Morgunblaðið - 02.11.1951, Side 5

Morgunblaðið - 02.11.1951, Side 5
Föstudagur 2. nóv. 1951. MORGUN BLAÐIÐ 5 Landsfundarræða lljerriii Bepedikfssoiiai’ Fransh. af bls. 2 flota, sem nú er orðinn sæmi- lega álitlegur, og hefur enn auk- ist við komu varðskipsins Þórs, er einmitt var samið um og veitt fje til meðan Jóhann Þ. Jósefs- son var fjármálaráðherra, hinn sami, er var meðal upphafs- manna þess, að fyrsti Þór var keyptur. Áður en allar þessar ráðstaf- anir voru gerðar, mátti segja, að útlendingar hefðu um langt skeið haft friðland til ýmiskonar at- hafna innan landhelginnar, sem þeim voru nú bannaðar, og má því nærri geta, að ýmsum hafi þótt illa við sig komið. Má þó ekki gleyma því, að oft áður hafði skorist í odda við landhelg- isgæslu, milli löggæslumanna og erlendra lögbrjóta. Munurinn var sá, að nú var markvisst unnið að þessum máium undir stjórn ís- lendinga sjálfra. Af) LÁTA JAFNT SFIR ALLA GANGA En þó að st.iórnarvöld hjer þættu oft æði hörð í horn að taka í þessum efnum, kom það þó ekki að sök, vegna þess, að ætíð var á það lögð megin áhersla að láta jafnt yfir alla ganga, og láta alla njóta fulis rjettar. Þess- vegna hafa fallið um sjálft sig þær ásakanir, sem oft hafa t. d. verið bornar fram í Englandi út af harkalegri meðferð á breskum togaraskipstjórum. Nauðsynin á fullkominni að- gæslu og rjettiæti í þessum efn- um á auðvitað ekki síður við nú en áður. í haust varð dómsmálastjórn- in þó fyrir aðkasti út af því, að hún hefði ekki amast við því, að rússnesk veiðiskip, er dvöldu hjer fyrir sunnan land, hefðu farið inn í landhelgi til þess að bæta þar úr sjótjóni, sem þau höfðu orðið fyrir. Var fullyrt, að dómsmálaráðuneytið hefði veitt Rússunum ,,undanþágu“, er ekki væri tíðkanlegt að veita. í lögunum frá 1922 um rjett til fiskveiða í landhelgi, er jeg minntist áðan á, og eru með ströngustu lögum, sem um þetta þekkjast, segir í 3. greininni á þessa leið: „Erlendir fiskimenn, er reka kynnu fiskveiðar utan landhelgi, mega leita skjóls við strendurn- ar, til þess að bjarga sjer undan stormi og óveðri“. Ákvæði þetta hefur ætíð verið skilið svo, að ef erlent skip yrði fyrir sjótjóni vegna storms eða óveðurs, væri því heimilt, að bjarga sjer í skjól við land og gera þar við tjónið, þannig, að skipið yrði haffært á ný. Slíkt er ekki undanþága frá lögunum heldur bein framkvæmd á þeim. Framkvæmd, sem auðvitað verð- ur að ná til allra, hvort sem þeir eru okkur sjerstakir aufúsugest- ir, eða ekki. Hitt er svo annað mál, að löggæslumenn, þ. á m. á varðskipunum, eiga að sjá um, að þessari heimild laganna frá 1922 sje ekki misbeitt. í þessu má hvorki vera of eða van. FISKISTOFN LANDGRUNNS- INS ÞOLIR EKKI OFVEIÐINA. Mönnum er hinsvegar nú orðið Ijóst, að strangar reglur um not aðeins þriggja mílna landhelgi og röggsamleg framkvæmd á þeim reglum, nægja ekki til þess að vernda fiskistofnirm við landið. Land okkar er, ásamt grunn- inu umhverfis það, glöggt af- markað frá öllum öðrum lönd- um.. Þar sem öll afkoma okkar er svo mjög háð fiskveiðunum, er það eðlilegt, að við teljum okk- ur eiga sanngirniskröfu til veiða á þessum slóðum umfram aðvíf- andi þjóðir, sem allar búa langt x burtu við betri landkosti og eiga því margs annars völ. Sök sjer væri, þótt þjóðir þessar flykktust hingað til fiskiveiða, jafnvel þótt þaó væri.okkur til einhvers traíala, eí fiskistofninn þyldi slíka veiði. En nú verður ekki lengur um það villst, að ofveiði er staðreynd, og þá teljum við, að aðkomumennirnir verði að víkja af miðunum á undan okkur. Öll eru þessi rök svo þekkt, að óþarft er að fjölyrða um þau og í Xslendinga hóp eru eflaust fáir, sem gerast í almanna áheyrn andstöðumenn þessara skoðana. En hvernig á að fá rjett okkar í þessum efnum viðurkenndan? Það er þrautin þyngri. Það er tiltölulega auðvelt að standa hjer og gera grein fyrir því, að við teljum okkur eiga rjett á þessu og fá síðan samþykktar harðorð- ar kröfur um framgang málsins að okkar vild. Áhugi landsmanna til lausnar málinu er vissulega mjög mikilsverður, því ekki mun af veita, að sem flestir leggist á eitt um að finna rök fyrir okkar málstað. En hætt er við, að rökræður okkar og ályktanir reynist ekki einhlítar til lausnar málinu. HVAÐ ERU ALÞJÓ0ALÖG? Það er því rniður ekki víst, að þetta mál verði leyst á' inn- lendum vettvangi eingöngu. Það verður heldur ekki leyst með sömu aðferð og við beittum í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dön- um forðum. Hjer er ekki um að ræða kröfugerð á hendur einni erlendri þjóð, sem undir niðri veit, að hún heldur rjetti fyrir okkur, eins og Danir þá vissu. Nú er þvert á móti um það að ræða, hvað sjeu alþjóðl. lög. Lög, sem ekki aðeins snerta okkur eina, heldur flestar þjóðir heims. Og andstæðingar okkar í þessu máli eru sjer þess alis ekki með- vitandi, að þeir geri á okkar hluta, heldur telja þeir sig vera að framfylgja viðurkenndum al- þjóðareglum. Mál þetta er því engan veginn svo einfalt sem við óskum og okkar hagsmunum mundi henta. Það er því heldur engan veginn augljóst, hvaða aðferð sje iíkieg- ust til að fá eðlilegum kröfum okkar fullnægt. AFSTAÐA ÍSLENDINGA ÓTVÍRÆÐ Til framgangs málinu eru tvær höfuð leiðir. Önnur er sú að leita fyrirfram samþykkis annarra þjóða um framkvæmdir okkar í þessum efnum. Þessi skoðun hvíl- ir á þeim grundvelli, að engin þjóð megi stækka landhelgi sína eða gera einhliða friðunarráð- stafanir utan hennar fró því sem verið hefur, nema samþykki ann- arra komi til. Eru Bretar fremst- ir í flokki þeirra, sem þessu halda fram, en mjög mörg riki önnur eru sömu skoðunar. Telja Bretar og fylgismenn þeirra, að þriggja mílna landhelgi sje sú regla, sem við verði að miða. Ef frá henni eigi að víkja, þurfi annaðhvort að styðja það við gamlar viður- kenndar reglur um einstök til- felli, eða þá nýja samninga. Hins- vegar segja Bretar, að ekkert sje því til fyrirstöðu, að þeir fáist til að gera samning, t. d. um friðun fiskimiða, þar sem sjer- staklega stendur á. T. d. hafa þeir alls ekki aftekið að gera samninga um friðun Faxaflóa, cf það mál væri tekið upp með rjett um hætti, að þeirra dómi. Aðrir telja aftur á móti að engin slík allsherjarregla gildi um stærð landhelgi, sem Bretar og fylgismenn þeirra halda fram. Hvert einstakt ríki geti þvert á móti, innan vissra hóflegra marka að visu, sjálft kveðið á um, hversu stór landhelgi þess skuli vera, eða a. m. k. kveðið á um vissar friðunarráðstafanir, nema því aðeins, að ákveðnir milli- ríkjasamningar tiltaki annað, eins og samningur Breta og Dana frá 1901, sem skuldbatt ísland um að halda ekki fram meira en 3 mílna landhelgi gegn Bretum. Megi og svo fara, að rjett þvki að hafa iandhelginá mismunandi stóra í mismunandi samböndum. Enginn efi er á því, hver rjett- arreglan samrýmist betur rjett- | arhugmyndum okkar Islendinga. Svo sem fyrr segir virðist okkur einsætt að við eigum rjett tíl ails landgrunnsins. Það er einnig vafalaust, hvor reglan myndi verða okkur hentari. Það er á- reiðanlegt, að þótt ekki sje það vonlaust verk, og verði að vinn- ast, ef ekki tekst betur til, þá mun það seinfarin leið að fá samþykki allra aðila, er hags- muna eiga að gæta, til nauðsyn- legra verndarráðstafana á fiski- miðum íslendinga. Það varð því að ráði, eftir að allar hliðar þessa máls höfðu ýtarlega verið rædd- ar, að íslendingar skyldu hefja framkvæmdir i málinu með ein- hliða ákvörðun. ÞJÓÐRJETTARLEGUR UNDIRBÚNINGUR MÁLSINS Áður en þetta var ráðið, hafði Hans G. Andersen, þjóðrjettar- fræðingur, safnað margháttuðum gögnum í málinu og lagði þar með til efniviðinn í hinn lög- fræðilega grundvöll, sem fram- kvæmdir okkar hvíla á og er á engan hallað, þótt sagt sje, að tiliögur hans hafi reynst heilla- drýgstar í þessu máli. Á þessum grundveili voru svo lögin um vis- indalega verndun fiskimiða land- grunnsins byggð, og fekk Jóhann Jósefsson, þáverandi sjávarút- vegsmálaráðherra, þau lögfest á þinginu 1948. Samhliða þessu var unnið að því að fá Faxaflóa friðaðan með alþjóðlegri samþykkt, en fyrir þvi friðunarmáli hefur Pjetur Ottesen beitt sjer manna mest. í þcirri viðleitni varð vitanlega að gæta þess, að við þyrftum eltki hennaf vegna að afsala rjetti okkar til einhUða ákvarð- ana, ef til kæmi. Boðuðum við til alþjóðlegrar ráðstefnu um málið á árinu 1949, en af henni varð ekki, fyrst og fremst vegna þess að Bretar töldu málið tekið upp á röngum grundvelli. Þeir töldu, að taka ætti málið upp innan ramma samningsins um möskvastærð o. fl., er gerður var með þátttöku íslendinga í London á árinu 1946, en við höfð- um ekki enn staðfest 1949, vegna þess að við töldum pkkur ekki óhætt að gera það nema fyrir- vari' fengist um, að við afsöluðum okkur ekki þar með rjetti til ein- hliða ákvarðana. Náðist ekki sam komulag um orðalag slíks fyrir- vara fyrr en nú á þessu ári, enda var samningurinn staðfestur af okkur strax og það samkomulag var fengið. Áður höfðum við gerst aðilar að ssmningi um verndun fiskimiða í Norðvestur- Atlantshafi, sem gerður var i Washington 1949 og höfðum við þá haft slíkan fyrirvara á sam- þykki okkar frá upphafi. SAMNINGNUM FRÁ 1901 SAGT UPP Þegar tilraunin til þess að fá Faxaflóa friðaðan fór út um þúf- ur 1949, þótti ekki lengur ástæða til að draga það að segja upp landhelgissamningnum við Breta frá 1901. I framhaldi af öllum þessum ráðstöfunum setti Ólafur Thors vorið 1950 reglurnar um 4 mílna friðað svæði fyrir Norðurlandi og var það gert á grundvelli lag- anna frá 1948. KOMMÚNISTAR Á MÓTI VEGNA RÚSSA Því hefur ekki verið haldið á lofti, en ástæðulaust er að þegja um það lengur, eins og málin nú hafa snúist, að þegar um það var rætt í utanríkismálanefnd, hvort gera skyldi þessa tilraun um friðun fiskimiðanna, þá lýsti full- trúi kommúnista yfir því, að hann teldi tilraunina „hæpna“ og að ,,betra væri að fara samnings- leiðina.“ Um þessa afstöðu komm únista heíur verið þagað, vegna þess að við höfum í lengstu lög viliað halda einin.rru um betta mál út ó við. Kommúnistar haía nú rofið þau grið og verður þá' ekki lengur þagað um úrtöiur þeirra í þessu velferðarmáli. TJm ástæðuna fyrir þessari af- gildistími hinna fyrri reglna vr stöðu kommúnista verður hvcr sinmitt á þeim tíma, þegar Bret,- að álykta eftir því sem honum1 ar hvort sem er fiska ekki t þykir líklegast. | þeim slóðum, þar sem hinar nýjt* Nokkur skýring fæst væntan- . reglur taka til. Við getum þvt. lega með því að athuga, að a- kvörðun þessi bitnaði auk Norð- urlandaþjóðanna einnig á Rúss- um, því að það eru þessar þjóðir, sem einkum stunda veiðar fyrir Norðuriandi ásamt Bretum, en á þeim bitna reglurnar ekki ó með- an samningurinn frá 1901 helst í gildi. Ákveðið var ,að byrja friðun- arframkvæmdir fyrir Norður- landi m. a. vegna þess, að þar gat friðun haft þýðingu, þótt hún næði ekki til Breta. Á öðr- um svæðum þurfti íyrst og fremst að friða gegn ágangi breskra skipa, og þótti því rjett að láta aðgerðir þar bíða þang- að til unt væri að taka málið í heild upp við Breta. En það var ekki hægí að gera fyrr en samningurinn frá 1901 væri fallinn úr gildi og sýnt væri hvernig færi um öóm i landhelg- isdeilumáli Norðmanna og Breta. ÞÖRF Á SKÝRUM RJETTARREGLUM Því að vitanlega verður að horfast í augu við það, að mikil óvissa gildir um rjettarreglurnar í þessum efnum. Þar er því mið- ur of fátt ákveðið að halda sig okkur gersámlega að meinfanga- lausu, látið hinar gömlu reglur gilda þennan stuita tíma og hald- ið öllum leiðum opnum fyrir þvL EN HVERNIG FÆRI, EF —? En við vejðum einnig að gera ráð fyrir þriðja möguleikanum, þótt hann sje ekki æskilegur i okkar augum. Hann er sá, a<5 viðurkennt verði í Haag, að Bret- ar hafi rjett fyrir sjer í málimt og því verði slegið föstu, að ein- hliða aðgerðir í þessum efnurrt sjeu óheirnilar að alþjóðalögum. Þá kann svo að fara, að engin leið önnur en samkomulagsleiðin verði fær í þessum efnum. E£ nú svo færi, að Ijóst yrði, að yiCS ættum allt. undir samkomulagi við Breta i ‘málinu, mundi þn hafa verið hyggilegt af okkur aO segja við þá, þegar þeir óskuði* eftir að við frestuðum aðgerð- um gegn þeim þangað til eítir að dómur væri genginn, svo aíS hægt væri að ræða og athuga. málið í Ijósi hans, að segja þá: „Við höfum ekkert við ykktts*' að tala. Við höldum okkar á- kveðna striki og gerum það setn okkur sýnist.“ En koma síðan til þeirra, þegar við, enda fengu íslendingar því * ’ómur væri genginn á móti okk- áorkað á þingi Sameinuðu þjóð- anna 1949, einmitt gegn and- stöðu Breta, að meðal fyrstu mála, sem alþjóðalaganefndin skyldi rannsaka, væru rjettar- reglurnar um landhelgina. En þeirri rannsókn er enn ekki lok- ið. Það var því mikið happ, að um svipað leyti og við hófum mark- vissa sókn í þessu mikla velferð- armáli, skyldi svo vilja til, að málið átti að berast undir al- þjóðadómstól. Okkur, sem að framgangi málsins unnum, var fiá upphafi ljóst, að mikilsvert væri, að ekki þyrfti að skerast i odda um málið fyrr en við gæt- um fært okkur í nyt lærdóminn, sem væntanlega mun felast i þessum dómi. Það var þessvegna ákveðið að fresta um sinn ákvörðun um hvað næst skvldi gera og láta í bili einnig bíða að þessar nýju reglur um landhelgina fvrir Norð urlandi tæki gildi gegn Bret- um, þrátt fyrir það, þótt samningurinn frá 1901 fjelli úr gildi 3. október s.l. í þess stað var ákveðið að senda 2 færa lögfræðinga, þá Gissur Bergsteinsson hrd. og Hans G. Andersen, til að fylgjast með málflutningnum fyrir al- þjóðadómstólnum í Haag. OÓMSNIÐ URSTAÐAN í HAAG Um niðurstöðu þess dóms eru þrír möguleikar fyrir hendi. Hinn fyrsti og sá, sem við von- um að verði, er, að dómurinn viðurkenni einhliða rjett hvers einstaks ríkis til ákvörðunar fiskveiðilandhelgi sinnar. Annar rnöguleikinn er, að á dómnum og málflutningnum verði ekkert að græða fyrir okk- ur um þessi efni. Er það þó ekki sennilegt, því að jafnvel þótt þar verði ekki beinlínis skorið úr því, sem okkur skiptir mestu máli, hljóta þar að koma fram mörg gögn og upplýsingar, er geta orðið okkur að ómetanlegu liði. Hvor þessara möguleika, sem ofan á verður, getum við strax, er við höfum áttað okkur á efni dómsins, en búist er við að hann falli um áramótin, kveðið á um, hverjar aðgerðir við teljuni-þá vænlegastar til að hrinda Jngáli okkar fram. jg" ’ Það eitt hefur þá gerst, frestsins, að reglur sam sem búinn ér a?® samnmgi í I halda gildi nokkrum mánuouin j ~ | iengur en elia. Er og þess enn-i | fremur að gæta, að þessi viðauka 1 ar málstað og Ijóst væri að '■ iCS 'þyrftum að sernja við þá og biðjr* Breta þá um að taka upp samn- inga við okkur. Væri þá ekki hugsanlegt, að Bretar segðu: „Nei, farið þið bara ykkar frarn, þið sögðuð, að þið hefðuð ekkerfc við okkur að tala um málið, þifS hcfðuð einhliða rjett. Sjáið þi<5 nú hvað hann. dugar ykkur of? farið ykkar fram eins og þið ætl- uðuð.“ Þeir menn, sem svona hefðu viljað fara að, hefðu vissuit g,-* stofnað íslenskum hagsmunum * stórfelldan voða og jeg segi þai5 hiklaust, að t;ii slikra aðfara hefði jeg verið ófáanlegur. Hjer er senx sagt ekkerí að vinna en öllu aií> tapa. SJERSTAÐA KOMMÚNISTA Allir þeir, sem viðurkenna c.<Í dómurinn i Haag hafi einhverjn þýðingu i málinu, og á annaCS borð fést til að hug'sa urn máliiS, hljóta að viðurkenna, að rikis- stjórnin fór rjett að, þegar á- kvörðun um framhaldsaðgerðir * máiinu var frestað i bili. Komm- únistarnir, sem ráðist hafa heift- arlega á þessa ákvörðun, hafa og, þótt undarlegt sje, viðurkennfc þetta með málflutningi sínum. Þeir hafa sem sagt alveg yíir- gefið rökræður um málið á grun<Ý velH. laga og rjettar. Þeir hafa hlaupið i alit annað og segja scin svo: Við mótmælum því, að þaiT sjeu sendir menn til Haag og n.T það sje beðið eftir Haag-dómn- um vegna þess að okkur kemui* ekkert við, hvað Haag-dómstóil- inn segir um málið. Þetta er máí, sem við eigurn einir að taka ákvörðun urn og öðrum kemur ekkert við. Það er út af fyrir sig, að þessi kenning kommúnista nú st.angast aigeriega við það, sem þeir áður hjeldu fram í utanríkismála - nefnd. Látum það vera. Austan-- áttin hefur.-ætíð venð nokkuCS misviðrasöm hjer á iandi, svo a5 við búumst* við öllu úr þeirri átt. • En livort sem við liöfum rjetfc til að ákveða um þessi eíni einir eða ekki, þá er hitt alveg víst, að sá rjettur hefur fram að þessi* verið vjefengður af fjölda mörg- útn ríkjum, og ef Haag-dómstóll- inn kv.eður nu ekki upp dóm, scn\ vérður okkur bersýniiega i hag, þá verður sá rjettur til einhliðf* s að^erða í málinu áfram vjefengöl 'XiTÁÞessvegna er það víst, að-e£ 0-7 ~ - ----- ■- icr, veY'3uiríái,reiTn u1* úí ildi um hálfrar aldar skeið, i a' , ... , . . I slikum einhliða aðgerðum okk.u* Hq oiiHi rmu-L'riim mQniuiiirn . , , ö “ a smum tima borinn undir Al— Framh. á bls. ú f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.