Morgunblaðið - 14.07.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1951, Blaðsíða 10
r 10 RIORGUiyBLAÐIÐ Laugardagur 14. júll 1951 Framhaldssagan 12 mmiiirrmmiNinTTnniiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiitfmiininuiiiM' ' STÚLKAN 0G DAUBINN ! IIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIB Skáldsaga eftir Quentin Patrick „Ungfrú Lovering. þjer verSið að miskunna j-ður yfir ólærðan lögreglumann og þýða þessa setn- ingu fyrir mig á ensku“. Jeg var sannfærð um að hann vissi ósköp vel hvað þetta þýddi, en jjeg sagði stamandi: „Á ensku yrði það einhvern veginn svona: Venus clinging like grim Death to her quarry“. Jeg vissi að þýðingin var ekki upp á það besta, en það sem verra var, var að um leið var mjer ljóst að orðið „quarry“ mátti leggja tvær merkingar, nefnilega ránsfeng og grjótnámu. Það gat vakið óhugnanlegar samlíkingar. En jeg undraðist svipinn á and- liti Hudnutt. Brosið hvarf úr augum hans og í annað sinn á tuttugu og fjórum tímum sá jeg örið á hægra gagnauga hans verða rautt. Þetta var óþægilegt augnablik, vegna þess að það var svo óskilj- anlegt. Það varð dauðaþögn í stof unni. Jeg fann hvernig heiftarleg geðshræring greip þau þrjú, Ro- bert, Penelop og Marciu .... og hvernig þau voru tengd hvort öðru með þessum sameiginlega ótta. Jeg leií á Trant til að vita hvort hann tæki eftir því líka. Auðvitað gerði hann það. — Hann hallaði sjer aftur á bak í stólnum og dauft bros Ijek um varir hans. Þá varð mjer allt í einu Ijóst, að hann hafði allt frá upphafi hugsað sjer að leiða sam- talið inn á þessar brautir, og með því hafði hann náð því takmarki, sem hann hafði sett sjer. Hann hafði hrakið Robert Hudnutt út á barm örvinglunar. Þögnin varð ænstum óbærileg. Trant, lögreglufulltrúi, lengdi hana enn um nokkrar sekúndur. Svo stóð hann upp og leit á þau fjögur. Glettnin skem úr augum hans. Fyrst leit hann á Robert, síðan á Penelope, síöan á Marciu og loks á Appcl. „Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur kærlega fyrir. Þið hafið öli verið mjög hjálp!eg“. Yfirheyrslunum var lokið. — Trant var skyndilega aftur orð- inn hinn hversdagslegi lögreglu- fulltrúi. Hann sneri sjer að App- el. — „Er það ekki faðir faðir yðar, sem hefur undir höndum fjármál Hough-fjölskyldunnar? Jeg mundi vera yður mjög þakklátur ef þjer gætuð gefið mjer upplýs- ingar viðvíkjandi þeim?“ Appel varð dálítið vandræða- legur. „Jeg .... jeg veit ekki mikið um það“. „En þjer getið ef til vill hjálp- að mjer þrátt fyrir það. Megum við kannske fara inn á skrifstofu yðar, Hudnutt?“ „Já, gerið svo vel“, tautaði Hudnutt. Trant fór út ásamt Appel. Um leið stóð Penelope upp og sagðist verða að gefa skólastjóranum skýrslu. Jeg sat ein eftir ásamt Hudnut og Marciu Parson. Við sátum lengi þegjandi og forðuðumst að líta hvort á ann- að. Loks leit Marcia spyrjandi á Hudnutt. Hann kinkaði kolli, stóð upp og fór út. Jeg stóð upp og bjóst til að fara, en Marcia stöðvaði mig. „Ekki fara strax, Lee“, sagði hún. Hún íók fram sígarettu- hylki úr silfri og bauð mjer síg- arettu. Hún brosti þreytulega. „Þjer eruð víst mjög þreyttar. Þetta hefur verið mjög erfitt fyr- ir okkur öll, en langt erfiðast fyr- ir yður“. „Já“, sagði jeg. „Og erfiðast er að, segja sannleikann og ekkert nema sannleikann". Jeg ætlaði ekki að ögra henni, en hún skildi það þannig. „Það er ennþá erfiðara að vita hvenær það er rjett að segjai sannleikann. Stundum getur hann aðeins leitt á villigötur". Hún leit dökkum augunum rannsakandi á mig og hjelt áfram. „Það hefði getað leitt mjög á villigöur, ef Trant, lögreglufull- trúi, hefði fengið vitneskju um hvað Robert sagði við Grace í leikhúsinu. Jeg er yður mjög þakklát fyrir að þjer sögðuð það ekki. Það snertir ekki á nokkurn hátt dauða Grace“. Jeg vissi ekki hvað jeg átti að segja. Marcia hjelt áfram. „Jeg veit hvað þjer hugsið, Lee. Þjer vitið að við sögðum ó- satt .... Jeg er viss um að Ro- bert vill gjarnan að jeg segi yður eins og er. Þjer vitið vel um til- finningar Grace gagnvart hon- um“. Jeg kinkaði kolli. „Jeg veit að hún var mjög ást- fangin af honum .... en .... en það var auðvitað bara frá henn- ar hálfu. Jeg hef alltaf vitað að Hudnutt tók varla eftir henni“. „Það gerði hann heldur ekki. Robert er ákaflega viðutan stund um. Nemendur hans eru fyrir honum bara eins og númer. Það var þess vegna sem þetta kom honum svo á óvart í grjótnám- unni í gær. Þjer getið sjálfar í- myndað yður hvernig það var fyrir hann. Þarna stóð allt í einu ung stúlka við hlið hans .... og hann þekkti hana ekki einu sinni strax. Hún fleygði ásökunum sín- um framan í hann, hann hafði ekki áhuga fyrir námi hennar, hann var órjettlátur gagnvart henni. Allt hafði verið öðruvísi áður, þegar hann hafði reynt að skilja hana. Þá hafði hann ekki verið órjettlátur. Hún æsti sjálfa sig svo upp að hún missti alla stjórn á sjer. Hún hótaði að fara til umsjónarmannsins .... eigin- konu Hudnutt .... og segja henni hve órjettlátur hann væri“. Marcia þagnaði skyndilega. — Hún gelck hægt fram og aftur eftir stofunni. „Robert er alveg í öngum sin- um, þegar hann lendir í slíku, sem þessu. Hann stóð alveg ráða- viltur. Að öllum líkindum sagði hann einmitt það, sem hann átti ekki að segja .... því hann hef- ur ekki minnstu hugmynd um Trant leit á okkur til skiptis. hugsanaheim ungrar stúlku. Jeg veit að hann sagði að hann ætl- aði að sjá „Phédre“ um kvöldið. Harm hefur víst talið sjer trú urn að hún mundi láta sjer það lynda, ef hún hitti hann aftur. Hann átti aðeins eina ósk, og hún var að losna við hana“. ,.Jeg skil þetta ekki“, sagði jeg. „Jeg á bágt með að trúa því að Grace hafi getað hagað sjer þann ig gagnvart honum .... bæði þar og í leikhúsinu .... aðeins vegna þess að hún hafði fengið ljelega einkunn". „Jeg skil vel að þjer getið ekki skilið það. Það var enginn hægð- arleikur að skilja Grace“, sagði Marcia og jeg fann hvernig hún reyndi að dylja reiði sína. „Jeg hafði haft áhyggjur af henni um tíma. Það hafði Penelope líka. Hún hafði farið inn á brautir, sem við freistumst öll til að fara inn á stundum .... sjerstaklega eftir miklar umbreytingar á lífs- viðhorfum. Hún var farin að hrifsa til sín hluti aðeins vegna þess að henni fannst hún hafa rjett til þess. Þegar ung stúlka byrjar á sliku, lendir hún öft í hreinum öfgum .... og þá getur hún orðið hættuleg". Marcia gekk til mín. „Þjer munið eftir því að jeg bað yður að sækja hana fyrir mig í gærkvöldi í leikhúsinu. Jeg fann það á mjer að hún mundi verða erfið viðureignar. Róbert hafði sagt mjer frá fundi þeirra í grjót- námunni. Jeg vildi ekki að slíkt endurtæki sig í leikhúsinu, þeg- ar Penelope var viðstödd. Hún vissi ekkert og af vissum ástæð- um vildum við halda því leyndu fyrir henni til að forða henni frá geðshræfingu. Því miður kom jeg of seint. Penelope leið ekki vel í fyrsta hljeinu, svo jeg sat dálitla stund hjá hnni. Þegar jeg kom út í anddyrið, hafði Grace þegar náð í Robert“. Mjer datt í hug orðin, sem Hudnut hagði sagt við Grace og jeg horfði rannsakandi á Marciu. Hún hjelt áfram. „Það er ófyrirgefanlegt það sem Grace sagði við hann. Mjer þykir leitt að þurfa að segja þjer það núna, þegar hún er dáin. En hún hafði sjúklegan áhuga fyrir Á veiðimannasióðum EFTIR LAWRENCE E. SLADE. BEGGI sveigði sig til hliðar og byssukúlan þaut svo hvein í fram hjá honum. Hann horfði um stund fram á við og sá bráðlega hvaðan kúlan hafði komið. Dyrnar á veiðimannakofanum voru hálfopnar og einhver hreyfing var þar á bak við. Aftur sá hann glampa á byssuhlaup í dyragættinni og kastaði sjer þá þegar í stað niður í snjóinn. Bang, bang. Eldtunga leiftraði í dyragættinni, en Beggi svar- aði með því að skjóta af sinni byssu og hljóp svo eldsnöggt alveg upp að kofaveggnum og lá þar í skjóli. Kofabúinn varð þessa var og bráðlega sá Beggi hvar markaði fyrir skoti í höfuðhæð gegnum vegginn. Ef hann hefði ekki legið niðri, þá hefði þetta orðið hans síðasta. Hann glotti og læddist nú í kringum kofann. Á bakhliðinni tók hann eftir rúðu, sem var að vísu gaddfreðin. Iiann gat samt gægst inn um hana ðg sjeð í þoku, hvað inni í kofanum var. Það var Connar, sem átti þennan veiðikofa, en hversvegna var skotið úr honum. Það gat aðeins verið ein ástæða fyrir því og hún var sú að veiðiræningjar voru þarna á ferðinni. Beggi horfði inn um rúðuna og hann sá, að öllum loðfeldum Connors hafði verið kastað í hrúgu á miðju gólfi og á bak við brúguna lá grannur maður alveg hreyfingarlaus. Við hliðina á honum lá undarlegur silfurhringur. Hvar hafði hann sjeð þennan silfurhring? Og maðurinn sem hafði skotið stóð í dyragættinni var um sig. Hann kom allt í einu auga á Begga í glugganum og pilturinn var þá ekki seinn á sjer að kasta sjer niður og skríða til hliðar. Annars hefði skotið sennilega hitt hann. Aftur virtist sem maðurinn með byssuna stæði vörð í dyragættinni, enn einn skothvellur kvað við. Beggi leit niður eftir brekkunni, þar sem r.eyðarkvein kvað við, ag hann sá, að einn sleðahundurinn hans íjell niður dauður. LOKAD vegná súmarleyfa frá 14. til 28. júlí. pren lóm i()ja 11 (Pddi Ld'. LOK A vcgna sumarleyfa til 30. júlí. dddohhai/edómi&jan h.j LOK AÐ vegna sumarleyfa til 30. júlí. ÍJijja dddJóverl/ómiJian l.J. LOK AÐ vegna sumarleyfa til 30. júlí. ; l/jœr^atae^na- \ ocj ptjón íeá uerl?ómi(íjan L.j^. \ &OKAÐ vegna siunarleyfa til 30. júlí. Pedóómidjein ddram. laj. j LOK AÐ vegna sumarleyfa til 30. júlí. oCe&urueró lun acjnúiar 'Uíýlunclóóonar Ix.j'. IiOKAÐ vegna sumarleyfa til 30. júlí. Pípundóóon Leiidi>. k.j. \ LOKAÐ til 30. júlí vegna sumarleyfa. dddjójatauedóómiJjan luj. LOK AÐ vegna sumarleyfa frá 16.—21. júlí, í\tt Ccd? lUeilmiujeíar ^JÁoouer- uerlátœlil oouer- uen Tjarnargötu 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.