Morgunblaðið - 17.11.1951, Síða 9

Morgunblaðið - 17.11.1951, Síða 9
Laugardagur I’L nov. 19si MORGUNBLAÐ19 P. V. G. Síolka: ít n ii i i ií íj §.? ii 11 ij LÆKNIl 9G LÆKNISFRÆSm IV. AÐ KO.MA SJÚKLINGUNUM | I RÁ SJER j Það er ekki sanngjarnt að skella aðallega skuídinni á lækna I deild Háskólans fyrir skort á tamningu vilja og nauðsynleps sjálfstrausts hjá læksaefnunum. | Öll aðstaða til framkværnda ' vandasamra aðgerða hefur stór- um batnað í Reykjavik, frá því, sem áður var, en staðið í stað víðast hvar úti um landið. Hver samviskusamur læknir verður að hugsa fyrst og fremst um öryggi siúklingsins. Með batnandi r.a'm- göngum, einkum í iofti, er það nú auðveldara og hEettuminna en | áður var að koma sjúklingum frá sjer til meðferðar. Aður iyrr var . oft ekki í önnur hús að venda og iæknirinn varð eftir þunga. innri baráttu að leggja út í að fram- | kvæma aðgerðir, sem virtust honum um megn. Jeg var ungizr kandidat án framhaldsnáms á íæðingarstofn- un. þegar jeg neyddist til að gera mína fyrstu vendingu á fóstri. Það varð að gerast í kjallara- ; kompu, þar sem helstu innan- | stokksmunirnir voru eldavjel, kolapoki og kartöflusekkur. Jeg gerði minn fyrsta keisara- j skurð og það í heimahúsum með aðstoð stúdents og ólærðrar i hjúkrunarkonu, en hafði þá aldrei sjeð þá aðgerð fram- > kværnda af öðrum. Jeg hefði 1 reynt að losna við þann vanda, ef þess hefði verið nokkur kost- j ur annar en sá að horfa í úrræða- leysi upp á konurnar deyja. Jeg er þakklátur íorlögunum fyrir það, að engín flugvjel var þá til, til þess að senda sjúkling- ana með, því að jeg hefði íarið á mis við mikla starfsgleði, ef jeg hefði aldrei fundið til krafta minna í slíkri og þvíhkri þraut. Jeg held jafnvel, að jeg hefði gef ist upp við Iæknisstarfið með ölium þess áhyggjum og ónæði, ef jeg hefði ekki stundum getað fundið, ,,að stórt er best að vinna‘‘. Þess vegna get jeg lika unnt mínum yngri starfsbræðr- um þess að fá betri aðstæður til að reyna krafta sina og vona jeg því, að þeir fyrirgefi mjer þenn- an Jónsbókarlestur. V. ÓÞARFAR REYKJAVÍKURFERÐIR Það er gott til þess að vita, að við höfum fengið ágæta sjerfræð inga i ýmsum greinum í höfuð- staðnum og jeg fyrir mitt leyti hef aldrei hlífst við að senda sjúklinga mína til þeirra, ef ie» hef álitið þeim betur borgið með því. Stundum hef jeg beiniínis orðið að reka þá þangað. Á hinn bóginn hefur með bætt- um samgöngum og auknum pen- ingaráðum skapast sú tíska með- al Jandslýðsins að rjúka til Reykjavíkur, rápa þar á milli ■sjerfræðinga og eyða til þess miklum tíma og fje, þótt þetta sama fólk hafi ekki gefið sjer tíma til að fylgja fyrírmælum læknis síns heima í hjeraði eða gefið honum færi á að stunda sig þar eins og þörf var á. Það er ekki sjaldgæft, að sjúklingar dvelji langvistum í Reykjavík íil þess að fá hjá sjerfræðingum þar þær fjörefnasprautur, sem það hefði alveg eins getað fengið heima hjá sínum eigin lækni. OF MARGIR SJERFRÆÐINGAR Ein ástæðan til þessa öfug- streymi er sú, að of margir lækn- ar hafa lagt fyrir sig sjerfiæði- greinar og hafa því ekki nóg að gera nema með þvi að vasast í •almennum lækningum. Skortur á nægilegum sjúkrahúsum úti um land er önnur ásæðan og ef i til vill sú veigameiri. Þjóðfjelagið verður að gera sjer ljóst, að læknar —erða allt af dýrir í reksri o.< því vtrður að nýta starfsork. ; eirra oftir því, sem kostur er v. Sjerfræð- ingar með 10—12 ára nám að baki ' og dýran áhaldakost eru nauð- i synlegir, en það er of dýr „luxus“ að hafa þá mikið fleiri en þörf krefur. ÚRELT IÍJERABSLÆKNASKIPUN En það er líka óþarfur luxus að hafa yfir 50 hjeraðslækna og byggja yfir þó læknisbúsaði fyrir 25 milljónir króna, ef aðallega á að nota þá til þess að gefa pensi- lin og önnur nýtísku „antibio- tica“ við næmum sjúkdómum, en flestir sjúklingar með aðra sjúkdóma eiga að fara til Reykja víkur íil lækninga. Síðari hluti Ef flestum sjúkrarúmum fyrir fólkið úti um landið á að hrúga saman í Reykjavík og ef þar og hvergi nema þar á að skapa starfsstöðvar fyrir vel mennaða og dugandi lækna og ef fólk úti um land á að vera neytt til að eyða tíma og fje til þess að leita sjer lækninga í höfuðstaðnum við flestum sínum kvillum, þá er orðið lítið vit í hjeraðslækninga- skipun landsins. Það er heimtað lengra, dýrara og erfiðara undirbúningsnám fyrir hjeraðslækna, en jafnframt er starf þeirra gert ómerkilegra og lágkúrulegra. Mannmörgu hjeruðin, sem áður voru ágætt starfssvið fyrir duglega og á- hugasama menn, eru bútuð nið- ur þangað til hvert hjerað er orðið svo fámennt, að þar er hvorki hægt að safna reynslu nje æfingu, heldur týna því niður, sem áður var lært. VERKEFNI HJERAÐSLÆKNA VERÐUR LÍTIÐ Aðalverkefni hjeraðslækna verður með þessu móti að fylla á meðalaglös, jafnóðum og þau tæmast, þeim lyfjum, sem Lyfja- nefnd Tryggingarstofnunar rikis- ins leyfir sjúkrasamiögunum að greiða, hringja til Reykjavíkur eftir sjúkraflugvjel, þegar ein- hver fær botnlangakast, skrifa endalaus vottorð og senda heil- brigðisstjórninni árlega skýrslu um þessi afrek sin. Þetta verður þægilegra og bet- ur launað starf en hjá gömlu hjer aðslæknunum, en það verða ekki þeir duglegustu og áhugasömustu af læknaefnunum, sem kjósa sjer starfssvið í sveitahjeruðunum með þessu móti. Þeir munu setj- ast að í Reykjavík eða ílendast erlendis að afloknu- framhalds- :iámi. Og hjeraðslæknarnir verða ekki skáldunum yrkisefni — nema níðskáldum og söngfíflum. Enginn Grímur Thomsen yrkir þá hetjukvæði um neinn Svein Pálsson, því að skammsýn og-hug sjónalaus læknaskipun hefur þá drepið dug og blindað hugsjónir hvers góðs mannsefnis, sem gerð ist læknir í sveitahjeraði. VI. UM TVÆR EEIÐIR AÐ VELJA Það eru til tvær leiðir í stað þeirrar vegleysu, sem hjer hefur verið lýst. Önnur er sú að miða allt við sem bestan læknakost í Reykjavík og gera það af viti. Þá má fækka hjeraðslæknum stórlega og spara með því mikið ' fje, því að það er hægt að kom- ast af með hálfbakaða læknis- fræðinga eða heilsuverndarhjúkr unarkonur til þess að gcfa lungna bólgusjúklingum pensilin eða sulfalyf, úhluta þeim mixtúrum I og töblum eftir forskrift frá Lyfjanefnd Tryggingarstofnunar innar og útvega þeim flugfar til Reykjavikur, sem ekki batnar | yjð slík • ; ;eði innan ákveðins s tíftia. ÞeUa er skynsamleg sparn- aðarleið, a.m.lr. á yfirbo: ðir.u, og því ekki ólíkleg til fylgis. Hin leiðin er að hagnýta bætt- ar samgöngur innan hjeraoanna og auka tækni með því að hafa læknishjeruðin stærri en nú er, þar sem því verður við komið, en fleiri en einn fullgildan lækni í slíku hjeraði. Með þeim á að véra skynsamleg verkaskipting, svo að einn gefi sig aðallega að lyflækningum og. heilsugæslu, en annar að handlækningum, eins og gert er ráð fyrir í heilsu- gæslulögunúm. Báðir hefðu nokkra sjermenntun í sinni grein og ættu þess kost að afla sjer revnslu og æíingar á sínu sviði, en hjálpuðust að við allar meiri háttar ðgerðir. I slíkum hjeruðum þarf vitan- lega að koma upp góðu sjúkra- húsi, sem er höfuðskilyrði fyrir því að hægt sje að veita fólki við unandi læknishjálp heima í hjeraði. MILLJONUM VARIÐ GEGN HJERAÐSSPÍTÖLUM Nú er nokkrum milljónum af almannafje varið árlega til þéss að fyrirbyggja það, að r.okkur spítali úti á landi geti þrifist. — Það er gert með því að halda úaggjöldunum á Landsspítalan- um niðri og greiða reksturshall- ann úr ríkissjóði. Einnig þetta á sinn þátt í því að soga allt til höfuðstaðarins og hefta viðleitni hjeraðanna úti á landi til eðli- legrar sjálfsbjargar í sjúkramál- um. Meðlag ríkissjóðs með Lands spíalanum hefur stundum numið eins miklu og laun allra hjer- aðslækna á landinu samanlögð, en spítalar hjeraðanna :pá engan rekstrarstyrk úr ríkissjóði. Stór hjeruð með góðum spítala og nægilegu starfssviði fyrir dug legan lækni eða lækna myndu tryggja öllum landslýð betri læknishjálp en nú og margfalt betri en verða mun að öðrum kosti, því að þau yrðu keppikefli ungum mönnum, jafnvel þótt þeir yrðu að vinna það til að gegna fyrstu árin fámennum og' erfiðum hjeruðum, sem því nytu á þennan hátt góðs af stóru hjer- uðunúm. Þetta fyrirkomulag myndi spara nokkuð af dýrum sjerfræðingum í Reykjavík, nokk uð af kostnaðarsömum sjúkra- flutningum þangað, nokkuð af milljónum króna í ferðakosnað fyrir landslýðinn, nokkuð af dj<r- mætum tíma og starfsorku og siðast en ekki síst, nokkuð af mannsiífum. Dorothy eignast SGBl Leikfjelag Reykjavíkur sýnir hinn skemmtilega gamr deik „Ðorothy eignast soL“ á sunnu- dag kl. 8. Á myndinni eru „Myrtle“, Erna Sigurleifsdóttir og ,Hús- 'eigandinn“, Guðjón Einarsfou. Til vinstri á myndinni er hinn nýi forseti AUsherjarþingsins, Mexíkémaðurinn Luis Padilla Nervo. Trygve Lie, aðalritari S. Þ. óskar honum til hamingju. Brýsi þörí vinnuheimiiis fyrir ssstga afbrotamenn Fangahjálpén ætiar sð safna fjs iil sfofnunar vinnuheimiis. SÍÐLA í sumar birtist í Mbl. samtal við Oscar Clausen um starfsemi „Fangahjálparinnar“. Skýrði Oscar þar frá því sem á hefði unnist þau tvö ár, sem starfsemi þeirri hefði verið haid- ið uppi. Að lokum minntist hann á þá síefnubreytingu, þar sem verið er að hverfa frá innilokun fanga i stórum fangelsum og þróunin gengur í þá átt að koma þeim íyrir í betrandi vinnu við landbúnaðarstörf o. s. frv. Hef- ur það verið rökstutt með því að margir afbrotamannanna sjeu ungir menn, sem leiðst hafa út á glæpabrautina fynr ýmis óvið- ráðanleg atvik. Fyrir slíka menn er inr.ilokunarfangelsi mjög ó- heppilegt og þyrftu þeir að kom- ast í dvöl á vinnuheimili, þar sem þeir verða fyrir betrandi áhrifum. Þar yrði lögð áhersla á að efla traust hinna ungu manna á sjálfum sjer og hjálpa þeim að gerast starfandi, heiðar- . legir borgarar í þjóðfjelaginu. Sagðist Oscar Clausen i sam- tali þessu hafa mikinn áhuga á því að koma slíku vinnuheimili upp hjer á landi sem fyrst, enda sýndu athuganir, að þörfin væri mjög brýn. UÖDD FRÁ AMERÍKU Þegar frjettamaður Mbl. hitti Oscar Clausen að máli fyrir skömmu, hafði hann þær fregnir að flytja, að hann hefði nýlega fengið brjef frá hinum kunna Vestur-Islendingi Guðmundi Grímssyni dómara við yfirdóm Norður-Dakota í Bandaríkjunum, þar sem hann lætur í Ijós gleði yfir starfi Fangahjálparinnar og óskar henni góðs gengis í að koma fram stofnun vinnuheim- ilis. Brjefið hljóðar svo: „Jeg er nýbúirm að lesa j samtalið við yður í Morgun- blaðirtu 3. ágúst 1551 og vil 1 senöa yður mínar bestu óskir um í'ramgang þess máls, sem ! þar um ræðir. Jeg er á yðar máli bæði um það, sem þjer viljið gera láta afbrotamönn- um til hjargar eftir að þeir koma úr fangelsi og eins um þá breytingu, sem þjer stingið upp á, að gerð vérði á fang- elsisvistirini. Jeg var hjetaðs- dómari lijer í 20 ár. Hafði jeg þá ætíð í huga, er jeg dæir.di dóm, hvað hægt væri að gera fanganum til bjargar, svo að hann gæti byrjað < > og betra líf er hann hef tekið út dóm sinn, svo a< fcaui leiddist síður til nýrra af- brota. Jeg átti þátt í því, aö komið var á fót búgarði handa föngum, og skyldi þar fyrst og fremst komið fyrir þeim, sem dæmdir voru í fyrsta sinn. Nú er verið að stofna hæli handa áfengissjúkling- um, en eins og þjer takið fram, er ofdrykkja mjög oft orsökirt cða ein af orsökunum til þess, að afbrotamenn lenda aftur út á glæpabrautina. Mjer þykir vænt um að sjá. að áhugi er fvrir þessum mál- um á íslandi og óska yður innilega íil hamir.gju með það góða starf, sem þjer hafiö unnio. Yðar einlægur, G. Grímsson (sign.)“ UNGLINGAR SENÐIR A LITLA-HRAUN — Þörfin fyrir að koma upp vinnuheimili fyrir unga menn er mjög aðkallandi hjer, segir Osc- ar Clausen. Það munu nú vera hjer nær því þrír tugir ungra manna á aldrinum 16—21 árs með biðdóma og refsidóma. Eins og stendur er einskis annars úr- kosta méð suma þessara pilta en að senda þá austur að Litla- Hrauni og láta þá afplána refs- inguna þar. Sem kunnugt er hljóta menn oftast við fyrsta brot skilorðsbundinn dóm, en þessir piltar hafa hver um sig framið mörg afbrot. — En hver hefur verið reynsí- an af því að láta svo unga menn afplána refsingu að Litla-IIrauni? — Það hefur verið mjög ó- heppilégt. Fangelsið er svo ófull- komið, að ekki er hægt að koma við aðgreiningu fanganna að neinu ráði. Þessir ungu afbrota- rnenn eru þar samvistum við rót- tæka glæpamenn, kynnast þeim og vill því oft fara svo að leiðir þeirra ligg'i saman að lokinni af- piánun refsingar. ÓUMFLÝJANLEGT AÐ STOFNA VINNUHÆLI — Nokkrum ungum afbrota- mönnum hefur að vísu verið komið á góð sveitaheimili. Það hefur gefist misjafnlega, þó ekki hafi það verið heimilunum að kenna. Reynslan heíur sýnt að það er óumflýjanlegt að koma vsnnuheimili á fót fyrir unga íluotamenn. Ekkert þjóðfjelag feotur látið svo alvarleg mál sera vind um eyru þjótá. I _______Framh. ó bls, 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.