er viss um að þjer á eftir að falla vel við lífið í sveitinni og þegar þú ert búin að læra dálítið í frönsku, þá finnst þjer þú ekki vera eins út úr. Það er fullt af bókum í bókaherberginu. Því reynir þú ekki að lesa þær og læra frönsku?“. ilákon Hákonarson 104. „Á þorpi sínu, þar sem hann vill ekki búa lengur,“ svaraði Sterki Hákarl. En ef hann hefði sagt satt, hefði hann Sagt: „— Sem hann lefur verið rekinn úr.“ Mary var nú orðin alveg róleg aftur. Hún skildi það, að villi- maðurinn var að leita hjálpar. Hann var vopnlaus, og hann gat ekki ;ert henni neitt mein á meðan hún var með skammbyssuna við oeltið sitt. „Sterki Hákarl er velkominn til hvítu mannanna," sagði hún. „En hjer eru fleiri hvítir menn en þeir, sem þú hefur sjeð, og það aru vondir hvítir menn. Vilt þú hjálpa Hvíta Blómi gegn þeim?“ „Já, jeg vil fórna lífi mím:.“ „Og viltu hjálpa hinum hvítu bræðrum hennar?“ „Já“. „Komdu með mjer.“ Mary var þegar búin að ákveða, hvað gera skyldi. Sterki Hákarl Stti að hjálpa henni að frelsa okkur Jens frá sjóræningjunum. En þá varð hann að h'afa vopn. Skotvopn þýddi ekki að láta hann íafa, því að hann hvorki þorði nje kunni að nota þau, en hníf eða sverð myndi hann að öllum líkindum fara betur með en flestir iðrir. Hún fór með hann upp á hæðina á milli hússins og garðsins og bað hann að bíða þar. Svo flýtti hún sjer heim og sótti eitt af sverðunum, sem við Iiöfðum fundið í sjóræningjahellinum. „Taktu þetta,“ sagði hún, „en notaðu það ekki, fyrr en jeg gef bjer skipun um það.“ Villimaðurinn starði steinhissa á hana. Aldrei hafði það hvarflað eð honum, að það myndi henda hann að taka á móti skipunum frá konu. Hún gekk á undan honum eftir stígnum, sem lá þangað, sem brúin hafði verið, og á leiðinni sagði hún honum frá hellinum og fjársjóðinum. Hann hefur varla skilið meira en helminginn af því, en það rann að minnsta kosti upp fyrir honum, að hvítu mennirnir , höfðu verið teknir til fanga, og að Mary þarfnaðist hjálpar hans i j til að frelsa þá. Smjörlíkisgerðir — Sælgætisgérðir Sápuverksmiðjur: ; Frá verksmiðju í Hollandi útvegum við með stuttum fyrirvara: Coconut-olíur Linseed-olíur Palmkernel-olíur Cocoa-smjör Groundnut-ob'ur Yfirdekks-súkkulaði Allar nánari upplýsingar gefa Hannes Þorsteinsson & Co. Sími 2812 — Láugavegi 15 Húsmæðraskóii Silkeborg Husholdningsskole, Danmark. Skóli og heimili fyrir ungar stúlkur. Viðurkenndur af ríkinu. — Ungbarnadeild. — Nýtísku skóli með vatns- leiðslu í öll herbergi. Skólinn stendur á yndislega fögrum stað. 5 mánaða námskeið, sem hefjast 4. mai og 4. nóvember. Lýsing á fyrirkomulagi send, ef óskað er. Anna Höngaard. í Gélftepgsi og: dreglar ; (Wilton — Axminster). : Við útvegum beint frá verksmiðju í Englandi I. flokks : gólfteppi og gangdregla. Stuttur afgreiðslutími. — Þeir, | sem óska að gera pöntun hjá okkur, tali við okkur sem ■ allra fyrst. — Sýnishorn og upplýsingar á Laugaveg 12. | Sigurjón Naríason 8c Co. • •■■■■A............................... rinfifi ■■■«'■■■'■ ■'■x» ■*■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*«*■■■■■■■■■*■■■■*■■■■ I ABVORUM ■ ■ ■ til kaupenda m Morgunblaðsins ■ ■ Athugið að hætt verður án frckari aðvörunar að senda : blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- I cndur utan Reykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu ■ þess hjer, verða að greiða það fytirfram. — Reikninga * verður að greiða strax við framvísun og póstkröfur innan : 14 daga frá komudegi. — Eest að auglýsa I Morgunblaðinu — og hressandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.