Morgunblaðið - 02.11.1951, Síða 6

Morgunblaðið - 02.11.1951, Síða 6
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. nóv. 1951. LsKiJsfuáiidarrseÖa Hpi'Sia Beoiedildsssísiar ‘ Framh. af bls. 5 J>jóðadómstólinn í Haag, ekki síður en deila Norðmanna og Breta nú. Þar verðum við að standa ábyrgir gerða okkar. SÁTTMÁLI S. Þ. OG HAAGBÓM.STÓLLINN í 94. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem við höfum hátíð- lega ur.dirgengist og kommúnist- ar voru ekki síður ákafir í að fallast á en þeim betri íslending- ar, segir: „Sjerhver meðlimur hinna Sameinuðu þjóða skuldbindur sig til þess að hlíta úrskurði Al- þjóðadómstólsins í hverju því rtiáli, sem hann er aðili að.“ Við eigum þessvegna ekki sjálfir endanlegt úrskurðarvald lim það, hvort einhliða ákvörð- unarrjettur okkar fái staðist eða ekki. Við getum að vísu haidið því fram fyrir Alþjóðadómstóln- um, að hann eigi ekki að fjalla um þetta mál, vegna þess að það heyri undir okkar eigin lögsögu, en við höfum heitið því að lúta fcans úrskurði um það, hvort sú fullyrðing okkar sje lögum sam- kvæm eða ekki. Kommúnistar sýna hjer, eins Og í öðru atferli sínu, að þeim stendur á sama um hasrsmuni fs- lands. Þeir Iáta sjer í ljettu rúmi liggja þótt þeir stefni landhelgis- tnálinu í bættu og þar með hags- munum íslendinga. Fyrir þeim vakir nú að nota landhelgismálið til þess að reyna að koma illu af stað milli ís- lendinga og annarra þjóða, sem byggja nálæg lönd og þá einkan- lega Breta. Þeir víla þessvegna ekki fyrir sjer, þótt þeir ráðleggi íslensku þjóðinni að gerast lög- brjótar og hafa að engu úrskurðF Alþjóðadómstóls. OFBELDIÐ UPPISTAÐA KOMMÚNISMANS Þeir segja að vísu: Er ykkur^ vandara um en Rússum, ekki vilja þeir láta Alþjóðadómstólinn! kveða á um sína landhelgi. En ef Rússar telja sig hafa lög, að mæla um landhelgi sína, þvi í ósköpunum bera þeir það þá ekki undir Alþjóðadómstólinn, láta hann kveða á um, hvort þeir megi ákveða þetta einir eða ekki? Hitt er svo annað mál, að að- staða Rússa og íslendinga til að koma fram vilja sínum með valdi er ólík. Vegur og frami kommúnista byggist á ofbeldinu, á því, að lög og rjettur sje að engu haft. Tilvera íslensku þjóðarinnar byggist á hinu, að lögum og rjetti sje haidið uppi í heiminum. Auð- vitað er það engum frekar til hags en smáþjóðunum, og þá einkum þeirri minnstu af öllum litlum, íslendingum, að rjettur- inn ráði og ofbeldið sje kveðið rdður. Víst er um það, að ekkert ráð mundi meir spilla fyrir okkur í landhelgismálinu en ef við, sem yfir engu valdi ráðum, ætluðum að beita ofbeldi í því máli. i Við munum ekki gefast upp fyrr en rjettmætum kröfum okk- | ar verður fullnægt. Vera kann að málið sækist seint, en það mun verða sótt af því afli, sem við eigum, með afli raka, sann- girni og lífsnauðsynjar íslensku þjóðarinnar, og það mun verða sótt með öllurn löglegum ráðum, eftir hverri þeirri leið, sem við telj'um okltur færa. Varnir lands 1 oS S BEITA OFBELDINU, *• ÞYKJAST TRÚA Á RJETTLÆTI Hitt er óneitanlega býsna hlá- legt, að sömu mennirnir, sem heimta að við beitum ofbeldi í landhelgismálinu láta svo sem þeir telji örgustu fjarsíæðu, að \ið þuríum á nokkru valdi eða afli að halda til að tryggja sjálf- Stæði okkar. Þar segja þeir, að við eigum að láta okkur nægja að trúa á rjettlætistilfinningu annarra eina saman. Trú íslendinga á gildi laga og rjettar var að vísu svo rík, að á sínum tíma trúðu menn því að öryggi landsins yrði tryggt með því að iýsa yfir ævarandi hlut- léysi þess. Sú 'y/írlýsing var raun ar studd af þeirri staðreynd, að fjarlægð iandsins og úthafið um- fcverfis það hafði á umliðnum Öldum vernaaö það frá hernaði Og innrásum ofbcldismanna. Saga Tslands sýnir hinsvegar, að landsmenn gerðu sjer frá fornu fari grein fyrir gildi ein- angrunar landsins fyrir öryggi þess. Það sanna orð Einars Þver- æings, þessi: „En um Grímsey er það að ræða, ef þaðan er engi hlutr fiuttr, sá er til matxanga er, þá má þar fseða her manns, ok ef þar er útlendr herr ok fari þeir með langskiimm þaðan, þá ætla ek mörgum kotbóndunum munu þykkja verða þröngt fyrir dur- Um.“ Fljótl. er nú að fljúga yfir úthaf ið til íslands en áður var að sigia frá Grímsey til ianus. íslandi er því nú eigi síður ógnað af erlend- íxm flugflota en því hefði verið af langskipum í Crímsey áður., Siík gerbreyting er orðin á þýð- Ing fjarlægðanna. Svo gersam- lega er einangrun íslands nú úr gögunni. Raunin varð og sú, að ísland Var í fyrsta skipti í sögu sinni hernumið í síðasta stríði, að vísu «f þeim aðila er helst skyldi, sem sje Bretum, og gerði ríkisstjórn- in síðan varnarsamning við Bandaríkin landinu til öryggis. í>ar með var hlutleýsið úr sög- !Unni og endanlega var því af- neitað með inngöngu ísiands í samtök Sameinuðu þjóðanna. HINN ALÞJÓBLEGI KOMM- ÚNISMI STEFNIR FRIÐNUM í VOÐA Menn vonuðu, að þau samtök, sr.rn m. a. eru varnarsamtök eða hernaðarbandalag, mundi nægja til að halda uppi friði í heimin- um og þar með tryggja öryggi íslands. Þær vonir ,sem tengdar voru við þessi samtök, hafa því miður ekki ræst að þessu leyti. Sökina á því ber enginn annar en hinn alþjóðlegi kommúnismi. Forystu- menn þeirrar stefnu hafa haldið uppi þeim ófriði og ofbeldi í heiminum, sem knúð hefur frjáis- ar þjóðir til þess að tryggja varn- ir sínar miklu rækilegar en menn vonuðu á fvrst.u árunum eftir stríðið að gera þyrfti. Kommúnistar hafa að vísu ekki látið sjer nægja að stofna til þess ófriðar, sem veldur þörf- inni á öflugum varnarráðstöfun- um, heldur reyna þeir einnig alls staðar að hindra þessar fram- kvæmdir, sem þjóðirnar telja sjer lífsnauðsyn. Þetta hefur ekki sfður átt sjer stað hjer á landi en annars staðar. Við þekkjum öll ráðin, sera kommúnistar nota í þessu skyni. Þeir vitna til hlutleysisvilja ís- iendinga, fornrar einangrunar- tilfinningar þeirra og trúar þeirra á þýðingu gildis laga og rjettar í þeirri veru að sjálfstæði iandsins verði tryggt með þeirri trú einni. í sjálíu sjer er þetta skraf kommúnista eklti svaravert, svo ákaíir sem beir eru í stuðningi sínum við Rússa og þar með andstæðir öllu hlutleysi, svo gír- ugir sem þeir eru í að áhrif Rússa nálgist okkur sem mest og svo einbeittir sem þeir eru í stuðn- ingi við allt það ofbeldi og yfir- gang, sem þeir telja styðja sitt mál. TVÆR STAÐREYNDIR En við skulum gera okkur ljóst, að það eru einkum tvær stað- reyndir, sem hafa gert kommún- istum auðveldara fyrir í áróðri þeirra, en báðar hefði mátt koma í veg fyrir, ef eindrægni og víð- sýni hefði ráðið. Önnur er sú, að vegna óheilla- vænlegrar starfsemi undanhalds- manna í sjálfstæðismálinu á stríðsárunum, sem einkum hafði mikil áhrif í Aiþýðuflokknum, tókst kommúnistum að skapa þá trú hjá sumum, að þeir væri, þrátt fyrir allt, heilli í sjálfstæð- ismálinu en sumir aðrir. Hin staðreyndin er sú, að á árinu 1944 voru kommúnistar þátttakendur í því að ljetta af þjóð og þingi þeirri skömm, að þingið reyndist vanmegnugt að sjá landinu fyrir löglegri stjórn, svo sem stjórnarskráin æt'ast til. Þá virtust kommúnistar reynast betur en Framsóknarmenn og unnu sjer auðvitað aukið álit með því. Sú dýrð stóð þó ekki iengi, því að kommúnistar sönnuðu einmitt í stjórnarsamstarfinu, að eitt að- aiverkefni þeirra var það að ganga erinda Rússa í ríkisstjórn Islands. Vorið 1945 höfðu þeir ekki meiri áhuga fyrir hlutleysinu en svo, að þeir kröfðust þess, að ísland segði Þjóðverjum og Jar>- önum, öðrum hvorum eða báð- um, stríð á hendur, emungís vegna þess að Sovjet-stjórnin kraföist þess. Og haustið 1946 sögðu komm- únistar sig úr ríkisstjórninni vegna þess að mikilvægu utan- rikismáli íslands var ráðið tíl lykta á annan veg en Sovjet- stjórnin taldi sjer henta. Ólafur Thors varð þá valdandi þáttaskifta í íslenskum stjórn- málum með því að stöðva yfir- gang kommúnista og koma í veg fyrir að svik þeirra við íslenskan rr.álstað bæri þann árangur, sem þeir ætluðust til. Með frammistöðu sinni þá tóku kommúnistar þar upp þráðinn, sem menn um skeið vonuðu, að þeir hef'ðu alveg horfið frá, þeg- ar þeir ásamt öðrum tóku þátt í stofnun lýðveldisins og hjálp- uðu til að endurreisa þingræðið. KOMINTERN KIPPTI ÞEíM Á ÞJÓÐRÆKNISBRAUT í OBBI Kommúnistar hófu starfsemi sína hjer á landi einmitt með því að afneita þjóðerninu, forsmá þjóðsönginn og svívirða þjóðfán- ann. Þeir ijetu ekki af þessu háttalagi fyrr en 2. flokksþing Kommúnistaflokks íslands er hófst hinn 15. nóvember 1932, gaf fyrirskipun um það. Sú fyrir- skipun var þó ekki upprunnin i þeirra eigin huga, heldur sam- kvæmt því, sem berum orðum var tekið fram í Áliti þjóðernis- málanefndar þingsins: „Frá Komintern hefur oftar en einu sinm lvon*i5 f±am go^iiryiii á afstöfSu Komrni'mistaflokks ís- lands til þjóðernismáisins" og er siðan sjerstaklega vitnað til brjefs frá því í nóvember 1931 og annars, sem þá í nóv. 1932 var alveg nýkomið, þar sem m. a. var fundið að því, að kommún- istar skildu ekki áhuga almenn- ings í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum og ljeti Sjálfstæðisflokk- inn hafa þar forystuna. Heilindin voru þó ekki meiri .en svo, að alveg samtímis var því lýst á þinginu, að „flokkur- inn verði að gera verkalýðnum ijóst hina miklu og afar hættu- legu þýðingu íslands" í striði gegn Sovjetríkjunum og er þar m. a. sjerstaklega bent á þá hættu, að land ð verði í stríði notað til „matvælaframleiðslu til ómetaniearar hiálnar fyrir Eng- land.“ Siíka ónæíu varð að stöðva (!!!) En þessi yfirlýsing á 2. flokks- þinginu verður ennþá eftirtekt- arverðari, þegar athugað er hvað Hendrik Siemsen-Ottoson sagði í nafni íslenskra kommúnista á fyrsta Komintern-þinginu, sem hann og Brynjólfur Jjarnason sóttu. Hinn 28. júlí 1920 mælti Hendrik austur í Moskva fyrir hönd fjelaga sinna m. a. á þessa leið: „Engu að síður vonum við að betri tímar komi. Þegar byltingin brýst út í Englandi, þá munum við einnig hef ja hið rauða merki byltingarsinnaðs öreigalýðs.“ LENIN BENTI Á ÍSLAND Það var svo í beinu framhaldi af þessum orðum Hinriks Otto- sonar, að hans eigin sögn, sem sjalíur Lenin gaf hina frægu lýs- ingu sína á hernaðarþýðingu ís- lands. Enginn efi er á því, að einmitt þessi vitneskja um hina miklu liernaðarþýðingu íslands og vilji valdhafanna í Moskva til að nota sjer þá þýðingu, hefur mótað mjög, og meira en nokkuð annað, alla sögu og starf Kommúnista- i'Iokksins hjer á landi. í áróðrin- um gægist þetta þó ekki fram nema öðru hvoru. í Baráttuskrá Kon/múnistaflokks íslands, sem gefin var út á fyrstu árum flokks ins er að vísu ekki reynt að dylja þetta. Þar segir beint: „Flokkurinn beitir sjer fyrir því, að íslensk aiþýða taki þátt í varnarbaráttu verkaiýðsins um heim allan gegn óvinum Ráð- stjórnarríkjanna," og ennfremur: „ísland verður aldrei raunveru- lega sjálfstætt fyrr en verka- menn og bændur hafa tekið rík- isvaldið í sínar hendur og gengið í bandalag við ráðstjórnarlýð- veldi annarra landa," NÝJAR ÁRÓBURSAÐFERBIR KENTA NÚ BETUB Nú þykir hentara að beita öðr- um áróðursaðferðum. Nú þykir ekki klóklegt að segja eins og Brynjólfur Bjarnason sagði 1941, að á íslandi mætti „skjóta án miskunnar," aðeins ef það yrði Rússum að gagni. Nú er slík ber- sögli úr sögunni og í hennar stað slegið á þá strengi, sem íslend- iiigúm almennt eru hugðnæmðri lieldur en þessir. Talað er um þau atriði, er jeg áður nefndi, og sjerstaklega vitn- að til þess, að íslendingar hafi ætíð metið r jettinn meira en vald ið, enda mundi þeir aldrei hafa náð sjáifstæði, ef þeir hefði treyst á valdið. Það er auðvitað rjett, að ís- lendingar voru þess aldrei megn- ugir að sækja sjálfstæði sitt í hendur Dönum með valdi. En það kemur þessu máli ekkert við. Þar var við menningarþjóð að eiga, sem að lokum beygði sig í þessum efnum fyrir rökum laga, rjettar og sanngirni. Ef enginn ófriðsamari þjóð eða ofbeldis- hneigðari, væri til í þessum heimi, en Danir, þyrftu íslend- ir.gar nú ekki að sjá landi sínu fyrir vörnum gegn ofbeldisárás. En því miður veður ofbeldið uppi í heiminum og það ekki aðeins í mynd 5. herdeildanna I Gilum lozidum licims, heldur emnig í mynd öflugasta hers, sem sagan greinir, að nokkur þióð hafi nokkurn tíma haft á XL'iöartímum. Þegar því er marg lýst yfir af kommúnistum sjálf- um, að land okkar hafi einmitt aiveg sjerstaka þýðingu fvrir að- alstöðvar hins alþjóð'ega komm- únisma, ef til ófriðar kemur, þá væru það bein fjörráð við ís- lensku þjóðina, ef ekki væri sjeð fyrir vörnum í iandinu sjálfu. Það er ekki aðcins, að nú sje hægara að gera árás á ísland frá öðrum iöndum en var frá Gríms- ey áður, heidur höíum við sum- ar eftir sumar og nú síðast hjcr í haust frá siáifri höfuðborginni, sjeð, að mikill floti siglir um- hveríis landið á þeim árstíma, st m helst er ófriðarvon. Ei;u þau skip ólíkt hurðarrneiri en iang- skip Ólafs konungs, og móður- skipið er þeim fylgir getur geymt óiíkt meiri vistir og raunas- vá- legn búnað en Ólafur konungur befði getað komið íýrir í' Gfíim- ey forðum. * VARNARLEYSIÐ BÝ&UR ÁRÁSINNI HETM íslendingar viðurkermdu hætt- una, sem yfir land og lýð grúfir, með inngöngu sinni í Atlants- hafsbandalagið, en eftir stoijp-un þess hefur ástandið í heiminum því miður stór versnað. Árásin á Kóreu sannaði, að varnarleysið beinlínis býður árás inni heim. Þá snerust hinar iýð- frjálsu þjóðir til varnar, þannig, að alþjóðleg samtöls, sem íslend- ingár eru aðilar að, eiga nú í blóðugum bardögum við árásar- menn og hafa átt um nærri eins og hálfs árs skeið. Þessi ofbeldis- ái ás veitti og öllum þjóðum, sem vildu halda frelsi sínu, áminn- ingu um, að þær yrði að leggja á það allt kapp að tryggja varnir sínar, og hafa þær tekið á sig ótrúlegar fórnir í því skyni. Með því vinna þær tvennt. Þær auka öryggi borgaranna, ef til ófriðar kemur, og þó einkum hitt, að með vörnunum er dregið úr líkunum fyrir því að til ófrið- ar komi. Vegna þessara varnar- ráðstafana verður miklu líklegra cn ella, að árásaraðilinn sjái fyr- irfram sitt óvænna og leggi ekki í þá árás, sem við vonum að vísu, að mundi verða honum sjálfum til ósigurs, en mundi þó jafnframt færa yfir heiminn all- an óendanlega bölvun og kvöl. Auðvitað gátu íslendingar ekki setið aðgerðarlausir hjá, eftir að svona var komið. íslendingar urðu, sjálfra sín vegna og ann- arra, a*ð tryggja landi sínu varn- ir nú þegar. Það var alltof áhættu samt að bíða eftir því, að árásin yrði hafin, e. t. v. einmitt á okk- ar land vegna varnarleysisins og þar með kveikt það alheims bál, sem erfitt, mun reyn- ast að slökkva, ef það á annað borð brýst út. LÝÐRÆÐISSINNAR SAMEIN- AÐIR UM VARNARSAMN- INGINN Um varnarsamninginn sjálfan skal jeg’ ekki vera fjölorður. Hann var birtur jafnskjótt og hann var gerður og liggur nú fyrir Alþingú til endanlegrar samþykktar þar í lagaformi. En það er glöggur dómur um það, hvernig til hafi tekist, að allir þingmenn í lýðræðisflokkunum, svo sundurleitar skoðanir, sem þeir hafa um annað, og svo ósam- mála sem þeir fram að þessu höfðu veriö um aðgerðir til varn- ar landinu, bundust samtökum um gerð þessa samnings. Vio skulum vona, að sá megin- tilgangur samningsgerðarinnar, að friður haldist á þessum slóð- um, náist. Samningnum getum við sagt upp þegar við teljum, að öryggi okkar og annara ieyfi. En hitt verðum við ætíð að hafa í huga, að ef við viljum halda sjálfstæði Okkar, verðum við eft- ír því, sem tiltækilegast er hverju sinni að tryggja varnir okkar, Og víst er það hæpið, þótt við ao vísu sjeum bæði fáir og smáir, að ætla í þeim efnuin einugis áð treysta á aðra, UTANRÍKISÍVÍÁLIN AFDRIFARÍK Jeg hefi þá rakið nokkra helstu þætti utanríkismálanna og sýnt fram á hversu þýðingarmikii þau eru og afdrifaríkur hluti þjóo- málanna í heild. Að þessu sinní er ekki færi á að gera grein fyrir nema litlu af ’ þeim iær- dómum, sam draga má af þessu yfirliti. En einn læruómur er aiveg ótvíræður og hann er sá, að ætíð þegar þessi mál eru hlut- laust .tliiiy,íiiiir r Ijos, :ið kommúnistar mioa þar aldrei gci'ðir sínar vlð íslenska hags- muni, hehliir eineöngu við fram- gang hins aiijjóúiega kommún- isma. SAMSÆRISMENN í íslenskum stjórnmálum má ekki skoða þá eða meðhöndla sem íslenskan flokk eða stjórnmála- fiokk yfirleitt, heldur sem sam- særismenn. Samsærismenn, sem eru í bandalagi við erlent her- veldi í blóra við hjóð sína og bíða þess eins, að ástand í al- þjóðamálum verði slíkt, að þeir Franxh. á bls. ?, j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.