Morgunblaðið - 18.09.1951, Side 8

Morgunblaðið - 18.09.1951, Side 8
MORGJJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. sept. 1951 T c* , Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. f Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Háóherrafundurinn í uttawa S. L. LAUARDAG hófst í Ottawa í Kanada fundur ráð- herranefndar Norður-Atlantshafs ráðsins. Taka þátt í honum utan ríkisróðherrar allra þátttökuríkj- anna ásamt landvarnar- og fjár- málaráðherrum margra þeirra. Síðasti fundur ráðsins var hald- inn í Brússel í desember s. 1. Á þessum fundi munu verða rædd fjölmörg þau vandamál, sem ríki Atlantshafsbandalags- ins standa nú gagnvart, svo sem hinar þungu byrðar, sem varna- ráðstafanir bandalagsins leggja á þjóðir þess. Þá verður aðild Grikkja og Tyrkja að samtök- unum rædd, þátttaka Þjóðverja i vörnum Evrópu og ýms fleiri mál eru á dagskrá fundarins. Rjett áður en þessi fundur ráðherranefndarinnar hófst í Ottawa höfðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakkiands átt með sjer fund í Washington að aflokinni friðar- ráðstefnunni í San Francisco. Hefur verið gefin út tilkynning um að þeir hafi orðið þar sam-1 mála um ákveðna stefnu gagn- vart Vestur-Þýskalandi og þátt- töku þess í vörnum Vestur-Ev- rópu. Aðalatriði þeirrar tilkynn- ingar eru þessi: 1. Þýskalandi verði heimiluð þáíttaka á jafnrjettisgrund- velli í samvinnu Evrópuþjóð- anna og þar með samstarfi þeirra innan Atlantshafs- bandalagsins. 2. Hemámsskipulagið og rjettur hemámsveldanna til þess að skipta sjer af innri málefn- um Þýskalands verði afnum- inn. 3. Vesturveldin haldi ákveðn- um sjerrjettindum fyrir það herlið, sem þau hafa í Vestur- Þýskalandi. 4. Það skipulag, sem nú verður komið á skoðast til bráða- birgða, þar til friður hefur verið saminn við sameinað Þýskaland. í tilkynningu Washington fund arins er það tekið fram að tví- skipting Þýskalands hindri í bili endanlega samninga um stöðu landsins. Þetta samkomulag er áreiðan- lega stærsta skrefið, sem um langt skeið hefur verið stigið í þá átt að tryggja þátttöku Vest- ur-Þýskalands í vörnum Evrópu. Fyrir ári síðan var hugmyndin um Evrópuher mjög lítið þekkt og raunar fylgisrýr. Það var Pleven, forsætisráðherra Frakka, sem aðallega beitti sjer þá fyrir henni. Frakkland óttaðist þá endurvopnun Þýskalands og þá áhættu, sem því fylgir að erfða- óvinur þess stæði á ný grár fyr- ir járnum við austurlandamæri þess. Pleven lagði þá fram tillögur sínar. Hann viðurkenndi þar nauðsyn þýskrar þátttöku í vörn- um Vestur-Evrópu en reyndi jafnframt að finna leið, sem hindraði endurlífgun hins þýska hernaðaranda. Hánn lagði til að stofnaður yrði Evrópuher með þátttöku þýskra hersveita en án þýsks herforingjaráðs og án þess •að Þjóðverjum væri gefið tæki- færi til þess að spila á eigin spýtur. Þessum tPlögum var ekki tek- ið með neinni hrifningu. En síðan hefur margt breytst. Eisenhower hershöfðingi Atlantshafsbanda- lagsins, heiur lýst fylgi sínu við þær. Tregða bresku stjórnarinn- j^r gagnvart þeim er horfin og í Vestur-Þýskalandi eiga tillög- urnar um slíka þátttöku Þjóð- verja í vörnum Evrópu, mjög vaxandi fylgi að fagna. Allt bend ir til þess að Þjóðverjar og Frakkar ,sem löngum hafa eldað grátt silfur, hafi nú nálgast hver aðra verulega og að grundvöllur hafi verið lagður að stórauknu öryggi meginlands Evrópu með raunhæfu samstarfi þessara tveggj a glæsilegu þj óða. Rætt hefur verið um að Vest- ur-Þýskaland leggi 12 herfylki með 250 þús. manns, til hins væntanlegs Evrópuhers. Frumkvæði Frakka nra stofnun Evrópuhers og þátt- töku Þjóðverja í honum sýnir hinsvegar greinilegast, hversu aðkallandi nauðsyn er á þess- um ráðstöfunum. Frakkar hafa alltaf óttast þýska end- urvopnun í hvaða formi, sem um hefur verið rætt. En ótt- inn við ofbeldisstefnu Rússa hefur knúð frönsku þjóðina til þess að hugsa raunsætt og hef ja samstarf við hina þýsku nágranna sína, einnig um landvarnir. Áður hafa þessar þjóðir hafið nána samvinnu á grundvelli Schuman áætlun- arinnar um stál- og kolafram- leiðslu. Má segja að Pleven- áætlunin komi í áframhaldi af henni. Hafa Frakkar þann- ig haft myndarlega forystu um nýjar leiðir til sköpunar friðar og öryggis í Evrópu. Grísku kosningarnar HINN 9. september s. 1. fóru fram þingkosningar í Grikklandi. Voru kosnir 260 þingmenn. Sam- tals tóku 17 flokkar með 1800 frambjóðendur þátt í kosning- unum. Fyrir kjördag var hin stóra Spurning kosninganna sú, hvori hin nýstofnaða þjóðfyiking Papa- gos herhöfðingja myndi fá hrein- an meirihluta í þinginti. Töldu margir allverulega líkur vera til þess. Þjóðin vildi fá sterka stjórn í stað samsteypustjórna undan- farinna ára. Niðurstaðan varð þó sú að eng- inn einn flokkur fjekk meiri- hluta í gríska þinginu. Papagos hershöfðingi vann að vísu mik- inn kosningasigur og fjekk a. m. k. 116 þingsæti. Verður flokk- ur hans þannig langstærsti flokk ur þingsins. Næstur kemur „Framsóknarflokkur“ Plastiras, sem fengið hefur um 70 þingsæti. Hinn frjálslyndi flokkur Veniza- losar fyrrverandi forsætisráð- herra hefur fengið um 50 þing- sæti. Kommúnistar, sem buðu fram undir venjulegri sauðar- gæru og kölluðu sig „lýðræðis- fylkinguna" munu hafa fengið 11 þingsæti í stað 15, sem þeir höfðu áður. Líklegast er talið að Frjáls- lyndi flokkurinn og „Fram- sóknarflokkur“ Plastirasar myndi samsteypustjórn sam- an með aðstoð einhvcrra smá- flokka. Fyrir Papagos hers- höfðingja hefur því farið svip- að og de Gaulle í Frakklandi. Hann hefur getað myndað öflugan flokk en nýtur ekki trausts til þess að taka þátt í stjórn með frjálslyndum lýðræðisflokkum. En þessi kosningaúrsl't í Grikklandi sína greinilega að kommúnistar eiga þa ■ t'S litlu fylgi að fygru. ____ manra og Breta Eftir frjettaritara NTB Helge Giverhölt Osló í september. 25. SEPTEMBER n.k. hefst munn legur málflutningur í fiskveiða- deilunni milli Norðmanna ög Breta, fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Þarna munu báðir máls- aðilar leggja opinberlega fram málsskjöl sin til endanlegrar úr- lausnar, og fyrir jól mun æðsti alþjóðadómstóll í heimi kveða á um það hvor hefur rjettinn með sjer, hinir ensku togarar, sem hafa verið að fiskveiðum inni í norskri landhelgi, eða norska rikið, sem hefi r tekið þá og dæmt þá til fjársikta. I.ÍFSVIÐURVÆRI IISKIMANNA í Haag verður málið fyrst og fremst rætt á lagalegum grund- velli. En málið fjallar ekki að- eins um lögfræðileg atriði held- ur snýst það engu síður um at- vinnuhætti og lífsviðurværi fyrir fiskimenn Noregs. Öðru megin í deilunni standa fiskimenn í Norður Noregi. Þeir hafa alltaf byggt tilveru sína á fiskveiðum rneðfram ströndinni og á grunn- unum fyrir utan, og nú munu, hvorki meira nje minna en milli 60 og 70% allra fullorðinna manna í þremur norðlægustu fylkjum Noregs vera bundnir fiskveiðunum. Hjer er heldur ekki aðeins um þá almennu hags- n,uni að ræða að erlendir tog- arar veiði ekki á þessum fiski- miðum, heldur er máíið enn flóknara. Flestir norsku fiski- mennirnir nota lagnir, annað hvort linur eða net og reynslan sýnir að togararnir granda oft þessum dýrmætu veiðitækjum. Þar að auki geta hinar ákaflega miklu botnvörpuveiðar togar- anna haft í för með sjer mikla hættu fyrir fiskstofninn og telja Norðmenn það eitt nógu veiga- mikla ástæðu til að hindra fisk- veiðar togara á þessu svæði. Það er því lífsskilyrði fyrir allt at- vinnulíf í Norður-Noregi að íbú- ar hjeraðsins geti haldið áfram og verið einir um fiskveiðarnar á þessu svæði. BRETAR SÆKJA Á FISKIMIÐIN Á hinn bóginn eru erlendir, sjerstaklega enskir togarar. Eftir því sem gengið hefur á fiskstofn inn í Norðursjónum, hafa þeir reyðst til að sækja æ lengra frá eigin ströndum. Skömmu eftir aldamótin komu þeir á fiski- miðin fyrir austan Nord Kap og á 4. tug aldarinnar hófu þeir veiðar á svæðinu fyrir utan Vest- ur-Finnmörk og Tromsfylki. ÁKVEÐIÐ MEÐ 'iTUSKIPUN 1812 íbúarnir í Norður-Noregi hafa jufnan átt allt sitt undir fiski- veiðunum, og leiddi þetta til þess að Noregskonungar lokuðu snemma hafinu við strendurnar fyrir útlendingum. Á miðöldum reyndu þeir jafnvel að halda yfirráðum yfir hafinu alla leið til Grænlands, en þegar veldi Danmerkur og Noregs dvínaði og ný stórveldi komu upp við Norð- ursjó, varð ríkisstjórnin í Kaup- mannahöfn neydd til þess að draga úr kröfum sínum. Loka- stigið í þessari þróun varð þegar danska veldið fór mest halloka á dögum Napoleons. 22. febrúar 1812, var ákveðið með konung- legri tilskipun að landhelgin við norsku ströndina ætti að vera 4 sjómílur út af ystu skerjum. Þó skyldi þessi landhelgi aðeins mið ast við hlutleysi ríkisins. Til- skipunin frá 1812 hefur jafnan síðan verið grundvöllurinn fyrir kröfum Norðmanna fyrir fjög- urra mílna landhelgi. Þeir hjeldu henni einnig fram eftir 1930, þeg- ar erlendir togarar sóttu ákaf- lega á miðin og það varð nauð- synlegt að setja greinilega tak- markal’ miili þeirra fiskimiða, sern v eingöngu fyrir Norð- menn i ins vegar það sem var þar fi inan og se’m fiskiskip- um a ■ bjóða var heimilt að veiða jrnkvæmt grundvallar- reglur.um í tilsk, 1812, var ákveð- ið meo konunglegri tilskipun 12, Norðmenn byggja 4 mílna fand- helga við fi§skipim frá 1812 júlí 1935, við hvað skyldi marka landhelgislínuna, á svæðinu frá Jakobstá til Træna, í Norðlands- íylki, þ. e. a. s. það var ákveðið milli hvaða staða átti að draga grunnlínu landhelginnar. Grunn- línan gengur í gegnum ystu hólma, nes og sker, fram með ströndinni. Samhliða þessari grunnlínu í 4 mílna fjariægð eru svo dregin takmörkin milli þeirra fiskimiða, sem Norðmenn hafa einkarjett að veiða á. Fyrir þess- ari línu var líka sögulegt for- dæmi, þar sem í konunglegum tilsk. frá-1869, 1881 og 1889 hafði verið ákveðin lík grunnlína, og um leið samsvarandi fjögurra mílna landhelgi. ÞJÓÐRJETTARDEILAN í Stóra Bretlandi var þessi ákvörðun skilin sem ógnun við togaraveiðarnar og breska stjórn in gerði strax ráðstafanir til þess að íá þessum ákvörðunum breytt. Bretlandsstjórn hjelt því fram að Noregur hefði tekið undir sig allt of víðáttu mikið svæði. Norska ríkisstjórnin hjelt hins vegar fast við að tilskipunin frá 1935 hefði ekki í för með sjer neina útvíkkun á því svæði sem norskir fiskimenn hefðu frá alda öðli haft einkaleyfi til þess að veiða á, heldur væri hún aðeins staðfesting á gömlum reglum'og í fullu samræmi við reglur þjóð- rjettarins. Þar með hófst hin þjóðrjettarlega deila, sem verð- ur nú leyst af dómstólnum í Haag. Læknisaðgerðifnar kosfyðu 70 þús. krónur SEATTLE, 12. sept. — Ester Pisce í Seattle hefur haft maga- sjúkdóm í 10 ár. Þennan tíma hefur hún leitað til 20 lækna a. m. k. og legið í nokkrum sjúkra- húsum. Alls hefur kostnaður af læknisaðgerðum numið nál. 70 þús. krónum. Hún hefur fengið lækninga- aðgerðir við krabbameini og magasári. Tekin hafa verið burtu 2 rif, fengið alls konar innspýt- ingar, mataræðið hefur verið undir sífelldu eftirliti vegna ótt- ans við magasár, og í nokkur ár hefur hún sofið á hitapoka. En ekkert stoðaði, þar til allt í einu að hún læknaði sig sjálf kostn- aðarlaust. Hún dró út úr kviðnum nál á lengd við löngutöng. „Jeg get alls ekki skilið, hvernig hún hef- ur komist þangað, jeg sem hef aldrei saknað hennai,“ segir sú gamla. — NTB. Velvakandi skrííar: ÚB DAGLEG/I MWINV Æskan prýðir bæinn SKÓLAÆSKAN þyrpist til bæj- arins glaðvær og námfúsari en fyrr eftir annir sumarsins. Gangar og kennslustofur hafa nú bergmálað af kátínu og glaðvær- um röddum yngstu nemendanna frá því um mánaðamót. Hinir skólarnir hefja svo kennslu hver af öðrum. Skóla- og kennslufyrirkomulag mun óbreytt að kalla frá því, sem verið hefur. Þó verða það að teljast athyglisverð tíðindi, að 7 nýjum kennslugreinum verður bætt við í Háskólanum í haust. Of langt nám og kostnaðarsamt GAGNFRÆÐSKÓLAR eru nú ' fleiri en nokkru sinni eftir að nýju fræðslulögin gengu í gildi. Er þar mikill skortur á há- skólamenntuðum kennurum í flestum greinum nema málum. Hingað til hefur fólk orðið að sækja erlenda háskóla til náms í þeim greinum, sem nú verður bætt við hjer. Er það á marga lund afar óheppilegt og óeðlilegt. Mikill kostnaður í fjarlægu landi og óþarflega langt nám gerir miklu færri mönnum kleift að leita sjer þessarar menntunar en æskilegt væri. Hjer virðist þann- ig mikill vandi hafa verið leyst- ur. Skólarnir gæta barnanna OFT heyrist deilt á skólalög- gjöfina. Einkum heyrist á, að fólki þyki börnin of lengi bundin skólabekknum bæði að árum og svo skólamisserið of langt. En sannleikurinn er sá, að kaup- staðabörnin eru hvergi betur komin en einmitt í skólanum, þar sem þau eiga að njóta leið- sögu ; ðra kennara. Meðan börn- in eigrast ekki viðfangsefni ut- an skólans, sem tekur hug þeirra allar þá er handleiðsla skólans nauösynleg, þó að ekki væri til arm . en drepa tímann fyrir ó- ráðnu ungviðinu. 1 Samskólar eða sjerskólar ^EGAR bérnskuskeiðið er'runn! ið, taka vi 5 aýir skoiar naeði nýjum kennurum. Margir segja líka, að þá fari „hættulegasti“ aldurinn í hönd. Sumir finna skólakerfinu það til foráttu, að samskólarnir skuli ekki lagðir niður. Það er þessu fólki hneykslunarhella, að piltar og stúlkur skuli sækja sama skól- ann á þessum aldri og hafa þar náin kynni, víða erlendis mundi slíkt þykja óhæfa. Þessu sama fólki má benda á, að engin þjóð er eins frábitin kynvillu og íslendingar, svo að útlendingar taka til þess. Laus- ung varla meiri^n í meðallagi. Ilömlurnar til bölvunar 4LLAR óeðlilegar hömlur hafa þveröfug áhrif á við það, sem þeim er ætlað, sama hvort bann- aður er stjórnmálaflokkur eða strákum og stelpum torveldað að trlast við. Til að sanna það leyfi jeg mjer ?ð slá um mig með sígildri ívitn- un: „Þótt náttúran sje lamin með lurk, leitar hún út um síðir", og þá ef til vill ekki alltaf sem á- kjósanlegust í sniðum. Vilja meira raul STÖLLURNAR Dúra og Lúlla kalla Björn R. eftirlætið sitt. Hjer er brjefið þeirra. „Kæri Velvakandi. Okkur langar til að biðja þig að færa Birni R. Einarssyni þakk ir fyrir góða skemmtun í óska- lagaþáttunum. Um leið vildum við vekja athygli fólks á því, að láta ekki það skemmtilegasta í þessum þáttum fara fram hjá sjer, því Björn kynnir aldrei, er hann raular sjálfur með. En þetta fellur svo vel inn í hljóm- fall lagiinna, að aðeins Birni eh_- um tekst sú list. Við viljum o ar meira j aul, því Björn er okk.ar uppáhala. Mynd hans prýðir berbergisveggi okkar, það eru póstkort. Við komum auga á þau í Isafold um daginn innan um landsiagskortin. Við viljum líka að fleiri .ái að vita um þau. Að tndingu vonurr: við, að þetta br.ief sje ekki svo vitlaust, að þú getir ekki b: -t jiað. t___ Dura og Lúlla".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.