Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. des. 1951 MORGUNBLAÐIÐ 9 1 fíorðlenzki síldarstoininn hefur hreytt um göngn hcsnn ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja hversu síldveiðar við Norð- urland hafa brugðist undanfarin ár. Á þar öll þjóðin við sárt að binda. Þarf sízt að rifja upp þá harmsögu fyrir þann hóp manna, sem hér er saman kominn. Sízt er að furða þótt ýmsar spurning- ar varðandi eðli og framtíð þess- ara veiða, séu ofaríega í huga manna. 1. Hverju er aflabresturinn að kenna? 2. Hafi síldin lagst frá, er þá ekki von til þess að hún láti sjá sig á ný og fylli miðin við Norð- urlantl? 3. Hvar heldur Norffurlands- síldin sig þegar hún leggst frá? 4. Er hægt að finna hana, og er hægt að veiða hana, ef hún finnst? AFLABRESTUR STAFAR ÝiVÍlST AF FISKLEYSI EÐA BREYTTUM FISKGÖNGUM í þessu erindi mun ég gera mér far um að ræða þessi viðfangs- efni, sem spurningarnar fjalla um, án þess þó að lofa afdráttar- lausum svörum, enda er enn þungt um svör við sumum þess- ara spurninga. Allar fiskveiðar eru sveiflum háðar, ýmist er landburður eða dauður sjór, og allt þar á milli. Eigi þurfum við lengra að sækja en til annálanna okkar til þess að sannfærast um þessa staðreynd og daglega höfum víð fyrir aug- um og eyrum, £ dagblöðum, tímaritum og útvarpi, frjettir af aflasæld eða aflaleysi hvaðan æva úr veröldinni. „Landburður af síld við Jót- land“. „Sardínuveiðar Frakka hafa brugðist algerlega". „Mok- afli af þorski við Grænland11. „Engin karfaveiði við Austfirði“, svo drepið sé á nokkrar líklegar fyrirsagnir. Þegar frá er talið aflaleysi af mannavöldum og veðra, á skort- ur af einhverri fiskitegund í venjulegri fiskileit orsök að rekja til annars af tvennu: Raunveru- legs fiskileysis effa afbrigðilegra fiskigangna. Fiskistofnarnir geta tekið mikl- um sveiflum frá árabili til ára- bils. Einn árgangur getur verið 100 sinnum sterkari en annar, og er sízt að furða þótt slíkt setji svip á aflabrögðin. Ef ungviði nytjafiska er eytt svo mjög með of mikilli veiði, að áirgangurinn, sem á að spretta upp af því, nær ekki að njóta sín þegar til kem- ur, og ef þetta endurtekst og verður að reglu, þá er að ræða um ofveiði, en hún er alvarleg- asta tegund aflaleysis er stafar af fiskleysi. En orsök aflaleysis getur einnig verið önnur, sú að fiskur gangi ekki á venjuleg m'sð, þótt til sé í sjónum, aff físktrr Ieggist frá, eins og það er nefnt. NORURLANDSSÍIJMN HEFIR VIKIÐ AF LEIÐ Eg skal nú strax svara fyrstu spurningunni, sem ég setti fram, „af hverju hefur aflaleysið við Norðurland stafað", og ég ætla að leyfa mér að svara henni af- dráttarlaust. SvariS verður á þessa leið: Síldarskorturinn við Norðurland sumurin 1945—1951 stafar ekki af því, að of mikið hafi verið gengið á stofninn, hann er ekki aff kenna síldar- leysi í sjónum, heldnr því, að síldin hefur þessi árlra hagað göngum sínum öðru vísi en hún gerði áður. Þessu til sönnunar skal aðeins tvennt dregið fram, sem hvort um sig ætti að taka af allan vafa: (1) . Aldursgreining á síldinni, sem veiðist ber þaff með sér að stofninn stendur eins og er með miklum blóma. I honum er mjög gamall fiskur, allt upp í tuttugu ára og eldri, sem sýnir það, að hann lætur ekki á sjá undan veið- inni og stofninn er auk þess styrktur af nokkrum ágætum ár- göngum, sem mundu gefa prýðis góða veiði, ef til þeirra næðist. (2) . Það hefur tekizt að finna sjálfan aðalstofninn, þar sem hann heldur sig, annars staðar en HcBEinsókmasfcip Eeita og veiðar eilast í fcaii Fyrirlesfur Árna Friðrikssonar á Fiskiþingi á fjörðum, flóum og í sundum við Norðurland. Orsökin tii aflaleysisins eru því breytíjr hættir á göngu síld- arinnar. Á síðast liðnum þrem árum hefur unnizt ný þekking á þessu sviði, þekking, sem getur haft úrslita áhrif á framfíð síld- veiða hér við land og annars staðar, og það ef til vill áður en varir. MERKINGARNAR GETA VERIÐ LÆRDÓMSRÍKAR Það er því ekki úr vegi að við nemum staðar áður en lengra jr haldið, að við litum nokkuð á feril Norðurlandssíldarinnar um úthafið, og vil ég þá byrja á því að lýsa nokkuð þeirri rannsóknar tækni, sem við eigum þekkingu okkar að þakka, sem sé síldar- merkingarnar. Fiskur er merktur til þess að kanna göngur hans, aldur, dán- artölu í stofninum o. s. frv. Ef þorskur er merktur á Sel- vogsgrunni í apríl en veiðist vest- ur á Barðagrunni í maí sama ár, þá vitum við að þorskur gengur á milli þessara staða á þessum tíma árs, og hann er um það bil einn mánuð á leiðinni. Ef við merkjum smáfisk, sem eftir stærðinni að dæma er Iveggja vetra og endurveiðum hann átta árum síðar, þá er hann tíu vetra gamall. Ef við veiðum eitt hundrað af fiski frá einhverri merkingu a fyrsta árinu eftir merkinguna, en 50 á öðru ári, þá hlýtur merkts fiskinum, að öllu öðru jöfnu, og þá einnig stofninum, sem merkt var úr, að hafa fækkað um helm- ing á árinu og þá er dánartalan 50 af hundraði. Eins og kunnugt er fara 8 eða 9 síldar af hverjum tíu, sem veidd ar eru við ísland eða Noreg, í bræðslu. En nú er svo langt frá því að mannshöndin eða mannsaugað, komizt í samband við hverja sild, sem fer í bræðslu og þess vegna mundu merki, sem fest væru utan á síldina, fara for- görðum umvörpum, og að litlu gagni koma. Af þessari ástæðu hefur verið horfið að því ráði að nota stál- merki, sem stungið er inn í mör- inn á síldinni. Siðan er komið fyrir segulútbúnaði í verksmiðj- unum, sem draga stálið úr mjöl- inu þegar merkt síld er brædd. Þess er ekki kostur hjer,-og ekki heldur þörf, að lýsa tækni merk- inganna, en hins vegar er nauð- synlegt að skýra nokkuð frá gangi þeirra og niðurstöðum þeim, er þær hafa borið að garði, til fyllri skilnings á framvindu þeirra máia, sem hjer. er-fjallað um. SAGA SÍLDARMERKINGANNA í NOREGI OG HÉR Síldarmerkingarnar hófust á vorsíldarvertíðinni við Noreg 1948, en það voru, um leið fyrstu síldarmerkingar í Evrópu og reyndar í Atlantshafinu. Síðan hefur verið merkt síld á hverjum vetri við Noreg og á hverju sumri við Island nema 1950, þegar merkingarnar urðu að falla niður vegna fjárhagsiegs getuleysis, og tvö síðast liðin sumur hefur verið merkt síld í hafinu fyrir austan Island. Samtals hafa nú verið merktar 68.682 síldar, er skiptast þannig á árin, að 1948 var merkt tæpt hálft fjórtánda þúsund, 1949 rúmlega 8 þúsund, 1950 rúm 22 þús. og 1951 nærri 25 þús. Af allri þessari síld hefur verið merkt tæplega 55 þús. við Noreg, tæplega 12 þúsund við ísland og rúm 2000 á úthafinu. Síldarmerkingarnar krefjast mikils viðbúnaðar og kosta mikið fje. Eigi er hægt að ætlast til að skipið, sem merkir síld, geti sinnt öðrum störfum það sum- arið. En hins vegar er hægt að komast af með hlutfallslega lítið skip og fámenna skipshöfn, Sem dæmi um það, hvert ofur- kapp Norðmenn hafa lagt á síld- armerkingar, eftir að árangur fór að sýna sig, eins og ég mun brátt víkja að, skal það nefnt að síðast liðna tvo vetur hafa þeir haft tvö skip, er einungis gáfu sig að merkingum. Auk þess hafa þeir búið út sjerstakan merking- arbát, sem rannsóknaskipið þeirra, G. O. Sars, getur tekið með hvert sem farið er. Þannig er hægt að sitja um færi til þess að merkja síld, hvar sem hún lmnst a utnaíinu. Hér við ísland er öll aðstaða ; til síldarmerkinga miklu erfiðari en við INoreg, einkum vegna þess, að starfið þarf að fara fram úti á opnu haíi, þar sem oft er úfinn sjór. Á þessu höfum við orðið að kenna óþyrmilega hin síðari ár, enda endurspeglast hinn hlutfalls lega lági fjöldi merktra silda < þessum erfiðleikum. Á þessum stað vil ég sérstak- lega leyfa mér að taka eitt fram. Það er þýðingarlitið að ríkis- stjórnin, hvort sem er hér eða í Noregi, leggi stórfé til síldarmerk inga árlega, nema það sé tryggt, að segulútbúnaður sé í hverri verksmiðju, svo að tryggt sé ör- ugglega, að merki úr endur- veiddri síld heimtist. Hér er að ræða um sjálfan grundvöllinn undir merkingarstarfinu, og velt- ur allt á að hann bili hvergi. Yfirleitt höfum við notið hinnar beztu samvinnu við íslenzkar síldarverksmiðjur í þessu efni, eins og árangurinn sýnir. En ég vil taka það skýrt fram, að þá má ekki vanta segul í eina einustu síldarverksmiðju á íslandi, hversu lítil, sem hún kann að vera, allra sízt á Austfjörðum. MERKINGARNAR IIAFA LEITT í LJÓS AÐ SÍLDIN FER MILLI LANDA Ég kem nú að því að tala um árangurinn af síldarmerkingun- um. Mér telst svo til að nú hafi endurheimzt bæði við Noreg og ísland um 460 síldar. Frá þeirri tölu verðum við að draga tæpar 200 síldar, sem Norð menn veiddu á einum stað í fyrra, rétt eftir merkingu, vegna þess að þær geta ekki gefið okk- ur neinar upplýsingar um göng- ur síldarinnar, eða annað, sem máli skiptir. Þá verða eftir 277 endurheimt- ar, Af þeim hafa 118 komið fram við ísland, en 159 við Noreg. •— Endurheimturnar skiptast þannig á árin, að 1948 fundust 25 merki, 1949 57, 1950 78 og 1951 fundust 117 merki. Hvað sýna svo þessar endur- heimtur? í fyrsta lagi það, að síld, sem merkt er við Noretg veiðjst við Norðurland. Sumarið 1949 fannst eitt norskt merki við ísland og síðast liðið sumar fundust hér 5 norsk :nerki. í öðru lagi að síld, sem merkt er í hafinu fyrir austan Island, veiðist hér við land, því að eitt merki þeirrar tegundar fannst hér s.l. sumar. í þriðja iagi, að síld, sem merkt er við ísland, veiðist við Noreg. Fyrsta íslenzka merkið fannst við Noreg vorið 1949, vorið 1950 fundust 11 merki og síðast liðið vor fundust hvorki fieiri né færri en 17 ísienzk merki við Noreg. Og loks, í fjórða 3agi, hefur það sýnt sig, að síld, sem merkt er í hafinu, veiðist við Noreg. Af þessum ni'ðurstöðum verff- ur ekki dregin nema ein ályktun, sem sé su, að Norðurlandssíldin gengur til Noregs, hrygnir þar með öðrum á vorin, en norska stór- og vorsíldin gengur á Norff- urlandsmið á sumrin. Beinu lúmrnar á myndinni sýna feril norska rannsóknarskipsins G. O. Sars um hafið á tíma- bilinu frá 23. júní til 1. sept. s. 1. sumar. Bognu línurnar sýna sjávarhitann (Celsius-stig) á 50 metra dýpi (jafnhitalínur). í yfirborði er yfirleitt nokkru heitara en myndin sýnir og kaldara þegar dýpra dregur í sjóinn. Síldin virtist einkum standa þar sem jafnhitalínurnar eru þéttast, þ. e. þar sem skemmst er t. d. úr 8® sjó í 7°, úr 7° í 6® o. s. frv. eða m. ö. o. þar sem strauroar mætast. Mest var af síld austur af ísiandi og við Jan Mayen. Það sést af myndinni að úti fyrir Norðurlandi hefur sjórinn á þessu dýpi yfirleitt verið kaldur, og skammt út í 0° hita. MARGSKONAR ARANGUR | MERKINGANNA Af þessu leiðir aftur, að þegar síldveiði við Norðurland bregst, eigum við að leita að stofninum til austurs, en ekki til vesturs. Það er einmitt þetta, sem hefur verið gert hin síðari ár, í svo rík- um mæli, að segja má að við stöndum nálægt þáttaskilum að því er varðar útgérð á Norður- landssíld. Að því skal ég vikja betur, áður en ég lýk máli mínu. Freistandi væri að telja fram ýmsan annan árangur, sem síldar rannsóknirnar hafa fært okkur, en þess er þó ekki kostur hér. Aðeins vil ég leyfa mér að drepa á eftirtalin atriði: 1. Síldartorfurnar eru ekki var anlegar einingar, heldur leysast þær upp þegar svo ber undir og nýjar torfur myndast síðar úr brotum ýmissa annara torfa. 2. Um hraða síldarinnar á göng um hennar milli 3andanna, verð- ur það eitt sagt að hann hlýtur að vera að minnsta kosti um $ sjómílur á sólarhring, en er sjálf- sagt misjafn, stundum meiri, stundum minni. 3. Um feril síldarinnar frá Nor- egi til íslands hafa merkingarnar sjálfar enn sem komið er, ekki gefið neina beina vísbendingu. Hins vegar virðist leið sildar- innar frá fslandi til Noregs liggja fyrir norðan Færeyjar. Því síld, sem merkt heíur verið í hafinu milli íslands og Færeyja, norð- arlega þó, hefur eins og ég drap á, komið fram í vorgotssíldarmið- unum við Noreg. Síld, sem merkt var á Þistil- firði s.l. sumar veiddist nokkrum dögum síðar við Digranes, og önnur síld, sem merkt var á Kjölsensgrunni við Langanes, veiddist 36 dögum síðar rösklega 100 sjómílur austur af íslandi. Allt þetta sýnir stefnuna. 4. Enda þótt það láti að líkum, að mörg af merkjunum úr endur- veiddri síid komi aldrei fram, þá eru endurheimturnar svo lágar, að engin ástæða virðist vera til þess að óttast um framtíð stofns- ins, þótt miklu meira væri í hann sótt, en nú er gert. Því allra hæstu endurheimturnar frá ein- stakri merkingu, komast lítið yf- ir tvo hundraðshluta af því, sem sleppt var, eftir merkinguna. Þetta bendir vissulega á mjög iága dánartölu í síldarstofninum. 5. Loks ætla ég að nefna eitt dæmi til þess að benda á það, hve mikil brögð hljóta að vera að göngum síldarinnar milli Noregs og íslands, því þar er sannarlega ekki að ræða um neinar smávægi legar undantekningar, heldur um meginhluta stofnsins. Síðast liðið sumar fengum við 5 norsk merki úr um 500 þúsund hektolítrum af bræddri síld, eða eitt merki úr hverjum 100 þús. hektolítrum, en það er sama hlut- fallstalan og við Noreg, því á síðast liðinni vertíð fengu Norð- menn rúm 60 merki úr rúmíega 6 milljónum hektolítra. SAMVINNA NORÐURLANDA- ÞJÓÐA f SÍLDAR- RANNSÓKNUM Sá árangur síldarmerkinganna, ____, Fraœh, á bU, 11 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.