Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 11
M 6 R G V X BL Á Ðl D r Pri'cjudagur 18. sep*. 1931. 'f '--’rr T 11.1 fHinningsmrð : PJETUB KÚLD PJETURSSON 9,Einn kynlegur halur hæru-grár i hólmanum ysta bjó, fnjög hversdagsgæfur, en heldur ! fár <ng hafðist við mest á sjö.“ !Á GAMLÁRSDAG árið 1874 fæddist í Svefneyjum á Brejða- firði drenghnokki. Sá var dökk- UJr yfirlitum, brúneygur og fag- toeygur og að öllu hinn fongu- Jegasti. — En þó svo væri, var feoma hans í þenna heim ekki öll- asm óblandið fagnaðarefni, For- jeldrarnir voru ungir elskendur, en ógift, og mun svo hafa verið íil ætlast, a. m. k. af sumum, er r. ærri stóðu, að þau yrðu aldrei Bijón. — Þetta fór þó á annan jveg, þau Sveinsína Sveinsdóttir frá Vesturbúðum í Flatey og í'jetur Hafliðason í Svefneyjum, jEn svo hjetu foreldrarnir, giftust s, ð tólf árum liðnum, gerðust foúendur í Svefneyjum og Hval- Bátrum á Breiðafirði, eignuðust átta gjörvuleg börn, lifðu í far- ;sælu hjónabandi til æviloka og gátu sjer hinn besta orðstír í Sivívetna. — Pjetur Hafliðason idrukknaði á Breiðafirði 29. sept. 1910, en Sveinsína andaðist á Keykjum í Mosfellssveit hjá Ingi Ljörgu dóttur sinni og manni fiennar Guðmundi Jónssyni skip gtjóra, 28. jún>' 1928. I Drengurinn, sem fæddist á gíðasta kveldi þjóðhátíðarársins í Svefneyjum, var skírður Pjetur Kúld. Hann ólst upp þar í eyj- unum hjá afa sínum og ömmu, Ólínu Friðriksdóttur og Hafliða hreppstjóra Eyjólfssyni. Þegar ihann óx úr grasi gerðist hann torátt augasteinn og eftirlæti afa síns, og er mjer sagt af manni er þar mátti vita glögg deili á, að toelst mundi Hafliði hafa kosið að styðja þennan efnilega sonarson sinn til einhverra mennta. Af því varð þó ekki. Hugur drengsins stefndi brátt í aðra átt og fjár- toagur gamla mannsins gerðist ,toá helst til þröngur. Sjómennska ®g veiðiskapur urðu kærustu við- fangsefni Pjeturs, þegar í æsku. Og tækifærin til að glæða þann áhuga skorti ekki. Þau eru lokk- ændi breiðfirsku eyjasundin á sumrin. Og tíðförult varð þeim feðgunum kringum eyjarnar á Sítilli skektu, sem Hafliði átti. Stunduðu þeir þá flyðruveiðar óg annað góðfiski og undu báðir vel sínum hag. — Feitustu flyðru, sem Pjetur sagðist hafa verið sneð að fá, dró afi hans við svo- nefndan Klofningsboða, ekki all- iongt frá lendingunni í Svefn- isyjum. Þegar hún kom í Ijósmál rog þeir sáu, hvað skepnan var Stór,' sagði garnli maðurinn; a,Þessi held jeg að verði okkur ol'urefli, Pjetur minn. En þegar Jþú setur í svona skepnu á litlum í)át, þá skaltu ævinlega taka hana snn við hnýfil, allra helst ef ylgja <er, báturinn þolir ekki annað“. Og vel lánaðist þeim að vlnna fiyðruna, en afturhlaðin var þá Sleytan. ■— Hafliði smíðaði handa Pjetri litla ár til notkunar í fyrstu sjóferðunum, þvi svo var toann þá stuttur, að lítt náði hann lipp fyrir borðstokkinn á bátn- um og gat ekki valdið venjulegri toátsár í keipnum. Tíðum ljet toann Petur stýra í þessum sjó- ferðum og sagði honum gjörla til um alla sjómennsku á opnum bátum, sjólag, og báíaleiðir á Breiðafirði. Þar kló sá er kunni, jþví Hafliði var jafnan talinn með ailra fremstu sjómönnum á Breiðafirði, og nemandinn í list- Snni mun hafa verið frábær. Sagð ist Pjetri oft svo frá, að það litla sem hann kynni til sjómennsku ætti hann afa sínum að þakka. <Og það held jeg, að aldrei hafi Pjetri þótt vænna um nokkurn snann en afa sinn, svo mikil hlýja og virðing var jafnan í tali hans, J>egar hann minntist á hann, enda var Hafliði frábært ljúímenni og vel látinn af öllum er honum kynntust. Þegar jeg man fyrst eftír Pjetrf Kúld, átti hann heima í Skál- tyjum. Hann bjó þar í gömlum jþæ og var autt og óþiljað rúm undir baðstofugólfi. Hann stund- aði þá sjóinn nær allt árið, eins og jafnan fyrr og síðar á ævinni. Reri í Bjarneyjum, undir Jökli á vetrum, en var til sjós á skút- i.m öll vor og sumur. En framan af vetrum, þegar hann var heima tjekkst hann oft við smíðar á gólfinu undir baðstofuloftinu, því hann var vel hagur. Gerði meðal armars að bátum, bæði fyrir sjálf an sig og aðra og þótti þar vel liðtækur sem annars staðar. Hann var iðjumaður, sem sjald- an fjell verk úr hendi. Nokkru seinna fluttist Pjetur í Bjarnareyjar og bjó þar „í hólm anum ysta“ í mörg ár, eða þang- að til að útþráin og los tímans höfðu sópað öllu unga fólkinu burtu úr eyjunum — og fór þá þessi gamla verstöð í eyði skömmu síðar. — Oft kom hann í Skáleyjar eftir að hann fluttist þaðan, í heimsókn til frænda og vina og var jafnan aufúsugestur. Það kom fyrir að hann var við skál í þeim ferðum, því hann var ölkær maður og ljet þá sitthvað fjúka, þó fáskiftinn og hversdags gæfur væri þessutan. Upp á hann rnátti með fylista sanni heim- færa þessar ljóðlínur Arnar: þegar vínið vermdi sál voru ei svörin myrk nje hál ekkert tæpitungumál talað yfir fylltri skál. Jafnan kom hann færandi hendi í Skáleyjar. Hann var mik- ill aflamaður og ekki fastur á fje, ef það var fyrir hendi. Þau voru ósmá og ótalin ryklings- strengslin og rafabeltin, sem hann miðlaði öðrum um dagana. Ekki síst frændfólkinu, því svo var hann ættrækinn að fátítt er um þessar mundir. — Bú hans í Bjarneyjum var jafnan lítið, Býlið leyfði ekki annað og með- fætt örlæti hans bauð honum að ala hverja skepnu til fullra nytja. Það var farsælla. Og það sem mestu skipti, hann „átti búið sjalfur“, eins og hann komst einu sínni svo snilldarlega að orði. En þótt Pjetur byggi vel, að því leyti sem áð frarnán er greint þá verður hans þó ekki lengi minnst sem bónda. Og mjer er nær að halda að þó hann hefði fengið til þess aðstöðu í æsku, að reisa bú á góðri jörð þá hefði hann ekki orðið mikill bóndi — seint gróið við torfuna. Hafið og sjósóknin mundu jafnan hafa seitt hann til sín. Hann var fyrst og fremst sjómaður, veiðimaður, farmaður. Á því sviði var hann frábær og verður lengí minnst. Sjóferðasaga hans verður þó ekki rakin hjer, til þess er hvorki staður nje stund og kunnugleika skortir mig líka. En einu atviki úr lífi hans vil jeg þó bregða upp — einni sjóferðasögu — því bún lýsir svo vel skaphöfn hans og innsta eðli. Það var einhverntíma meðan Pjetur átti heima í Skáleyjum, (iíklega veturinn 1908) að hann reri undir Jökli vetrarvertíðina. Þeir urðu samferða í verið, hann og Sveinn Jónsson frændi hans úr Skáleyjum. Fyrst komust þeir í Bjarneyjar. En á leiðinni þaðan út á Sand hrepptu þeir hið versta veður. Á þá skall suðvestan rok og þreifandi bylur. Þeir urðu, þá að snúa aftur og náðu loks iandi á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit, eftir djarfa og hættulega sigl- ingu. í þeim hrakningi misti Pjetur bát sinn og allar færur, en Sveinn gat bjargað honum og há- setum hans á síðustu stundu. Ekki æðraðist Pjetur þennan skaða sinn og ljetu vermenn sem ekkert væri. Og þegaf veður batnaði var haldið út á Sand og róin þar vertíðin til enda. Um vorið komu þeir heim. Þá var það einn dag, er Pjetur var stadd ur í Flatey, að ungur frændi hans spyr hann, hvað hann hafi nú e;ginlega hugsað þarna langt út á Breiðafirði, í vestanroki, nætur myrkri og þreifandi byl, á sökkv andi bát, þegar engar skynsam- legar líkur voru til þess að hon- um yrði bjargað frá bráðum bana „Jeg held nú, að jeg hafi ekki hugsað margt, frændi“, svaraði Pjetur samstundis, „en jeg studdi við árahlummana, því jeg hjelt að Guði ga’.nla kæmi hetur, í.ð það væri andæft meðan flyti.“ Af þessu má hver draga þá áiyktun sem vill. Jeg minnist ekki, að hafa nokkru sinni heyrt opinskárri eða karlmannlegri trú arjátningu. Hin óbilandi karl- mennska Pjeturs, þrek hans og æðruleysi, birtist svo dásamlega í þessu svari. — Aldrei að gefast upp. Ef hann skyldi deyja þarna út á miðjum Breiðafirði í blóma lífsins, í stórsjó og næturmyrkri, þá skyldi hann koma til dyranna eins og hann var hertygjaður mitt í stríðinu. Mæta Guði sín- um með árarnar í höndunum og. segja: Hjer er jeg. Nú get jeg ekki meira. Tak þú nú við og sjáðu fyrir framhaldinu. Pjetur fór marga bratta báruna eftir þennan atburð, svo sem nærri má geta. Og loks á gamals aldri, þegar margar af þeim eyj- um á Breiðafirði, sem mest var sóttur úr sjór fyrrum, voru komn ar í eyði, og illt orðið að fá há- seta, reri hann einn á bát heiman frá sjer úr Bjarneyjum og Flat- ey. Var slíkt þó enganveginn hættulaust, því heilsa hans var þá mjög tekin að hnigna. En alltaf komst hann heill í höfn. Ægir karl kom honum aldrei svo mikið sem á knje. Og ekki munu þeir hafa verið margir dagarnir frá því að hann fór sína síðustu sjó- ferð og þangað til hann dó. Hann andæfði sannarlega meðan flaut. Pjetur var jafnan glaður og reifur í vina hóp, og aldrei heyrð ist það á honum að honum þætti sjer ekki fullkosta, eða væri ó- ánægður með lífið. — Þó er mjer nær að halda að hann hafi aldrei verið á rjettum stað í tíma og rúmi — ekki verið á rjettri hillu í lífinu. Þlann fæðist tólf árum áður en æskilegt þótti, fer kornungur að stunda sjó á opnum bátum og skútum. Gerist formaður heima fyrir haust og vor, skútukarl á sumrin og smábóndi á vetrum. Þetta fer honum allt vel úr hendi. Og loks, kominn langt „yfir lög- aldur sakamanna“ gerist hann togarasjómaður um nokkur ár í Reykjavík. Þar gerist sama sag- an, hann er með fremstu mönn- um hvar sem taka þarf til hendi á sjónum. En það er sama, hann er ekki á rjettum stað, ekki tólf árum á undan tímanum, heldur heilum mannsaldri. Hefði hann ekki fæðst fyrr en íslendingar höfðu eignast kaupskip og sigla um öll heimsins höf, hefði hann áreiðanlega ekki álið allan aldur sinn í Breiðafirði. Saga hans hefði þó orðið allt önnur og kannske meiri. Hafi nokkur mað- ur haft eðli og upplag til þess að: fara á brott með víltingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, þá var það Pjetur Kúld. Enginn hefði sómt sjer betur í brúnni á hinum glæsilegu ís- lensku kaupskipum en hann. Enginn verið öruggari stjórnari. Vöxturinn, yfirbragðið, framkom an, minnti á fyrirmanninn, höfð- ingjann er svo vel hefði sómt sjer Framh. a bis. 12. Hifsefii Jóns Trausfa Átta bindi bundin í skinnband, kosta aðeins 640 krónur. Ritsafnið fæst með mánaðarlegum afborgunum — eitt hundrað krónur á mánuði. Ritsafnið fæst hjá Bókaútgáfu Guðjóns O., Hallveigarstíg 6 A. Sími 4169. íslendingasagnaútgáfunni, Túngötu 7. Sími 7508. BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. Lögt ak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verða lögtök látin fram fara án. frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyr- ir eftirtöldum gjöldum: Tekjuskatti, tekjuskattsviðauka, eignarskatti, stríðsgróðaskatti, fasteignaskatti, slysa- tryggingariðgjaldi, námsbókagjaldi og mjólkureftirlits- gjaldi, sem fjellu í gjalddaga á manntalsþingi 31. júlí 1951, almennu tryggingasjóðsgjaldi, er fjell í gjalddaga að nokkru í janúar 1951 og að öðru leyti á manntals- þingi sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla og kirkju- garðsgjaldi fyrir árið 1951, svo og lestargjaldi fyrir árið 1951, áföllnum og ógreiddum veitingaskatti, skemmt- anaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum, skipulagsgjaldi, útflutningsgjöldum, skipaskoðunargjaldi, vitagjaldi, sótt- varnargjaldi og afgreiðslugjaldi af skipum, svo og trygg- ingariðgjöldum af lögskráðum sjómönnum. Borgarfógetinn í Reykjavík, 17. sept. 1951. Kr. Kristjánsson. Odýrar kápur kr. 495 (niður setí verð) Feldur h.f. Austurstræti 10. IVIarkverðasti viðburður vorra daga JÚLÍUS GUÐMUNSSON flytur erindi um ofan- greint efni í Aðvent-kirkjunni, 1 ÐAG, 18. sept., klukkan 20,30. ALLIR VELKOMNIR Kjarakaup - Prjónavörur I DAG hefst sala á allskonar Prjónafatnaði — S (ekki úr erlendu garni), er seljast fyrir hálf- 5 3 virði og þar undir. 5 PRJONLESBUÐIN, Freyjugötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.