Morgunblaðið - 14.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1951, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. júlí 1951 "’J ’ 6 JNromittÍrlftfrití Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Framtíð fransks lýðræðis ÞEGAR franska þingið kom sam an fyrir nokkrum dögum í fyrsta skiptið eftir kosningarnar. hjelt aldursíorseti þess ræðu sam- kvæmt venju. Að þessu sinni var það einn af stuðningsmönn- um deGaulle hershöfðingja, 85 ára gamall öldungur, Eugéne Pebeliier, sem ræðuna flutti. Þessi gamli maður hefur aldrei á allri sinni löngu æfi fengist við stjórnmál. En ástæðan fyrir þingmensku hans nú er eftir- tektarverð. Sonur hans var þing maður fyrir síðari heimstyrjöld- ina og greiddi atkvæði með valda töku Pétaii,3 mai'skálks sumarið 1940. í styrjaldarlokin varð hann eins og mörg hundruð annara stjórnmálamanna Frakka að draga sig í hlje frá stjórnmála- þátttöku vegna fyrri afstöðu sinn- ar. En nú bað þessi fyrrverandi þingmaður hinn aldraða föður sinn að gefa kost á sjer til þing- mensku. Stjórnaði sonurinn síð- an kosningaáróðri hans með þeim árangri að faðirinn var kjörinn. í þingsetningarræðu sinni hvatti öldungurinn alla flokka til þess að leggja flokks deilumálin á hilluna. Hann minntist einnig á dóminn yfir Pétain og krafðist endurskoðunar hans og lagabreyt ingar, sem fengi stuðningsmönn- um hans full pólitísk í-jettindi að nýju. Þetta hafði þau áhrif á við- stadda að til ákafra deilna og brigslyrða kom þegar milli hægri manna og kommúnista. Eru slík uppþot engan veginn fátíð í þing- inu. Hinn gamli foringi radikala; Edouard Herriot, hefur nú verið kjörinn forseti enn einu sinni. Stjórn Queille hefur einnig sagt af sjer eins og stjórnarlög lands- ins gera ráð fyrir að loknum kosningum, er þing kemur saman. Og nú vakir sú spurning á allra vörum, hvernig sú ríkisstjórn muni líta út, sem Frakkland fær á næstunni. Myndun næstu ríkis stjórnar veltur að mestu leyti á samkomulaginu milli miðflokka þingsins. Kommúnistar, sem hafa nú aðeins rúma 100 þingmenn, koma ekki til greina í sambandi við stjórnarmyndun. Svipuðu máli gegnir um flokk De Gaulle, sem þó er stærsti þingflokkur- inn. Miðflokkarnir, þ. e. a. s. þjóðlegi lýðveidisflokkurinn, jafn aðarmenn og radikalir, vilja ekk ert hafa saman við þessa flokka að sælda. En þessir þrír fyrrverandi stjórnarflokkar liafa ekki einir hreinan meirihluta í þinginu. Til þess að afla sjer hans þurfa þeir að Ieita til óháðra hægri manna, sem unnu mjög á í síðustu kosningum og hafa nú um það bil eitt hundrað þing- menn. En stuðningur þeirra yrði engan veginn öruggur, þar sem þá greinir sjálfa veru lega á í ýmsum málum og eiga auk þess fremur lítið sameigin legt með jafnaðarmönnum, sem einnig yrðu að taka þátt í stjórninni. Það er einnig athugandi að inn- an radikala flokksins gætir nokk urs klofnir.gs. Raunverulega skiptist flokkurinn, sem hefur nú i;úm 90 þingsæti, í tvo hópa, ann- án undir forystu Herriot, en hinn undir forystu Daladier, sem nú er aftur kominn fram á svið franskra stjórnmála. Vill hinn fýrrnefndi halda áfram allnánu samstarfi og tengslum við jafn- aðarmenn, en hinn síðamefndi hallast miklu meira til hægri og vill halda sig frá slíku samstarfi. Á flokksfundi, sem haldinn var nýlega varð niðurstaðan sú að Herriot' varð algerlega ofan á. Fylgdi mikill meiri hluti þing- flokksins stefnu hans. En Dala- dier hefur lýst því yfir að hann beygi sig ekki fyrir þessari á- kvörðun. Það er þannig auðsætt að sam- steypustjórn, sem mynduð yrði af miðflokkunum, hlyti að verða mjög veik enda þótt hún nyti stuðnings óháða hægri manna og hefði þannig í byrjun allsterkt þingfylgi bak við sig. Ágreinings- efnin mílli stjórnarflokkanna hlytu óhjákvæmilega að verða mörg og hætturnar á samvinnu- slitum tíðar. Allt bendir þess- vegna til þess að Frakkland eigi ekki von á sterkri stjórn á næst- unni. Fylgismenn De Gaulle, sem gert hafa kröfu um að flokki þeirra verði falin stjórnar- myndun sem stærsta þing- flokknum, draga enga dul á það, að þeir geri ráð fyrir að allt fari í glundroða og upp- lausn hjá miðflokkunum. Þeir gera sjer þessvegna vonir um að röðin komi síðar að þeim þó að völdin komi ekki í þeirra hlut er næsta ríkis- stjórn verður mynduð. Það verður því ekki annað sagt en fremur þunglega horfi um framtíð hins franska lýðræðis. ÞAÐ er ekki óalgengt að sam- komum víðsvegar um land, úti og inni sje spillt með óspektum og drykkjulátum nokkurra háv- aðamanna og drykkjurúta, sem hvorgi skeyta um skömm nje heiður og ævinlega eru reiðubún ir til þess að misbjóða öllu vel- sæmi. Þeir menn, sem þannig haga sjer eru sannir friðarspillar og vandræðagemlingar. Það er ekki nóg með að þeir eyðileggi sína eigin skemmtun með framferði sínu heldur setja þeir ómenning- arbrag á samkomur, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fólksins kemur fram af háttvísi og prúð- mensku. Jafnfx-amt draga þeir oft mjög úr ánægju samkomugesta af þvi, sem fram fer. Hvernig á að taka á þessum siðlausa lýð? Hvernig á að koma í veg fyrir að þeim takist skemmdariðja þeirra? Á einstökum stöðum hafa þeir verið settir í poka og látnir hírast þar. Víst eiga slíkir menn það margfaldlega skilið. En á því eru engu að síður vandkvæði. Kjarni málsins er sá að almenn ingsálitið verður að þjarma að fyliirútunum og friðarspillunum, ekki aðeins meðan á drykkjulát- um þeirra stendur heldur og síð- ar þegar þeir eiga að heita alls gáðir. Þeir verða að skilja það, að þeir hafa orðið sjer rækilega til minkunar. Þeir eiga að finna fyrirlitningu almennings á hátt- erhi þeirra. Slík hraðfrysting ætti að hafa töluverð áhrif. Það verð- ur að þvo ómenningarblettina, sem hin siðlausa áfengisneysia setur á samkomuhald þjóðarinn- ar, af henni. Heilbrigt almennings álit og skynsamleg áfengislög- gjöf er greiðfærasta leiðin til þess. Hesturinn er brátt Syrir vfela- notkun nauðsynlegur til bústarfa á öílum býlum iandsins ÁRSÞING Landssambands hesta- mannafjelaga var haldið í Reykja- vík dagana 30. júní og 1. júlí s. 1. Þar voru mættir 26 fulltrúar frá 12 hestamannafjelögum. Formaður sambandsins H. J. Hólmjárn setti ársþingið og bauð fulltiúa velkomna til fundar- starfa. Fundarstjórar voru kjörnir Steinþór Gestsson og Gísli Jóns- son, og fundarritarar Björgvin Bjarnason og Kristján Fjeldsted, Fonnaður gaf ýtarlega skýrslu um störf stjórnarinnar frá stofn- un sambandsins. L. H. var stofnað 18. og 19. désember 1949. Að stofn- uninni stóðu 12 hestamannafjelög, en síðar bættust tvö í hópinn. Að lokinni skýrslu formanns fóru fram ýtarlegar umræður um framtiðarstörfin. Gjaldkeri L. H. Pálmi Jónsson lagði fram endurskoðaða reikninga sambandsins. Tekjur voru 235.- 651,00 kr. en gjöldin 227.410,00 krónur. ÁLYKTANIR UM TAMNINGU REIÐHESTARÆKT O. FL. Ályktanir, sem fundurinn gerði voru í aðalatriðum eftirfarandi: Samþykktar voru allvíðtækar ályktanir um aukna fræðslu í tamningu og meðferð hesta og um kenslu í því að dæma hesta. Var stjórn L. H. falið að leyta sam- starfs við Búnaðarfjelag Islands og bændaskólana um framkvæmd þessara atriða: Samþykkt var reglugerð um ræktun reiðhestsins og að leyta samvinnu við Búnaðarfjelag Is- lands og ráðunaut þess um nauð- synlegar breytingar á núverandi reglugerð Búnaðai-fjelags íslands um hrossarækt. 5 manna nefnd var falið að vinna að þessum mál- um ásamt stjórn L. H. Rætt var uppkast að reglugerð um kappreiðar, sem lá fyrir fund- inum. Fimm manna nefnd falin frekaii endurskoðun á reglugerð- inni og leggja hana síðan fyrir næsta ársþing. IILUTVERK IIESTSINS í ÞJÓÐLÍFINU Svohljóðandi samþykkt var gerð á fundinum: „Fyrsta ársþing Landssambands Hestamannafjelaga vill vekja eft- irtekt alþjóðar á hinu þýðingar- mikla hlutverki hestsins í þjóðlífi Islendinga. Það telur, að enda þótt tækniþróunin og vjelanotkunin sje nauðsynleg og þýðingarmikil, þá sje þar á ýmsan hátt stefnt í öfgar, sem hvoi-ki sje hagkvæmt fyi-ir þjóðarbúskapinn nje hollt fyrir uppeldi þjóðarinnar. L. H. lítur svo á, að hesturinn sje jiauð- synlegur til bústarfa á öllum býl- um landsins og óhjákvæmilegur við fjárgæslu og heyskaparstörf. Hinsvegar er það ljóst, að of lít- ið er af góðum hestum í landinu og of fáir, sem vita hvað góður hestur raunverulega er og getur afkastað. Þetta á stóran þátt í vjelakaupum bænda, og gjaldeyris- eyðslu þjóðarinnar vegna þeirra. Ástæðurnar fyrir skorti hinna góðu hrossa, sem eru ómetanleg fyrir hvern bónda, telur L. II. aðal- lega vera þrennt: HROSSAKYNBÆTUR Skipulag og stai-fsemi hrossa- kynbótanna er ekki í því lagi, sem vera þyrfti og skortir þar fyrst og fremst stuðning löggjafar og fjárveitingavaldsins. Mætti með óverulegum hrossaskatti ásamt framlagi samkvæmt lögum um bú- fjárrækt bæta þar mikið um. Þá væi'u sambönd hrossaræktarfjel- aga einnig mjög þýðingai-mikil endurbót á f jelagsskipulaginu, eins og nú hefur verið komið á á Suðurlandi. Uppeldi hrossa er mjög ábóta- vant og er óhófleg stóðeign margra bænda þar mikil orsök. Með nýj- um og heilbrigðum fjárstofni ætti að geta orðið almenn stefnubreyt- ing á þessu sviði. VANKUNNÁTTA í TAMNINGU Of mikil vankunnátta í tamn- ingu, hirðingu og meðferð hrossa. Þar er þýðingarmikið verksvið, sem eðlilegt er að bændaskólamir vinni að umbótum á. Þá vill árs- ■ þing L. H. vekja eftirtekt alþjóðar og þó sjerstaklega æskunnar á því, að hestamennska hefur frá fyrsta byggð landsins verið fremsta og glæsilegasta íþrótt Islendinga og vill því vænta þess eindregið, að fjelagssamtök æskufólksins vinni að því að opna aftur hugi ung- linga og glæða áhuga þeirra fyrir unaðssemdum hestamennskunnar, og þeirri gleði og lífsnautn, semj íslensk náttúra veitir fólki í' fjelagsskap við góðhestinn". STJÓRNARKJÖR Or stjóm L. H. áttu að ganga H. J. Hólmjárn og Hermann Þórarinsson. Báðust þeir báðir eindregið undan endurkosningu. St jórn Landssambands hesta- mannafjelaga skipa nú, aðalstjórn Steinþór Gestsson, Hæli, formað- ur, Pólmi Jónsson, Reykjavík,, gjaldkeri, Ari Guðmundsson, Borg arnesi, ritari og meðstjómendur Kristinn Hákonarson og Samúel Kristjánsson. Varastjóm: Bogi Eggertsson, varaformaður, Björn i Gunnlaugsson, varagjaldkeri, Jón, Pálsson, vararitari og varameð-! stjórnendur: Ólafur Sveinsson og Sigurdór Sígurðsson. Ákveðið var að halda næsta ársþing L. H. í Skagafirði. Norsk gamanmynd íTjarnarbíó 1 „VIÐ giftum okkur“ heitir norsk mynd, sem frú Guðrún Brunborg byrjar að sýna í Tjarnarbíó í dag. Er hjer um verðlaunaða gaman- mynd að ræða, sem vakið hefur mikla hrifningu í Noregi og verið sýnd þar við hina bestu aðsókn. Myndin sýnir sP skemmtilegan hátt daglega lífið í Osló, en þar í er auðvitað fljettað mörgum æfintýrum. Agóði af sýningum þessarar myndar rennur sem fyrr í styrkt- arsjóði þá, sem frú Brunborg hefur stofnað til við háskólana í Reykjavík og Oslo. En eins og skýrt hefur verið frá áður, eru sjóðirnir stofnaðir til minningar um son hennar, sem fórst í stríð- inu, og fje úr þeim notað til hjálp ar stúdentum við báða skólana. Kvikmyndafjelagið Norsk Film gerði myndina „Við giftum okk- ur“ og bauð frú Brunborg hana til sýningar. Mun fjelágið hafa ætlast til þess, að þessi gaman- mynd hjálpaði frúnni að afla fjár til styrktarsjóðanna. En starf hennar hefur að vonum vakið at- hygli engu síður í Noregi en hjer. Væri nú óskandi, að aðsókn að myndinni í Tjarnarbíói yrði jafrx góð og málefnið gefur tilefni til. —VíkYerji skrifarr —---- IJR DAGLEGA LÍFHMG íslenskt vaxmyntíasafn OSKAR Halldórsson, útgerðar- maður, hefur nú gefið ríkinu vaxmyndasafn það, sem hann Ijet gera með ærnum tilkostnaði fyrir nokkrum árum. í safni þessu eru myndir, eða líkön nokkra kunnra erlendra manna og innlendra. Óskar mun hafa fengið áhuga á því fyrir mörgum árum að koma upp vaxmyndasafni á ís- landi og hugmynd hans var að koma því upp sjálfur og standa straum af því. En húsnæðisskort- ur og aðrir erfiðleikar ollu því að Óskar gat ekki komið safninu upp svo almenningur fengi að- gang að því. Þarf að komast upp sem íyrst NÚ ÞEGAR ríkið hefur eignast •þenna myndarlega vísi að vax myndasafni er þess að vænta að því verði fengið heppilegt hús- næði, ef til vill í þjóðminjasafn- inu nýja og síðan þarf að auka við það. Mun safn þetta þá verða vinsælf meðal almennings og gesta, sem til bæjarins koma. Eftir því sem tímar líða verður safnið merkileg heimild um út- lit manna, sem þar eru sýndir eins og þeir eru, eða voru, því líkönin eru nákvæm eftirmynd mannanna og jafnvel fötin eru alveg eins og mennirnir voru í. Óskar Halldórsson á þakkir skildar fyrir að hafa komið þessu safni upp og rausn hans að gefa það í almennings þarfir verður ekki gleymt. „Veiðarfærin" vantar IRÆÐU, sem Luðvig Hjálmtýs- son, formaður Sambands ís- lenskra gisti- og veitingahúseig- enda, flutti í lokaveislu fyrir híð norræna þing veitingamanna sem hjer hefur staðið yfir undanfarið, ljet hann svo ummælt að um mót- töku erlendra ferðamanna hjer á landi væri nú líkt á statt og þeg- ar Islendinga skorti veiðarfæri til að færa sjer í nyt, að þeir búa við auðugustu fiskimið heimsins. Hingað til hefur gengið treg- lega að koma forystumönnum þjóðarinnar í skilning um, a5 hægt er að hafa miklar tekjur af eilendu ferðafólki. En smám j saman eru þó augu almennings og ráðamanna að opnast fyrir þeim staðreyndum. I Frumskilyrðin FRUMSKILYRÐI til þess, a» hægt sje að taka á móti er- lendum gestum, er að hægt sje að bjóða þeim upp á mannsæm- andi gistingu og beina. Sumir menn eru þeirrar skoðunar, að ekkert dugi minna en risastór luxushótel. En það er hinn mesti misskilningur. Það, sem fyrst og fremst er krafist, er að gisting og beini sje þokkalegt og hæfi pyngju þeirra, sem litlu hafa úr að spila og' hinna, sem geta og vilja greiða mikla peninga fyrir lífsþægindL Þetta skilja veitingamenn vor- ir og gestgjafar, en löggjafinn gerir þeim erfitt fyrir á ýmsan hátt. Fordæmið í Gullfossi OÚ VAR tíðin og það ekki langfc undan, að íslendingar þurftu að sækja gestgjafa og frammi- stöðufólk til útlanda, ef eitthvaiS var um að vera. Jafnvel þjónustu lið á íslensku skipunum var út- lent fyrst í stað. Nú er þetta ger- breytt og við eigum á að skipa vel þjálfuðu og prúðu þjónustu- fólki, sem ekki gefur eftir starfs- bræðrum sínum og systrum í öðr- um löndum. Veitingastarfsemin í Gullfoss hinum nýja er al-íslensk og er svo til fyrirmyndar, að frægt er orðið víða um lönd. Þegar veitingastarfsemin i lanc! inu er komin á líkt stig og um borð í Gullfossi, þá þurfum við ekki að kvarta. En til þess að sv» megi verða þarf að afnema höft og bönn, sem nú torvelda alla veitingastarfsemi í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.