Morgunblaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. nóv. 1951 MORGUISBLAÐIÐ n „SKémMMlHS ÞHHS'Jl EB ¥£iSH ÓSKABðBN 1>JÓÐAB1NNAB“ NÝLEGA hitti frjettamaSvir Mbl. Helga Tryggvason cand. theol. að máli og notaði þá tiekifærið til að rabba við hann nm hitt og þetta varðandi skóla- og fræðslumál, en þau eru nú mjög ofarlega á baugi, sem kunnugt er. Það fer ekki leynt að talsverðrar gagnrýni gætir nú á færðslukerfi okkar og skólana, og virðist sem mörgum sje i þvi efni tamara að Iáta uppi vand- lætingu á skipan málanna eins og hún er nú, heldur en að koma fram með jákvæðar tíllögur til bóta, sem byggðar sjeu á athugun og vilja til að láta sig málin skipta af alvöru. Helgi er öllum hnútum þaulkunn ugur í þessum efnum ag hefur um langt skeið fylgst með skólamálum af miklum áhuga og einlægni til að finna svör við ýmsum vanda- málum, sem orðið hafa á vegi hans bæði við kennslustörf f Kennara- skólanum og önnur tækifæri. Helgi hefur á undanfömum ár- nm sótt kennaraþing víða erlendis og haft gott tækifæri til að kynn- ast kennurum frá ýmsum löndum og viðhorfum þeirra til þessara móla. GAGNRÝNIN Á SRÓLANA — Hvað viltu segja um þá miklu gagnrýni á skólana og fræðslu- kerfið, sem algeng er bæði í ræðu og riti? — I þetta sinn get jegekki nema drepið á fátt. Það er þá fyrst, að þessi gagnrýni er svo algeng og svæsin, að mjög ólíklegt er, að hún sje að öllu leyti á rökum reist. Ef stóru orðin um skólana væri sannleikur og sannleikurinn allur, tnyndi í allri okkar upplýsingu varla finnast ljós punktur! — En telur þú þá ekki þessar óánægjuraddir til tjóns fyrir skól- ana og fulla ástæðu til að taka afstöðu til þeirra? — Jú, og það er á sama bátt beldur óliklegt, að gagnrýni manna um kennslumálin sje öll marklaus, eins og hún leggnr sig, og þurfi ckki annað en að berja hana nið- ur eða bara ganga þegjandi fram bjá henni. Málið er ekki svo ein- falt. LIÐSINNI OG SAMSTARF ÆSKILEGT — Jeg hef orðið var við að þú biafir á opinbenim vettvangi „gagn rýnt gagnrýnina“ e£ svo mætti segja. Viltu ekki segja lesendum Morgunblaðsins, hvemig þú telur, að eigi að bregðast við í þessu cfni. — Já, jeg hef átalið biklaust bina skefjalausu gagnrýni, sem er sánnkölluð þjóðaríþrótt okkar Islendinga, og hafa menn mjög æft bana á skólamálufium undanfarið, bæði í tíma og ótíma. En fyrir alla muni, andmælum ekki gagnrýni í allri mynd. En hún þarf að eiga það augljósa markmið að vera já- Irvæð og uppbyggjandi. Erlendis er mjög leitast við að beina skólagagnrýninni í viðeig- i>ndi farveg, óska eftir liðsinni og samstarfi þeirra, sem áhuga bafa á umbótum. Með því móti getui gagnrýnin orðið jákvætt afl, reglu- legt vatn á myllu umbótaogfram fara í uppeldismálum. FORELDRA OG KENNARAFJELÖG Jeg er þá kominn að hugmynd- ínni um foreldra- og kennara- f jelög, sem þú ætlast víst til, að jeg minnist eitthvað á. I löndum þar, sem jeg þekki eitthvað til kennslumála, starfar slíkur f jelags skapur á skólasvæðunum, stendur vörð um skólamálin og veitir þeim hæði aðstoð og aðhald. Það munu ýmsir segja, að við höfum sannarlega nóg af fjelög- xim. En þeim vildi jeg segja það, að þeir ættu að líta í kringum sig. Engin opin augu komast hjá að sjá þá staðreynd, að á okkar tim- tim hefur ýmis konar fjelagsskap- tir Jy ft mörgum og ofurþungum Grettistökum hjer á landi. Marg- ir hafa nokkrar tórifstendir til Rabbað við HeBga Iryggvasasi kennara um skóla og fræðslumal og þarf að taka mjög margt til greina. Mörg atriði í skólamálun- um eru efni í langa og áhuga- verða stúdíu. Og ef íslendingar verja tómstundum sínum til að rannsaka ráðgátur skólanna og uppeldismálanna vfirleitt, mun þeim sennilega verða vel ágengt þegar þeir leggja sig alla fram, samanber íslcnskan árangur í íþróttum, sönglist, tafli, spilum o. s. frv. Því fleiri menn, sem leggja stund á að skilja erfiðleikana í fræðslumálunum, sem verður að yfirstíga, því meiri líkur eru til þess, að við fáum eins góða skóla og þjóðin þarfnast. Ágæt norsk verSIaunekvikmynd. Heltji Tryggvason. fjelagsstarfa, bæði til gagns og skemmtunar. Vafalaust myndu margir góðir menn og konur una því vel að verja tómstundum sín- um í að kynna sjer uppeldismál og skólamál, enda þótt atvinna þeirra sje óskyld skólamálum. Með slíku áhugastarfi gætu þeir unnið þjóð sinni stórmikið gagn, og það eru ekki svo lítil meðmæli með tómstundaiðkun af þessu tagi. Kennslumálin eru ekki mál skóla starfsmannanna einna og yfir- manna skólamálanna, heldur mál foreldranna, sem eiga blessuð skólabörnin, og allra landsmanna. Og í vissum skilningi erum við, sem erum á manndómsárum, bæði menn og konur, foreldrar allra þeirra barna, sem eru að alast upp í landinu. Mjer . hefur verið það ekki raunalaust, þegar rætt hefur ver- ið á alþjóðlegum uppeldismála- þingum um ágæti slíks fjelags- skapar um skóla- og uppeldismál, að þurfa að viðurkenna, að slík fjelagshugmynd hefði ekki feng- ið almennan framgang á íslandi ennþá. Jeg er hjer vitanlega ekki að tala um fjelagsskap, som ein- stakir kennarar kunna að hafa við foreldra barna þeirra, sem þeir kenna, heldur í miklu víðara um- taki. ALLIR ÞEKKJA SKÓLANA AF EIGIN REYNSLU Telur þú, að fólk almennt hafi næga þekkingu til að geta fundið úrræði í þessum málum fram yfir t. d. kennara, sem stunda kennslu sem Hfsstarf? — Það er nú fyrst að segja, að allt fulltíða fólk þekkir skóla af eigin reynslu, svo að hjer er ekki um eintóma leyndardóma að ræða, sem „vjer einir vitum“. Mjer hef- ur persónulega orðið mikill fróð- leikur og stoð í að tala við góða og greinda menn um liðna skóla- daga. Einhverjir myndu sjálfsagt koma fram sem segja vildu margt mis- jafnt og af lítilli góðgirni. Það er gott að fá þá líka til viðtals. En þeir, sem myndu vei'ða þarna stöðugastir og fúsir til að legg.ia eitthvað á sig að jafnaði, eru þeir góðgjörnu og ötulu menn og konur, sem vinsuðu það athyglis- verðasta úr aðfinnslum og tillög- um, rnótuðu það með alúð og áhuga og bæru fram til rjettra aðilja o. s. frv. I Slíkur fjelagsskapur reynir vit- anlega að hafa áhrif á barnaupp- eldið yfirleitt. Ekki þýðir að ætla I sjer að starfa með áhlaupum ein- um, heldur með stöðugri vinnu, 1 stöðugri athygli og fróðleiksöflun I um mál skólanna og uppeldi yfir- J leitt. " | Suma hluti gengur fljótt að I skilja, þarf aðeins að bregða ljósi yfir þá. Aðrir eru miklu flóknari NEMENDUR MEGA EKKI FLYTJA SLÆVANDI ÁHRIF AÐ HEIMAN Jeg vil ganga svo langt að segja, að það sje ekki hægt að láta skólana ná eðlilegum þrifum, ef svo og svo stór hópur manna telur skólastarfið lítils virði. Nemendur verða þá fyrir neikvæðum áhrif- um í heimahúsum, slævast því ofurlítið — eða mikið — og flytja með sjer slævandi áhrif inn í skóla stofuna. Þar með er f.yrir girt, að sú vinnustöð geti skilað hámarks- árangri. En setjum svo, að ailur þorri manna sje óánægður með skólana, námsefnið, lengd námstímans o. s. frv., og sjeu nemendur haldnir einhverri slíkri óánægju eða vanti vinnugleði, þá er kominn þungur dragbítur á skólastarfið hvern einasta dag. Svona getur þetta haldið áfram að verka hvort á ann- að á víxl, eins og þegar maður fær höfuðverk af áhyggjum og síðan áhyggjur út af þeim höfuðverk, og út af þessum versnandi höfuð- verk enn meiri áhyggjur! NAMSLEIÐINN — Já, þú nefndir vinnugleðina. Hvað vitu þá segja um námsleið- ann, sem svo margir tala um? — Hjer eru margar orsakir samvei'kandi, og jeg er til með að ræða þær ítarlegar síðar. En jeg skal strax vara við því, að slá því föstu, að nemanda leiðist til- tekin námsgrein, þó að honum leið- ist einhver námsbók og meðhöndl- un hennar í skólastofunni. Það er algengur misskilning- ur að halda, að námsbækur þurfi að - vera stuttar til þess að þær lærist vel. Það má ekki pressa bókina svo saman, að allur lifssafi þurrkist úr fróðleiknum. Fróðleik- ur margs konar bregður upp fyrir okkur líflegum og litríkum mynd* um ef hann fær að njóta sín rjett. Verði þær skuggagráar i meðferð kennslubókarinnar eða kennaráns, er hin svokallaða fræðsla orðin ósönn, og ósannindi leiða illt af sjer. Svo getur farið, að bak við svört orð bókarinnar, sem flytja ein- tóma upptalningu aðalatriða svo- kallaðra í klipptum setningum, skynji nemandinn ekki nein aðal- atriði lengur. Það getur orðið Ijóta skræðufræðin. Við þurfum að treysta meir á aðgengilegar lesbækur í ýmsum námsgreinum skólanna. Við eig- um allt of fátt af þeim enn. í því efni hygg jeg að við getum lært einna mest af enskumælandi þjóð- um austanhafs og vestan, sem eiga g-eysilegt úrval ágætis skólabóka, enda virðast nemendur una sjer eins vel við að lesa þær og gera skriflega útdrætti eins og böinin una sjer við leikföng sín — eru svo niðursokkin af áhuga, að þau | horfa hvorki til hægri nje vinstri, j nema þegar þau þurfa að ræða eitthvað við fjelaga sína um náms- ! efnið, cða kennarann. Framli. á bls. 8 Norska kvikmyndin, „Við giftnm ok!-ur“, sem Guðrún Brunborg sýndi hjer í sumar og haust, hefir vakið mjög mikla athygli, en nú hefir Guðrún hafið sýningar á nýrri norskri verðlaunakvik- niynd, sem ekki er síðri og cetla ntá að verði mjög vinsael. Nefn- ist hún „Kranes kaffihús" og er sýnd i Hafnarbíói. Kvikmyndin e? gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir skáldkonuna Cora Sandel, eti Helge Krog samdi síðan leikrit eftir sögunni. Þótti svo rr.ikid til sjónleiksins koma, að hann var svndur 117 sinnuni í Osló. —• Mvndin hjer að ofan er af Rönnaug Aíten og Erik Helí í aðalhlut- verkum myndarinnar. Áfhugyn á sparnaSi í reksfri bsjarsjóða fyrirískja Rlaðinu hefur borist cftir- farandi frá íjelagsmála- ráðuneytinu: I ÁGÚSTMÁNUÐI a.1. tilkynti f jelagsmálaráðueytið að það mundi hlutast til um, að fyrir næstu ára- mót yrði látin fram fara nákvæm athugun á rekstri allra bæjarfje- laga landsins með það fyrir augum að draga úr útgjöldum bæjarsjóða og bæjarrekinna stofnana svo sem unt væri, án þess þó að af því leiddi veruleg röskuh á atvirmulífi kaupstaðanna. Það hefur komið mjög greini- lega í Ijós nú í ár, að kaup- staðirnir eiga flestir í verulegurn fjárhagsörðugleikum, og á fundi, er bæjarstjórar kaupstaðanna áttu með sjer nú fyrir skemmstu, komu fram tillögur og áskoranir til rík- isstjórnarinnar og Alþingis um að hlutast til um að greitt verði fram úr fjárhagsvandræðum kaup staðanna með ýmsu móti. Er því full nauðsyn á að frarn fari, áður en sjerstakar ráðstafanir verða gerðar af því tilefni, gagngerð athugun á fjarreiðum kaupstað- anna. Með vísun til þessa hefur ráðu- neytið með brjefi, dags. 3. þ. m., lagt fyrir bæjarstjórnir allra kaup staðanna að láta nú í nóvember mánuði framkvæmá athugun á rekstri bæjarsjóðanna og bæjar- rekinna stofnana með það fyrir augum að draga úr útgjöldum við reksturinn svo sem fært þykir. Um væntanlega tilhögun þessarar I athugunar segir svo í brjefi ráðu- neytisins til bæjarstjóranna: „Ráðuneytið telur að athug- un þessi verði best íramkvæmd með þeim hætti, að bæjarráð eða fjárhag-snefnd velji þrjá menn, er staðgóða þekkingu hafa á málefnum kaupstaðar- ins, í nefnd til þess að hafa athuganir á hendi. Nefndinni ber að afla sjer nákvæmra upp- lýsinga um rekstur bæjarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja, ræða við forstjóra og stjórnir fyrirtækjanna og gera að því búnu tillögur cil stofnananna sjálfra og bæjarráðs og fasta- nefnda bæjarins um sparnað í rekstri, eða breytingar og um- bætur, sem nefndin telur rjett að reyndar verði til sparnaðar. Fyrirsvarsmenn bæjarsjóðs og fyrirtækja, skulu innan tiltek- ins frests, svara nefndinni og tjá sig uni Hvað þeir telja fram kvæmanlegt af tillögum henn- ar og hverjar gagntillögur þeir vilja gera. Það, in stefna ber að, er alhliða- uarnaður í starfs- mannac.u. ti, skrifstofukostn- aði, bifreiðanotkun, húsnæði fyrir skrifstofur eða aðra starf semi, samfærsla á skyldura stofnunum og störfum og sjér- hvað annað, er hefur í för meö sjer beinan eða óbeinan sparn- að á fje fyrirtækjanna eóa bæjarsjóðsins. Þá skal og láta fram fara g'aumgæíileg athugun á því, með hverjum hætti ýmsum stærri verkefnum, er bæjar- stjórnin annast, svo sem gatna gerð og viðhald gatna, götu- hreinsun, sorphreinsun, bygg- ingaframkvæmdir og annað það, sem mikið fje kostar ár- lega, verói best fyrir komið og kæmi þar á meðal til álita hvort ekki ætti að bjóða slík verk út í ákvæðisvinnu, a. m. k: að einhverju leyrtí, ef því verður við komið. Ennfremur að athuga gaumgæfilega fram- færslukerfið og sambandið milli þess annars vegar og Tryggingastofnunar ríkisins og sjúkrasamlagsins hins Vegar, með tilliti til nánara samstarfs milli þessara aðila og sparnað- ar á opinberu fje. Þegar nefndin hefur lokið störfum, ber henni að skila bæjarstjórn álitsgerð og tillög- um fyrir hverja stofnun sjer- staklega og fyrir bæjarsjóðinn í heild. Bæjarstjórn skal svo, fyrir 15. des. n.k. taka afstöðu til tillagnanna og senda ráðu- neytinu greirpirgerð sína ásamt upplýsingum um þann sparn- að, sem hún hefur ákveðið að framkvæma, og á grundvelh þeirra tillagna sinna, skal bæi- arstjórn, fyrir 31. des. 1951, hafa lokið samningu fjárhags- áætlunar fyrir árið 1952. Þegar bæjarstjórn hefur lok- ið samningu fjárhagsáætluna: ber að senda ráðuneytinu áæti- unina, en það mun hjer eftir fylgjast betur með því, en ver- ið hefur til þessa, hvernig fjár- hagsáætluninni er fylgt í dag- legum rekstvi bæjarins. Ráðuneytið mun hjer cftir, ársf jórðungslega, krefja bæ, - arstjórn skýíslna um það hvernig útg,jöldum sveitarfje- lagsins er háttað með samar- burði við fjárhagsáætlunina og mun, ef þurfa þyldr, láta trúr- aðarmann sinn gera við og við athugun á því, hvei'nig fjái- hagsáætluninni er fylgt og a? trygging sje fyrir því, að fj' bæjarsjóðs og fyrirtækja hans sje varið til þess, sem í fjái- hagsáætlun hefur verið gei't ráð fyrir, en ekki til annara út- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.