Morgunblaðið - 02.11.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1951, Blaðsíða 8
8 M O R GTJH n L 4 fí I fí Föstudagur 2. nóv. 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.- Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króoa með Lesbók. Agæt forusta utanríkismálaniia 1 GAGNMERKRI ræðu, sem Bjarni Benediktsson, utanríkis- ráðherra flutti á landsfundi Skilf stæðisflokksins í gær gerði hann utanríkismál íslendinga að um- ræðuefni. Vakti hann þar m. a. athygli á því, að þessi mál væru nú orðin einn þýðingarmesti þátt ur íslenskra þjóðmála. Meðal þeirra upplýsinga, sem ráðherrann gaf í upphafi ræðu sinnar voru þær, að ríkisafskipti af útflutningsversluninni hefðu hin síðari ár farið mjög minnk- andi. Árið 1948 voru þannig 83% útflutningsins seld innan ramma milliríkjasamninga, en árið 1950 var það hlutfall ekki hærra en 60%. Úr beinni sölu sjálfs rikisins á afurðum landsmanna hefur þó dregið ennþá meira. Ár- ið 1948 var nær helmingur af- urðanna seldur með þeim hætti, er. á árinu 1950 voru slíkar sölur ekki nema um 12%, eða jafnvel minni. Rík ástæða er til þess að fagna þessum upplýsingum utanríkis- ráðherrans. Hin víðtæku afskipti ríkisins af utanrikisversluninni voru að vísu óumflýjanleg. En þau voru engan veginn æskileg'. Eðlilegast er að framleiðendur annist sjálfir sölu á afurðunum, að frelsi ríki um utanríkis- verslunina ekki síður en inn- flutningsverslunina, og að ríkis- afskiftin sjeu þau ein, sem nauð- synlega eru til þess annarsveg- ar, að vernda heildarsamtök þau, sem útvegsmenn hafa stofnað með sjer í þeim tilgangi að ann- ast útfiutning framleiðslu sinn- ar, og hins vegar til þess að full- nægja viðskiptasamningum. Það er fyrst og fremst styrj- aldarástandið og sú óvissa í alþjóðamálum, sem fylg't hef- ur í kjölfar þess, sem knúð hefur ríkisstjórn íslands á undanförnum árum, eins og ríkisstjómir margra annarra landa, til víðtækrar íhlutunar um utanríkisverslunina. Það takmark, sem keppa ber að í þessum efnum, er samkvæmt stefnu Sjálfstæðisflokksins sem minnst ríkisafskipti en sem óskoraðast vald fram- leiðendanna yfir afurðasöl- unni. Utanríkisráðherra hrakti enn einu sinni þá óskammfeilnu blekkingu kommúnista, að hann og lýðræðisflokkarnir hefðu kastað á glæ mikilsverðum mörkuðum í Austur-Evrópu. Allt hefur verið gert, sem frekast hef- ur verið unnt, til þess að halda þessum viðskiptum og efla þau. Annars er það mála sannast, að enginn hefur unnið eins ötul- Itga að öflun markaða fyrir ís- lenskar afurðir og einmitt Bjarni Benediktsson, sem kommúnistar svívirða manna mest. Fyrir hans frumkvæði hafa nýir markaðir skapast í ýmsum löndum en aðrir stækkað mjög verulega. — Efnahagssamvinna okkar við Bandaríkin og þjóðir Vestur-Ev- rópu hefur átt ríkan þátt í að unnt hefur verið að taka upp frjálsari viðskiptahætti og hverfa frá hinni illræmdu haftastefnu. Marshallaðstoðin hefur þar að auki gert mögulegar stórfelldar framkvæmdir, sem hafa munu grundvallarþýðingu fyrir af- komu þjóðarinnar í framtíðinni. Kommúnistar hafa barist vit- firrtri baráttu gegn þessari efna- hagssamvinnu. Hennar vegna hefur Bjarni Benediktsson verið hundeltur og svívirtur í blöðum A-deildur kommúnistum buimuð uð vera opinberlep í flokknum í hverju landi eru ofstækistullir leyni- kommúnislar, sern búa sig undir hæfluleg síörf í þágu flokksins <s>- fimmtu herdeildarinnar. En yfir- gnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar hefur skilið að for- usta utanríkisráðherra um þessi mál hefur orðið henni að ómet- anlegu gagni og mun um alla framtíð bera vott framsýni hans og dugnaðar. Sá kafli, í ræðu utanríkisráð- herra, er fjállaði um landhelgis- málin var mjög fróðlegur og gaf gott yfirlit um þróun þessara mikilsverðu mála og aðstöðu ís- lendinga til þess að vernda fiski- mið sín og tryggja hagsmuni sína. Staðíesti sú frásögn hans það, sem raunar áður var vitað, að Sjálfstæðisf 1 okkurinn hefur jafn an haft þróttmikla forystu um aðgerðir í landhelgismálunum. Það er að sjálfsögðu rjett, sem ráðherrann benti á, að æskileg- ast væri að íslendingar gætu, í þessum efnum, farið sínu fram, án þess að líta til hægri eða vinstri. En málið er ekki svo einfalt. Við þurfum að fá aðra til þess að fallast á aðgerðir okk- ar til víkkunnar landhelginnar og verndunar fiskimiðanna. — Hversu skýlaus stm rjettur okk- ar er til þeirra ráðstafana verð- ur ekki hjá því komist. Þær upplýsingar utanríkis- ráðherrans, að kommúnistar voru mótfallnir aukinni vernd fiskimiðanra fyrir Norður- landi vorið 1948, hljóta að vekja mikla athygli. En eng- um getur dulist að sú afstaða fimmtu herdeildarinnar bygg- ist fyrst og frcmst á þjónkun hennar við Rússa. Óhætt er að fullyrða að nú- verandi ríkisstjórn hafi undir forystu Bjarna Benediktssonar, haft rjettan hátt á í baráttunni fyrir víkkun landhelginnar. Þar hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á, að íslendingar hjeldu fast á rjetti sínum en rösuðu þó í engu fyrir ráð fram. „Við munum ekki gefast upp fyrr en rjettmætum kröf- um okkar verður fullnægt. Vera kann að málið sækist seint, en það mun verða sótt af því afli, sem við eigum, með afli raka, sanngirni og lífs- nauðsynjar íslensku þjóðarinn ar, og það mun verða sótt með öllum löglegum ráðum, eftir hverri þeirri leið, sem við teljum okkur færa.“ Undir þessi ummæli Bjarna Benediktssonar munu allir ís- lendingar . taka. Utanríkisráðherra gerði einn- ig að umtalsefni ráðstafanir ís- lendinga í öryggismálunum, þátt- töku landsins í Atlantshafsbanda- laginu og varnarráðstafanir þeirra á grundvelli hans. Hann lagði áherslu á, að varnarleysi væri líklegast til þess að bjóða árásum heím. Þá staðreynd hefði íslenska þjóðin viðurkennt. Hún væri nú þátttakandi, ásamt öðr- um frelsisunnandi þjóðum, i voldugum samtökum til þess að byggja upp varnir hins frjálsa heims og tryggja þar með sitt eigið sjálfstæði. En öllu öðru fremur yrði nú að örva lífshuga íslcnsku þjóðarinnar, hug hennar til frelsis, manndóms og sjálf- stæðis. Þessi ræða Bjarna Benedikts- sonar er íslendingum enn ein sönnun þess að þeir eiga í dag á að skipa ágætri forystu í utan- rikismálum. Er það þessari litlu þjóð dýrmæt vissa á hættutím- um líðandi stundar. STOKKHÓLIVII, 1. nóv. — Afton-' bladet í Svíþjóð segir frá því, að þar í landi sjeu að minnsta kosti 100 sænskír kommúnist- ar, sem sjeu á skrá, er Kom- inform heldur yfir ofstækis- sinnaða áhangendur sína. Skrá þessi er geymd í Búkarest, og þeir sem á hana komast, iá ekki leyfi til að vera opinber- lega í kommúnistaflokki heimalands síns. Þessir ofstækissinnuðu leyni kommúnistar mynda neðan- jarðarlireyfingu Rússa, sem hjá þeim ganga undir nafn- inu A-kommúnistar. Ber þeim skylda til að búa sig á laun undir sjerstaklega örðug og hættuleg störf í þágu stefn- unnar og flokksins. FJELAGI í A-DEILDINNI Hilding Andersson, liðsforingi í sjóhernum, sem er ákærður fyr- i> stórkostlega njóshastarfsemi í þágu Rússa, var f jelagi í sænsku ,,A-deildinni“, segir Aftonblad- et. — Á miðvikudag gerði rjettur- inn hije á yfirheyrslunum yfir Andersson, ti'l að leiða vitni í málinu. Búist er við, að flest vitn anna verði yfirheyrð fyrir lukt- um dyrum. Hjer er um að ræða 4 óþekkt vitni, sem sækandi hefir boðað. Vitniin fylgdust með starfsemi Anderssons. Mun rjetturinn vænt anlega ganga á þau, svo að vitn- eskja fáist um, hvernig njósna- starfseminni í Svíþjóð er hátt- að. Tvær síofnanir með tvennskonai hlutverk. Blöðin Stockholmstidningen og Expressen segja, að rússnesksf' upplýsingaþjónustan hafi tvær leiðir til og frá öðrum löndum, auk þess sem sendimenn þeirra sjeu þar vitaskuld tengiliðir milli. Önnur er frjettastoían Tass, sem opinberlega sendir frjettir blöðum og útvarpi. Hin er stofnunin fyrir menningar- tengsl við útlönd, sem gengur undir nafninu Voks. Frjettasnápur Tass hljóp á sig Victor Anissimov heitir hann, starfsmaður Tass-frjettastoínniiar, sem tók við flestum upplýsingum Anderssons um sænsk hernaðar- leyndarmál. Hann fylgdist með rannsókn lögreglunnar í mali And erssons, en fór heim til Rússlands á miðvikudag. Einu sinni hljóp Anissimov dúlitið á sig með þvi að hann gaf ákaflega athvglisverðar upplýsingar, manni, sem hann a;t;aði að hafa gagn af við störf sín. Athyglisverð slarfsemi „litlu Tass“ Anissimov }>essi sagði m. a., að Tass-frjettastofan hefði 2 mismunandi deildir í Rússlar.di, stóru og litlu deihlina. - Stóra dcild Tass, er hin opinhera frjettastofa, sem sendir hlöðum og útvarpi fregnirnar. --- Litla deildin sendir frjettir sínar «kki nema um 20 mönnum veigamiklum embættum Moskvu. „Litla Tass greiðir miklu betur fyrir þær frjettir, sem henni þykir matur í“, sagði Anissimov. Hann Ijet á sjer skilja, að hún sæktist eftir frjettum stjórnmálalcgs og hernaðarlegs eðlis. — I\TB. skjóta á kjós- ertduc’ CASABLANCA, 1. nóv.: — I var kosið til ráðgjaíarþings ins í Marokkó. í uppþoti vegn.a kosninganna var einn inaóur drepinn, en 4 lögreglumenn særðir. Margir voru teknir höndum. í einu hverfi Casablanea rcyndu kommiinistar og Þjoð- ernissinnar að hindra atkvæða- greiðsluna. Skutu þeir á fólk, sem ætlaði inn í kjörklefana, lögreglan skar? t í leikinn. Ann arsstaðar í landinu, sem er und ir vernd Frakka, fórn kosning- ar fram, svo að ekki har til tíð- inda. — Keuter-NTB. Verkfallið óleyst NEW YORK, 1. nóv.: — 1 dag var borin fram ný sáttatillaga í deilu hafnarverkamanna í New York, en ekki mun hún hafa breytt neinu. Um 13 þús. manns eiga nú í verkfaiii þessu. — Reuter. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þetta brjcf er frá skólapilti. F^ÆRI VELVAKANDI. Eínu &. sinni var á það bent i dálkum þínum, hve miklum vandkvæðum það væri bundið barnafólki að kom- ast út á kyöldin. — Var rjettilega á það bent, að lijer væri verkefni handa skólafólki. Jafnframt þvi sem það gæti unnið sjer inn nokkrar krónur, gæti það lesið lexiur siriar. Nú stendur svo á. að jeg er i skóla i vetur og hugðist þvi hagnýta m)er þessa hugmynd og bjóða mig fram tii barnfóstrustarfa. Jeg fór því með auglýsingu í eitt af dagblöðunum, þai sem jeg auglýsti, að jeg vildi taka að mjer að sitja hjá börnum tvö til þrjú kvöld i viku. Ekkert tilboð kom j’N HVER varð raunin? Jeg fiekk - ekkert tilboð. Jeg vi'ldi nú segja þier frá þessu, Velvakandi minn, til þess að þú vitir hið sanna í málinu, næst þegar fólk fer að skrifa þjer cg kvarta undan erfiðleikum á þvi að komast út ú kvöldin. Skólapi]tur“. Rúður brotnuðu í 120 km fjar- lægð LAS VEGAS, 1. rÖv. : — I morgun var gerS tilraun mcS kjarnorkuvopn í Bandaríkjun- um 120 km. frá Las Vegas. Svo niikill var krafturinn, að rliöar nötruSu í borginni og sprungu jafnvel sumsstaSar. Þúsund fallhlífarhermenn höfðu grafið sjer skotgrafir skammt frá staSnum, þar sem sprengingin varð. ÞaSan fylgd- ust þeir meS, hverja fram fór. Eftir sprenginguna steig hvítur reykjarstrókur 1500 m. í loft upp, en leystist sundtir að stundu liðirini. — Ileuter, Við þessu brjefi hefi jeg ekki ann.að en það að segja, að viðleitni skóia- piltsins er gleðilegur vottur um dugnað manns. sem vill bjarga sjer. Og þið getið reitt vkkur á, að börn- unum er ekki síður borgið í gæslu hans en góðrar stúlku. Von, seirt brást ÍEG HEFI fengið heljarmikið brjef ,, um vetrardagskrá útvarpsins. — Brjefritarinn la;tur gamminn geysa, og nú skuluð þið sjá: „Skyldi ekki margan hafa undrað, þegaV íormaður útvarpsráðs var að flytja okkur boðskapinn um vetrar- dagskrána á dögunum? — A. m. k. biöskraði mjer og jeg hefi heyrt ýmsa stórhneykslaða. Sá var ekki feiminn að kynna mannskapinn! Ýmsir voru þó farnir að halda, að útvarpið yrði ekki lengur notað fyr- ir áróður kommúnistanna. Mesti áróðurinn var horfinn úr útlendu frjettunum. Uppeldismáliu í traustra höndum EN SVO kemur vetrardagskráin 1951—1952. Þá er ekki verið að leyna, hverjir hafi undirtökin. Upp- eldismálin eru falin mönnum, sern við könnumst v;ð. Og er skemmst frá að segja, að þar hallast ekki á í trúnni, þó að ekki hafi annar þeirra sótt línuna tíl Moskvu. Þá er ekki valið af verri endan- um við lestur hinnar afarnauðsyn- Iegu> glæpamannasögu,, sem nú ú að lesa i útvarp. Til þess var vrtaskuld valinn sagnfræðingur, sem tairnn mun nægilega rauður til slikra liluta. AlþingismaSur hinna rauðu íj’N ÞÓ tekur út yfir allan þjófa- 1 bálk, þegar valinn er maður til að fara rneð þaltinn beyrt og sjeð. bátt, sem er eins og skapaður til að koma að alls konar efni. i alls konar gervi, tilvalinn þáttur handa kom- múnistum að gera sjer mat úr. Og til þess nú að fara með þetta efni f.annst enginn hæfari en sva‘s- inn áróðursseggur kommúnista, al- þingismaður hinna rauðu. í tröllaliöndiini 0G SVO kemur formaður útvarps- ráðs og talar drýgindalega um meiri og betri dagskrá en áður. En sannleikurinn er sá, að útvarpið hef- ii’ aldrei eins étakanlega auglýst kæruleysi sitt og virðingarleysi fyrir íslenskum hlustendum og framtíð ems og með þessu mannavali öilu. Hvað tjóar að taln um kommún- istahættuna, þegar Langsamlega á- hrifamesta stofnunin í landirm er sett þannig i þá hættu vitandi vits? Svo undrast menn viðgang .'.hætt- unnar!“ i . :• j Hneykslaður".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.