Morgunblaðið - 26.06.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1951, Blaðsíða 6
6 n •> n >. 11 m n i, 4 +i 11 Þriðjudagur 26. júní 1951 lítiMa' Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla- Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók Hver er orsökin? SÚ staðreynd er öllum kunn að oýrtíð hefur ýfirleitt farið mjög vaxandi í flestum löitdum á s. 1. ári og það, sem af er þessu ári. Verðlag á fjölmörgum vörum hefur hækkað verulega og fram- færslukostnaður aukist. Um meginástæðuna fyrir þess- rri þróun þarf ekki að fara í neinar grafgötur. Hún er það öryggisleysi, sem ríkt hefur í al- þjóðamálum, styrjaldaróttinn og hið stórfellda vígbúnaðarkapp- hlaup, sem nú á sjer stað. Þetta er ekki ný saga. Undan- fari flestra styrjalda hinna síðari tíma hefur verið þensla í efna- hagslífi þjóðanna, sem m. a. hef- ur komið í ljós í mjög hækkuðn verðlagi og dýrtíð. En í sambandi við dýrtíðina er rjett að athuga, hvaðan styrjaldaróttinn sjo sprottinn, hversvegna vígbún- aðarkapphlaup sje hafið. Styrjaldaróttinn er afleiðing hinnar kommúnistisku yfir- gangsstefnu í Evrópu og Asíu. Allt frá því að járnkrumlu Rússa greip kverkataki um þjóðir Austur- og Mið-Evrópu hafa þjóðir Vestuí-Evrópu bú- ist við öllu illu úr austurátt. Þær hafa hafist handa um efJ - ingu varna sinna og leitað til þess samvinnu við hin vold- ugu Iýðríki Vesturheims, Bandaríkin og Kanada. Þessar þjóðir hafa ekkert til þess sparað að geta vígbúist og treyst varnir sínar á sem allra skemmstum tíma. Kjarni málsins er því sá að hin vaxandi dýrtíð í flestum löndum er afleiðing hinnar kommúnistisku ofbeldisstefnu sem skapað hefur háttuástand öryggisleysi og vígbúnaðar- kapphlaup. Frá því að Kóreu- styrjöldin hófst fyrir einu ári síðan hefur þetta orðið sjer- staklega ljóst. Enginn hefur vitað, hvenær sá neisti, sem þar kviknaði, gæti orðið að ófriðarbáli, sem logaði við himinn sjálfan um allan heim. Enginn hefur vitað, að hvaða úyrum ofbeldið kynni að berja ræst. Þessvegna hefur viðbúnað- I ur hinna frjálsu þjóða orðið hrað ' ari og víðtækari með hverjum rnánuðinum, sem leið. Áhrif styrj aldaróttans og vígbúnaðarkapp- hlaupsins hafa náð til fleiri og f'eiri þjóða og til fleiri og fleiri sviða athafnalífs þeirra. I Fram hjá þessari staðreynd' verður ekki gengið í dag. | Nú má vel vera að einhver kunni að spyrja, hvernig á því standi að meðal islensku þjóðar- I innar, sem engan þátt hafi tekið í kostnaði við landvarnir, skult-’ dýrtíðin hafa vaxið verulega. Það er mjög auðskilið mál. Hið stórhækkaða verðlag á heims- rnarkaðinum hlaut að hafa áhnf hjer á landi. Islendingar verða að kaupa mjög mikinn hluta nauð- synja sinna frá útlöndum. Verð- j lag þeirra er okkur óviðráðanlegt. 1 Við getum ekki skammtað við-, skiptaþjóðum okkar verðið á þær vörur, sem þær selja okkur. Lang samlega mestur hluti þeirrar dýr- tiðaraukningar, sem hjer hefur orðið, er af þessum toga sunnin. Það er þessvegna af mikilli fá- viku mælt þegar stjórnarand- stöðuflokkarnir hjer á landi ætla sjer að kenna núverandi ríkis- stjórn þá aukningu dýrtíðar, sem orðið hefur hjer á landi og skrifa jafnframt allar verðhækkanir á leikning gengisbreytingarinnar. Alþýðublaðið mætti minna Framsókn og Kirkjiikórasambaiid Eslands stofnuð síðastl. langordag rir kjöfínn fsrraafer á það, að þegar flokkur þess hröklaðist frá völdum, var allt atvinnulíf sokkið á bólakaf í dýrtíð og vandræði. Ef við það ástand i hefði verið látið sitja væri hjer nú alger örbirgð og upp- lausn. Það var einmitt gengis breytingin, sem tryggði rekst ur hraðfrystihúsanna og kom veiðiskipaflotanum úr höfn. Þá staðreynd er Alþýðublaðið svo oft búið að lemja hausn- um við að það hefur glatað allri dómgreind og eltir nú kommúnista í glórulausu kapp hlaupi, sem það þó hlýtur allt at að tana. Mýrasýsla AF TVENNU má marka það að Framsóknarmenn telja sig í eigi lítilli hættu í aukakosningunum, sem fram fara hinn 8. júlí n.k. í Mýrasýslu. f fyrsta lagi af áróð urskippum Tímans og í öðru lagi af alleinkennilegum söguburði heima í hjeraði. Þar hefur því t. d. verið haldið fram af áróðurs mönnum Framsóknar að Sjálf- stæðismenn í hjeraðinu væru sjálfum sjer sundurþykkir og byggðust sumir þeirra jafnvel veita aðal frambjóðanda Fram- sóknar brautargengi. Um þessa sögu er það fyrst að segja að auðvitað er hún með öllu tilhæfulaus. Sjálfstæðismenn í Mýrasýslu standa sameinaðir um hinn unga og ötula frambjóð anda sinn, Pjetur Gunnarsson tilraunastjóra, sem nýtur vax- andi trausts og álits í hjeraðinu. Um framboð hans var hin besta samvinna milli flokksmanna í hinum ýmsu bygðarlögum sýsl- unnar. F'.okksmenn fögnuðu því almennt að eiga kost á að fá starfskrafta Pjeturs Gunnarsson- ar fyrir hjeraðið og hagsmuna- mál íbúa þess. Sjálfstæðismenn í Mýrasýslu vita það einnig að bak við fram- bjóðanda þeirra stendur lang- samlega stærsti og áhrifamesti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Pjetur Gunnarsson mun því hafa betri aðstöðu en fulltrúi nokkurs rnnars flokks tii þess að hrinda áleiðis á Alþingi og utan þings hinum fjölmörgu umbótamálum, sem úrlausnar biða í Mýrasýslu. Þetta vita fleiri en Sjálfstæðis- menn á Mýrum. Almenningur í j^eraðinu hefur sjeð, hvað gerst hefur í hjeruðunum í nágrenn- inu, sem sent hafa Sjálfstæðis- rnenn á þing. Þar hafa flestar umbætur verið unnar fyrir frum- kvæði og íorystu Sjálfstæðis- manna. Þetta fólk veit að áróður Tímans um fjandskap Sjáifstæðis flokksins við bætta aðstöðu fólks ins í starfi þess er blekking ein- skær, sem við engin rök styðst. Annars er það athygilsvert að Framsóknarmenn skuli verða til þess að tala um klofn ing í flokkum í sambandi við þessa aukakosningu. Vitað er að einn frambjóðandinn þar, Bergur Sigurbjörnsson, segist bjóða sig fram fyrir óánægða Framsóknarmenn. Ef nokkur l'Iokkur er sjálfum sjer sundur þykkur í þessari kosningu er það einmitt Framsóknarflokk- urinn. STOFNFUNDUR Kirkjukórasam bands íslands var haldinn laugar daginn 23. júní á heimili söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar, Sig- urðar Birkis, Barmahlíð 45, en hann hafði boðað tii fundarins og undirbúið hann. Mættir voru eftirtaldir fulltrú- ar frá Kirkjukórasamböndum prófastsdæmanna: Frá Kirkju kórasambandi Reykjavíkur: Magnús Vigfússon, fulltrúi. Frá Kirkjukórasambandi Gullbringu- sýslu: Páll Kr. Pálsson, orgelleik- ari. Frá Kirkjukqrasambandi Borgarfjarðarprófastsdæmis: Frið rik Hjartar, skólastjóri. Frá Kirkjukórasambandi Snæfells- nesprófastsdæmis: sr. Þorgrímur Sigurðsson. Frá Kirkjukórasam- bandi Dalaprófastsdæmis: sr. Pjetur T. Oddsson, prófastur. Frá Sambandi Vestfirskra kirkjukóra Jónas Tómasson tónskáld og sr. Sigurður Kristjánsson. Fra Kirkjukórasambandi Húnavatns- prófastsdæmis: sr. Þorsteinn Gíslason. Frá Kirkjukórasam- Vjandi Skagafjarðarprófastsdæm- is: Eyþór Stefánsson orgelleikari. Frá Kirkjukórasambandi Eyja- fjarðarprófastsdæmis: Jakob Tryggvason, orgelleikari. Frá Kirkjukórasambandi S.-Þingeyj- erprófastsdæmis: sr. Friðrik A. Friðriksson, prófastur. Fra Kirkjukórasambandi N.-Þingeyj- arprófastsdæmis: sr. Páll Þor- leifsson. Frá Kirkjukórasambandi V.-Skaftafellssýsluprófastsdæm- is' sr. Jón Þorvarðsson, prófastur. Frá Kirkjukórasambandi Rangár- vallaprófastsdæmis: frú Þórhild- ur Þorsteinsdóttir, orgelleikari. Frá Kirkjukórasambandi Árnes- prófastsdæmis: frú Anna Eiríks- dcttir, orgelleikari. Þrír fulltrúar höfðu tilkynr.t forföll og gátu ekki mætt: Bjarni Bjarnason, orgelleikari, Brekku- bæ, fyrir Kirkjukórasamband A.- Skaftafellsprófastsdæmis og þeir Jón Vigfússon, organleikari, Seyð isfirði og sr. Jakob Einarsson pró fastur, Hofi, fyrir Samband aust- firskra Kirkjukóra, en tilkynnt var, að bæði þessi sambönd ósk- uðu að verða stofnendur að Kirkjukórasambandi íslands. í upphafi 'fundarins ávarpaði söngmálastjóri fundarmenn og bauð þá velkomna. Fundarstjóri var kosinn Jónas Tómasson og fundarritarar sr. Jón Þorvarðsson Vík og Eyþór Stefánsson, Sauð- árkróki. ERINDI UM SÖNGMÁL Söngmálastjóri flutti erindi um söngmál íslendinga, lýsti árangri af starfi kirkjukóranna á sein- ustu árum og hvatti til vaxandi starfsemi. Gat hann þess m. a. að nú væru stofnaðir í landinu 150 kirkjukórar og hefðu þeii auk þess að annast söng við guðs þjónustur og kirkjulegar athafnir, sungið opinberlega 780 sinnum á síðustu 10 árum samkv. skýrslum. Á fundinum var einróma sam- þykkt stofnun Kirkjukórasam- bands íslands og lög samþykkt fyrir sambandið. Þá var stjórn kosin, og er hún þinnig skipuð: Sigurður Birkis, söngmálastjóri, formaður, Páll Kr. Pálsson, organleikari, gjald- keri, Páll Halldórsson, organleik- ari, ritari, Jónas Tómasson, tón- skáld, úr Vestfirðingafjórðungi, Eyþór Stefánsson, organleikari, úr Norðlendingafjórðungi, Jón Vigfússon, organleikari, úr Aust- firðingafjórðungi, Anna Eiríks dóttir, organleikari, úr Sunnlend ingafjórðungi. Varastjórn: Páll ísólfsson, tón- skáld, varaformaður, Sigurður ís- ólfsson, organleikari, varagjald- keri, Kristinn Ingvarsson, orgar.- leikari, vararitari, Sigurður Krist jánsson, prestur, úr Vestfirðinga- ' tjórðungi, Jakob Tryggvason, organleikari, úr Norðlendinga- fjórðungi. Jakob Einarsson, pró- fastur úr Austfirðingafjórðungi, Jón Þorvarðsson, prófastur úr Sunnlendingafjórðungi. Sigurður Birkis. Endurskoðendur: Magnús Vig- fússon, fulltrúi og Baldur Pálma- son, fulltrúi. Varaendurskoðend- ur: Páll Guðjónsson, bygginga- meistari og Hálfdán Helgason, verslunarmaður. Samþykkt var að senda biskup irum yfir íslandi, dr. theol. Sig- urgeir Sigurðssyni eftirfarandi skeyti: „Stofnfundur Kirkjukórasam- bands íslands sendir yður, herra biskup innilegar kveðjur og þakk ar allt yðar mikla starf í þágu kirkjusöngsins í landinu." HEILLASKEYTI Mikill áhugi ríkti á fundinum og ýmislegt var rætt, er verða mætti til eflingar kirkjusöngsins. Vokkrar umræður urðu um hinn almenna safnaðarsöng og hversu hann mætti auka og var talið heppilegt, að gefin yrði út sálma bók með nótum svo sem víða er erlendis. Á fundinum upplýstist, að pípuorgel af einfaldri gerð, voru enganveginn óviðráðanlega dýr og bæri því að keppa eftir því, að þau yrðu fengin til sem flestra kirkna. Heillaskeyti bárust fundinum crá Halldóri Sigurðssyni, for- manni Kirkjukórasambands Mýraprófastsdæmis og Markúsi Torfasyni, formanni Kirkjukóra- sambands Dalaprófastsdæmis. Að lokum ávarpaði söngmála- stjóri fundarmenn, þakkaði þeim komuna og árnaði þeim heilla í íramtíðarstarfi. Síðan sátu fundarmenn boð söngmálastjóra og konu hans. Þar flutti ræðu Jónas Tómasson og gat þess, að á ísafirði hefði Sigurður Birkis byrjað söng- kennslustarf sitt 1924 og þakkaði allt starf hans síðan að söng- málum þjóðarinnar. Atta farast NEW YORK: — Átta bandarískir hermenn ljetu nýlega lífið við heræfingar i Norður-Carolina. — Óhapp orsakaði það, að sprengi- kúla kom niður á meðal þeirra. ..Þurrkaðir út“ <af —Víkverji skrifarr — -—- IJR DAGLEGA LÍFINIi Hvíldin er best FYRIR nokkrum dögum var beðið um tillögur um hvernig menn gætu best varið sumarfrí- inu sínu og þá helst um leið á sem ódýrastan hátt. Fáar tillögur hafa borist. hvort, sem það stafar af því. að flestir hafa þegar ákveðið, hvað þeir ætla að gera í sumarleyfinu og kæra sig kollótta um aðra, eða, að menn eru ekki farnir að fá á- huga fyrir sumarleyfum fyrr ea lengra líður á sumar. Ein tillaga kom þó fram, sem er ágæt. Hún er á þessa leið: „Þeim notast best að sumar- leyfinu, sem hvíla sig vel '. Þeytingur Iandshorna á milli VARLA þarf að skýra hvað til- lögumaður á við. — Hann hef- ur sjeð hvernig menn flengjast landshornanna á milli í sumar- leyfum sínum. Reyna að komast yfir sem mestar vegalengdir, en nema aldrei staðar til þess að njóta náttúrufegurðar á einum stað, eða kynnast einu hjeraði rækilega. Þegar heim kemur eru menn jafnvel þreyttari, en er þeir lögðu af stað í ferðalagið og hafa hvorki haft gaman nje gagn af því erfiði og þeim peningum, sem eytt var í sumarleyfið. Og ekki eru ferðalögin gefin G ÞAÐ er dýrt að ferðast þeg- ar bensínpotturinn er kominn upp í hálfa aðra krónu og rúm- lega það. Næturgisting 30—40 krónur og veitingar, sem varla eru upp í nös á ketti kosta tvo eöa fieiri rauða, það, sem kallað er máltíð. Nei, það er vissara að athuga sinn gang eins og hygginn maður áður en lagt er af stað í langferð um landið nú til dags. Aldrci að víkja EIR eru ákveðnir karlar marg- ir bifreiðastjórarnir á þjóð- vegum íslands. — Þeir vita víst hvað þeir greiða í skatta og skyldur og heimta sinn veg fyrir það. — Þeir virðast hafa að eink- unnarorðum: Aldrei að víkja. — Karlmannleg orð, en ásetningur, sem getur komið sjer illa á okkar þröngu þjóðvegum. Maður, sem ekur vagni sínum sífellt á miðjum vegi og víkur ekki hársbreidd, hvort, sem ar.n- ar vagn þarf að komast fram úr honum, eða á móti honum, hlýtur að renna sig fyrr eða síðar, eða rjettara sagt, liggja á sínu eigin lúalagi. Þjófaheimboð BLÖÐIN segja frá því, að stolið hafi verið nokkrum þúsund- um króna úr mannlausri og ó- læstri íbúð hjer í bænum. Ekki er það svo sem í fyrsta sinni, sem slíkt kemur fyrir í þessum bæ, hversu oft, sem reynt er að minna fólk á að bjóða ekki þjóf- unum heim á þenna hátt. Það er ekki hægt að neita því, að það hlýtur að vera freisting fyrir þjófgefinn náunga, að labba inn í opið hús og leita að fjár- munum til að stela. Röð Norðurlanda- fánanna ITILEFNI af því, sem sagt var hjer um Norðurlandanfánana á Sundhöllinni, sem teknir voru niður og komu ekki upp aftur fyrr en eftir dúk og disk, er spurt að því í hvaða röð fánar Norður- landanna eigi að vera þegar þeir sjeu dregnir að húni allir saman. Fastar reglur gilda fyrir því. Þjóðfáni þess lands, sem flaggað er í á ætíð að vera í jniðjunni. Sje flaggað með Norðurlandafán- um á Islandi á sá íslenski að vera í miðju, en sá danski sje flaggað í Danmörku. Um röð hinna fánanna er sú regla almennust og viðkunnan- legust, að hafa þá eftir stafrófs- röð landanna, talið frá vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.