Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 11
[ Sunnudagur 9. des. 1951 MORGlllSBLAÐlÐ 11 i enzki sil Framh. af bls. 9 að sannað varð að síld gengur á Bnilli Noregs og íslands, opnaði ®ugu manna á svipstundu fyrir jþví að leita síldar á hinu mikla Jiafsvaeði milli þessara lánda, Æinkurn ef veiðar brygðust við Korðurland. Þegar eftir að fyrsta síldar- Bnerkið frá íslandi fannst við Nor eg 1949, brugðu Norðmenn strax við og gerðu út síldarleítaleið- angur þá um sumarið. A þessu ári var ennfremur stofnsett norræn síldarnefnd er standa skyldi fyrir samvinnu um síldarrannsóknir í höfum Norð- urlanda, og skyldi megin áherzla Jögð á að rannsaka göngur og lifn aðarhætti Norðurlandssíldarinn- ar, sem og norsku vor- og stór- gíldarinnar. Auka skyldi merkingarnar eins og hægt væri, en gera út leiðangra á úthafið ár eftir ár, til þess að freista þess að fylg.ia síldinni á göngum. hennar frá íandi til lands. Þetta sama haust var ennfrem- ur stofnuð alþjóðleg síidarnefnd á vegum Alþjóðahafrannoókna- ráðsins, en fulltrúa í þeirri nefnd eiga öll fiskveiðaríki í Evrópu. Allt þetta hefur orðið tii þess að koma af stað stórfeldari og hag- kvæmari síldarrarinsóknum en nokkur dæmi voru til áður og er þetta starf nú í fullum gangi. Sumarið 1949 gerðu Islending- ar einnig út skip til rannsókna á úthafinu, en það var mótorskipið Kári frá Vestmannaeyjum, sem leigður hafði verið. Var þá í i'yrsta skipti farið alla ieið norð- ur til Jan Mayen og þaðan suður um hafið. Þetta sumar tókst aS finna síld víða í hafinu, þótt lítil veiði væri uppi við land. En allt var þetta á byrjunarstigi og ekkert hægt að segja um, hvort takast mætti að veiða síldina, þar sem hún kynni að finnast í úthafinu. SÍLDARGANGAN í EEAFI LEITUÐ UPPI. Árið 1950 markar þáttaskil. Þá Um vorið höfðu fundizt 11 íslenzk síldarmerki við Noreg eins og áð- ur er sagt, og var því lagt enn frekara kapp á að rekjja feril síld- arinnar en áður hafði verið gert, enda hafði fengizt góð og upp- örfandi reynzla við rannsöknirn- ar sumarið áður. Nú réði það úrslitum, að Norð- menn höfðu eignast nýtt og vand að rannsóknaskip, G. O. Sars, búið hvers kyns nýtízku tækjum, þar á meðal undratækinu asdic, sem sýnt getur síld Iangt út frá skipinu, þar sem það fer um haf- ið- Við Islendingar höfðum einnig fengið afnot af nýju skipi, Maríu Júlíu, þótt við gætum lítið beitt henni til samvinnu við Norðmenn á úthafinu þetta sumar. G. O. Sars hafði einnig með sér veiðarfæri þetta sumar, bæði reknet, þar á meðal nokkur nylon-net og snyrpinót. Árangurinn af þessum leið- angri var í stuttu máli sá, að skip um tókst að finna síld á geysi- víðáttumiklu svæið, langt austur í hafi, meðan engin veiði var við ísland, alla leið frá Jan Mayen að norðan suður á móts við Langa nes að sunnan. Þessa síid tókst að veiða bæði í reknet og snurpu, og var hægt að ganga úr skugga um það, að hér var á ferðinni Norðurlandssíld. Sum skipanna komu á vettvang þar sem síldin hafðí fundizst, og fengu nokkur þeirra góðan afla, og björguðust þannig yfir lélega vertið. í desember síðast Iiðnum fóru Norðmenn aftur á vettvang, í þetta skipti til þess að reyna að finna síldina þegar hún væri á leið úr hafinu upp að Noregs- ströndum. Þetta tókst einnig prýðilega eins og þegar er orðið kunnugt. Þótt síldin væði ekki á yfirborðinu fannst feiknamikið magn af henni niðrí í sjónum með aðstoð asdicrtækisins, á svæð inu norðaustur af Færeyjum. — Þaðan tókst síðan að fylgja síld- ínhi alla leið upp að Noregs- ströndum og var það í íyrsta gkipti, sem slíkt hafði yeriS gert. KJÖRHITASVÆDI SÍLDARINNAR í HAFINU FUNDIÐ Síðasta skeiðið í rannsóknar- sögu Norðurlandssíldarinnar var svo að baki lagjt síðast liðið sum- ar, en þá tóku íslendingar, Norð- menn og Danir þátt í rannsókn- unum. Síldin fannst, eins og áður austur í hafi. En þetta sumar markar nýtt spor að því leyti, að þá hófst síldveiði á úthafinu. Tekizt hefur að finna innan hvaða liitamarka síldin heldur sig á þessum tíma árs og er því hægt að einskorða síldarleitina við þau svæði, er bjóða henni hin réttu hitaskilyrði. Ilitamörkin eru 6 og 8° C. Gaman þykir mér að veita því athygli að um hitamörkin hafði ég komizt að sömu niðurstöðu fyrir 12 árum og nægir mér þar að vísa til greinar, er ég skrifaði í Ægi haustið 1940 undir nafn- inu „SíJdargengdin mikla“ og til síldarbókar minnar, sem kom út 1944. Annars vil ég geta þess, að á fundi hafrannsóknaráðsins, sem haldinn var fyrir fáeinum vikum í Amsterdam, þótti þessi stað- reynd um sjávarhitann á síldar- svæðinu, svo þýðingarmikil, að samþykkt var að gefa út um það tilkynningu, til þeirra, sem málið skipta. I íslenzkri þýðingu er til- kynningin á þessá leið: „SíJdartorfur hafa fundizt í maí-.júní á mjög víðáttumiklu svæði yfir hafdjúpinu norður og norðaustur af Færeyjum. Þegar fer að líða á sumarið virðast síld- artorfurnar þéttast við straum- mótin, sem eru við austurmörk hins kalda Austur-íslands- straums, milli 66° n. br. og Jan Mayen. Tví síðast liðin sumur hafa norskar fiskirannsóknir leitt í Ijós, að einnig er mikið um síld- artorfur frá Jan Mayen til norð- austurs meðfram straummótun- um milli hlýja sjávarins úr Atlantshafinu og kalda sjávarins fyrir vestan, og er hitinn á síld- arsvæðinu fyrir austan straum- línuna 6°—8° C. við yfirborð. Síðast liðið sumar fengu rekneta- skip góða veiði 80—100 sjómílur austur af Langanesi, en einnig á Jan Mayen svæðinu“. Á SL. SUMRI NOTUÐU ÍSL. SÍLDVEIÐIMENN SÉR AF LEIÐBEININGUM RANNSÓKNARSKIPANNA Það lætur að líkum að ýmis síldveiðiskip hafa reynt að hag- nýta sér þær niðurstöður, sem rannsóknirnar hafa komizt að. Fyrst var þetta gert í smáum stíl, sumarið 1950, eins og áður er minnst, og bví nær eingöngu af norskum skipum, en nú fyrir alvöru og all-almennt. Þannig fylgdi mikill hluti norsku síld- veiðiskipanna leiðbeiningum rannsóknarskipsins, fluttu sig austur í haf og fengu góðan afla, a. m. k. sum þeirra. Mörg íslenzku skipin fóru að dæmi þeirra norsku og leituðu austur í haf og óhætt er að full- yrða, að ef skipin hefðu haldið sig á hinum fornu síldarslóðum, við Norðurland, síðast liðið sum- ar, þá hefði aflinn orðið sama og enginn, minni en nokkru sinni fyr, því það, sem fékkst var tekið á nýjum miðum, langt frá landi. Sem dæmi um þessa þjóðflutn- inga til austurs, skal ég nefna það til gamans, að 21. júlí, en það var um helgi, lágu 160 skip á Siglu- fjarðarhöfn, þar af 93 erlend, viku síðar voru þar aðeins 40 skip, flest útlend, og 4. ágúst voru þau ekki orðin nema þrjú. Síðast liðið sumar vorum við Islendingar að nokkru leyti í samvinnu við Norðmenn og Dani um síldarrannsóknir og síldarleit á hafinu og héldum um tíma úti aukaskipi, Faxaborginni, Maríu Júlíu til aðstoðar. En frá sjónarmiði íslenzkrar síldarútgerðar, var sumarið eink- iitt merkilegt vegna þess, að mörg íslenzk skip gerðu nú í fyrsta skipti alvarlega tilraun til þess að veiða síld á hafi úti. . Árangurinn af þessari við- Jeitni varð svo glæsilegur, jafn- vel þótt um ýmsa byrjunarörðug- leika væri að ræða að niikils iná 1 af framhaldinu vænta, ef lán og lukka fylgir. Kunnugt er, þegar hluti af flotanum náði um 30.000 málum af síld á rösklega hálfum sólarhring, um 80 sjómílur aust- ur af Islandi og jafnvel austar. AÐ SUMRI VERÐA RANNSÓKNIRNAR EFLDAR Nú er í ráði að herða enn á rannsóknunum, til þess að hyggja sem fyrst sem sterkastan grundvöll undir síldveiði á úthaí- inu. Núna, í svartasta skammdeg- inu, eru tvö mestu rannsóknaskip Norðurlanda, G. O. Sars og Dana, stödd norðaustur af Færeyjum til þess að leita þar Norðurlands- síldarinnar á leið hennar austur um hafið, og i kjölfar þeirra fylgir eitt skip eða fleiri, sem eiga að gera veiðitilraunir. Eng- in vafi er á því, að síldin finnst, og henni verður ekki sleppt úr augsýn fyr en hún er komin upp að Noregsströndum, þar sem vetr arveiðin tekur við. I vor er það ætlunin að íslend- ingar, Danir og Norðmenn snúi saman bökum og rannsaki allt hafið frá Noregi til fslands og frá Bjarnareyju til Færeyja. Ráðgert er síðan að öll skipin eigi að mæt- ast í íslenzkri höfn, áður en síld- arvertíð hefst við Norðurland og gefa hver öðru upplýsingar um útbreiðslu síldarinnar, eins og hún er í hafinu í maí og júní og ennfremur til þess að reyna að gera sér grein fyrir hvort vænta megi síldargengdar upp að Norð- urlandi. Sá tími nálgast nú óðum, er við kuniium skil á göngum Norður- landssíldarinnar allt áriff, og það er ekki lengur hugsjón ein, aff ná til NorffurlandssíIdarinnar þótt hún sje ekki viff Norffurland og meira að segja utan venjulegs síldartíma. Nokkur óvissa hefur ríkt um það, hvernig aðstaða væri til þess að veiða síld á úthafinu yfir miklu dýpi. Þó að enn skorti á, að allar aðstæður hafi verið rann sakaðar til hlýtar, til dæmis skil- yrði til myndunar átuhámarka, er nú þegar óhætt að fullyrða, að veiðiskilyrði eru miklu betri, en búist var við í fyrstu. Á mjög stóru svæði þar sem síldin stendur yfir miklu hafdýpi, er hlutfallslega hlýr eða bland- aður sjór aðeins efst, og í honum er síldin. Þegar komið er niður á 25—30 metra tekur við kaldur sjór og niður í hann gengur síldin ekki, heldur heldur hann að henni að neðan sem botn væri. Við þessi skilyrði hefur nú tek- izt að veiða síld, þótt hún vaði ekki í yfirborði, og það er tíma- spurning hvenær þessi veiði verð ur almenn og talin jafn sjálfsögð eins og nú er talið að veiða síld í snyrpinót yfirleitt. Aðal erfiðleikarnir liggja í fjarlægð miðanna frá landi, sem og tíðarfarinu, sem oft er skrykkj ótt á þessum slóðum. Þó hefur það sýnt sig, að veður getur ver- ið gott þarna langt úti á hafi, þótt ekkert veiðiveður sé inni við land. Ályktunarorð og niðurstöður fyrirlesarans hafa áður birzt hér í blaðinu,_____________ — Skattfríðindi Framh. af bls. 2 telja sig sérstaklega standa í for- svari fyrir samvinnurekstrinum, ættu að vera svo hyggnir að við- urkenna augljósar staðreyndir og vinna að lagfæringu á því, sem miður fer í stað þess að berja höfðinu við steininn, eins og Sk. G., þar til allt er komið í það öngþveiti, sem mest getur orðið og málið verður loks leyst án þeirra atbeina, eins og hlýt- ur að verða, ef menn á borð við Sk G. breyta ekki afstöðu sinni. PARÍS — Evrópskir sérfræðing- ar sitja um þessar mundir ráð- stefnu í París, þar sem ræddir verða möguleikar til að auka kola-, stál-, rafmagns- og land- búnaðarframleiðslu Evrópu um 25%. Framh. af bls. 8 c ari öld. Þetta er hinn hagnýti hlutur (funksionalistiski). Seinna í dag förum við Franc- escc að skoða kirkju fyrir utan San Gimignano. Erum nú sem stendur að liggja af okkur mesta hitann. Það er hlýtt um miðjan daginn. Varla verður þó um svefn að ræSa, því það gengur á ýmsu hjá nágrönnunum. „Sigrioran" hér í bakhúsinu löðrungar krakkana svo mikið, að það glymur í. Ég sé þetta ekki, en heyri vel. Geysilegt skap held ég að þær hafi sumar og breytilegt. Nú er hún byrjuð að syngja napólitanska serenödu, svo mér vöknar um augun. Fjölhæf kona til munns og handa. í morgun hefi ég lauslega at- hugað aðstæðurnar. handan borg- armúrsins, því ástandið hér frammi er dálítið slæmt. Sal- ernisskolpleiðslan hjá Maríu er stííluð. Og það sem verra er, lík- lega af mínum völdum. Varð á að henda þar ávaxtaberki, sem hefur haft þessi óhollu árhif. Ef María kemst að þessu, eru dag- ar mínir taldir hjá henni. 11. ÁGÚST: Þá fer að líða að því að ég fari frá þessum indæla bæ og vinsamlega fólki. — í kvöld skrapp ég snöggvast til Poggi- bonsi, sem er smábær hér skammt frá; þar á að syngja „Madama Butterfly“. 12. ÁGÚST, UM IIÁDEGI: Ég er hálf syfjaður og með harðsperrur, held ég. Það fór engin híll til Poggibonsi í gær- kvöldi, svo ég varð að ganga þangað. Þeir á áætlunarbílastöðinni sögðu, að ég væri sá eini, sem hefði gefið mig fram og það væri ógerningur að senda bíl með mig einan, sem von var. Hálf glottu þeir að mér, þegar þeir sáu mig leggja í hann gangandi. Þeir sögðu, að þetta tæki IV2 tíma eða meira og ég kæmi of seint á þessa blessaða óperu. Leiðin er ekki vandrötuð, þó í dimmu sé, því þetta er aðal- braut, en heldur seinfarin, veg- urinn liggur í einlægum hlykkj- um. — Á bóndabæjunum meðfram veginum þótti þeim ferðalag mitt athyglisvert, gangan hröð og maðurinn allur einkennilegur. Karlarnir sendu mér tóninn, en vinsamlega hugsa ég, því cng- inn tafði för mína. Bílarnir þutu fram úr mér en það þýddi ekkert að veifa þeim, þeir taka ekki ókunnuga upp í, sízt að kvöldi til og karlmann í þokkabót. Halda að allt geti leynst með manni; maður gat verið nýsloppinn út af vand- ræðamannahæli eða Litlahrauni Ítalíu. Ég var lengur en ég áætlaði, eða um 1 Vz tíma og dró þó hvergi af mér. En ég kom nógu snemma, því þeir byrja venjulega V2 tíma á eftir áætlun. Ég hafði því tíma til þess að láta svitann rúka úr skyrtu og buxnastreng. Óperan var ágæt, eins og ég bjóst við, sérstaklega söng Madama Butterfly vel. En þeir voru að til kl. rúmlega 1 í nótt. Fyrsti bíll til San Gimignano átti að fara kl. 6 um morguninn; ég nennti ekki að bíða og lagði í hann aftur gangandi. Það var erfitt fyrir mig að rata rétta leið út úr Poggibursi. Ég var þarna alveg ókunnugur. Lögregluþjón sá ég engan og að spyrja til veg- ar vildi ég ekki, því innan um leynast óhrein öfl og heim til Maríu vildi ég komast heill á húfi. Leiðina fann ég og byrjaði férðina með 100 metra hlaupi, eins og góður og gegn íslend- ingur. Himinihn var stjörnubjartur og stjörnuhröp svo mikil að ég hefi aldrei séð þau meiri. Var alltaf að óska mér einhvers, en hafði kki við. Að síðustu hafði ég epgar nothæfar óskir. Ekkert markvert skeði á leið- inni. Öll stigamennska virðist vera úr sögunni á þessum slóð- um. Aðeins tveir menn fóru fram úr mér, báðir á Jjóslausum reið- hjó’urn. Þá hvarflaði það að mér, að nú mundi eitthvað ske. Þetta var þeirra siður, að koma að manni syona óvörum á ljóslaus- um farartækjum. Ég hugsaði mér, að bezt mundi vera að reyna við þá hælkrók fyrst, og síðan að raula yfir þeim rimnalag eftir Jón Leífs. En allur minn viðbúnaður varð að engu. Þeir buðu mér bara kumpánlega gott kvöld. Ég varð nú samt að taka úr mér broll- inn með 100 metra spretti. Kl. 3 í nótt kom ég aftur til San Gimignano, þægilega þreytt- ur og ánægður. Aðeins eina sál sá ég á ferli. Það var einn af þessum heiðursmönnum nútíma bæjarfélags, götusóparinn. Hann vai byrjaður á sinni þrotJausn baráttu við sóðaskap og hugsun,- arleysi okkar hinna. Og svo labbaði ég heim til Maríu. En nú skeði það sem mig var farið að gruna á Jeiðinni, — húsið var lokað og engin Maria í eigin persónu opnar. Ég lét hana sofa svefni hinna réttlatu.. Færi ég að berja upp, mundi ég vekja allt hverfið eða réttara sagt María, því að raddstyrkur hennar er geysilegur. Ég lagði mig því á steinbekk fyrir utan borgarmúrinn, en fór öðru hvoru og tók rösklega £ huiðina hjá henni. Fyrst um kl. 6 komst ég inn. Hjónin á miðhæðinni heyrðu skrjáfur mitt við hurðina og opnuðu. Sem betur fór hafði María lát- ið lykilinn standa í skránni, svo> ég komst inn og háttaði. Áður en ég festi blund var María kom- inn á stjá og hafði samband við neðri hæðina og fékk þar að vita um r.æturröJt mitt. Stuttu síðar heyrði ég svo 3 karlmenn koma til að gera við salernið. Það gekk ekki hávaða- laust, Drottinn minn dýri, — og svo byrjaði einn þeirra að kyrja aðal ástararíuna úr „Madama Butterfly", algerlega tilfinngar- laust og án tiJþrifa. Og þegar hann hafði endurtekið hana þrisvar, klæddi ég mig og fór aftur út á steinbekkinn. Auð- vitað hefur maðurinn verið í Poggibonsi í gærkvöldi. Hann var nú að rifja upp stefin. Skarphéffinn Jóhannsson. i ------------------- i • Békmentlr f Framh. af bls. 2 bókmenntum. — í mánaskímu er einnig ástarsaga, — og heldur ekkert ákaflega frumleg, — en rituð af meistaralegri leikni. Stefan Zweig er einkum fræg- ur fyrir æfiscgur sínar, og hafa sumar þeirra verið þýddar á ís- lenzku. Einna merkust er æfi- saga hans sjálfs og líklegt að hennar verði lengur minnst en annarra bóka hans. — Þó er víst að ýmsar af smásögunum eiga langt líf fyrir höndum í heims- bókmenntunum, og ekki síst þær, er birtast í bókinni Manntafl. Hann var sníllingur stíls og máls og vinnubrögð hans meistaraleg. þegar honum tókst bezt. Þekk- ing hans á mannlífinu var djúp- tæk og hann var mannvinur mikill. — Ýmsir beztu eiginleik- ar hans sem rithöfundar koroa glöggt fram í þessu sýnishorni a£ sögum hans, er Menningarsjóður hefur nú gefið út. — Slíiur samvinnu vid rikissfjórnina > DÍÍSSELDORF, 3. dés. — Verka- lýðssamband Vestur-Þýzkalanda hefur einráðið, að slitið skuli sam vinnu við ríkisstjórn Adenauers. Ástæðan er óánægja með stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. . — Reuter-NTQ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.